Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 20
20 ¦f- MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJÚDAGUR 1. MARZ 1988 Fræðileg rök gegn aukinni áfengisneyslu og bjórfmmvarpi eftír Tómas Helgason Það er skylda lækna að beita þekkingu sinni og reynslu til gagns fyrir sjúklinga sína og þjóðfélagið í heild til að koma í veg fyrir sjúk- dóma og ótfmabæran dauða. í ljósi þessa ákváðu sextán af tuttugu prófessorum læknadeildar Háskóla Islands að vara alþingismenn og aðra við þeim hættum sem fslensku þjóðinni er búin af frumvarpi sem lagt hefur verið fram á alþingi til að heimila framleiðslu og sölu á áfengu öli. Fyrir þessu eru mjög sterk rök sem engir, sem láta sig heilsufar þjóðarinnar og forvarnir varða, geta gengið fram hjá. Allir læknar við meðferðarstofhanir SÁÁ og við vímuefhaskor geðdeildar Landspítalans hafa tekið í sama streng. Nýlega hafa birst tvær greinar í Morgunblaðinu þar sem bjórmenn reyna að gefa málflutningi sínum fræðilegt yfirbragð (Grétar Sigur- björnsson 10. febr. og Snjólfur Ól- afsson 17. febr.) Þeir sem ekki þekkja nægjanlega til kunna að taka það sem þar er sagt án gagn- rýni (sbr. Staksteina Morgunblaðs- ins 12. febr.). Því er nauðsynlegt að koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri. í því skyni verða notuð sömu gögn og greinarhöfundar hafa notað og sýnt hvernig beri að túlka þau í ljósi fleiri staðreynda, sem koma fram í þessum gögnum og öðrum. Með því að rýna nánar í aðgerðir annarra með aðferðum heilbrigðisfræðinnar (faraldsfræði og tölfræði) skýrist hættan sem bjórfrumvarpið boðar. Heildarneysla og drykkjusýki 011 vandamál sem tengjast áfengisneyslu vaxa með aukinni heildarneyslu einstaklinga og þjóða, sum í beinu hlutfalli, önnur enn meir (World Health Organization 1980). Þetta á bæði við félagsleg vandamál og hvers kyns sjúkdóma sem tengjast áfengisneyslu, þar með talin drykkjusýki, eins og tafla 1 gefur til kynna. Af henni sést að tíðni drykkjusýki er meiri á hverjum tíma í Bandaríkjunum (Myers og samverkamenn 1984), eða 6,5—8% meðal þeirra sem voru 18 ára og eldri, en í Svíþjóð (Halldin 1984), þar sem hún var 3,1% hjá fólki á aldrinum 18—65 ára. í könnunum á áfengisneysluvenjum og tíðni ein- kenna sem benda á drykkjusýki, sem gerðar voru hér á landi 1974 og 1979, var tíðni hennar 1,8% hjá fólki á aldrinum 20—54 ára (Tómas Helgason 1984). Þ6 að saman- burður sem þessi sé háður ýmsum fyrirvörum, gefur taflan mjög ákveðnar vísbendingar um að drykkjusýki sé algengari í þeim löndum þar sem áfengisneysla er meiri. Tafla 1 Hlutfall fullorðinna, sem eru drykkjusjúkir á ákveðnum tíma, og heildarneysla áfengis á sama ári í þremur löndum Drykkjusjúkir Heildameysla % lltrarálbúa líandarikin 6,5-8 8,3 Svfþjóð 8,1 6,6 ísland 1,8 4,5 Svipuð er niðurstaðan af öðrum rannsóknum hér á landi, þar sem líkur til að verða áfengismisnotkun að bráð hafa rúmlega tvöfaldast á síðustu 30—40 árum (Tómas Helga- son og samverkamenn 1983) eða úr 5,4% fyrir þá sem fæddir voru rétt fyrir aldamót í 12,4% fyrir þá sem voru fæddir á árunum 1925— 1954. Á sama tíma hefur heildar- áfengisneysla á mann líka meira en tvöfaldast. Hér á landi hafa nú 3,6% fólks sem er 15 ára og eldra leitað aðstoðar meðferðarstofnana fyrir vímuefnaneytendur einhvern tíma á ævinni (Hildigunnur Ólafs- dóttir bg Tómas Helgason 1988). Mörgum þeirra hefur batnað svo að algengið, þ.e. fjöldinn sem er veikur á ákveðnum tíma, er eðlilega mun lægri. í Bandaríkjunum voru 11,5%-15,7% þeirra sem voru 18 ára og eldri taldir hafa verið