Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 4 Eggjasalat og reyktur silungur. Mjólkursamsalan PERLUHVITAR TENNUR MEÐ Pcarl drops TANNKREMf Pearl drops tannkrem með flúoride hreinsor burtu óhreinindi eftir reyleingor, kaffi- og tedrykkju. Með regiulegri notkun holdost tennur þínar perluhvítar og hreinar endo er moðurinn ó bak við Pearl drops tann- kremið einmitt tannlæknir. Tannkremið samanstendur af tveimur mildum hreinsi- efnum sem nó jafnvel oð hreinsa burtu erfiðustu skón. Með daglegri notkun Pearl drops tannkrems og reglulegu eftirliti tannlækn- is eru tennur þínor í örugg- um höndum. Breytingará umferðarlögum Fólksbifreið - hópbifreíð — Ég var að lesa nýju um- ferðarlögin. í 38. grein laganna segir: „Ökuhraði fólksbifreiðar, sem er meira en 3500 kg að leyfðri heildarþyngd, má aldrei vera meiri en 90 km/klst." Síðan segir í næstu málsgrein: „Ökuhraði ann- arra bifreiða, sem_eru meira en 3500 kg að leyfðri heildarþyngd, má aldrei vera meiri en 80 km/klst." Hver er skilgreiningin á orðalaginu „annarra bifreiða"? Eru það t.d hópbifreiðir (rútur) eða flokkast þær undir fólksbif- reiðir í þessu tilfelli? Svar: Greinin kveður á um að ef fólksbifreið sé meira en 3500 kg að leyfðri heildarþyngd megi ekki aka henni hraðar en 90 km/klst, jafnvel þó leyfður hámarkshraði væri meiri í einstaka tilfelli. Fólks- bifreið er bifreið, sem aðallega er ætluð til fólksflutninga. Ákvæðið myndi því gilda um hópbifreiðir. Öðrum bifreiðum en fólksbifreið- um, s.s. vörubifreiðum meira en 3500 kg að leyfðri heildarþybngd, sendibifreiðum yfir þessum mörk- um svo og öðrum hliðstæðum bif- reiðum, mætti aldrei aka hraðar en 80 km/klst, jafnvel þó að leyfð- ur hámarkshraði væri meiri á til- tekinni götu. Þá segir í greininni að öku- hraði bifreiðar með eftirvagn [ökutæki sem hannað er til að vera dregið af öðru ökutæki og aðallega er ætluð til fólks- eða vöruflutninga] eða skráð tengi- tæki [ökutæki, sem hannað er til að vera dregið af öðru ökutæki og er ekki eftirvagn. Ennfremur hjólhýsi og tjaldvagn] má aldrei vera meiri en 70 km á klst. Lögboðin ljós — í nýju lögunum segir að við akstur bifreiðar og bifhjóls skuli lögboðin ljós jafnan vera tendruð. Mér er spurn, hvað eru lögboðin ljós? Eru t.d. ljósin á nýlegum Volvo-bifreiðum, þ.e. akstursljós- in, sem kvikna sjálfkrafa við gangsetningu, talin fullnægjandi? Svar: í 32. gr. nýju umferðarlaganna segir í 1. mgr.: „Við akstur bif- reiðar og bifhjóls skulu lögboðin ljós jafnan vera tendruð." Ekki er að sjá að nefnd „akstursljós" séu lögboðin og því ekki talin full- nægjandi samkvæmt skilgrein- ingu gildandi reglugerðar. Hins vegar er lögreglunni kunnugt um að reglugerð um gerð og búnað ökutækja o.fl. sé í endurskoðun og þar vérði kveðið á um tilgreind- an ljósabúnað sérstaklega. í Svíþjóð eru nefnd akstursljós talin fullnægjandi ljósabúnaður að degi til og er ekki útilokað að hliðstæð ákvæði verði tekin upp hér 'á landi. En eins og staðan er í dag eru þessi „akstursljós" ekki talin fullnægja ákvæðum reglugerðar- innar. Á sumum tegundum lögreglu- bifreiða eru þessi „akstursljós" en lögregluþjónar munu nota