Morgunblaðið - 20.02.1988, Page 27

Morgunblaðið - 20.02.1988, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988 27 Hjallaprestakall í Kópavogi: Nýbreytni í safnaðar- starfinu FRÁ og með nk. sunnudegi, 21. febrúar, verður reynt nýtt fyrir- komulag' í samkomuhaldi safnað- arins. I Messuheimilinu, Digra- nesskóla, mun í senn fara fram bamaguðsþjónusta og almenn guðsþjónusta, kl. 11.00. Fram að sálmi fyrir prédikun, munu allir, bæði böm og ftillorðnir, taka þátt í sameiginlegri guðsþjón- ustu, en þá munu leiðbeinendur fara með bömunum á annan stað, þar sem þau fá áfram efni við sitt hæfi. Að samkomunum loknum geta síðan þeir sem vilja sest niður jrfir kaffibolla eða ávaxtasafa í veitinga- stofunni og átt þar saman notalega stund. Það er mjög í samræmi við eðli kirkjulegs starfs, að gera allri fjöl- skyldunni mögulegt að sækja sam- an guðsþjónustu, en jafnframt að tekið sé tillit til þarfa hvers aldurs- hóps fyrir sig. Þetta fyrirkomuiag, sem hér um ræðir, hefur reynst afar vel þar sem það tfðkast í öðrum söfnuðum. Af þeim sökum höfum við æma ástæðu til að ætla að svo verði einnig hjá Hjallasöfnuði. Við viljum hvetja sóknarfólk til að sýna þessari ný- breytni áhuga og standa saman um að láta vel til takast. Sr. Kristján E. Þorvarðarson, sóknarprestur. Umferðarráð: Siysahætta gangandi fólks í vetrarfærð Morgublaðið/Albert Kemp Mynd þessi er tekin við dýpsta spjóflóðið sem var u.þ.b. 4 metrar. Snjóflóð í Staðarskriðum Fáskrúðflfirði. SAMGÖNGUR á landi hafa geng- ið sæmilega hér á Fáskrúðsfirði þrátt fyrir mikinn snjó sem setti hér niður í janúar. Leiðin á milli Reyðaifyarðar og Fáskrúðsflarðar er mdd tvisvar í viku og hefur það gengið eftir. Um síðustu helgi lokaðist f svokölluðum Staðarskriðum er þar féllu allmörg snjófióð en leiðin var opnuð strax og lægði. -Albert UMFERÐARRÁÐ hefur látið gera veggspjald þar sem vakin er athygli á slysahættu gangandi fólks i vetrarfærð. Einnig er vakin athygli á þeim búnaði sem er fáanlegur til að koma i veg fyrir slys í hálku. í frétt frá Umferðarráði, segir að f könnun sem Grétar 0. Róberts- son læknir og Gunnar Þór Jónsson prófessor og yfirlæknir á slysadeild Borgarspítalans gerðu, komi fram að rosknu vinnufæru fólki sé hætt- ast í hálku. Könnunin var gerð árin 1985 og 1986, og vom framhand- leggsbrot sérstaklega könnuð. Vegna beinþynningar er rosknum konum hættara en öðmm í þessum efnum og brotna þær oft eftir frem- ur lítið fall. Hvetur Umferðarráð fólk til að sýna aðgæslu f vetrammferðinni. Ferðu stundum á hausinn? Hundíuð gangartíi manna slasast riiluga t hálKuslysum I* við : í:^.'.í::LSbkHF* 'l ••Sií'láú iK'insyvxti&u. ♦ví.-tt vxf b«w<yc>f»í« á maftnbroddum, gefum víð veríð nokkuð „sveliköld^ en - FORUM ÞO VARLEGA! Hvemig væri .JpM®» aðheimsækja hvort sem það er akandi eða gang- andi og að nota öryggisbúnað sem hæfír ferðum á þessum árstíma. Ferðamark- * aður Utsýnar í Broadway FERÐASKRIFSTOFAN Útsýn gengst fyrír ferðamarkaði í veit- ingahúsinu Broadway á morgun, sunnudag. Þar verða fulltrúar frá áfangastöðum Útsýnar i Portúgal, á Spáni og Kýpur ásamt fulltrúum Flugleiða, Arn- arflugs og SAS. Erlendu fulltrúamir koma sér- staklega til landsins í tilefni af ferðamarkaðinum og veita þeir upp- lýsingar um gistingu, áfangastað- ina og ýmsa ferðamöguleika. Auk þess sýna þeir myndbönd, útdeila bæklingum og svara fyrirspumum. Með þátttöku flugfélaganna gefst fólki kostur á, að fá upplýsing- ar á einum stað frá 50 sérhæfðum starfsmönnum í ferðaþjónustu, íslenskum og erlendum. Hinir er- lendu gestir eru forsvarsmenn hót- ela, ferðaskrifstofa og ferðamála- ráða í viðkomandi löndum. Á ferðamarkaðinum verða gest- um boðnar ókeypis veitingar og happdrættismiðar í ferðahapp- drætti. Ferðamarkaðurinn stendur frá kl. 14 til 18 á sunnudaginn. Athugasemd VERÐLAGSSTOFNUN hefur beðið Morgunblaðið að birta eft- irfarandi athugasemd: „í auglýsingu viðskiptaráðuneyt- isins, sem byggðist á upplýsingum úr verðkönnun Verðlagsstofnunar, og sem birtist í blaði yðar 19. febrú- ar urðu þau leiðu mistök að mynd af frystu grænmeti frá ORA birtist í matarkörfu þeirri sem ætlað var að sýna dýrustu körfuna. Fryst grænmeti frá ORA var hins vegar ekki dýrasta grænmetistegundin og átti því ekki heima í þesari körfu. Þessi mistök í myndbirtingu hafa engin áhrif á tölulegar niðurstöður könnunarinnar og ekki auglýs- ingarinnar heldur." UM HELGINA - LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 13-17 FRA ÞRIGGJ/|&ÉÍ^)|lÉÐ llndirvagn og yrnoyxs"-* úr zinkhúðuðu gæðastali HEKLAHF Laugavegi 170 -172 Sími 695500

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.