Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR l.-MARZ 1988 I ffclk f fréttum OSLÓ: Islenska deildin hjá Storebrand Frú Fjellhaugen sem haft hefur íslendingana í vinnu hjá sér undan- farin sextán ár. Ihöfuðstöðvum norska trygging- arfélagsins Storebrand, í miðborg Osló, hljómar íslenskan á öllum hæðum þegar degi tekur að halla. Þessa dagana eru sextán íslending- ar sem ganga um með sóp og tusku að skúra, skrúbba, sópa, bóna og pússa og sjá þannig um að halda hreinum stórum hluta hússins. “Þetta byijaði með því að fyrir um það bil sextán árum kom tii mín íslensk stúlka, Alda Konráðsdóttir, og bað um vinnu,“ segir Fjell- haugen sem af mikilli röggsemi hefur umsjón með ræstingunni. “Síðan þá,“ heldur hún áfram, “hafa Islendingar verið meira og minna starfandi hjá okkur. Eg kann vel við íslendinga og það er mjög 'gott að hafa þá í vinnu. Þessi sext- án ár sem þeir hafa ræst hjá mér hefur aldrei komið til neinna stór- vægilegra vandræða og þeir staðið sig vel.“ Eins og fram kom hér að ofan hitt- ast þama virka daga á annnan tug Islendinga og skrúbba. Flestir eru námsmenn sem staldra stutt við. Þeir eru eflaust meðal þeirra sem ekki sjá sér fært að lifa af námslán- unum. Þó eru einnig meðal náms- mannanna nokkrir sem ekki vilja íþigggja lán hjá Lánasjóðnum og reyna að vinna fyrir sér með námi. Þama eru líka nokkrir sem ekki eru í námi heldur stunda vinnu og eru búsettir í Osló. Kann að vera að þetta séu einu stundimar sem þeir hitta samlanda sína. Þegar húsið ilmar í hólf og gólf og hreingemingu er að mestu lokið bíður kaffi og bakkelsi á efstu hæðinni. Þar hafa íslendingamir sérstakt borð. Stundum er setið lengi, sérstaklega ef íslensk hugð- arefni ber á góma, en annars er skrafað um daginn og veginn og gefnar ráðleggingar þeim sem nýir eru í Oslóborg. Um leið og gengið er út úr Store- brand byggingunni sést að þar er fleira sem minnir á ísland því í anddyrinu hangir málverk eftir íslenskan listamann gefið af trygg- ingarfélagi heima á einhveiju stór- afmæli Storebrands. Texti og myndir: Guðbjörg R. Guð- mundsdóttir. Ragnheiður Regína Hansen. Svanhildur Vilbergsdóttir og Reynir Gunnlaugsson á tali í kaffistof- unni. Edda S. Arnórsdóttir að störfum. Þröstur Ottóson með tuskuna á lofti. Erla Stefánsdóttir, nýorðin fjögurra ára, lætur ekki sitt eftir liggja og hjálpar til við að þurrka af. Aðspurð sagðist Sif ekki syngja lög Theodorakis fyrir nemend- ur, en tæplega myndu grískar ballöður minnka matarlyst krak- kanna í hádeginu. Grískir söngvar Sif Ragnhildardóttir syngur þessa dagana lög eftir gríska tónskáldið Mikis Theodorakis, sem ýmsir þekkja sem höfund Zorba. “Ég er að fara af stað með gríska söngvadagskrá þar sem ég flyt eingöngu lög eftir Theodorakis við ljóð eftir hann og aðra,“ segir Sif. “Á dag- skránni kynni ég Theodorakis, efni ljóða hans, líf og starf. Hann er ekki aðeins frægur fyrir list sína, heldur friðarbaráttuna sem hann mátti þola fangavist og pyntingar fyrir." “Ljóð Theodorakis eru óður um lífið, jákvæðar hliðar þess og nei- kvæðar. Efni Ijóðanna er sótt í eigin reynslu, en hann orti tölu- vert meðan hann sat í fangelsi." Sif kveðst syngja nokkur laganna á grísku en flest á íslensku og annaðist Kristján Árnason ljóð- skáld og bókmenntafræðingur þýðingu ljóðanna úr frummálinu. Grísku söngvarnir taka tæpan hálftíma í flutningi og fyrst um sinn verður um faranddagskrá að ræða. “Þetta er hugsað líkt og Dietrich dagskráin sem ég var með í fyrra, til flutnings á þorra- blótum og árshátíðum, þannig að fyrst um sinn verð ég ekki á föst- um stað,“ sagði Sif. Sif er forstöðukona frístunda- heimilis við Hjallaskóla í Kópa- vogi. “Þetta er tilraun sem staðið hefur í ár og tekist vel. Frístunda- heimilið er mikið sótt af nemend- um Hjallaskóla, sem geta komið hingað fyrir og eftir skóla og fengið veitingar í hádeginu. Nem- endur í fyrsta til sjöunda bekk koma nú á frístundaheimilið, en í framtíðinni verður það einnig opið nemendum efri bekkjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.