lög- bundin ökuljós við akstur þeirra þangað til og ef annað verður ákveðið með reglugerð. Hvar má aka torfærutækjum . — Nú eru vélsleðar og fjórhjól flokkuð sem torfærutæki. Spurn- ingin en Hvar má aka þessum tækjum? Gilda um þau sömu regl- ur? Svar: í 2. gr. nýju umferðarlaganna er torfærutæki skilgreint sem: a) Vélknúið ökutæki sem aðallega er ætlað til fólks- eða vöruflutn- inga og/eða til að draga annað ökutæki og er búið beltum og eftir atvikum stýrimeiðum/stýri- hjólum og er innan við 400 kg að eigin þyngd. b) Vélknúið ökutæki sem aðallega er ætlað til fólks- eða vöruflutn- inga utan vega og er á hjólum og innan við 400 kg að eigin þyngd. Ef ökutækið er þyngra en 400 kg myndi það eftir efnum og ástæðum teljast til bifreiðar. I 43. grein laganna segir: „Eigi má aka torfærutæki á vegi, sem ekki er einkavegur." Þetta er hin almenna regla. Síðan er fjallað um akstur yfir veg, akstur á vegi, sem ekki er einkavegur, eða akst- ur á einkavegi, þar sem umferð er almenn. Þar má, ef svo ber undir, ekki aka torfærutæki hrað- aren 40 km/klst. í 19. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur segir m.a.: „Allur akstur vélknúinna torfæruhjóla, svo sem fjórhjóla, er bannaður innan borgarlandsins. Borgarráð getur þó heimilað undanþágu frá þessu ákvæði á afmörkuðum svæðum." Hér er einungis kveðið á um akstur vélknúinna torfæru- hjóla, svo sem fjórhjóla, en ekki fjallað sérstaklega um beltabif- hjólin svokölluðu. Ef það væri ætlunin þyrfti að breyta orðinu torfæruhjól í torfærutæki. Sérákvæði um akstur torfæru- tækja utan vega er málefni ann- arra laga. Torfærutæki er samheiti fyrir fjórhjól, þríhjól og beltábifhjól undir skilgreiningu laganna þar um og gilda því um þau sömu reglur varðandi akstur, skráningu og annað, sem máli kann að skipta. Fylla út sama eyðublað — Er það rétt hjá mér að báð- ir ökumenn, sem lenda í umferðar- óhappi, þurfa að fylla út sama eyðublaðið og skrifa nafnið sitt undir hvor um sig? Svar: Á tjónstilkynningareyðublaði tryggingafélaganna eru ítarlegar leiðbeiningar til fólks um útfyll- ingu þess. Fólki er ráðlegt að kynna sér vel leiðbeiningarnar. Ef ökumenn lenda í óhappi, sem vónandi verður sem sjaldnast, eiga þeir að fylla út sama eyðu- blaðið. Það er í tvíriti. Eftir að hafa fyllt út í dálkana varðandi hvorn ökumann fyrir sig skrifa þeir báðir undir neðst á fram- hliðinni, þ.e.a.s. að hvor um sig vottar með undirskrift að ofan- greindar upplýsingar, sem þá varðar, séu réttar. Síðan tekur hvor ökumannanna einn hluta, fer með hann heim og fyllir út um- beðnar upplýsingar á bakhliðinni. Útfylltu eyðublaðinu koma þeir síðan til viðkomandi tryggingafé- lags sem fyrst. Akstur vinnuvéla — Eru einhver ákvæði í nýju umferðarlögunum um akstur vinnuvéla á götum borgarinnar? Svar: I 2. mgr. 21. gr. nýju umferðar- laganna segir: „Ef ökutæki er ekið hægt eða er fyrirferðarmikið og akbraut er mjó eða bugðótt eða umferð kemur á móti, skal ökumaður gæta sérstaklega að umferð, sem kemur á eftir. Ef það getur auðveldað framúrakstur skal hann aka til hliðar eins fljótt og unnt er, draga úr hraða og nema staðar, ef þörf krefur." Þá segir