Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 Armenar mótmæla í Sovétríkjunum Vika frelsis og lýðræðis Aðgerðum f restað á meðan Gorbatsjov hugsar málið Moakvu, Reutcr. MANNFJÖLDINN sem undan farna tíu daga hefur fyllt stræti Jerevan, höfuðborgar Armeníu, hefur gefið Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtoga mánaðarfrest til að íhuga svar sitt við kröfum Armena. Þar með er f bili lokið víðtækustu mótmælum almenn- ings f sögu Sovétríkjanna frá þvf kommúnistar komust tíl valda. Andrei Grigorjants ritsjóri í Jerevan lýsti atburðum undan- farinna daga f borgiimi svo f samtali við fréttamenn á laugar- dag: „SjáJfstjórnin var alger og þetta var vika frelsis og lýðræðis fyrir fjölda fólks." Heimamenn segja að þjóðskáld Armena, Silva Kaputikjan, hafi komið fram í sjónvarpi á laugar- dagskvöld og sagt áhorfendum frá fundi sem hún og Zori Baljan rithöf- undur áttu með Gorbatsjov í Moskvu. Hún sagði að leiðtoginn hefði lofað þeim að kröfur þeirra fengju „sanngjarna úrlausn". Kap- utikjan sagði að Gorbatsjov hefði viðurkennt að miðstjóm flokksins hefði haft á röngu að standa er hún lýsti því yfir að mótmælin væru „að undiriagi öfgaafla". „Þetta er sigur ykkar," á Gorbatsjov að hafa sagt við Kaputikjan og Baljan. En hann kvartaði einnig undan þvf að Arm- enar hefðu með aðgerðum sínum „rekið ryting í bak umbótastefn- unni". 75 þúsund manns skrifa undir áskorun Nú þegar hlé er orðið á mótmæl- um í Jerevan er loks hægt að gera sér nokkra grein fyrir því hvað átti sér stað. Opinber fréttaflutningur af atburðum hefur verið rýr og er- Iendir fjölmiðlar orðið að reiða sig á sfmtöl við heimamenn þvf Arm- eníu og Azerbajdzhan var á fímmtu- dag lokað fyrir eriendum frétta- mönnum. Bandarfska sjónvarps- stöðin ABC sýndi á sunnudag hálftíma langa kvikmynd frá mót- mælunum sem áhugamaður hafði tekið í Jerevan. Andrei Grigorjants ritstjóri í Jerevan kom með myndina til Moskvu um helgina og hélt blaðamannfund þar sem hann lýsti atburðum. Að hans sögn barst mið- stjóm sovéska kommúnistaflokks- ins undirskriftalisti frá 75.000 Armenum í janúar á þessu ári þar sem þess er krafist að þeir fái Nag- omo-Karabakh-hérað aftur eftir 65 ára viðskilnað. Héraðið tilheyrði áður Armeníu en árið 1923 komst það undir yfirráð Azerbajdzhans sem er nágrannalýðveldi Armeníu. Bæði eru lýðveldin útverðir Sov- étríkjanna, milli Svartahafs og Kaspíahafs með landamæri að Tyrklandi og íran. íbúar héraðsins sem nýtur sjálfstjórnar innan Az- erbajdzhans eru samtals 170.000, þar af 75% Armenar en 25% shfta- múslfmar eins og flestir fbúar Az- erbajdzhans. Mannskæð átök Miðstjórnin vfsaði þessari beiðni Armenanna á bug. Þann 20. febrú- ar kom til aukafundar f héraðsráði Nagorno-Karabakhs í borginni Stepanakert. Á þeim fundi var sam- þykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að sækjast eftir því að héraðið kæmist aftur undir yfirráð Armeníu. Á sl. miðvikudag var flokksforinginn í héraðinu rekinn vegna „mistaka í starfi" eins og það var orðað í skeyti Tass-frétta- stofunnar. Fréttif