Morgunblaðið - 25.02.1988, Síða 50

Morgunblaðið - 25.02.1988, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988 Keflavík: Albert Ólafsson KE aflahæstur Keflavík. AFLI var fremur tregur síðustu viku, sérstaklega hjá netabátun- um, en línubátarnir sem róa með tvöfalda setningu fengu sæmi- legan afla. Albert Ólafsson KE var aflhæstur með 37,3 tonn í þremur róðrum, Búrfeíl KE var með 33,9 tonn í þremur róðrum og Eldeyjar-Boði KE var með 30,6 tonn í tveimur róðrum. Skagaröst KE var aflahæsti netabáturinn. með 34,4 tonn, en aðrir voru með mun minna. Stafnes KE var með 18,5 tonn og Happa- sæll KE var með 15,7 tonn. Þuríður Halldórsdóttir er á útilegu og land- ar afla sínum einu sinni í viku og var aflinn í síðustu viku 17 tonn. Lítill friður var hjá dragnótabát- unum og aflinn i samræmi við það, Farsæll GK var með 18,6 tonn í 5 róðrum og Amar KE var með 13 tonn einnig í 5 róðrum. Nokkrir Sandgerðidsbátar komu til Keflavíkur til löndunar þar sem þeir voru í landi þegar fjara var og gátu því ekki siglt inn rennuna í innsiglingunni til Sandgerðis. - BB Kannanir Skáís fyrir Stöð 2: Rúmlega helming- ur landsmanna vill Frá vígsluathöfn Klébergsskóla. Nýtt skólahús tekið í notkun á Kjalarnesi bjór og ráðhús fengust í í könnun sem Skáís gerði fyrir Stöð 2, þriðjudaginn 2. febrúar síðastliðinn. . Könnunin náði til 714 einstakl- inga 18 ára og eldri. Stærð úrtaks- ins var ákveðin í réttu hlutfalli við fjölda íbúa 18 ára og eldri í Reykjavík, á Reykjanesi og á lands- byggðinni. Spurt var hvort menn væru með eða á móti bjórfrum- varpinu og í framhaldi af því hvort menn væru með eða á móti bygg- ingu ráðhúss í Reykjavík. Þeir sem sögðust fylgjandi byggingu ráðhúss voru þá spurðir hvort þeir væm með eða á móti byggingu ráðhúss við 'Ijömina. Eins og áður segir vora 52,4% með bjórframvarpinu en 59,5% þeirra sem tóku afstöðu. Á móti voru 35,7%, 40,5% þeirra sem af- stöðu tóku. Hlutlausir vora 11,9%. Afstöðu tóku 88,1%. 54,2% aðspurðra vora fylgjandi byggingu ráðhúss, 68,5% þeirra sem afstöðu tóku. Á móti vora 24,9%, 31,5% þeirra sem tóku af- stöðu. Hlutlaustir reyndust 20,9%. Afstöðu tóku 79,1%. Af þeim 54,2% sem vildu ráðhús, voru 60,5% fylgjandi byggingu þess við Tjömina, 63,1% sem afstöðu tóku. 35,4% þeirra sem vildu ráð- hús, vildu ekki að það yrði staðsett við Tjörnina, 35,9% sem tóku af- stöðu. Hlutlausir reyndust 4,1%. 95,9% tóku afstöðu. RUMLEGA helmingur lands- manna (52,4%) er fylgjandi bjór- frumvarpinu sem lagt hefur ver- ið fram. Svipaður fjöldi, (54,2%) er með byggingu ráðhúss í Reykjavík og af þeim sem af- stöðu taka með ráðhúsi, vill 60,5% að það verði reist við Tjömina. Þessar niðurstöður Kjalnesingar og Kjósverjar tóku i notkun fyrsta áfanga nýrr- ar grunnskólabyggingar að Klé- bergi á Kjalarnesi á laugardag- inn. Var það gert við hátíðlega athöfn að viðstöddum m.a. þing- mönnum kjördæmisins ásamt ráðhermm mennta- og sam- göngumála. Húsið er byggt í samstarfi Kjal- ameshrepps, Kjósarhrepps og