Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 29 Hafði engan lagaleg- an rétttil að reka Geir - en var rekinn fyrir að gera það ekki, segir Eysteinn Helgason fyrrum forstjóri Iceland Seafood BROTTVIKNING Eysteins Helgasonar, forstjóra Iceland Seafood og Geirs Magnússonar, aðstoðarforstjóra, hefur vakið mikla athygli, bæði hér heima og vestan hafs. City Bank í Bandaríkjunum, aðalviðskipta- banki Iceland Seafood, hefur meðal annars í bréfi til fyrirtækisins var- að við breytingum á stöðu æðstu manna þess meðal annars vegna erf- iðra tíma framundan, en einnig vegna góðs gengis að undanförnu. Þessar upplýsingar komu meðal ai sem Eysteinn Helgason rakti gang og fréttamanna vegna máls þessa. Eysteinn lagði fram á fundinum greinargerð sína vegna uppsagnar þeirra Geirs og er greinargerðin birt í heild hér í opnunni. Þar segir hann, að aðalástæða brottvikingar hans hafi verið sú, að hann hafi ekki viljað fara að skipunum Guðjóns B. Ólafs- sonar um að reka Geir Magnússon, aðstoðarforstjóra Iceland Seafood. Til þess hafi hann hins vegar hvorki haft lagalegan né siðferðislegan rétt og því ekki gert það. Auk þess hefði hann talið fyrirtækinu hag af því að mars fram á blaðamannafundi, þar mála og svaraði spurningum blaða- hafa hann innan vébanda sinna. Fyr- ir það hefði hann svo verið rekinn. Eysteinn tók fram, að rannsókn á fjárreiðum Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra Sambandsins og fyrrum for- stjóra Iceland Seafood, væri honum með öllu óviðkomandi og liti hann á hana sem algjörlega óskylt mál upp- sögn hans og Geirs. Hann gæti því ekki svarað neinum spumingum um þessa rannsókn. Eysteinn sagði, að tilraun hefði verið gerð til að meina honum inn- göngu í fyrirtækið, áður en honum hefði borizt tilkynning um uppsögn. Þann 24. febrúar, er stjóm Iceland Seafood tók ákvörðun um brottvikn- ing^u Eysteins og Geirs, var Eysteinn á ferðalagi á vegum fyrirtækisins. Er hann kom heim að kvöldi beið hans engin tilkjmning um uppsögn. „Eg leit því svo á að ég væri áfram forstjóri fyrirtæksins," sagði Ey- steinn, „og mætti til vinnu um morg- uninn. Er ég kom að innganginum að lóð fyrirtækisins, sagði hliðvörður- inn að því miður mætti hann ekki hleypta mér inn. Lögfræðingur fyrir- tækisins hleypti mér síðan inn enda hafði ég enga staðfestingu fengið á uppsögninni. Hún barst á telefax- skeyti um klukkustund síðar, en áður hafði ég reyndar fengið þær upplýs- ingar frá dagblaði á Islandi að Guð- jón B. Ólafsson hefði staðfest upp- Morgunblaðið/Júllur Eysteinn Helgason ræðir við blaðamenn á fundinum í gær. sögn mína þá um morguninn. Þessar aðferðir vic uppsagnir manna eiga hvergi heima, nema þeir séu sekir um glæpsamlegt athæfi. Það á ekki við um mig. Samvinnumenn á ís- landi, þúsundir starfsmanna þeirrar ágætu hreyfingar, hljóta að spyija sig hvort málum eigi að skipa með þessum hætti. Þeir hljóta að kreQast yfirlýsingar um að svo verði ekki,“ sagði Eysteinn. Eysteinn sagði að fjöldi manna hefði reynt að leita sátta í þessu máli, meðal margra mætra manna, Valur Amþórsson, stjómarformaður Sambandsins. Því miður hefði það ekki skilað árangri. Hvers vegna vissi hann ekki. Sér hefði í haust verið gefinn kostur á því að segja upp störf- um hjá Iceland Seafood og boðið gott starf heima innan vébanda Sam- vinnuhreyfingarinnar. Það hefði að hans áliti ekki komið til greina. Hann kynni vel starfinu sem forstjóri Ice- land Seafood og auk þess hefði þá enn átt eftir að fá á hreint deiluefn- in, sem leiddu til brottrekstrar hans. Greinargerð Eysteins Helgasonar: „Krafa Guðjóns um að ég rækí Geir var byrjun allra átaka“ HÉR FER á eftir í heild greinar gerð Eysteins Helgasonar, fyrrver- andi forstjóra Iceland Seafood, sem hann lagði fram á fundi með blaðamönnum á Hótel Holiday Inn í gær: Ykkur mun fullkunnugt um ástæð- ur þessa fundar. Ég hef á undanföm- um dögum, allt frá því mér var vikið úr starfi sem forstjóri Iceland Seafood Corporation, lýst því yfir að ég myndi tjá mig um brottreksturinn og skýra mín