hafa einnig borist um að til átaka hafi komið í Nag- orno-Karabakh milli Armena og shíta-múslfma. Þessir atburðir ollu því að fólk streymdi út á götur f Stepanakert, stærstu borg héraðs- ins. í kjölfar aukafundar stjórnmála- ráðsins f síðustu viku var Vladímír Dolgfkh, háttsettur embættismaður kommúnistaflokksins ásamt þrem- ur öðrum háttsettum embættis- mönnum, sendur til Armeníu. í ræðu sem hann hélt á miðvikudag f Jerevan kom fram að átökin f Nagorno-Karabakh hefðu verið NAGORNO- KARABAKH, héraðið sem Armenar ásælast 300 km mannskæð. Aðstoðarríkissaksókn- ari Sovétrfkjanna hefur einnig verið sendur til Nagorno-Karabakhs til að grafast fyrir um orsakir óeirð- anna þar. Á sunnudag lýsti hann því yfir að tveir menn hefðu fallið f Agdamskfj-héraði f Azerbajdzhan sem er við útjaðar Nagomo-Kara- bakhs. Af nðfnum hinna látnu má ráða að þeir hafi verið shíta- múslímar. Synjun miðstjórnarinnar og átök- in f Nagorno-Karabakh hafa lfkt og f Stepanakert ýtt undir öldu mótmæla í Jerevan, höfuðborg Armenfu. Fjöldafundimir þar hóf- ust fyrir tíu dögum. Sífellt fleiri tóku þátt í þeim og herma fregnir að allt að ein milljón manna hafi safnast saman f borginni á fimmtu- dag og föstudag þrátt fyrir þau til- mæli Gorbatsjovs að aftur skyldi snúið til vinnu. Augljóst var að yfir- stjórn kommúnistaflokks Armenfu studdi mótmælin. Karen Demírtsj- fjan, aðalritari flokksdeildarinnar, ávarpaði mannfjöldann á föstudag og sagði miðstjórn sfna hafa farið ffam á það við æðstu yfirvöld að sérstök nefnd yrði skipuð til að fara f saumana á kröfum Armena. „Sjálfstjórnin var alger og þetta var vika frelsis og lýðræðis fyrir fjölda fólks," sagði Grigorjants í samtali við fréttamenn á laugardag. Hann sagði að lögregla hefði látið mótmælin afskiptalaus og jafnvel hrósað mönnum fyrir að ekki skyldi framið eitt einasta innbrot á meðan á mótmælunum stóð. Einnig vakti athygli að mjög lftið bar á áfengis- neyslu. Hann sagði lítinn hóp virtra manna úr menningarlífi og vísind- um hafa stjórnað aðgerðum. í þeim hópi voru Zorí Baljan og Silva Kap- utikjan sem flugu til Moskvu á föstudagskvöld til viðræðna við Gorbatsjov. Forstjóri óperunnar í Jerevan lánaði hátalarakerfi til þess að auðvelda ræðuhöld á aðaltorgi borgarinnar. í fyrstu báru margir myndir af Gorbatsjov en þær voru teknar niður er á leið á meðan beð- ið var eftir viðbrögðum Sovétleið- togans. Menn sungu óopinberan þjóðsöng Armenfu og báru borða sem á var letrað: „Karabakh reynir á perestrojku". 100 hetjur úr stríðinu í Afganistan sögðust myndu skila heiðursmerkjum sínum ef Armenar fengju ekki aftur Nag- orno-Karabakh. Einkabílstjórar dreifðu matvælum til þeirra sem gátu sig hvergi hrært og efnt var til samskota til að fjármagna möt- mælaaðgerðimar. Að sögn fóru menn að tilmælum borgaryfirvalda og fóru heim klukkan 11 á kvöldin og söfnuðust ekki saman aftur fyrr en 10 að morgni. Herinn í viðbragsstöðu Ástæðan fyrir því að fólk var reiðubúið til að gefa yfirvöldum mánaðarfrest til að hugsa sig um er að sögn Grigorjants sú að menn