ríkis- ins. Þetta nýja hús bætir úr brýnni þörf þessara byggðarlaga fyrir að- stöðu til skólahalds, að sögn Péturs Þórðarsonar sveitarstjóra Kjalar- neshrepps. Gamla skólahúsið að Klébergi var byggt árið 1928 og þá gert ráð fyrir 20 nemendum. Nú era nemendur 90 og verða næsta ár um 110 í öllum bekkjum grunnskólans. Nýja húsið verður alls 800 fer- metrar, þessi fyrsti áfangi er 500 fermetrar, síðar er gert ráð fyrir allt að helmings stækkun hússins. Með tilkomu nýja hússins þarf ekki lengur að aka nemendum efstu bekkjanna í skóla til Mosfellsbæjar, eins og verið hefur. Við athöfnina fluttu ávörp Jón Ólafsson oddviti Kjalameshrepps, Pétur Þórðarson sveitarstjóri Kjal- ameshrepps, Birgir Isleifur Gunn- arsson menntamálaráðherra, Magnús Sæmundsson oddviti Kjós- arhrepps og Matthías A. Matthiesen samgöngumálaráðherra. Kristín Ámadóttir, skólastjóri Klébergs- skóla veitti húsinu viðtöku og flutti ávarp. Þá var kynnt í máli og mynd- um vinna nemenda, sem höfðu unn- ið þemaverkefni næstu viku á und- an. Þemað var bókmenntir og listir og gerðu gestir góðan róm að kynn- ingunni, að sögn Péturs Þórðarson- ar. Hönnuðir hússins era Haukur yiktorsson arkitekt og Ásmundur Ásmundsson verkfræðingur. Aðal- verktaki við bygginguna var Loft- orka hf, Borgamesi. Húsið er byggt úr steinsteyptum einingum frá Loft- orku hf. Klébergsskóli mun . síðan verða skreyttur listaverkum og verður hið fyrsta frá gleriðjunni Gler í Bergvík, ■sem er í næsta nágrenni við skól- ann. Framkvæmdir hófust 15. maí 1987 og kostnaður er nú kominn í U.þ.b. 17,5 milljónir króna, sem er innan kostnaðaráætlunar segir Pét- ur Þórðarson sveitarstjóri Kjalar- neshrepps. Kór skólans söng við athöfnina undir stjórn tónmenntakennarans, Pálínu Skúladóttur. . Bandarískur hárgreiðslumeist- ari sýnir o g heldur námskeið GARY Bray, bandarískur hár- greiðslumeistari, mun dveljast hér á landi, dagana 27. febrúar til 1. mars. Hann kemur i boði Hárgreiðslumeistarafélags ís- lands og heldur námskeið og sýningu á vegum félagsins. Sýn- ingin verður á Hótel Borg, sunnudaginn 28. febrúar ki. 14 til 17 og er eingöngu ætluð meðlimum félagsins og gestum þeirra. Oll módelin verða í fatn- aði frá Karakter og Flónni. Gary hefur starfað sem hár- greiðslumeistari í 20 ár -og hefur á þeim tíma starfað að öllum greinum hárgreiðslu og áunnið sér viðurkenningu fyrir vel unnin störf, segir í frétt frá Hárgreiðslu- meistarafélaginu. Hann erþekktur sem kenrvari og rithöfundur. Hann Hárgreiðslumeistarinn Gary Bray, sem kemur til landsins i lok mánaðarins. og kona hans, Ann, hafa margoft þjálfað keppendur í heimsmeist- arakeppnum, auk annara stórra keppna, auk þess sem þau hafa sjálf keppt. Gary mun einnig hafa áunnið sér gott orð sem kaupsýslu- maður og var útnefndur besti framkvæmdastjóri lítils fyrirtækis árið 1987. Hann kom hingað til lands í nóvember síðastliðnum og dæmdi í Norðurlandakeppninni í hár- greiðslu. INNLENT.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.