Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 os- HLUTDEILD RAFMAGNS í VÍSITÖLU FRAMFÆRSLUKOSTNAÐAR F N F. N 1984 1985 F- FEBRÚAR N- NÓVEMBER F N 1986 F N F 1987 1988 2.6 1.0 120n 100 80 60 MEÐALVERÐ TIL ALMENNINGSRAFVEITNA RAUNGILDI SEM HLUTFALL AF MEÐALVERDI 1984 MIÐAÐVIÐ VÍSITÖLU BYGGINGARKOSTNAÐAR 1984 1985 1986 1987 Greinargerð um rafmagns- verð Landsvirkjunar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi greinargerð frá Landsvirkjun: Undanfarið hafa á opinberum vettvangi komið fram ýmsar rangar og villandi fullyrðingar um raf- magnsverð til Landsvirkjunar til al- menningsrafveitna/ Hefur einkum borið á því að látið sé að því liggja eða beinlínis staðhæft ranglega að hækkanir á sl. ári á rafmagnsverði í smásölu eigi fyrst og fremst rót sína að rekja til hækkana á heild- söluverði Landsvirkjunar og að verð- hækkanir Landsvirkjunar séu gífur- legar miðað við hækkanir á verði annarrar opinberrar þjónustu. Jafn- framt hefur í umræðunni borið á þeirri skoðun að skortur á verðjöfnun hjá Landsvirkjun sé ástæðan fyrir breytilegu smásöluverði rafmagns milli landshluta. Hér er að sjálfsögðu um misskilning að ræða þvi lögum samkvæmt selur Landsvirkjun raf- magn samkvæmt sömu gjaldskrá á öllum afhendingarstöðum í öllum landshlutum. Um þróun gjaldskrár- verðsins er hins vegar rétt að eftir- farandi staðreyndir komi fram, sem tala sfnu máli og leiðrétta þann ranga og villandi máiflutning, sem getið er um hér að framan. 1. Þróun rafmagnsverðs Lands- virkjunar 1984—1987 f saman- burði við gjaldskrárhækkanir annarra opinberra fyrirtækja. Af neðangreindri töflu má sjá að á árinu 1987 er gjaldskrárhækkun Bretland: Lágt verð á fiski FRAMBOÐ á ferskum fiski í Bretlandi hefur valdið nokkurri verðlækkun í upphafi þessarar viku. Vegna þessa var meðalverð hjá Börgvin EA aðeins 55,61 króna á kíló, er hann seldi í Hull, þrátt fyrir ágætan fisk. Verð f yrir karf a f Þýzkalandi er nú tæpar 60 krónur á kilóið. Björgvin EA seldi alls 153 tonn, mest þorsk í Hull á mánudag. Heild- arverð var 8,5 milljónir króna, með- alverð 55,61. Mikið framboð er á brezku mörkuðunum nú. í lok síðustu viku brældi í Norðursjónum og hópuðust skipin því til hafnar, flest með góðan afla. Framboð er mikið nú og verð lágt í samræmi við það. Viðey RE seldi á mánudag 206 tonn, mest karfa. Heildarverð var 12 miUjónir króna, meðalverð 58,22. Verð á karfa hefur farið hækkandi frá því það fór niður í um 30 krónur á kílóið fyrir um hálfum mánuði síðan. Mikið fram- boð á fiski er í Þýzkalandi þessa vikuna og var því búizt við að verð yrði í lægri kantinum, undir 50 krónum á kílóið. Turandot af myndbandi í íslensku óperunni ÓPERAN Turandot verður sýnd af myndbandi frá Vfnaróperunni í íslensku óperunni f kvöld, þriðju- daginn 1. mars, kl. 20. Það er Styrktarfélag íslensku óperunnar, sem stendur fyrir sýningunni og fer hún fram á hliðarsvölunum í Gamla bíói. Upptakan er frá 1983 og f hlutverkunum eru Eva Marton sem Turandot, José Carreras sem Calaf og Katia Ricciarelli sem Liu. Sýn- ingin tekur um 2 tíma. Aðgangur er heimill