Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 35 isstiórnarinnar: aer ráður Morgunblaðið/Árni Sæberg Bætt starfsskilyrði launafólks • Ríkisstjórnin mun beita sér fýrir setningu laga um starfs- menntun verkafólks, og mun ríkis- sjóður leggja fram fé á árinu 1988 í þessu skyni. • Ákvæði laga og reglugerðar um greiðslur Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs vegna fastráðins fisk- vinnslufólks verða endurskoðuð í samráði við hlutaðeigandi samtök. Aðgerðir til að hamla gegn viðskiptahalla og erlendri skuldasöfnun • Ríkisútgjöld verða lækkuð um 300 m.kr. á þessu ári. Útgjöld til vegamála lækka um 125 m.kr., framlög í byggingarsjóði ríkisins lækka um 100 m.kr. og önnur útgjöld Iækka um 75 m.kr. • Aformum um breytta verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga verður frestað um ár. Við það styrkist fjárhagur ríkissjóðs um 260 m.kr. frá því sem gert er ráð fyrir í fjárlögum ársins 1988. • Gjald á erlendar lántökur verður tvöfaldað. Tekjuskattur félaga verður hækkaður. Samanlagt skila þessar ákvarðanir ríkissjóði 290 m.kr. á árinu. Gjald á erlendar lántökur fellur niður frá næstu áramótum. • Erlendar lántökuheimildir fjár- festingarlánasjóða og ýmissa ann- arra aðila verða lækkaðar um 300 m.kr. Lántökur opinberra aðila eru lækkaðar um 100 m.kr., þar af hjá Landsvirkjun 75 m.kr. og Þró- unarfélagi Islands hf. 25 m.kr. Þá er lántökuheimild til smíði Herjólfs lækkuð um 25 m.kr. Erlendar lán- tökur atvinnuvegasjóða eru lækk- aðar um 175 m.kr., þar af hjá Fiskveiðasjóði vegna útlána 75 m.kr., hjá Iðnlánasjóði 75 m.kr. og hjá Iðnþróunarsjóði 25 m.kr. • Fylgt verður fast eftir fram- kvæmd gildandi reglna um erlend- ar lántökur. Hvað varðar lán sem háð eru sérstökum leyfum verður við það miðað, að heildarfjárhæð slíkra lánsheimilda verði haldið innan tiltekinna marka á hverjum ársfjórðungi. • Fiskveiðasjóði verður falið að fresta svo sem framast er unnt lánveitingum til nýsmíða og kaupa á fiskiskipum. • Ríkisstjórnin mun beina því til sveitarfélaga og annarra fram- kvæmdaaðila að dregið verði úr framkvæmdum eftir því sem föng eru á. Mun ríkisstjórnin óska eftir viðræðum um þetta við Samband íslenskra sveitarfélaga og aðra viðkomandi aðila. Vextirogfjár- magnsmarkaður • Nafnvextir innlánsstofnana lækka almennt 1. mars. um 1—4% eða um 2% að meðaltali. • Seðlabankinn hefur ákveðið að lækka eigin vexti í viðskiptum við innlánsstofnanir um 2%. Fjármála- ráðuneytið hefur ákveðið frekari lækkun forvaxta ríkisvíxla um 1% • í kjölfar efnahagsaðgerðanna verða raunvextir á spariskírteinum rikissjóðs lækkaðir. • Seðlabankinn mun beina því til innlánsstofnana, að þær reikni dráttarvexti sem dagvexti í stað þess að reikna fulla mánaðarvexti fyrir brot úr mánuði. Ákvæði laga um dráttarvexti verða endurskoð- uð. •Lagt verður fram frumvarp um starfsemi fjármálastofnana, ann- arra en innlánsstofnana, sem með- al annars tryggi hagsmuni eigenda hlutdeildarskírteina í verðbréfa- sjóðum. Jafnframt verður lagt fram frumvarp um skattskyldu fjárfestingarlánasjóða og veð- deilda banka. Með þessum aðgerðum eru sköpuð bætt skilyrði fyrir jafnvægi í þjóðarbúskapnum, sem er undir- staða framfara og batnandi lífskjara. Reylqavik, 29. febrúar 198S. Staðgreiðsla: málaráðherra lét ra andstöðu sína era til bókar á ríkisstjóraarf undi í gær ar á framlögum ríkisins til bygginga- iveitarfélaga. Jafnframt er bún á móti iptingu ríkis og sveitarfélaga. Aðspurð rekari viðbragða af hennar hálfu en t Jóhanna ekki vilja um það segja að „Það hef ég látið bóka í ríkisstjórn- inni. Ég tel að of langt hafi verið gengið f þvf að skerða framlög til byggingasjóðanna. Þar hafi áður verið nóg gert og því hefði átt að fara aðrar leiðir til að draga úr framlögum ríksins til ýmissa mála. Sama gegnir um Jöfununarsjóð sveitarfélaganna. Sú leið sem farin var, að