Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 55 Valgerður Péturs- dóttir — Kveðjuorð Fædd7.júml912 Dáin 9. febrúar 1988 Miðvikudaginn 17. febrúar var Valgerður Pétursdóttir, Vallargötu 18, Keflavík, fyrrverandi matráðs- kona á Sjúkrahúsi Keflavíkurlækn- ishéraðs lögð til hinstu hvíldar. Leiðir okkar Valgerðar lágu fyrst saman við undirbúning og stofnun Sóroptimistaklúbbs Keflavíkur árið 1974, þar sem hún starfaði til hinstu stundar. Valgerður var glæsileg kona, sérstaklega háttvís og einlæg í framkomu og gestrisin með eindæmum. Klúbbsystur nutu góðs af þessum kostum hennar þegar erlenda sóroptimistagesti bar að garði — þá var gott að fara með þá á hið fallega heimili Valgerðar og eiginmanns hennar, Braga Hall- dórssonar, þar sem notið var góðra veitinga og samræðna við húsmóð- urina, hvort heldur var á ensku eða einhverju Norðurlandamálanna. Valgerður var mikill listaunnandi . og bar heimili hennar vott um það. Hún lék á hljóðfæri og var stundum tekið lagið hvort heldur var heima hjá henni eða á fundarstað. Val- gerður hafði yndi af ferðalögum og í einni heimsókn til dóttur sinnar, sem búsett er í Bandaríkjunum, sat hún fund með þarlendum sóroptim- istum og vann þar með að einu markmiði sóroptimista „að efla vin- áttu og einingu meðal sóroptimista allra landa". Hún var sóroptimisti (besta systir) í orðsins fyllstu merk- ingu, drenglunduð og alltaf reiðu- búin til að hjálpa þeim sem minna máttu sín. Við í Sóroptimistaklúbbi Keflavíkur kveðjum Valgerði með trega og þakklátum huga fyrir vin- áttu hennar og allar góðu stundirn- ar sem við áttum saman, og biðjum henni guðsblessunar. Eiginmanni, börnum og öðrum ástvinum vottum við dýpstu samúð. Sóroptimistasystur í Keflavík Guðrún V. Guðjóns- dóttir - Minning Fædd24.júníl896 Dáin 22. janúar 1988 Mig langar að minnast í fáum orðum vinkonu minnar, Guðrúnar Valgerðar Guðjónsdóttur, sem lést hinn 22. janúar síðastliðinn, á nítugasta og öðru aldursári. Guðrún fæddist í Kumbaravogi á Stokkseyri á Jónsmessu árið 1896, ólst upp í Biskupstungum, en var lengst af húsfreyja á Bjarnastöðum í Grímsstaðaholti í Reykjavík. Þeg- ar ég hitti hana fyrst, fyrir svo sem hálfum öðrum áratug, var hún orð- in ekkja, og hafði flutt sig um set að Ægisíðu 64, þar sem hún bjó síðan. Við sjóinn fyrir neðan húsið hennar eimdi enn eftir af gömlum lífsháttum á Grímsstaðaholti. Það- an úr vörinni sóttu grásleppukarlar sjóinn, og sækja víst enn, og þar hafði Guðrún hænsni og endur í kofa. í fjörunni var ævintýraland barn- anna á Högunum. Þar gat maður unað sér við leiki tímunum saman: skoðað kvikindi í sjávarpollunum, byggt sandkastala og fylgst með starfi sjómannanna. En mest að- dráttarafl höfðu fuglarnir hennar Guðrúnar. Hún var barngóð, við hændumst að henni og vildum óð og uppvæg fá að hjálpa til við að tína egg, gefa fuglunum eða moka út úr kofanum. Að starfi loknu þrammaði svo vinnufólkið heim að dyrum hjá Guðrúnu, og þáði kandís- mola að launum. Síðar varð það vani minn að heimsækja Guðrúnu á laugardags- morgnum og fá hjá henni morgun- kaffi áður en við fórum niðureftir g Skreytum við öll tækifæri • • IHHnim Reykjavíkurvefli 60, sími 53848. Álfheimum6,simi33978. Bœjarhrauni 26, simi 50202. omRon AFGREIÐSLUKASSAR að gefa fuglunum. Yfir kaffinu spjölluðum við um alla^ heima og geima. Eins og aðrir íslendingar af hennar kynslóð hafði Guðrún lif- að tímana tvenna, og var það held- ur en ekki lærdómsríkt fyrir mig að fræðast af henni um liðna tíð. Eftir kaffið leit hún stundum í boll- ann minn, eða spáði fyrir mér í spil, en það var nú mest okkur til gamans, enda var Guðrún lífsglöð kona og hláturmild. Hin