Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, Þ^IÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 Creda tauþurrkarai CompactR.kr. 17.287 stgr. Reversair kr. 23.755 stgr. Sensairkr. 31.890 stgr. V*l€£CBCl húshjálpin Viðja, Kópavogi, s. 44444 Rafbúðin, Hafnarfirði, s. 53020 Stapafell, Keflavik, s. 12300 Vörumarkaðurinn, Kringlunni, s.685440 Grimur og Árni, Húsavik, s. 41600 Rafsel, Selfossi, s. 1439 Sjónver, Vestmannaeyjum, s. 2570 Rafland, Akureyri, s. 25010 Blómsturvellir, Hellisandi, s. 66655 Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði, s. 86722 Póllinn, ísafirði, s. 3792 Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi, s. 4200 Creda-umboðið, ¦ Btftsekjaíerslnníslands, ReykjaTÍk.sími 88-86-60. ItAGGLUNOS DENISON VÖKVADÆLUR ¦ír Ollumagn frá 19-318 l/mín. ¦£r brýstingur allt að 240 bar. •ír Öxul-flans staðall sá sami og á öðrum skófludælum. ¦ír Hljóðlátar, endingargóðar. ¦ír Einnig fjölbreytt úrval af stimpildælum, mótorum og ventlum. ¦ír Hagstætt verð. ¦ír Ýmsar gerðir á lager. •& Varahlutaþjónusta. ¦ír Hönnum og byggjum upp vökvakerfi. SIG. SVEINB JÖRNSS0N HF. Skelðarási, Garðabæ símar 52850 - 52661 Wterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamióiil! Seðlabankalögin 1986 eftirMagna Guðmundsson í þessari lokagrein minni um banka- og peningamál hyggst ég ræða fáein atriði laga um Seðla- banka íslands nr. 36/1986. Áður hefi ég skrifað lítilsháttar um fyrri lögbankans nr. 10/1961 (Hagfræði og stjórnmál/ 1984 bls. 78-81). Þau skrif hafa borið árangur. Þessi grein er umsögn um nýju lögin fremur en gagnrýni. Vænti ég þess, að hún geti orðið til glöggvunar, þegar endurskoðun laganna fer fram næst. Sjálfur vann ég í Seðla- bankanum árin 1967—72 og kynnt- ist þar prýðilegu fólki. Það kom síðar í minn hlut að gera tillögur fyrir kanadísk stjórnvöld um breyt- ingar á bankalöggjöfinni þar í landi. Var það seinni hluta 8. áratugar- ins, er ég dvaldi við nám og störf vestra. Seðlabanki kallast yfirleitt mið- banki, einsog nafn hans er raunar á ensku: Central Bank of Iceland. Er mér ókunnugt um, hvernig þetta misræmi er til komið eða hví það er ekki leiðrétt. Slíkur banki, seðla- banki/miðbanki, gegnir sumum störfum venjulegs viðskiptabanka, t.d. þeim að stýra lausafjárstöðu ríkissjóðs, annast ávísanareikning hans, erlend gjaldeyrisviðskipti, stofnun og lúkning ríkisskulda. Að hinu leytinu hefir hann með höndum stefnumótun (policy making). Vík ég fyrst að hlutverki Seðlabanka Jalands. í grein 3(a) laganna segir m.a., að bankinn eigi að „vinna að því að peningamagn í umferð og fram- boð lánsfjár sé hæfilegt miðað við það, að verðlag haldist stöðugt og framleiðslugeta atvinnuveganna sé hagnýtt á sem fyllstan og hag- kvæmastan hátt." Þetta er rétt skilgreining á hlut- verkinu. Orðalag er óbreytt frá fyrri lögum Seðlabankans. En því vek ég athygli á þessu, að sumir hyggja tilgang peningastjórnar vera þann einan að tryggja ákveðna vaxtapró- sentu, jafnvel þótt slíkt standi gegn heilbrigðri verðlagsþróun. Satt að segja er stöðugleiki og jafnvægi markmið allrar hagstjórnar. Leitast er við með samræmdum aðgerðum að hemja uppsveiflu, er orðið gæti að verðbólgu, og að koma f veg fyrir samdrátt, er leitt gæti til stöðnunar og atvinnuleysis. Banki og stjórnvöld taka frumkvæði í stað þess að „bíða eftir markaðslögmál- unum". Fjórða grein laganna leggur Seðlabankanum á herðar að „hafa náið samstarf við ríkisstjórnina og gera henni grein fyrir stefnu sinni í efnahagsmálum og framkvæmd hennar. Orðið efnahagsmál á ekki heima þarna, því að þau eru mál ríkisstjórnár, — peningamál hins vegar mál miðbanka. Ég staldra ögn við þetta atriði, því