áfeng- ismisnotendur einhvern tíma á ævinni (Robins og samverkamenn 1984). Heildarneysla og ofneysla Oft gætir þess misskilnings að hægt að sé að skipta neytendum áfengis í afmarkaða hópa og að það sé aðeins einhverjum ákveðnum litl- 'um hópi sem sé hætt við að verða ofnotkun að bráð. Þetta er ósk- hyggja margra, sem neyta áfengis til þess að geta talið eigin drykkju saklausa og aðeins til ánægju. Þrátt fyrir þá staðreynd að arfgengi skipti einhverju máli í tilurð áfengis- vandamála eru rökin sem styðja þessa skoðun takmörkuð (Royal College of Psychiatrists 1986). Drykkjusýki er margs konar. Oftast skipta erfðir tiltölulega litlu máli. En þó er eitt afbrigði hennar, sem byrjar mjög snemma, þar sem arf- gengi skiptir verulegu máli þótt ekki sé vitað hvemig (Cloninger og samverkamen 1981). Drykkja hvers sem er getur orðið of mikil með alvarlegum afleiðingum fyrir hann sjálfan og umhverfið. Allir áfengir drykkir eru jafn- hættulegir vegna þess að það er vínandamagnið sem skiptir máli, en ekki einhverjir aðrir eiginleikar drykksins. Hin almenna trú, að bjór sé tiltölulega hættulítill og það séu aðeins þeir sem drekka brennd vín sem verði drykkjusjúkir eða fái skorpulifur, á ekki við rök að styðj- ast (Royal College of Psychiatrists 1986). í löndum þar sem bjór er algengasta áfengistegundin eru flestir drykkjusjúklingar bjór- drykkjumenn. Meðaláfengisneysla á mann í hverju landi gefur ákveðna hug- mynd um fjölda stórneytenda. Töl- fræðilegar rannsóknir hafa sýnt að dreifing heildarneyslunnar fylgir ákveðnum lögmálum og upplýsing- ar um hana eru mjög mikilvægar til að gera sér grein fyrir hinni al- mennu neyslu. Með vaxandi heildar- neyslu eykst neysla allra hlutfalls- lega og þar með fjölgar stórneyt- endum meira en svarar til aukning- ar heildarneyslunnar (Skog 1985, WHO nr. 89, 1985). Heildarneysla áfengis á mann í þjóðfélaginu og skaðsemin breytast í takt (Royal College of Psychiatrists 1986, WHO 1985 iir.88 og WHO/;NH/85.14). Þetta leiðir til fleiri sjúkdómstilvika og ótímabærra dauðsfalla (Bruun og samverkamenn 1985) og er eitt út af fyrir sig næg ástæða fyrir lækna til að vinna gegn öllu sem getur stuðlað að aukinni neyslu. Óskráð neysla Óskrað neysla er alls staðar ein- hver, lögleg og/eða ólögleg. í Fríhöfninni í Keflavík hefur hin lög- lega óskráða sala verið um 0,5 lítrar af hreinum vínanda á ári á mann 15 ára og eldri. Af þessu magni voru 0,16 lítrar í fprmi áfengs bjórs árið 1985. Hér við bætist það áfengi sem sjómenn mega flytja inn, heimabrugg og smygl. Smyglið er illgerlegt að áætla, en heimagert áfengi gæti numið álíka iniklu og það sem selt er í Fríhöfninni (Tóm- as Helgason 1982). Þannig má ætla að óskráð neysla hér á landi nemi 20—30% af skráðu neyslunni. í Noregi áætlaði Bruun-Guld- brandsen (1972) óskráða neyslu vera 25—30% af heildarneyslu, en í Finnlandi var hún áætluð 10% (Mákela 1979). í Svíþjóð má reikna með 40—45% viðbót á skráða neyslu léttra vína vegna heimagerða vína og löglegra innfluttra vína ferða- manna, en innflutningur ferða- og farmanna á sterkum drykkjum er talinn nema 8—10% af skráðri sölu áfengiseinkasölunnar þar. Hér í við- bót er smygl sem ómögulegt er að áætla (Rapport 87). Eins og sjá má raskar áætlun um óskráða neyslu engu um hlutföllin milli ís- lands og Noregs og Svíþjóðar, en styttir bilið til Finna aðeins. Ahrif áfengs öls og alþjóðlegþróun Reynsla hefur sýnt, að í löndum þar sem neysla ákveðinna áfengis- tegunda hefur náð mettun og heild- arneysla staðnað, getur heildar- neysla aukist