sjónarmið að lokinni nauðsyn- legri umfjöllun og samráði við fjöl- skyldu mina, lögfræðing og aðra þá sem viljað hafa ráða mér heilt í þessu viðkvæma og erfiða máli. Ég er ykk- ur því þakklátur fyrir að koma til þessa fundar, mér er það kappsmál að sjónarmið mín verði sem flestum kunn því ég tel mig og samstarfs- mann minn Geir Magnússon raunar líka, miklu misrétti beittan. í umfjöllun flolmiðla síðustu daga hefur margt komið fram sem sann- leikanum er samkvæmt en ýmislegt hefur líka verið sagt sem við lítil eða engin rök á að styðjast. Ég tel því nauðsynlegt að lesa ykkur stutta greinargerð um brottrekstur minn og Geirs Magnússonar. Auðvitað stikla ég aðeins á stóru en ég er reiðubúinn til þess að svara þeim spumingum sem þið e.t.v. beinið til mín hér á eftir. Ég bið ykkur hins vegar um að virða mér það til betri vegar að sum- um þeirra verð ég e.t.v. að víkja mér undan að svara. í svona máli er útilok- að að leggja öll spil á borðið. í kjölfar frétta að undanfömu um gersónulegar fjárreiður Guðjóns B. Ólafssonar vil ég segja eftirfarandi: Ég tel umræður um fjárreiður Guð- jóns B. Ólafssonar mínu máli algjör- lega óviðkomandi. Ég vil segja það eitt að þegar fluttar eru fréttir af jafn alvarlegum málum og hér um ræðir getur það komið sér illa fyrir ýmsa, og í þessu tilfelli ekki síst mig og Geir Magnússon, þegar heimilda er ekki getið. Hér er um tvö óskyld mál að ræða. Ég tengist engri rartn- sókn á fjárreiðum Guðjóns B. Ólafs- sonar og mun því engum spumingum um það mál svara, hvorki hér á eftir né síðar. Rekstur Iceland Seafood aldrei verið betri Það er vonandi hverjum manni ljóst, að ástæður brottvikningar minnar eru ekki tengdar rekstraraf- komu eða markaðshlutdeild Iceland Seafood. Sem forstjóri og aðstoðarfor- stjóri Iceland Seafood höfðu þeir Guð- jón B. Ólafsson og Geir Magnússon snúið vöm í sókn og breytt erfiðri stöðu árið 1975 í blómlegan rekstur í mörg ár áður en ég tók við starfi þann 1. september 1986. Þótt ekki hafi því verið ástæða til neinnar veru- legrar uppstokkunar eða róttækra stefnubreytinga í rekstri er það mikl- væg staðreynd í þessu máli að rekst- ur Iceland Seafood hefur aldrei verið betri en einmitt á síðasta ári. Árið 1986 skilaði 2,3 milljónum dollara í hagnaði og þótt endanlegar tölur fyr- ir 1987 liggi ekki fyrir er ljóst að um metár í hagnaði er að ræða. Þannig hefur árssalan 1987 aukist um 10% í dollurum talið frá árinu á undan þrátt fyrir að heildarmarkaður hafi ekki aukist. Það er hiiis vegar rétt að taka það fram, að þótt tekist hafi að afstýra fjárhagslegu tjóni vegna stöðugs og oft mjög alvarlegs skorts á fiski, eru blikur á lofti á þessu ári. Þessi stöð- ugi hráefnisskortur á síðasta ári tefldi traustum viðskiptasamböndum oft í voða, pantanir þurfti að afgreiða á elleftu stundu og ef nægilegur fiskur fer ekki strax að berast mun við- skiptavild og traust viðskiptavinanna vafalaust minnka. Það eru því viðsjár- verðir tímar framundan. Coldwater hefur t.d. þegar lækkað verð á þorsk- blokk, hvalfriðunarmenn em að hefja árásir á viðskiptavini Iceland Seafood og fleira mun gera næstu mánuði erfiða viðureignar. Það er hæpið að það samræmist hagsmunum Iceland Seafood og frystihúsanna að ganga inn í þetta erfiða tímabil með svona mál í brennidepli. Krafa um brottrekstur Geirs þungamiðja málsins í mínum huga er krafa Guðjóns B. Ólafssonar um að ég ræki Geir Magnússon úr starfi byijun allra þeirra átaka sem átt hafa sér stað síðustu mánuðina — og í raun þunga- miðja alls þessa máls. Það er því óhjá- kvæmilegt að fara um þennan kaJfla nokkrum orðum. Mikilvægt er að öll- um sé ljóst að Geir Magnússon var ráðinn til starfa sem forstjóri og síðan aðstoðarforstjóri af stjóm Iceland Seafood — og sami aðili, þ.e. stjómin sjálf, er eini aðilinn sem getur sagt honum upp störfum. Um þessa stað- reynd hefiir aldrei verið efast eða deilt — jafnvel þótt Guðjón B. Ólafs- son hafi margsinnis krafist þess af mér að ég gengi í það verk að reka þennan starfsmann án nokkurra