Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 Kaflar úr álitsgerð ríkislögmanns: Umspurð atriði ekki til fyrir- stöðu staðfestingar ráðherra „Almenningi gefinn kostur á að tjá sig um fyrirhugaða ráðhussbyggingu á fullnægjandi hátt" * ,,A) „Við teljum að ráðherra geti almennt staðfest tillöguupp- drátt að hluta en synjað um stað- festingu hans að hluta. Ennfrem- ur, að hann geti staðfest skipu- lagsuppdrátt með fyrirvörum og/eða athugasemdum. * B) Við teljum að þau atriði, sem ráðherra tilgreinir í fyrir- spurn sinni undir liðum 1-3 séu þvi ekki tíl fyrirstoou, að ráð- herra staðfestí skipulagsupp- dráttinn". Þetta er niðurstaða í álitsgerð rfkislðgmanns tíl félagsmálaráð- herra (dagsettrar 2. februar síðast Iiðinn), varðandi meínt lagaieg álitaefni um staðfestíngu ráðherra á deiliskipulagi Kvosar- innar f Reykjavík. Undir álitsgerðinna rita Guð- run Margrét Arnadóttir og Gunn- laugur Claessen, hæstarértarlög- menn. Beiðni félagsmálaráðherra Með bréfi dagsettu 12. janúar 1988 óskar Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmáiaráðherra, umsagnar emb- ættis ríkislögumanns um nokkur lagaleg álitaefni, sem risið hafa í tengslum við staðfestingu ráðherra á skipulagsuppdrætti Kvosarinnar. Sérstaklegar er óskað álits ríkislög- manns á þvf hvort tiltekin álitaefni „séu því til fyrirstöðu að ráðherra staðfesti tillöguuppdráttinn". Meðal álitaefna eru: 1) hvort deili- skipulagsuppdrátturinn sé í sam- ræmi við staðfest aðalskipulag, 2) hvort almenningur hafi átt kost á að tjá sig um fyrirhugaða ráðhúss- byggingu við Tjörnina, 3) nýtingar- hlutfall lóða og hæðir húsa, 4) hvort ráðherra geti staðfest tillöguupp- dráttinn að hluta en synjað að'hluta - eða staðfest með fyrirvara eða athugasemdum. Valdsvið ráðherra í niðurstöðu þess kafla í álitsgerð ríkislögmanns, sem fjailar um vald- svið ráðherra, segir m.a.: „Meginreglan er, að f valdsviði ráðherra felst heimild til þess að staðfesta skipulagsuppdrátt að hiuta, en synja um staðfestingu hans að hluta. Með sama hætti getur hann staðfest uppdrátt með fyrir- vara eða athugasemdum". Deiliskipulap; - uppdráttur Sfðar í áiitsgerðinni segir: „Deiliskipulagsuppdrátturinn var auglýstur með þeim hætti, sem fyrir er mælt í 17. og 18. grein skipulag- slaga. Breytingar á umferðarkerfi voru því kynntar með þeim hætti sem áskilið er samkvæmt lögum. Þetta atriði er því ekki til fyrirstöðu, að ráðherra staðfesti skipulagsupp- dráttinn". Staðsetning ráðhússins í álitsgerðinni segir m.a. um stað- setningu ráðhússins: „Athugasemdir, sem bárust við staðsetningu ráðhúss, bera ekki með sér, að misskilingur hafi verið uppi um þetta, enda var þar beinlínis mótmælt skerðingu á Tjörninni. Með vísan til þessa teljum við, að stað- setning ráðhúss hafi verið kynnt með fullnægjandi hætti. Við útgáfu byggingarleyfis ber að sannreyna að ráðhússbygging, sem kann að verða reist á þessum reit, sé stað- sett f samræmi við staðfest deili- skipulag. Það er hins vegar ekki athugunarefni á þessu stigi". í samræmi við aðalskipulag í álitsgerðinni segir áfram: „Um landnýtingu á þessum stað má bæta þvf við, að hún er f sam- ræmi við gildandi aðalskipulag. Samkvæmt því er gert ráð fyrir opinberum byggingum f og við norðurenda Tjarnarinnar, þar á með- Myndin sýnir fyrirhugaða staðsetningu ráðhús Reykjavíkurborgar við Tjörnina. al ráðhúsi. Landnotkun í þágu opin- berrar starfsemi í og við Tjörnina er það markað á mun stærra svæði heldur en gert er ráð fyrir í deili- skipulagstillögunni og fyrirhuguðu aðalskipulagi...". Stœrð húss og staðsetuing í kafla þar sem fjallað er um al- menna kynningu nýs aðalskipulags Reykjavíkur á tfmabilin 24. júnf til 23. september 1987, segir m.a.: „Þar kemur fram að gert er ráð fyrir þriggja hæða ráðhússbyggingu. Með hliðsjón af þessu er niðurstaða okkar sú, að uppdrátturinn uppfylli að þessu leyti skilyrði 2. málsgreinar 11. greinar skipulagslaga, að hann tilgreini hæð væntanlegrar