gerðu sér grein fyrir hættunni sem mótmælunum fylgdi. Hann sagðist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að heriið hefði verið til reiðu allan tfmann að grfpa inn f atburðarásina ef hún færi úr böndunum. Þótt aðgerðum hafi verið frestað í Jerevan virðist svo sem enn séu mótmæli höfð í frammi f Nagorao- Karabakh en þau fari heldur minnk- andi. Kyamran Bagírov, aðalritari kommúnistaflokks Azerbajdzhans, hvatti menn f ræðu f gær til að sýna stillingu. Eistland: Sagt frá mótmælum í Tallinn Moskvu, Reuter. DAGBLAÐ f Eistíandi greindi á föstudag frá því að „hópar öfga- mamia" hefðu virt að vettugí bann við mótmælum í tilefni af- mælis sjálfstæðisyfirlýsingar Eistiendinga 24. februar. í blaðinu Sovietskaya Estonia' segir að mótmælendur hafi safnast saman Við minnismerki eistlenska rithöfundarins A. X. Tammsaare í Tallinn, höfuðborg Eistlands, þrátt fyrir bann borgaryfirvalda. Borgar- stjórinn og fleiri embættismenn hafi komið á vettvang og boðið hópnum að nota ráðstefnusal í grenndinni til að ræða kröfur þeirra. Mótmælendumir hafi ekki þegið boðið og farið til annarra hluta borgarinnar, en ekki tekist að fá verulegan fjölda til liðs við sig. Fjarlæg mótmæli koma Gorbatsjov í bobba London, The Daily Telegraph. ÞEGAR litið er á landakortíð virðist furðulegt að ein erfið- asta raun Gorbatsjovs sfðan hann hóf st tíl valda skuli ekki stafa frá reiðum, rússneskum og fhaldssömum kommúnistum innan Kremlar heldur fjarlægri þyrpingu fólks sem flest býr nær Súdan en Moskvu. Armen- ar eru einungis 4 miujónir tals- ins í rfki sem sameinar 285 milljónir manna. Engu að sfður logar allt f hatrömmum deilum innan Kremlarveggja. Gor- batsjov á tveggja kosta vðl; leyfa tilslakanir sem grafið gætu undan hans eigin valdi og valdi flokksins vfðs vegar um Sovétríkin eða beita vopna- valdi og draga þarmeð úr um- bótahraðanum og gefa fhalds- mðnnum tílefni tíl að halda að kerfið muni aldrei leyfa minnsta andóf. Ef fieiri en tfu manns koma saman í Sovétríkjunum án leyfis yfirvalda hefur það yfirieitt leitt til þess að stjórnvöld og hand- bendi þeirra, KGB, hafa lyft hramminum. En þegar milljón manns hrópar af öllum lffs og sálar kröftum nær fyrirvaralaust eins og gerðist í hinni fomu höfuð- borg Armeníu í sfðustu viku þá fer hrollur jafnvel um frjálslynd- ustu flokksmenn. Annað eins hef- ur að öllum lfkindum ekki gerst síðan bolsévikkar komust til valda í upphafi þriðja áratugarins. Fyrir flokkinn hljóta atburðirnir að vera súrrealískir og hrein martröð. Eftirgjöf Gorbatsjovs? Verra er þó fyrir gömlu valda- klíkuna að teikn eru á lofti um að Gorbatsjov hafi þegar gefið eftir gagnvart þjóðernissinnum með menn í fylkingarbrjósti sem ekki eru einu sinni flokknum holl- ir. Leoníd Brezhnev hefði ekki einu sinni virt þetta fólk viðlits. Minnumst þess að fhaldsmenn voru ekki hrifhir af því þegar Andrei Gromýko féllst á að ræða við tartara frá Krfmskaga sem höfðu verið svo óforskammaðir að veifa borðum á Rauða torginu. Ekki bætir úr skák hversu mik- il og langvarandi mótmælin voru