í 2. mgr. 55. gr. um stjórnendur vinnuvéla: „Enginn má stjórna vinnuvél, nema hann hafi gilt ökuskírteini til þess að mega stjórna bifreið. Eigi þarf ökuskírteini til að stjórna vinnuvél utan vegar, enda sé ökumaður fullra 17 ára." Siglingamálastofnun: Viðurkenning fyr- ir bestu útkomu í skyndiskoðun fiskiskipa 1987 Dr. Orthulf Prunner og Símon ívarsson leika á Háskólatónleikum á morgun. Háskólatónleik- ar á morgun Á HÁSKÓLATÓNLÉIKUM, sem haldnir verða í Norræna húsinu miðvikudaginn 2. mars kl. 12.30, leika Símon ívarsson og Dr. Ort- Krbtjány^on hf UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN Ingólfsstræti 12 Sími 61280C ompon AFGREIÐSLUKASSAR hulf Prunner saman á gítar og klavikord. A efnisskránni verða tvö verk: Sónata eftir J.S. Bach og Andante con variazioni eftir Ludwig van Beethoven, en þetta verk er upp- runalega fyrir mandólín og sembal. Þeir Símon ívarsson óg Dr. Ort- hulf Prunner hófu samstarf fyrir tveimur árum og hafa haldið tón- leika víða um land á þeim tíma. Síðastliðinn vetur gáfu þeir út sína fyrstu hljómplötu. (Fréttatilkynning) LAUGARDAGINN 20. febrúar veitti Siglingamálastofnun ríkis- ins fulltrúum sjómanna- og út- vegsmannafélögum í Arnessýslu viðurkenningu fyrir bestu út- komu í skyndiskoðun fiskiskipa 1987. Þessi viðurkenning var veitt í fyrsta sinni fyrir árið 1986 og hlutu sjómenn og útvegsmenn í Vestmannaeyjum viðurkenn- inguna þá. Sl. tvö ár hefur Siglingamála- stofnun fengið nokkurt fjármagn til að framkvæma skyndiskoðun á skipum. Skoðunin hefur verið fram- kvæmd með þeim hætti að tveir skoðunarmenn hafa farið fyrirvara- laust um borð í fiskiskip þegar þau koma í höfn og kannað ítarlega ástand 6—10 öryggisatriða í hverju skipi. Með þessum hætti hefur ver- ið reynt að kanna hvernig áhafnir skipanna viðhalda haffæri þeirra milli árlegrar skoðunar. Á síðasta ári voru skyndiskoðuð 101 fiskiskip og voru skoðuð 762 öryggisatriði í þessum skipum í lagi reyndust 606 atriði eða 79,5% að meðaltali. Algengustu athugasemd- ir við öryggisatriði voru varðandi lokunarbúnað á hurðum og lestum, legufæri og legufærafestar, skoðun á sjósetningarbúnaði og ástand neyðarútganga. Einnig var áber- andi að skipstjórnarmenn eru ekki nægilega hirðusamir með skips- skjöl. í nokkrum skipum var ástand þannig að krefjast varð tafarlausrar lagfæringar og voru 4 skip stöðvuð og haffærisskírteini tekin af tveim- ur skipum meðan lagfærðir voru ágallar. í öðrum tilvikum var veitt- ur skammur frestur til lagfæringa. Bestu útkoma úr skyndiskoðun fiskiskipa 1987 borið saman eftir umdæmisnúmerum reyndist var í skipum sem skráð voru í Árnes- sýslu (ÁR) skoðuð voru 105 atriði í 13 skipum, í lagi reyndust 89 at- riði eða 84,7%. í ávarpi sem Magnús Jóhannes- son siglingamálastjóri flutti við af- hendingu þessara viðurkenninguna gerði hann að umræðúefni auknar forvarnir slysa um borð í skipum, m.a. aðgerðir stjórnvalda að und- anförnu og kom inn á leiðbeininga- skyldu skipstjórnarmanna gagnvart nýliðum, en slysatíðni meðal ungra manna og nýliða á sjó er mun meiri en þeirra sem reyndari eru. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.