ráðhúss- byggingar". I kalfa um stærð og nýtingarhlut- fall segir áfram: „I greinargerð með aðalskipulagi var sérstaklega fjallað umráðhús Reykjavíkur, sbr. bls. "149. Á kynn- ingarstað var einnig kynnt fyrir- hugað deiliskipulag Kvosarinnar. Á lfkan af því var fellt inn lfkan af verðlaunatillögunni úr samkeppni um ráðhús. Eigi sfðar en þá mátti almenningi vera ljóst, hvernig ráð- hús félli inn í fyrirhugað aðal- og deiliskipulag. Samkvæmt þessari auglýsingu aðalskipulagstillögu er lóðin kynnt sem byggingarreitur ráðhúss og nýtingarhlutfall ákveðið 2 - 2,5. Engar athugasemdir bárust við aðal- skipulagstillöguna að þessu leyti, • hvorki við staðsetningu væntanlegs ráðhúss né nýtingarhlutfall bygging- arreitsins. í athugasemdur skipulagsstjórn- unar rfkisins til ráðherra, dagsettum 7. desember 1987 kemur fram, að skipulagsstjórn hafi f allri umfjöllun sinni um þessi tvö mál (deiliskipu- lagstillögu og aðalskipulagstillögu) gengið úr skugga um, að samræmi væri milli þessara tveggja skipulag- stillagna. AðalskipulagstiIIagan var samþykkt í borgarstjórn Reykjavfk- ur 12. janúar 1988. Væntanlega hefur skipulagsstjórn ríkisins fengið það nú til umfjöllunar. Við teljum að þau vinnubrögð skipulagsstjórnar að haga ákvörðun- artöku varðandi deiliskipulagstillög- una með hliðsjón af væntanlegu aðalskaipulagi, eigi sér eins og hér stóð á stoð f skipulagslðgum, samab- ber einkum 2. grein laganna. í 4. málgrein 2. greinar kemur fram, að heimilt er að fella úr gildi byggingar- leyfi, sem kann að brjóta í bága við fyrirhugað skipulag. Þetta á eins við þótt byggingarleyfi samrýmist gildandi skipulagi, ef það samrymist ekki fyrirsjaanlegu skipulagi". Kynning fullnægjandi Sfðan segir „Hér að framan hefur verið fjallað um kynningu deiliskipulags, gildandi aðalskipulag og kynningu á nýju aðalskipulagi. Á þetta verður að horfa heildstætt. FVam hjá því verð- ur ekki komist, að eigi sfðar en við kynningu aðalskipulags lágu allar staðrendir varðandi ráðhús á borð- inu, án þess að athugasemdir væru þá gerðar við landnotkun eða nýt- ingu. Þeir aðilar, sem gerðu athuga- semdir við deiliskipulag, mótmæltu þannig ekki þessari landnotkun eða nýtingarhlutfalli við kynningu aðal- skipulagstillögu. Mótmæli frá öðrum bárust heldur ekki. í ljósi þess, sem hér hefur verið sagt er það okkar mat, að aimenn- ingi hafi verið gefinn kostur á að tjá sig um fyrirhugaða ráðhúss- byggingu á fullnægjandi hátt. Enn- fremur að tillöguuppdrátturinn og sú málsmeðferð, sem hann hlaut, sé samrýmanlegur skipulagslögum varðandi þau atriði, sem hér hafa verið til umfjöllunar". I Jtlit húss og form Eftir að álitsgerð ríkislögmanns lá fyrir með þeim meginniðurstöðum, sem frá er greint í upphafi þessarar frásagnar, æskir ráðherra umsagnar um eitt viðbótaratriði. Það lýtur að þvf að á uppdráttinn, sem afgreiddur var til staðfestingar í skipulagsstjórn 11. nóvember 1987, var teiknuð af- stöðumynd ráðhúss, sem nær út f Tjðrnina. Niðurlagsorð f svarbréfi ríkislög- manns, sem Gunnlaugur Claessen hrl. undirritar, segin „Kjarni málsin er hins vegar sá, að staðfesting ráðherra tekur ekki til útlits húss eða forms. Það, að afstöðumynd ráðhúss skyldi færð inn á tillöguuppdrátt, er þvf þýðingar- laust atriði í þvf samhengi, sem hér er fjallað um. Um ráðhús gildir það sama og aðrar nýbyggingar, sem skipulagstillagan gerir ráð fyrir að muni rfsa f Kvosinni. Staðfesting ráðherra tekur f engu tilviki til útlits væntanlegrar byggingar. Það atriði, sem hér hefur verið til umfjöllunar, er því ekki til fyrir- stöðu að ráðherra staðfesti tillögu- uppdráttinn. I tilefni af fyrirspurn ráðherra á fundi hinn 4. febrúar sl. þótti rétt að taka af öll tvfmæli varðandi það, hvar samkeppnisgögn um ráðhús hafi iegið frammi. Af þvf tilefni var haft samband við Hjörleif B. Kvaran hjá Reykjavíkurborg. Samkvæmt upplýsingum hans voru samkeppnisgögn um ráðhús afhent þeim, sem eftir leituðu, á sama stað (Byggingarþjónustan