styrktarfélögum og öðr- um á kostnaðarverði. Stýrimaður á vakt sofnaði í brúnni Landsvirkjunar alls 28,3%. Meðal- talshækkun þeirra opinberu aðila, sem taflan tekur til er hins vegar 33,7% og mesta hækkunin 85,0%. Yfir tímabilið 1984—1987 er saman- sðfnuð hækkun Landsvirkjunar 57,6% samanborið við 209,7% hjá þeim aðila sem á mestu hækkunina og við 115,1%, sem er meðaltals- hækkunin á fyrrnefndu árabili hjá hlutaðeigandi fyrirtækjum og stofn- unum. Sjá töflu 1 2. Rafmagnsverð og vfsitala framfærslukostnaðar. Þá er það athyglisvert að frá í febrúar 1984 til og með febrúar 1988 hefur liðurinn „rafmagn" í vísi- tölu framfærslukostnaðar aðeins hækkað um 36%. Er hér um að ræða minnstu hækkun samanborið við aðra liði vísitölunnar, en vísitalan hækkaði alls um 135% á þessu tfma- bili. Jafnframt hefur hlutur raf- magns í framfærslukostnaði lækkað á sama tíma úr 2,6% í 1,5%, sbr. meðfylgjandi súlurit á mynd 1. 3.. Raunverðlækkun. Meðalverð Landsvirkjunar lækk- aði að raungildi um 5,6% á árinu 1987 frá 1986 og um 31,0% á árun- um 1984—1987 eins og sjá má á meðfylgjandi súluriti á mynd 2. 4. Rafhitun. Gjaldskrárverð Landsvirkjunar miðað við 5300 klst. meðalnýting- artfma almenningsrafveitna var kr. 1,37 á kWst í árslok 1986, en kr. 1,76 á kWst í árslok 1987. Er hækk- unin 28,3%. Á sama tima hækkaði taxti RARIK vegna heimilisnotkun- ar, svo að samanburðardæmi sé tek- ið, úr kr. 4,73 á kWst í kr. 6,44 á kWst eða um 36,2%, óniðurgreiddur taxti RARIK vegna rafhitunar úr kr. 1,73 á kWst í kr. 2,42 á kWst eða um 39,9% og niðurgreiddur taxti RARIK vegna rafhitunar úr kr. 1,10 á kWst í kr. 1,79 á kWst eða um 62,7%. Af þessu sést að hin tiltölulega mikla hækkun á hinum niðurgreidda rafhitunartaxta RARIK á árinu 1987 á fyrst 6g fremst rót sfna að rekja til þess að RARIK hefur hækk- að sfna taxta mun meir en Lands- virkjun og þar að auki hefur RARIK hækkað rafhitunartaxta sinn meir en taxta vegna almennrar notkunar. Grindavfk. . SJÓPRÓFIN vegna strands Hrafns Sveinbjarnarsonar III GK 11 { Hópsnesi austan ínnsiglíngar- innar til Grindavíkur aðfaranótt 19. febrúar lauk fyrir skönunu bjá bæjarfógetanum f Keflavfk. Að sögn Sveins Sigurkarlssonar fulltrúa hjá bæjarfógetaembættinu í Keflavík var niðurstaða sjópróf- anna sú að stýrimaðurinn sem var á vakt f brúnni sofhaði. „Hann mundi eftir sér þegar bát- urinn átti fjórar til fimm mflur f land. Hann var búinn að vaka 20 tíma í róðrinum og fá lítinn svefn undan- farna sólarhringa þar sem stíft var róið og róðrar langir. Vélavörður sem var á vakt með honum hafði farið niður f venjulegt eftirlit og eitt- hvað dvalist hjá skipverjum á milli- dekki sem þar voru við vinnu," sagði • Sveinn. Kr. Ben. Athugasemd Vegna fréttar um verð á grá- sleppuhrognum í Morgunblaðinu sl. sunnudag, vildi Guðmundur G. Halldórsson á Húsavík taka það fram, að hann teldi aldrei hægt að selja nema 8-10 þúsund tunnur af hrognum á þessu ári. Auk þess vildi hann taka það f ram að hann hef ði aldrei verið umboðsmaður erlendra eða inn- lendra kaupenda heldur sjó- mannanna sjálfra. Tímabil Samtals 1984-'86 1987 hækkuní% Taflal Fyrirtæki Hitaveita Reykjavíkur 55.7 ^Póstur 152,2 iSími 85,0 2AfnotagjöldRÚV 67,4 Rafmagnsveita Reykjavíkur 17,0 Rafmagnsveiturríkisins 27,5 Sementsverksmiðja ríkisins 68,9 Landsvirkjun 22,8 Meðaltalshækkun 62,1 'Póst- og sfmagjöld hækkuðu til viðbótar um 20% 15. janúar 1988. 