síðustu ár var Guðrún að mestu rúmföst. Fundir okkar urðu strjálli, en mér ekki síður dýrmætir og fyrrum. Hjá Guðrúnu ríkti ætíð kyrrð og ró, við minntumst gömlu góðu daganna, og mér fannst ég eins og endurnærður eftir hverja heimsókn. En nú hefur Guðrún fengið hvíld að lokinni langri og farsælli ævi. Ég kveð hana með söknuði og þakka vináttu og góðar stundir, sem ekki gleymast. Aðstandendum votta ég samúð. Chicago, Finnur Lárusson t Útför eiginmanns míns, MAGNÚSAR RUNÓLFSSONAR fyrrverandi skipstjóra, fer fram frá Fríkirkjunni þriðjudaginn 1. mars kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Laufey K. Björnsdóttir og aðstandendur. t Móðir mín, KRISTJANAG. FANNBERG, Hátúni 10, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 2. mars kl. 15.00 Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Slysavarnafé- lag fslands. Fyrir mína hönd, bamabarna og annarra vandamanna, Eyþór Fannberg. t Við þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför ÞURÍÐAR EINARSDÓTTUR. Sigríöur Gu&jónsdóttir, Haraldur J. Hamar, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Eðvar Ólafsson, Ruth Guðjónsdóttir, Bjarni Th. Mathiesen, Gylfi Guðjónsson, Kristfn Jónsdóttir, Sesselja Einarsdóttir. Legsteinar MARGAR GERÐIR Marrnorex/Graníi Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður t Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÓHÖNNU SIGURJÓNSSON hjúkrunarkonu, Múlavegi 10, Seyðisfirði. Páll S. Agústsson, Axel J. Ágústsson, Helgi Ágústsson, Ásgerður Ágústsdóttir, Dagbjört Jonsdottir, Hafdís Edda Eggertsdóttir, Lovísa Gfsladóttir, BJörgúlfur Kristinsson og börn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför sonar míns, bróður okkar og mágs, JÓNS MARS JÓNSSONAR. Heiða Jónsdóttir, ÓttarJónsson, Óðinn Jónsson, Pétur Jónsson, Vilborg Jónsdóttir. Kristín Jóhannsdóttir, Haf þór Jonasson, Þorbjörg Björnsdóttir, Gerður Róbertsdóttir, Guðrún Ragnarsdóttir, t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móöur, ömmu og langömmu, SIGRfÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Sörlaskjóli 82, Reykjavfk. Sérstakar þakkir til starfsfólks lungnadeildar Vífilsstaðaspítala og starfsfólks gjörgæsludeildar Landspítalans fyrir góða umönnun. Sigurjón Hallbjörnsson, Halldóra Sigurjónsdóttir,Baldur Karlsson, Erna Sigurjónsdóttir, Guðmundur Konráö Arnmundsson, Berglind Baldursdóttir, Sign'ður Baldursdóttir, Marfa Guðmundsdóttir, Jessica Bringham. t Þökkum auösýnda samúð við andlát og útför SIGURÐAR Á. SOPHUSSONAR verslunarmanns, Lauf ási 1, Garðabœ. Vilborg Jónsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Sigurður BJörnsson, Vilborg Björnsdóttir, Þóra Sophusdóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur vináttu og samúð vegna fráfalls móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GÍSLEYJU SESSEUU GfSLADÓTTUR, Marbakkabraut 5, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki hjarta- og gjör- gæsludeildar Borgarspítalans. Hrafn Hauksson, Guðrún GuAmundsdóttir, Ragnar M. Hauksson, Guðrún Ellertsdóttir, Gfsley G. Kauksdóttir, Heimir Stefánsson, barnaböm og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við fráfall föður okkar, tengdafööur, afa og langafa, GÍSLA SVEINSSONAR frá Sveinsstöðum. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 6b á Borgarspitalanum fyr- ir góða umönnun. Rósinberg Gfslason, Marfa Bender, Sveinn Gfslason, Kolbrún Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað í dag frá klukkan 13.00 til GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR. 15.30 vegna jarðarfarar Elfurhf. Laugavegi 38. ,.„
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.