Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 39 Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, og Steingrfmur Hermannsson, utanríkisráðherra, í sameinuðu þingi f gær. Forsætisráðherra kynnir efnahagsaðgerðir: Lækkandí verðbólga mun bæta hag útflutningsgreinanna Viðskiptahalli rúmlega 10 milljarðar — Verðbólga 15% á árinu ÞORSTEINN Pálsson, forsætis- ráðherra, kynnti sameinuðu þingi efnahagaaðgerðir ríkis- srjórnarinnar síðdegis í gær. í þeim felst m.a. að gengi krón- unnar er fellt um 6%, uppsafn- aður söluskattur verður að fullu endurgreiddur og launa- skattur í sjávarútvegi og sam- keppnisgreinum feÚur niður 1. júlí. Forsætisráðherra sagði að gert værí ráð fyrir að verð- bólga yrði 15% á árínu en við- skiptahalli rúmlega 10 milljarð- ar. Forsætísráðherra sagði meginvanda útflutningsgrein- anna vera verðbólguna og myndi lœkkun hennar bæta hag þeirra. Eftir að forsætísráð- herra hafði kynnt aðgerðirnar tók tíl máls einn fulltrúi frá hverjum flokid. Töldu flestír stjórnarandstæðingar að kaup- máttur lægstu launa hefði ekki veríð nægilega bættur með samningunum og ráðstöfunum ríkisstjórnar. Svavar Gestsson sagði að lægstu laun ættu eftír að lækka verulega. í dag verða lögð fram frumvörp af fjár- málaráðherra um þær breyt- ingar sem þarf að gera á fjár- lögum og lánsfjárlögum f kjöl- far þessara ráðstafana. Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra, las upp yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar um efnahagsaðgerðir í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. Hann sagði að f þessum aðgerðum fælust breytingar á fjárlögum og lánsfjárlögum og myndi fjármála- ráðherra leggja fram frumvörp um þessar breytingar f dag, þriðjudag. Þorsteinn sagði að í nýgerðum kjarasamningum hefði verið leitast við að bæta stöðu þeirra sem hefðu lægstu launin, að gera samninga sem lækkuðu verðbólgu og kæmu ekki í veg fyrir bættan hag út- flutningsatvinnugreinanna. Erfitt væri að ná öllum þessum markmið- um á sama tfma og þjóðartekjur lækkuðu en hann teldi að vel hefði til tekist í þeim efnum eftir atvik- um. Rekstrarstaða sjávarúlvegs batnar um 3 milljarða í aðgerðum ríkisstjórnarinnar fælist m.a. nettólækkun skatta á útflutnings- og samkeppnisgrein- arnar sem næmi 500 m.kr. og væri alls gert ráð fyrir að rekstrar- staða sjávarútvegsins myndi batna um 3 milljarða á þessu ári. Væri gert ráð fyrir að verðbólga yrði um 15% á árinu. Forsætisráðherra sagði að við núverandi aðstæður væri erfitt að ráðast að vandanum sem við væri að etja. óhjákvæmilegt hefði einnig reynst að bæta kjör lægstu hóp- anna en gera mætti ráð fyrir að þær hækkanir færu upp allan launastigann. Þjóðhagsstofnun hefði gert ráð fyrir að viðskipta- halli yrði að óbreyttu 13-14 millj- arðar króna en með ráðstöfunum væri ætlunin að lækka hann niður í rúma 10 milljarða. Þessi við- skiptahalli væri of mikill og ekki viðunandi til lengdar. Þau bættu skilyrði sem myndu skapast í kjöl- far raðstafana ríkisstjórnarinnar ættu eftir að hjálpa til þess að taka fleiri skref. Samkvæmt útreikningum hefði fiskvinnslan verið rekin með 5% tapi f janúar á þessu ári. Með ráð- stöfunum væri tapið að meðaltali komið niður í 1,5%. Forsætisráð- herra sagði að fiskvinnslan byggi því að meðaltali við mjög þröngan kost en stigið hefði verið mikilvægt skref til að bæta hag sjávarútvegs- ins. Lækkandi verðbólga myndi líka bæta stöðu útflutningsgreinanna. Það væri óþolandi ástand að höfuð- atvinnuvegur landsins væri rekinn með halla til lengri tíma. Svavar Gestsson (Abl/Rvk) sagði nokkur atriði vera ljós varð- andi nýgerða kjarasamninga. Kaupmáttur lægstu launa myndi lækka, verðtrygging væri mjög veik og marga þætti samningsins væri erfitt að meta, s.s. starfsald- urshækkanir. f ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar fælist gengislækkun sem þýddi að fastgengisstefnan væri hrunin. Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar, s.s. endurgreiðsla á uppsöfnuðum sölu- skatti, væru viðurkenning á því að stjórnin gerði mistök á síðasta ári. Sú ákvörðun að fresta áformum um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga sagði Svavar að væri f raun skattur á sveitarfélögin. Lántökugjöld taldi hann vera skyn- samlega ákvörðun svo og að leggja skatta á arð fyrirtækja. Svavar taldi það gott að ákveðið væri að breyta vöxtum með pólitískri ákvörðun en of skammt væri geng- ið. Niðuratöður sínar sagði Svavar vera að kaupmáttur lægstu launa væri fyrir neðan allar hellur og færi lækkandi. Það ætti að lög- binda hærri lágmarkslaun þar sem verkalýðshreyfingin hefði greini- lega ekki mátt til þess. Stjórnin leysti ekki meginvanda atvinnuveg- anna, sér f lagi frystingarinnar, og taldi hann þann vanda eiga eftir að fara vaxandi eftir þvf sem liði á árið. Vidskiptahallinn alvarlegastur Steingrfmur Hermannsson, utanrfkisráðherra, sagði þing- flokk Framsóknarflokksins hafa samþykkt þessar aðgerðir í trausti þessa að það yrði til þess að samn- ingarnir yrðu samþykktir. Samn- ingarnir væru langbesti grundvöll- urinn til þess að snúa við efnahags- þróuninni undanfarið. Steingrímur sagði framsóknar- menn fagna því að ákveðið hefði verið að endurgreiða söluskatt á ný og falla frá launaskatti og að vaxta- og geymslugjöld yrðu end- urskoðuð. Hann sagðist taka undir með Svavari að vaxtalækkunin mætti vera meiri en taldi að vextir ættu eftir að lækka til viðbótar. Sérstaklega alvarlegt sagði Steingrímur vera að viðskiptahalli yrði rúmar 10 miUjónir. Svo mikinn halla myndum við ekki þola til lengdar þó að ekki væri hægt að ná honum niður á einu ári. Júlfus Sólnes (B/Kn) sagði ríkisstjómina ekki hafa náð neinuni tökum á efnahagsmálunum þrátt fyrir ráðstafanirnar. Með gengis- fellingunni væri tekið til baka allt sem hefði náðst f kjarasamningun- um og skelfilegt væri að heyra upplýsingarnar um viðskiptahall- ann. Bara þetta segði okkur að stjórnin hefði engin tök á efna- hagslífinu. Vissulega væri þó margt jákvætt í þessum ráðstöfunum. Stefnt væri að því að breyta skuldum sjávarút- vegsins og sagði Júlfus að þarna rifjuðust upp hugmyndir Alberts Guðmundssonar um pennastrikið fræga. Einnig yrði launaskattur felldur niður en Borgaraflokkurinn hefði verið á móti því að leggja hann á. Júlfus sagði Borgaraflokkinn ekki vera mjög hriflnn af því að hefta mjög erlendar lántökur fyrir- tækja. Það gæti orðið til þess að hækka vðruverð í landinu. Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, sagði tilgang þessara aðgerða vera að bæta 3tarfskjör fólks og fyrirtækja S út- flutnings og samkeppnisgreinum. Húsnœðiskerfið endurskoðað Jón Baldvin sagði að segja mætti að samstaða væri að verða um að husnæðiskerfið stæðist ekki. Taldi hann lfklegt að frumvarp um end- urskoðun á þvf yrði lagt fram á næsta hausti og samþykkt fyrir áramót. Þær breytingar sem gera þyrfti á lánsfjárlögum myndu setja þau nær því upprunalega formi sem ríkisstjórnin sendi þau frá sér í. Segja mætti að með þessum breyt- ingum yrði eytt þeim slaka sem kom í lánsfjárlögin í meðferð Al- þingis. Varðandi viðskiptahallann yrði að hafa f huga að inni í þessum tölum væri neikvæður vaxtajöfnuð- ur um 6,3 milh'arða og sérstök út- gjöld vegna skipa og flugvélakaupa 3,5 milljarðar. Fjármálaráðherra sagðist telja að viðskiptahalli yrði 8,2 milljarðar á árinu samkvæmt útreikningum ráðuneytisins. Ráðherrann sagðist vilja leggja á það áherslu að ríkisstjórnin myndi beina þeim tilmælum til sveitar- stjórna og annarra aðila að hjálpa til við að draga úr þenslunni. Ríkis- stjórnin hefði gert sitt með þessum aðgerðum. Fjármálaráðherra sagð- ist vona að allir myndu leggjast á eitt með að ná því meginmarkmiði að verulega dragi úr verðbólgu. Þegar gengið hefði verið til samninga hefðu menn verið á einu máli um að höfuðmarkmiðið væri að leiðrétta kaupmátt lægstu launa. Samningar hefðu markast af því að afkoma útflutningsgrein- anna væri veik og því sérstakt fagnaðarefni að samningar hefðu náðst án vinnudeilna. Það hefði verið vandaverk. Fjármálaráðherra sagðist vona að umræða um þessa samninga yrði hleypidómalaus og menn mundu sjá að þessir samning- ar væru það skynsamlegasta sem hægt hefði verið að gera í stöðunni. Morgunblaðið/Sverrir Ráðstafanaríkisstjórn Kristfn HaUdórsdóttir (Kvl/Rn) sagði ekki margt nýtt vera í þessum ráðstöfunum, það væri búið að fjalla svo mikið um þetta í fjölmiðlum. Kristín sagði að kalla mætti þessa stjórn „ráð- stafanaríkisstjórn". Það hefði þó gengið svo erfiðlega að rata á réttu ráðstafanirnar að mikið af þvf sem stjórnin væri nú að gera væri að draga til baka fyrri ráðstafanir, s.s. endurgreiðslu uppsafnaðs sölu- skatts. Menn væru að beygja sig fyrir staðreyndunum. Stefán Valgeirsson (SJF/Ne) sagði raðherra hafa fullyrt hingað til að fylgja þyrfti framboði og eft- irspum f vaxtamálum. Hann sagð- ist ekki sjá annað en ríkisstjórnin væri nú komin á aðra skoðun f því máli. Hann vildi ekki fara út f þetta mál nánar en sagðist ætla að færa að því rök þegar þessi frumvörp kæmu til umræðu að sú stefna sem stjórnin hefði fylgt hefði leitt tii þess að fella þurfti gengið. Stefán sagði að það væru mikil vonbrigði hvernig tekið væri á málum. Það hefði átt að gera eitt- hvað til þess að láglaunafólk hefði meiri teígur en nú. Þrír vara- þingmenn Þrfr varaþingmenn tóku sætí á Alþingi f gær. Einar Kr. Guð- finnsson (S/Vf) tók sætí Matt- hfasar Bjarnasonar, Árni Johnsen (S/Sl) þingsætí Þor- steins Pálssonar, forsætisráð- herra, og Ingibjörg Danfelsdóttir (Kvl/Vf) sæti Danfrfðar Skarp- héðinsdóttur. Fjármálaráðherra: Viðskiptahalli lík- lega 8,2 milljarðar Jón Baldvin Hannibalsson, fjár- málaráðherra, sagði í umræðunum f sameinuðu þingi f.gær, um efna- hagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar, að hann teldi að viðskiptahalli á árinu yrði 8,2 milljarðar. Fyrr í umræðunum hafði forsætisráð- herra sagt að samkvæmt útreikn- ingum Þjóðhagsstofnunar yrði við- skiptahallinn rúmlega 10 milljarð- ar eftir ráðstafanir ríkisstjórnar- innar. Fjármálaráðherra sagði einnig að ríkisstjónún myndi beina þeim tilmælum til sveitarstjórna og annarra aðila að hjálpa til við að draga úr þenslunni. Ríkisstjórn- in hefði gert sitt með þessum að- gerðum. Jón Baldvin Hannibalsson, fjár- málaráðherra, í umræðunum f gœr. Morgunblaðið/Sverrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.