Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 Askriftartónleikar Sinfóníuhlj óms veitar Islands: Óperan Don Carlos frumflutt hérlendis FIMMTUDAGINN 3. mars frum- flytur Sinfóníuhljómsveit íslands óperuna Don Carlos eftir Gius- eppe Verdi í Háskólabíói á áskriftartónleikum. Auk hljóm- sveitarinnar sjmgur kór íslensku óperunnar ásamt sex einsöngv- urum. Stjórnandi hljómsveitar- innar er Þjóðveijinn Klauspeter Seibel, en kórstjóri Peter Locke. Óperan Don Carlos var frumflutt í París í mars 1867 og hlaut þá fremur kaldar viðtökur. Á þriðja áratug þessarar aldar var farið að sýna Don Carlos í óperuhúsum og meta verkið að verðleikum. Þessi ópera hefur þó aldrei verið flutt hérlendis áður í einni heild, heldur einstakar aríur. Kór íslensku óperunnar syngur ásamt sex einsöngvurum. Þeir eru: Luisa Bosabalian, sópransöng- kona, sem hefur unnið til margra verðlauna fyrir söng sinn. Hún nam við Scala í Mflanó og einbeitir sér að verkum Mozarts, Verdis og Puccinis. Luisa Bosabalian er tíður gestur við frægustu óperuhús heims. Hún hefur fast starf við Ríkisóperuna í Hamborg. Jan Hendrik Rootering, baritón, nam sönglist í Hamborg og starfaði um tíma við þýsku Rínaróperuna í Dússeldorf. Frá 1983 hefur hann verið fastráðinn við Ríkisóperuna í Múnchen, auk þess sem hann hefur sungið sem gestur við mörg óperu- hús í Evrópu. Kristinn Sigmundsson þarf ekki að kynna nánar fyrir óperuunnend- um, enda hefur hann unnið fræki- legan söng- og leiksigur með Is- SIEMENS Klauspeter Seibel, stjórnandi. lensku óperunni þessa dagana í Don Giovanni. Girogio Aristo, tenórsöngvari, hleypur í skarðið fyrir Kristján Jó- hannsson, sem átti upphaflega að syngja í þessari uppfærslu en varð að biðjast undan því vegna skuld- bindinga sinna við Scala óperuna í Mflanó. Giorgio Aristo er einn söngvaranna, sem nam söng við Scala í Mflanó. Rúmeninn Attila-Julisus Kovacs lauk stúdents- og söngprófí frá Tónlistarskólanum GH Dima 1965. Hann söng um árabil við óperuna í Klausenburg og tók á sama tíma þátt í mörgum sýningum utan k Luisa Bosabalian, sópransöngkona. heimalands síns, þ.á m. Júgóslavíu, Austur-Þýskalandi, Ítalíu og Sviss. Frá 1983 hefur hann starfað sem bassasöngvari í Kiel í Vestur- Þýskalandi og víðar. Að lokum má nefna pólsku messósópransöngkonuna Maria Pawlus-Duda. Hún hefur sungið öll helstu messósópran óperuhlutverk- in, allt frá Mozart, Bellini og Smet- ana til Verdi, Puccini og Richards Strauss. Hún nam við söngakadem- íuna í Kraká og hefur komið víða fram sem konsertsöngkona. Hún er nú fastráðin við ríkisóperuna í Saarbrucken í Þýskalandi. Stjórnandinn á hljómsveitarupp- færslunni á Don Carlos er Þjóðveij- inn Klauspeter Seibel. Hann er íslenskum tónlistarunnendum að góðu kunnur, enda hefur hann oft Jan Hendrik Rootering, baritón. Attila Julius Kovacs, bassasöngvari. áður stjómað á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitarinnar, bæði í Reykjavík og á hljómleikaferðum um landið. Eftirminnileg er uppfærslan undir hans stjóm á Hollendingnum fljúg- andi eftir Wagner í mars 1985. Klauspeter Seibel er nú aðalstjórn- andi Ópemnnar í Hamborg og stjómandi Sinfóníuhljómsveitarinn- ar í Numberg. Hann hefur stjómað fjölda tónleika og ópera austan hafs og vestan við góðan orðstír. Kristinn Sigmundsson, baritón. Maria Pawlus-Duda, messósópran. Hann stundaði nám í píanóleik, tónsmíðum og hljómsveitarstjóm, en síðustu 30 ár hefur hann nær eingöngu einbeitt sér að hljómsveit- arstjórn. Klauspeter Seibel er einnig prófessor við Tónlistarháskólann í Hamborg. Tónleikarnir heijast á fimmtudag klukkan 20.30. Nú þegar em fáir miðar eftir á þá sýningu og verða þeir endurfluttir í Háskólabíói laug- ardaginn 5. mars kl. 14.00. Fjölhæf hrærivél frá Blandari og graanihétiskvörn! fylgja með! >Allt á einum armi. H-lrærir, hnoðar, þeytir, blandar, brytjar, rífur, og sker — bæði fljótt og vel. Htarlegur leiðarvísir á íslensku. Smith & Norland Nóatúni 4 — s. 28300 Karlakór Reykjavíkur. Karlakór Reykjavíkur í söngf ör til ísraels og Egyptalands um páskana KARLAKÓR Reykjavíkur fer um páskana í sína fimmtándu söng- för til útlanda. Að þessu sinni fer kórinn til ísraels og Egypta- lands. Kórnum var boðið á al- þjóðlega sönghátíð í Tel Aviv. Þar munu koma fram kórar frá löndum í fjórum heimsálfum. Á þessari sönghátíð syngur Karla- kór Reykjavíkur þijá konserta, meðal annars í stórum miðalda- kastala frá dögum krossfaranna í Jaffaborg. Ennfremur syngur kórinn í Kaíró, höfuðborg Egyptalands. Karlakór Reykjavíkur syngur undir stjóm Páls P. Pálssonar, en undirleikari verður Catherine Will- iams. Einsöngvarar með kómum verða Haukur Páll Haraldsson, sem stundað hefur söngnám í Vínarborg sl. 4 ár, og bandaríska söngkonan Marilee Williams, eiginkona Hauks. Vortónleikar kórsins verða að þessu sinni í Langholtskirkju dag- ana 15., 16., 18. og 19. mars. Verð- ur þar meðal annars flutt sumt af því, sem kórinn hefur á dagskrá í utanlandsferðinni. í fréttatilkynningu frá kómum segir að ákveðið hafí verið að gefa fólki kost á að koma með kómum í þessa ferð og verður öllum heimil þátttaka meðan pláss leyfír. Til ráðstöfunar eru innan við 50 sæti og að öðm jöfnu munu styrktarfé- lagar kórsins ganga fyrir. Ferðin hefst 30. mars og verður komið heim 14. apríl. Þeir sem taka þátt í ferðaauka með skemmtiferða- skipi á Suður-Níl, þar sem siglt verður suður undir landamærí Súd- an, koma heim þann 21. aprfl. . í landinu helga, ísrael, verða ■ skoðaðir allir helstu sögustaðir Bibl- íunnar. Dvalið í Jerúsalem og farið í skoðunarferðir til Nazaret, Galíleuvatns, Kapemaum, Jeríkó, Mazada, Dauða hafsins, Betaníu, Getsemani, Betlehem og Betle- hemsvalla. í ferðalok verður dvalið 3 daga á baðströnd Miðjarðarhafsins í Tel Aviv. í Kaíró verða skoðaðir sögu- staðir faraóatímans á Nílarslétt- unni, borgarlífið og basararnir í Kairó, pýramídamir miklu og sitt- hvað fleira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.