Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B 50. tbl. 76. árg. NATO-fundurinn 2.-3. mars: Undirbúningi leið- togafundarins lokið Briissel, frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. UNDIRBÚNINGI fyrir fund leið- lauk í Brtissel i gær. Undan- STOFNAÐ 1913 ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins toga aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins hinn 2. og 3. mars Saltfisksinn- flutningur til EB: 42.0001 viðbótar- heimild tílimiræðu Rriissel, frá Kristófer Má Kristins- syni, frétt&ritara Morgunblaðsins. FUNDI sjávarútvegsráðherra Evrópubandalagsins, var ekki lokið í nótt þegar Morgun- blaðið fór í prentun. Fyrir honum lá tillaga um viðbótar- heimild til ríkja utan EB til þess að flytja inn ýmsar fisk- tegundir, þar á meðal saltfisk. I tillögunni var gert ráð fyrir að leyfa innflutning á 42.000 tonnum af saltfiski með 5% inn- flutningstolli. Ekki var vitað til þess að neinn hefði gert athuga- semd við tillöguna. Snjóþyngsli íEvrópu Reuter Mikið fannfergi var í Þýskalandi um helgina, en í Evrópu hafa verið miklir kuldar að undanförnu. Maðurinn á myndinni er bUasali í Miinchen, en fyrsta verk hans á morgnana er að að hreinsa snjó af söluvörunni. Hagfræðingur OECD á Grænlandi: farnar vikur hafa fastafuUtrúar aðUdarríkjanna lagt nótt við nýt- an dag við samningu ályktunar fundarins. Ljóst er að hún verður í tvennu lagi, annars vegar al- menn yfirlýsing og hins vegar yfirlýsing um takmörkun hefð- buudinna vopna. Þorsteinn Páls- son, forsætisráðherra íslands, og Steingrimur Hermannsson, ut- anríkisráðherra, eru væntanleg- ir tU BrUssel i dag, en Þorsteinn mun ávarpa fundinn á morgun. FranQois Mitterrand, Frakk- landsforseti, og Jacques Chirac, forsætisráðherra, koma báðir til fundarins ásamt Jean-Bemand Rai- mond, utanríkisráðherra, og þykir það bera vott um aukna einingu NATO. Frakklandsforseti hefur ekki sótt fund af þessu tagi í 22 ár. Talið er að fimdurinn muni að miklu leyti snúast annars vegar um ánægju leiðtoganna með góðan ár- angur stefnu bandalagsins, en hann telja þeir endurspeglast í gerðum afvopnunarsamningi við Sovétríkin og núverandi afvopnunarviðræðum, og hins vegar um áherslubreytingar í vamarsamstarfi aðildarríkjanna í framtíðinni. Sjá frétt um afstöðu Mitter- rands á síðu 32. Situr viðsama ílsrael Reuter í gær féllu tveir Palestinumenn til viðbótar á hernumdum svæðum ísraela. Er tala látinna þá orðin 79, en óeirðir á svæðunum hafa staðið í ellefu vikur. Myndin að ofan var tekin á vesturbakka Jórdanár og sýnir hvar palestínsk kona mundar stein í átt að israelskum hermanni. Nokkuð var um gijótkast þar S gær, en hermenn munu hafa svarað fyrir sig með því að henda steinum á móti. Sjá frétt af för Georges Shultz til Miðausturlanda á síðu 31. Sovétríkin: Frekari óeirðir sagð- ar við rætur Kákasus Moskvu, Reuter og Daily Telegjaph. TIL ÓEIRÐA kom á sunnudag í borginni Sumgajt í Azerbajdzhan að sögn TASS, hinnar opinberu fréttastofu Sovétrikjanna. í frétt TASS sagði einungis að ótindur skríll hefði átt upptökin að óeirð- unum, en ekki var getið um hvort þjóðemisólga lægi þar að baki eður ei. Siðastliðna viku braust út mótmælaalda