að það er grundvallaratriði. Gömul og gróin hefð er fyrir því á Vesturlöndum, að miðbanki hafi visst sjálfstæði og geti m.a. beitt ríkisstjórn pen- ingalegum aga, ef svo mætti segja. Það er talið nauðsynlegt vegna þess að stjórnvöldum hættir til að sofa á verðinum gagnvart verðbólgu. Önnur vinsælli markmið vega gjarnan þyngra. Þess vegna hvílir sérstök ábyrgð á miðbankanum að spyrna fótum við ógætilegri fjár- málastjórn. Hér má láta þess getið, að fyrsti bankastjóri (Governor) Kanadabanka, sem er miðbanki/ seðlabanki þess lands, gerði heyrin- kunnugt, að hann myhdi ekki fram- fylgja stjórnarstefnu, sem bryti í bága við stefnu bankans ( peninga- málum, eins og hún er túlkuð í lög- um hans. Hann myndi segja af sér f mótmælaskyni. Valdajafnvægi þarf að haldast milli seðlabanka og ríkisstjórnar, en ríkisstjórn á að hafa síðasta orðið. Of náin tengsl milli þessara aðila eru óæskileg. Seðlabankastjórn má ekki ráða málum hjá ríkisstjórn — eða öfugt. Ástæða er þó til að ætla, að svo hafi einmitt verið hérlendis, og kann það að geta skýrt verðbólgumistök, sem hér hafa orðið síðustu áratugi. Megintækið, sem Seðlabankinn hefir til að stýra peningaframboð- inu er kaup og sala ríkisskuldabréfa á opnum markaði. Með þeim hætti hefir hann áhrif á reiðufjárforða viðskiptabankanna, þar með á útl- ánagetu þeirra og á vextina óbeint. Litil eða engin skipuleg verðbréfa- viðskipti í þessu augnamiði hafa átt sér stað til þessa. Sala ríkisskulda- bréfa af hálfu Seðlabankans hefir verið til fjáröflunar fyrir ríkissjóð. Seðlabankinn hefir lengsturri ákveð- ið vextina með beinum tilskipunum — með eða án samþykkis ríkis- stjórnar. Lög um stjórn efnahags- mála nr. 13/1979 tengdu vextina við verðbólgu með lánskjaravísitölu. Árið 1984 voru vextirnir gefnir frjálsir — án óbeinnar miðstýring- ar skv. ofangreindu. Þeir hafa síðan hækkað hrikalega, 115% frá okt./86 til okt./87. Grein 11 í lögun- um, sem fjaliar um verðbréfaþing, gefur von um betri skipan innan tíðar, — aðeins veika von þó,' því að hliðstætt ákvæði stóð í gömlu lögunum. Dr. Magni Guðmundsson „Meðan við höldum áfram að greiða sjálf- um okkur verðbætur samkvæmt verðbólgu- vísitölu á vaxtatekjur, á vinnulaun eða hverja aðra þætti, þarf að lag- færa gengi íslenzku krónunnar með reglu- legu millibili, svo að útflutningsatvinnuveg- irnir geti borið sig." Breytileg innlánsbinding við- skiptabankanna samkvæmt 8. grein laganna er einnig hagstjórnartæki í höndum Seðlabankans, sambæri- legt við verðbréfaviðskipti á opnum markaði. Hún getur, fræðilega, komið í stað verðbréfaviðskipta. Henni fylgja hinsvegar of snöggar sveiflur reiðufjárforðans og lána- starfseminnar. Hefir breytilegri innlánsbindingu því verið beitt með varúð erlendis. Hún var afnumin í Kanada fyrir liðlega 20 árum, án þess að hún hafi nokkru sinni verið notuð. Betra þykir að hafa innláns- bindinguna fasta og aðeins lágt hlutfall heildarinnlána, t.d. 5%. Henni er ætlað að standa undir lán- um seðlabanka til viðskiptabanka. Meiri vonir eru bundnar við lausa- fjárskyldu viðskiptabankanna samkvæmt 4. mgr. 8. greinar, sem er nýtt ákvæði. Einnig henni ætti að setja skorður, t.d. 10% hámark. Tilgangurinn með henni er aðallega sá, að viðskiptabankar losi sig ekki við auðseljanleg verðbréf í því skyni að auka útlán. Um önnur atriði vil ég segja þetta: Seðlabanki íslands ætti að heyra undir fjármálaráðuneyti, en ekki viðskiptaráðuneyti. Og banka- eftirlit ætti að vera deild í fjármála- ráðuneyti, ekki í Seðlabankanum. Fjármögnun Seðlabankans á Þjóð- hagsstofnun á að hætta. Arður af rekstri bankans á að renna óskiptur til ríkissjóðs. Augljósar ástæður eru fyrir þessu