2Afnotagjöld RÚV hækkuðu til viðbótar um 15% 1. janúar 1988. 34,4 109,3 20,5 203,9 20,5 122,9 85,0 209,7 31,1 53,4 40,0 78,5 9,8 85,5 28,3 57,6 33,7 115,1 Tafla 2 Stærð húsnæðis m8 Raforkunotkun kWst/m3 þús. kWst/ár Rafm.kostnaður þús. kr./ár Olfunotkun 1/m* 1/ár Heildarkostn. þús. kr./ár Samanburður Dags 400 100-125 40-50 60-77 10,5 4200 35-40 Venjulegur samanburður 400 82 33 59 13,5 5400 50 fF^ Ennfremur vegur það þungt í hækk- un hins niðurgreidda rafhitunar- taxta RARIK að niðurgreiðslur hafa lækkað að raungildi á árinu 1987, þar sem þær voru óbreyttar á því ári frá 1986 eða kr. 0,63 á kWst. Húshitun með olíu áætlast kosta í dag kr. 1,46 á kWst miðað við núverandi olíuverð, í samanburði við kr. 1,79 kWst í rafhitun eins og að framan greinir. Hefði niðurgreiddur rafhitunartaxti RARIK hins vegar ekki hækkað um meir en 28,3% á árinu 1987 eins og gjaldskrárverð Landsvirkjunar mundi rafhitun í dag kosta kr, 1,41 á kWst eða vera kr. 0,05 ódýrari en húshitun með olíu. Sem dæmi um marklítinn saman- burð á hitunarkostnaði má taka frétt í Degi hinn 19. þ.m. um kostnað við húshitun á Hofsósi, höfð eftir sveit- arstjóra staðarins. Þar er t.d. aðeins reiknað með breytilegum kostnaði, en hvorki fastagjaldi í rafhitun né föstum kostnaði af rafmagnsnotkun við fastagjaldi í rafhitun né fostum- kostnaði af rafmagnsnotkun við olíu- kyndingu. Þá er ennfremur reiknað með mun meiri raforkunotkun og minni olfunotkun en venja er í svona reikningum. Hér á eftir er þetta sýnt nánar og notaðar sömu forsend- ur og iðnaðarráðuneytið hefur notað: Sjá töflu 2 í þessum sérstaka samanburði ber þó að hafa f huga að f könnun, sem gerð var fyrir nokkrum árum kom í ljós að orkunotkun í rafhituðum húsum á Hofsósi var óvenju mikil eða um 15% yfir landsmeðaltali. Eins og hér hefur komið fram er r?fhitunarverð RARIK kr. 1,79 á kWst að teknu tilliti til niður- greiðslna. Hefði hinn niðurgreiddi rafhitunartaxti RARIK ekki hækkað um 62,7% á árinu 1987, eins og raun varð á, heldur um aðeins 28,3% eins og gjaldskrárverð Landsvirkjun- ar mundi áætlaður rafhitunarkostn- aður 400 m húsnæðis á viðurkennd- um samanburðargrundvelli lækka úr kr. 59.000 á ári f kr. 46.500 á ári og verða kr. 3.500 lægri en olíu- hitunarkostnaður f dag, sem áætlast kr. 50.000 á ári og fyrir húsnæði af sömu stærð að meðtöldum kostn- aði vegna rafmagns og viðhalds. Niðurstaðan er þvi óvéfengjanlega sú að raunverð Landsvirkjuhar hefur lækkað verulega á undanfömum árum, sem hefur stuðlað að því að hlutur rafmagnsverðs f vfsitölu framfærslukostnaðar hefur minnkað jafnt og þétt eða um 40% frá í febrú- ar 1984. Þetta skiptir meginmáli í allri umræðu um rafmagnsverðið. [TENTg húsgagna- pgYNS^ pjO H** pEKK"^G FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.