verulega með því að bæta nýjum tegundum við neyslu- mynstrið (WHO 88,1985). Aukning á framleiðsju og framboði áfengra drykkja hefur leitt til aukinnar neyslu og nýjar áfengistegundir hafa bæst við hefðbundna áfengis- neysluhætti (WHO 1980). Mynd 1 Á mynd 1 er sýnt hver hefur verið þróun heildarneyslu áfengis í Svíþjóð og meðaltalsþróun í 15 öðr- um Evrópulöndum frá 1950-1985. Til þess að geta gert sér í hugar- lund hver verði líkleg þróun á ís- landi, ef leyfð verður framleiðsla og sala áfengs bjórs, hefur þróuh á íslandi verið bætt við á myndina. Heildarþróunin í samanburðarlönd- um 15 hefur verið jafnt stígandi neysla fram til 1976. í Svíþjóð og á íslandi var þróunin svipuð til 1966, nema að neysla Svía var um 2 lítrum meiri á mann. Þessi munur stafar að verulegu leyti af áfengu öli („folköl" sem inniheldur 3,5% vínanda að rúmmáli). Árið 1965 innleiða Svíar milliölið með 4,9% vínanda og þá breikkar bilið fram til 1978 að sölu þess var hætt. Þá þegar byrjaði heildarneyslan í Svíþjóð að minnka, en fór ekki að minnka í hinum Evrópulöndunum fyrr en 1981. I kjolfar efnahagskreppunnar sem varð í mörgum löndum og minnkandi hagvaxtar dró úr neyzlu almennings og þar með líka úr kaupum fólks á áfengi. Aukinn áhugi á heilbrigðum lifnaðarháttum hefur einnig leitt til þess að víða um heim hafa viðhorf til áfengis breyst. í vaxandi mæli er litið á þá áhættú sem áfengisneysla hefur í för með sér og hún talin stefna heilsu manna í voða, eins og önnur óhollusta, og hafa í för með sér félagsleg vandamál. Þá má benda á, að vonbrigði með árangur með- ferðar misnotenda hefur líka haft áhrif í þá átt að horft er til ann- arra átta en að byggja meðferðar- stofnanir, þar sem sýnt er þær leysa lítið af þeim vanda sem áfengis- neysla hefur í för með sér (Mákelá og samverkamenn 1981). Á íslandi hefur heildarneyslan verið nokkuð jafnt stígandi til 1974, en haldist stöðug eftir það, sér- staklega frá 1979 þar til hún jókst lítillega á síðasta ári. Skýringarinn- ar á því að heildarneyslan á Islandi hefur ekki minnkað eftir 1980 eins og í öðrum Evrópulöndum er m.a. Tómas Helgason „I öllum þróuðum löndum hefur á síðustu árum verið unnið að því að draga úr áf engis- neyslu. Aðgerðir sem gætu verkað í gagn- stæða átt, eins og t.d. mundu fylgja auknu • áfengisframboði í formi bjórs, mundu gera okkur að viðundri. Það er liðin tíð að upp- lýst fólk geri grín að því sem gert er til að koma í veg fyrir of mikla áfengisneyslu. Margir líta hýru auga til þess sparnaðar sem við höfum náð með því að leyfa ekki eina mjög eftirsótta tegund áfengis og halda heild- arneyslunni þannig niðri." að leita í því að áfengi hefur verið gert fáanlegt hér á æ fleiri stöðum eftir að farið var að slaka á áfengis- málastefnunni. Af þessum sömu ástæðum minnkaði neyslan ekki árið 1983 þega kaupmáttur launa minnkaði verulega eins og skeði 1968. Mynd 2 Til enn frekari skýringa á áhrif- um áfengs bjórs á heildarsölu áfengra drykkja er á mynd 2 sýnd þróunin 1954—1986 í notkun ein- stakra tegunda í Svíþjóð. Þar sést greinilega þáttur áfengs öls þegar milliölið kom til sðgunnar síðla árs 1965. Heildarneyslan eykst mjög greinilega og minnkar strax og sölu þess var hætt. Einnig sést að milli- ölið dró ekki úr notkun sterkra Mynd 2 86 Ar Heildarsala áfengis í Svíþjóð 1954—1986 í Iítrum hreins vínanda á mann 15 ára og eldri á árí eftir tegundum (Rapport 87). Á myndinni má glöggt sjá áhrif aukinnar bjórsölu 1965-77 (milliöl) á heildarsölu áfengis. +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.