við Hallveigarstfg) og deiliskipulag um Kvosina var til almennrar kynning- ar". Jónatan Þórmundsson, prófessor: Lagalegir þverbrest- ir í deiliskipulagi Jónatan Þórmundsson veitti félagsmálaráðherra lögfræði- lega ráðgjöf vegna undirbúnings hcnnar við staðfestíngu á Kvos- arskipulaginu. Af þvi tilefni snerí Morgunblaðið sér til hans og bað hann að segja álit sitt á málinu. Ég er sammála umsögn rfkislög- manns f ýmsum atriðum, m.a. þeim, að félagsmálaráðherra geti staðfest tillöguuppdrátt að hluta, en synjað um staðfestingu að hluta, eða stað- fest uppdrátt með fyrirvörum eða athugasemdum. Ég er hinsvegar ósammála rök- semdafærslu ríkislögmanns um ráð- húsreitinn, einkum því að leggja heildstætt mat á kynningarstarf- semina, þannig að borgaryfirvöld hafi f reynd ráðið því hvað kæmi i stað lögformlegrar kynningar sam- kvæmt skipulagslögum. Engum, sem les skipulagslögin og reglugerðina, getur blandast hugur um, að við hina lögformlegu kynningu á umræddu deiliskipulagi vantaði nokkur grundvallarat- ríðí, sem lögum samkvæmt eiga að liggja fyrir, þegar deiliskipu- lag er kynnt. Að þessu athuguðu er álitaefnið fyrst og fremst það, hvort frávikin frá fyrirmælum laganna séu svo veruleg, að þau eigi að leiða til synjunar um staðfestingu. Enginn vafi er um heimild ráðherra í þessu efni, en með tilliti til sjálfsstjórnar sveitarfélaga á ráðherra ekki að beita þessu löghelgaða eftirlitsvaldi sfnu, nema veigamikil lagarök standi til þess. Slfk lagarök voru fyrír hendi f þessu máli. Þau eru þrenns konar: 1) réttarðryggissjón- armið, 2) hagsmunamat, 3) for- dæmisáhrif. 1) Réttaröryggi. Lög fjalla ni.a. um réttarstöðu þegnanna, réttindi þeirra og skyldur. Til þess að treysta sem best öryggi þeirra eru lög birt með ákveðnum hætti og gert ráð fyrir, að fðlk kynni sér efni þeirra. Það hlýtur því að draga úr öryggi — og öryggiskennd al- mennings, ef stjórnvöld geta farið sínu fram með öðrum hætti en lög segja til um og lagt sitt eigið mat á það, hvort leggja megi þá fram- kvæmd að jöfnu við tilhögun lag- anna. Ef borgararnir eiga rétt á kynningu lögum samkvæmt, verða þéir að geta treyst því, að hún fari eftir skýrum fyrirmælum laganna, m.a. um kynningartíma, aðra'til- högun hennar, meðferð athuga- semda o.s.frv. 2) Hagamunamat. í máli þessu eru miklir hagsmunir f húfi, allir hljóta að gera sér grein fyrir því, hver sem skoðun þeirra er á ráð- húsmálinu. Málið varðar alla Reyk- vfkinga og að vissu leyti alla lands- menn, þar sem um hjarta höfuð- borgarinnar er að tefla. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að hvers konar fyrirhuguð skerðing á Tjörninni eru mjög umdeild og hef- ur löngum verið það. Á sfnum tfma var í borgarstjórn samþykkt önnur ráðhúsbygging, en hætt við hana vegna xtýög almennrar andspyrnu almennings. ÖU þessi forsaga og vitneskja hefði átt að gefa borgar- yfirvöldum nú alveg sérstakt tilefni til að fara varlega og hlíta lögum f einu og öllu. 3) Fordæmisáhríf. Staðfesting deiliskipulagsins með jafnalvarleg- um ágöllum og raun ber vitni hlýt- ur að setja félagsmálaráðuneytið f mjög erfiða aðstöðu f framtfðinni, siðferðislega og lagalega, gagnvart Jónatan Þórmundsson próf essor ððrum sveitarfélögum, sem vilja láta slaka á kröfum laganna, en hafa ekki pólitfskan kynngikraft til að knýja fram slfka lausn. Að ósk Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra, kynnti ég mér öU gögn varðandi deiliskipulag Kvosarinnar og veitti henni per- sónulega ráðgjöf um það, mest- megnis þó f hópstarfi með öðrum lögfræðingum. Niðurstaðan varð sú, að ég lagði til við ráðherra, að deiliskipulagið yrði staðfest með fyrirvara um ráðhúsreitinn ásamt athugasemdum um nokkur atriði önnur. Ef þessi niðurstaða hefði orðið ofan á, hefði um hina nýju kynningu orðið að fara að öllu leyti eftir ákvæðum skipulagslaga og leggja þann þátt sfðan að nýju fyrir ráðherra til Btaðfestingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.