í þetta sinn. Þau hófust í hinu umdeilda Nagorno-Karabakh- héraði fyrir rúmum tveimur vik- um. Jerevan hefur ólgað í 10 daga. Áhyggjufullir Kremlverjar hljóta að leiða hugann að skip- asmfðastöðvunum í Gdansk þar sem hikandi leiðtogar leyfðu ein- angruðum verkföllum að þróast upp í verkalýðsfélagið Samstöðu með 10 milljónir félagsmanna inn- an sinna vébanda. Niðurbæld þjóðernisstefna Kann að vera að Armenar láti svo sem þeim sé einungis um- hugað um að fá Nagorno-Kara- bakh aftur eftir 65 ára aðskilnað. Allir vita þó að sú krafa er einung- is fyrirsláttur og tilefhi til að hleypa út niðurbældri armenskri þjóðemisstefnu. Vissulega trúa þvf fáir að Armenía geti losað sig úr sovét-ríkjasambandinu. Flestir Armenar eru hræddari við Tyrki en Rússa. En draumar um ffekara sjálfstæði Armenfu færast stöð- ugt í vöxt. Mótmælin f Armenfu eru ekki bara fló á bjarnarfeldi. Þau snerta kjarnann f þeim vanda sem blasir við Gorbatejov. Hvernig er unnt að leyfa meira frelsi innan Sov- étrfkjanna án þess að grafa undan einokun kommúnistaflokksins á valdi? Einnig verður Gorbatsov nú að skilgreina nánar hvað felst í „glasnost" og „perestrojku". íhaldsmenn halda þvf nefnilega Reuter Farið er að hitna undir Karen Demfrtsjfjan flokksleiðtoga f Armenfu. ffam að Armenar séu f „glasnost- vímu". Fjöldi Arthena og þar á meðal eru sanntrúaðir kommúnistar vill einungis meira efnahagslegt sjálf- stæði. Þeir trúa því að slíkt efha- hagslegt sjálfstæði, jafnvel vfðar en í Armeníu, myndi lífga við sovéska hagkerfið í heild sinni. íhaldsmenn sjá þá hættu að „peretrojka" og „glasnost" öðlist gildi í sjálfu sér. Þess vegna er þeim illa við að Gorbatsjov ýti undir of mikið staðbundið frum- kvæði sérstaklega meðal þjóða eins og Armena og íbúa Eystra- saltsins sem aldrei hafa verið mjög trúir kommúnismanum. Trúnaður flokksforingja En það sem kann að valda Gorbatsjov hvað mestu hugar- angri er að háttsettir embættis- menn f Armenfú virðast styðja mótmælin heilshugar. Að vfsu er Karen Demirtsjíjan, aðalritari kommúnistaflokks Armeníu, ekki af sama sauðahúsi og Dubcek. En ef hann fær að fjúka eins og lfklegt má teljast þá getur reynst erfitt fyrir Gorbatsjov að finna nýjan mann sem er trúr bæði Kremlverjum og Armenum. Sömu vandræðin endurspeglast f Eystrasaltsrfkjunum. Þar hafa umbótamenn innan flokksins farið fram á meira efnahagslegt sjálf- stæði. Gorbatsjov hefur verið móttækilegur fyrir slíkar hug- myndir en ef þeim fylgir andso- vésk þjóðernisstefna er eins vfst að Gorbatsjov verði að venda sínu kvæði f kross. Ekki má heldur gleyma þvf að leiðtogar Sovétrfkjanna hafa ætíð hugfast að Rússar sem fjölga sér fremur hægt eiga á hættu að lenda f minnihluta innan eigin afsprengis, Sovétríkjanna. Fyrir níu árum voru þeir 52% Sovét- manna en það er að breytast. Ef Gorbatsjov er of undanlátssamur við Armena þá er eins víst að tugir annarra þjóðflokka innan Sovétrfkjanna geri kröfur um auk- ið sjálfstæði svo ekki sé minnst á milljónir Austur-Evrðpubúa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.