í nágrannarik- inu Armeníu og krefjast Armen- ar þess að héraðið Nagorno- Karabakh í Azerbajdzhan verði innlimað í Armeniu á ný, en það var frá þeim tekið þegar Sov- étríkin unnu sigur á lýðveldi Armena eftir byltingu bolsé- vikka. Snmgajt er 180.000 manna iðnaðarborg skammt norður af Bakú, höfuðborg Azerbajdzhan. Sovéskur embættismaður sagði í útvarpinu í Bakú á sunnudag að tveir menn, báðir Azerbajdzhanar, hefðu fallið í óeirðum, sem tengja mætti kröfu Armena um innlimun Nagomo-Karabakh. TASS tengdi á hinn bóginn óeirð- imar í Sumgajt ekki við fyrri fregn- ir af átökum milli Armena og Az- Laun togaramanna meiri en hollt er Nuuk. Frá Nils J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNLENSKIR tog-araskipstjórar og aðrir skipveijar á togurunum hafa miklu meiri laun en unnt er sætta sig við með tilliti til efnahags- legra hagsmuna samfélagsins. Niels Henrik Westerlund, hagfræðing- ur OECD, sem er grænlensku landsstjóminni til halds og trausts í efnahagsmálunum, lét svo ummælt á sjávarútvegsráðstefnu, sem haldin var í Nuuk um síðustu helgi. Westerlund sagði, að áhafnir tog- aranna, einkum rækjutogara í einkaeign, hefðu meiri laun en nokkrar samfélagslegar forsendur væm fyrir. Skipstjórar hefðu í árs- laun 4-6 milljónir ísl. kr. en hásetar 800.000 og upp í rúmar tvær millj- ónir kr. Sagði hann, að vegna launa- kostnaðarins væm grænlenskar rækjur varla samkeppnishæfar á markaðnum. Sjómannasamtökin hafa bmgðist ókvæða við ummælum Westerlunds og segja, að lægri laun muni ekki bæta samkeppnisstöðu grænlensku rækjunnar. Nær væri að auka rækjukvótann til að togaramir geti veitt meira. Westerlund lagði einnig til, að rækjukvótamir yrðu boðnir upp og kvaðst Emil Abelsen, sem fer með sjávarútvegsmál, mundu huga nánar að því. Ein meginniðurstaða ráðstefn- unnar var sú, að grænlensk útflutn- ingsfyrirtæki, opinber og í einka- eigu, hafi með sér samstarf og selji vömna undir sama vömmerki en keppi ekki hvert við annað á mörk- uðunum. erbajdzhana. Skyldleiki þessara at- burða er þó talinn litlum vafa undir- orpinn. í Bakú er talsvert um Arm- ena, en í borginni, sem byggir af- komu sína að mestu á olíuiðnaði, búa fiölmörg þjóðabrot auk Az- erbajdzhana. Á sunnudag staðfesti rithöfund- urinn Zoríj Balajan, óopinber leið- togi þeirra Armena, sem vilja inn- lima Nagomo-Karabakh, að hann hefði við annan mann farið til fund- ar við Míkhaíl Gorbatsjov, Sovét- leiðtoga, til þess að ræða ástand mála við rætur Kákasus. Sagði hann að Gorbatsjov hefði heitið þvi að reyna að finna lausn á vanda svæðisins. í viðtali við blaðamann Daily Telegraph ítrekaði Balajan að mót- mælin í Jerevan hefðu farið frið- samlega fram. „Hér í Jerevan hefur ekki eitt einasta leiðindaatvik átt sér stað þrátt fyrir að 700.000 manns hafi mótmælt á götum úti.“ Fundur Gorbatsjovs með Armen- unum tveimur þykir merkilegur fyr- ir þær sakir að fátítt mun að Kreml- arbændur sniðgangi kommúnista- leiðtoga einstakra Sovétlýðvelda og ræði þess í stað beint við óopinbera fulltrúa þeirra, sem telja sig eiga eitthvað vantsilað við yfirvöld. Sjá nánari fréttir frá Armeníu á síðu 30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.