fresta frumvarpinu um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og skerða stórlega framlög til jöfunarsjóðsins, held ég að verði til þess að skapa tortryggni sveitarstjórnamannanna í garð ríkisvaldsins. Einnig geti það tafizt, að þessi verkaskipting kom- ist á, en hún hefur í langan tíma verið í undirbúningi. Þessi aðferð mun ekki bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga. Nokkrir stjórnarliðar hafa þarna náð fram sfnum ásetn- ingi og á þvf hljóta þeir þá að bera ábyrgð," sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir. Skattar fólks sem notíð hefur ívihiunar hækka Hugsanlegar endurgreiðslur haustið 1989 MAN AÐARLEGAR skattgreiðslur f ólks sem notið hefur ívilnunar skatt- sljóra, til dæmis ef gjaldþol viðkomandi hefur skerst verulega vegna ellihrörleika, veikinda, slyss eða mannsláts, hafa í mörgum tilvikum hækkað verulega í staðgreiðslukerfinu. Skattstjóri hefur þó í aðalatrið- um sömu heimildir og áður til að veita slíkar ívilnanir, en þær koma fólkinu þó ekki til góða á greiðsluári skattanna, heldur verða hugsan- legar fvilnanir greiddar út þegar fólk hefur talið fram. Engar fvilnan- ir verða veittar á þessu ári þar sem tekjur sfðasta árs eru „skattf rjálsar". fjölg- Morgunblaðið hefur upplýsingar um skattgreiðslur 82 ára gamallar konu, sem notið hefur ívilnunar skattstjóra. Alagðir skattar hennar á síðasta ári voru um 16.500 krón- ur, eða 1.650 krónur á mánuði miðað við greiðslu skattsins á tfu mánuðum eins og þá var. Þrátt fyrir að aðstæð- ur hennar séu óbreyttar á þessu ári greiðir hún rúmlega 3.530 krónur á mánuði frá áramótum. Miðað við þessar greiðslur hækka skattar kon- unnar því á milli ára úr 16.500 krón- um f tæpar 42.400 krónur, eða um 157%. Mánaðarlegar skattgreiðslur Siglingamála- stofnun ríkisins: Þílfarsfiski- skípum undir 10 brl. aði um 30% Þilfarsfiskiskipum, undir 10 brúttólestum að stærð, fjölgaði á sl. ári um 46 (29,9%), úr 154 1. janúar 1987 í 200 1. janúar 1988. Opnir vélbátar (trillur) á skrá hjá Siglingamálastofnun rikisins 1. janúar sl. voru hins vegar 1.486 talsins eða 157 (10,6%) fleiri en 1. janúar 1987. 1. janúar sl. voru skráð 1.037 þilfarsskip, þar af 899 fiskiskip. Þilfarsfiskiskip minni en 100 brl. að stærð voru 491 talsins 1. janúar 1987 en 56Ó 1. janúar 1988 og fjólgaði því um 69 (14,1%) í fyrra. Þilfarsfiskiskipum 100 til 499 brl. fjölgaði um eitt, úr 301 í 302, 500 til 999 brl. fjölgaði um 6, úr 29 í 35 og stærri en 1.000 brl. fjölgaði um eitt, úr einu í tvö. í fyrra fjölgaði þilfarsskipum um 86 og þar af fjölgaði fískiskipum um 77. Skrásett voru 112 þilfars- skip á árinu, þar af 99 fískiskip, 6 seglbátar, 3 vinnubátar, 2 vöru- flutningaskip og 2 dráttarskip. 98 þilfarsskipanna voru nýsmíði og þar af voru 64,5 smfðuð hérlendis. 12 opnir vélbátar (trillur) og 26 þilfars- skip voru tekin af skrá í fyrra. 5 þilfarsskipanna fórust, eða eru talin hafa farist, og 8 voru seld úr landi. Skuttogarar voru 106 talsins 1. janúar sl. og fjölgaði þvf um 5. Þar af voru 3 nýsmíði og voru þeir smíðaðir á Akranesi (Gissur ÁR 6), Akureyri (Nökkvi HU 15) og Flekkefjord í Noregi (Sjóli HF 1), að sögn Gísla Auðunssonar fulltrúa hjá Siglingamálastofnun ríkisins. Akranes: - Eldur kom upp í bílaverkstæði ELDUR kom upp í bílaverkstæði f járngrindarhúsi við Ægisgrund 11 á Akranesi. Ungur maður var að vinna við að gera bifreið sfna klára f rallakstur og mun meðal annars haf a verið að vinna með logsuðutæki er eldurinn kom upp. Manninn sakaði ekki. Bfllinn brann mikið og er talinn gjörónýt- ur. Einnig urðu talsverðar skemmd- ir á húsinu. hækka um 114% auk þess sem konan hefur ekki lengur tvo skattlausa mánuði. í þessum útreikningum er ekki tekið tillit til hugsanlegrar end- urgreiðslu vegna ívilnungar skatt- stjóra sem kæmi haustið 1989. Morgunblaðið bar þetta dæmi und- ir