öllu. Loks skal minnzt á 26. grein lag- anna um stjórn bankans. Þar segir, að í bankastjórn Seðlabankans eigi sæti þrír bankastjórar. Farsælla er, að þar ráði einn bankastjóri, er hafi sér við hlið varabankastjóra og tækniráðgjafa. Hins vegar ætti bankaráðið að telja sjö manns valda úr ýmsiiin starfsstéttum þjóð- félagsins. Þá segir í grein 26, að bankastjórar skuli eigi skipaðir til lengri tíma en sex ára í senn. Grein , 28 mælir ennfremur svo fyrir, að bankastjórum sé óheimilt að sitja í stjórn stofnana og atvinnufyrir- tækja utan bankans. Bæði þetta ákvæði og ákvæðið um takmarkað- an ráðningartíma eru afar mikil- væg. Þau eru hins vegar ekki iátin gilda um núverandi bankastjóra, sem eru undanþegnir með 40. grein. Kann ég ekki skýringu á því. Ég hefí nú skoðað banka- og peningamálin frá ýmsum hliðum í sex greinum og lýk máli mínu með þessum orðum: Meðan við höldum áfram að greiða sjálfum okkur verðbætur samkvæmt verðbólguvísitölu á vaxtatekjur, á vinnulaun eða hverja aðra þætti, þarf að Iagfæra gengi íslenzku krónunnar með reglulegu millibili, svo að útflutningsatvinnu- vegirnir geti borið sig. Slík gengisleiðrétting er gerð mánaðarlega eða ársfjórðungslega í ríkjum Suður-Ameríku, sem hafa sams konar vísitölukerfi. Stjórnvöld hér hika sðkum áhrifa á verðlag og skuldastöðu fyrirtækja. Þess vegna höfum við þetta sérkennilega ástand, að útgerð á í erfiðleikum, einnig frysting, ullariðnaður o.fl. greinar, en gróði hleðst upp á gráum og svörtum fjármagnsmark- aði, viðskipti blómgast, veitinga- hallir eru reistar, ein á fætur ann- arri, og stór hluti þjóðarinnar fer í skemmtiferðir um víða veröld. Við- skiptahalli vex. Hann er talinn verða 12 milljarðar króna í ár eða nálega 33 milljónir króna á degi hverjum. Við búum við velmegun, sem fengin er að láni. Höfundur er hagfræðingur. Ungfrú Vesturland: Sjö taka þátt í keppni um titilinn Stykkishólmi. UNDANFARH) hefir farið fram undirbúningur að fegurðarsam- keppni stúlkna hér í Vesturlands- umdæmi. Hótel Stykkishólmur hefir í samvinnu við aðstandendur keppninnar ungfrú ísland haft með höndum keppnina Ungfrú Vesturland. Er þetta í fyrsta sinn sem ungfrú Vesturland er valin og taka sjö stuikur þátt f þessari fyrstu keppni. Sú sem hlýtur t.it.íl- inn ungfrú Vesturland öðlast þátt til þátttöku um titilinn ungfrú f s- land. Undirbúningur verður í fullum gangi fram til 11. mars, en þá renn- ur upp dagurinn sem ungfrú Vestusr- land verður valin og krýnd. Hótel Stykkishólmur reynir á allan hátt að vanda vel til kvöldsins. Matreiðslu- menn sjá um sem bestan matseðil og allir leggjast & eitt með að gera kvöldið eftirminnilegt. Sigurður Skúli Bárðarson hótelstjóri er í farar- broddi og hefir fengið til liðs við sig úrvalsfólk. Eygló Bjarnadóttir dans- kennari hefir umsjón með keppninni og verður stúlkunum til halds og Fimm stúlkur af þeim sjö sem taka þátt i keppni um til ilinn Ungfrú Vesturland. MoiKunbiaðið/Ámi trausts. Sviðsmynd verður í höndum Jóns Svans Péturssonar hljómsveit- arstjóra, hljóð sér Hafsteinn Sigurðs- son tónlistarkennari um og sviðs- mynd annast Birgir Sigurðsson raf- virki. Hárgreiðslu sér Jóhanna Hauksdóttir um. Stúlkan sem hlýtur titilinn Ungfrú Vesturland fær í verð- laun ferð til Hamborgar eða Amst- erdam í boði Arnarflugs og einnig 50 þúsund krónur f peningaverðlaun. Eftirtaldar stúlkur taka þátt í keppn- inni: Arndfs Þorsteinsdóttir og Hall- dóra Birna Jónsdóttír, Stykkishólmi, Kristín Erlingsdóttir, Steinunn Tóm- asdóttir og Þórdís Rúnarsdóttir, Ól- afsvík, Halldís Höskuldsdóttir, Laugagerði, og Ingibjörg Huldar- dóttir, Akranesi. — Árni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.