Snorra Olsen í fjármálaráðuneyt- inu og leitaði eftir skýringum. Snorri sagði að sér virtist að þessi hækkun á milli ára stafaði eingöngu af þeirri ívilnun sem gjaldandinn naut við sfðustu álagningu. Hann reiknaði út skatta hennar samkvæmt gamla skattkerfínu, út frá ákveðnum for- sendum, meðal annars þeim að við- komandi hefði notið hlutfallslega sömu ívilnunar áfram. Þá hefði hún þurft að greiða á þessu ári samtals 25.942 krónur, eða 2.160 krónur á mánuði miðað við skattgreiðslur alla tólf mánuði ársins. Ef þessi kona fengi ívilnun næsta haust, hlutfalls- lega þá sömu og sfðast, myndi skatt- byrði hennar heldur léttast frá því sem var í fyrra. Þegar farið er nánar ofan f útreikningana kemur í ljós að hækkun hinnar mánaðarlegu skatt- greiðslu nú um áramótin felst ein- göngu í hækkun útsvarsins, og er konan f raun að greiða helmingi hærra útsvar en í fyrra en minni tekjuskatt. Ef hún fær ekki ívilnun vegna þessa árs verður það því sveit- arfélagið sem nýtur góðs af því en ekki rfkið, samkvæmt þessum út- reikningum. Gestur Steinþórsson skattstjóri Reykjavíkur sagði að heimildir til lækkunar á tekjuskattsstofni væru enn til staðar, en ekki væri ljóst hvernig tekið yrði á ívilnunarbeiðn- um. Hann sagðist þó ekki sjá að for- sendur væru breyttar og bjóst við að hvert tilvik fyrir sig yrði metið með sama hætti og áður. Til slíks kæmi þó ekki fyrr en við álagningu vegna þessa árs, sem verður sumarið 1989, og inneignin þá endurgreidd. Gestur sagði að í staðgreiðslulög- unum væri ríkisskattstjóra heimilað að endurgreiða aftekna staðgreiðslu með vissum mjög þröngum skilyrð- um. Mál myndu skýrast betur þegar ljóst yrði hvernig rfkisskattstjóri tæki á slíkum málum sem væntanlega yrði fljótlega. Gunnar Eydal skrifstofustjóri Reykjavíkurborgar sagði að þrátt fyrir að.sömu heimildir væru fyrir hendi og fyrr mætti búast við veru- legri breytingu á mati á ívilnunar- beiðnum gjaldenda þar sem aðstæður hefðu breyst við staðgreiðsluna. Nú væru skattgreiðslurnar teknar jafn- óðum af tekjum og lækkuðu sjálf- krafa ef tekjur fólks minnkuðu. Gest- ur Steinþórsson sagði um þetta að ívilnunin væri hugsuð sem varnagli við því að teknir væru skattar af fólki sem ekki ætti peningana til eða ætti erfitt með að útvega þá. Oftast væri það vegna breyttra aðstæðna og gæti það einnig átt við í stað- greiðslu. I þessu sambandi gat Gestur Steinþórsson þess að framvegis félli ónýttur persónuafsláttur niður og nýttist því ekki til greiðslu eignar- • skatts eins og var f gamla skattakerf- inu og gæti það hækkað skattgreiðsl- ur tekjulágs fólks sem ætti eignir umfram eignarskattsmörk. Eignar- skattur vegna ársins 1988 verður lagður á sumarið 1989. Olíumálverkið Komposition eftír Svavar Guðnason var selt á um 310.000 krónur á uppboði á miðvikudag. Myndir Svavars á uppboði á afmæli Cobra-hópsins TVÆR myndir eftir Svavar Guðnason voru meðal verka sem voru boðin upp hjá Kunsthallen f Kaupmannahöfn á miðvikudag. Uppboðið var haldið í tílefni 40 ára afmælis Cobra-listahópsins, sem var stofnaður i Paris þann 8. nóvember 1948. Margir þekkt- ir listamenn eru í hópnum og voru alls 104 verk boðin upp. Meðal þeirra sem f hópnum eru má nefna Hollendinginn Karel App- el, Danann Asger Jorn, sem er vel þekktur í heimalandi sínu og svo Svavar Guðnason, sem hefur starf- að lengi í Danmörku og er kunnur þar í landi. Hann átti tvö verk á uppboðinu á miðvikudag og bera bæði heitið Komposition-samsetning. Hið fyrra er olíumálverk frá um 1950 og hef- ur það m.a. verið á sýnt í Charlott- enborg 1963 og Aarhushallen 1964. Hið síðara er lítil akvarelmynd, sem áður hefur verið sýnd í Nikolaj- kirkjunni. Myndirnar voru seldar á um 310.000 krónur (55.000 dkr.) og rúmar 33.000 krónur (6.000 dkr.) en þær voru metnar á 60.000 dkrí og 10.000 dkr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.