skýr- inga. Þeir Guðjón og Geir unnu saman í 12 ár áður en ég tók við forstjóra- starfi hjá Iceland Seafood. Er við Guðjón ræddum um væntanlega nán- ustu samstarfsmenn mína hjá fyrir- tækinu barst Geir eðlilega í tal og aðspurður sagði ég Guðjóni að ég vildi láta reyna á hæfni Geirs eins og ann- arra helstu starfsmanna í 6—9 mán- uði áður en ég tæki nokkrar ákvarð- anir um breytingar. Á þetta féllst Guðjón án frekari umræðna. Engu að síður gerðist það löngu áður en þessi umtalaði reynslutími rann út að mér fóru að berast Itrekuð tilmæli um að reka Geir og í maí 1987 fékk ég beina skipun frá Guð- jóni um að reka Geir Magnússon. Ég var þá, og er enn, sannfærður um hæfni Geirs I starfí og tilkynnti Guð- jóni að mér væri fyrirmunað að skilja hvers vegna hann legði á brottrekst- urinn þetta ofurkapp. Á því fékk ég engar skýringar og eftir að Guðjón setti mér þá úrslitakosti að reka Geir eða verða rekinn sjálfur ella bað ég á síðastliðnu sumri ítrekað um stjóm- arfund til þess að fá fram vilja stjóm- ar I málinu. Gegn vilja stjómar getur forstjóri Iceland Seafood aldrei geng- ið — en þrátt fyrir margendurtekna beiðni mína, og raunar einstakra stjómarmanna einnig, fékkst stjóm- arformaðurinn, Guðjón B. Ólafsson, aldrei til þess að kalla saman fund um málið. Aftur er rétt að ítreka að án stjómarfundar hefði uppsögn verið ólögleg og e.t.v. haft töluverðan skaða, bæði siðferðilegan og fjár- hagslegan, í för með sér. Enn í dag hefur engin skýring fengist á nauðsyn þess að reka Geir Magnússon úr starfi og á sama tíma og mér er vikið frá á grundvelli samstarfsörðugleika er Geir Magnússon rekinn án þess að hirt sé um að tilgreina eina einustu ástæðu. í formlegri tilkynningu um uppsögn mína var engra skýringa getið en víkjum að þeirri einu ástæðu sem fjöl- miðlum hefur verið gefin fyrir brott- rekstri mínum — „samstarfsörðug- leikum". Eftir að ljóst var, að Guðjón ætlaði sér að gera alvöru úr þeirri hótun sinni að reka mig, hef ég oft reynt að sjá fyrir á hvaða grundvelli og með hvaða rökum hann hygðist leggja slíka tillögu fyrir í stjóm Ice- land Seafood. Auðvitað kom þetta orð, „samstarfsörðugleikar", oft upp í hugann, en rökin tókst mér aldrei að sjá fyrir — og ég sé þau ekki enn og hef ennþá síður heyrt þau. Fyrir mig og mitt mannorð er afar mikil- vægt að mér takist að sannfæra sem allra flesta um þá staðreynd, að sam- skiptaörðugleikar milli mín og Guð- jóns B. Ólafssonar hafi eingöngu ver- ið vegna nokkurra hliðarmála á borð við mál Geirs, sem I raun skiptu rekst- ur og afkomu Iceland Seafood litlu máli. Ég tel skýringuna „samstarfs- örðugleikar" raunar vera fyrirslátt og skjöld fyrir einhveijar aðrar ástæður sem fáum erum ljósar. Ég vil árétta að þótt mér hafi ekki verið tilgreindar neinar ástæður fyrir uppsögninni hefur það hefur komið skýrt fram annars staðar að hún teng- ist eingöngu erfiðu sambandi mili mín og Guðjóns B. Ólafssonar. Ég tel enda að samstarf mitt við alla mlna sam- starfsmenn hjá Iceland Seafood, sjáv- arafurðadeild SÍS, framleiðendur víðs vegar um land hér heima, viðskipta- vini Iceland Seafood og alla þá aðila sem ég hef þurft að vera í daglegum eða reglubundnum tengslum við, hafi verið með miklum ágætum og mér vitanlega með öllu hnökralaust. Á þessu atriði hef ég að minnsta kosti ekki heyrt aðra skoðun. Ekki stjórnarfundur síðan írnaí 1987 Um samstarf mitt við Guðjón B. Ólafsson vil ég segja eftirfarandi: í upphafi starfs míns gengum við Guð- jón frá ákveðnum vinnureglum. Auk hefðbundins samstarfs og reglubund- innar skýrslugerðar til stjómarmanna Iceland Seafood var gert ráð fyrir því að ég sendi stjómarformanni ítarlegar skýrslur mánaðarlega um alla helstu rekstrarþætti. Á þeirri skýrslugerð sem öðmm hefur aldrei orðið mis- brestur og hélt ég þvl öllum aðilum eins vel upplýstum og frekast var unnt allt fram til þess dags að mér var vikið úr starfi. Annar mikilvægur þáttur I sam- starfi forstjóra og stjómarformanns er undirbúningur stefnumótunar til afgreiðslu á stjómarfundum. Um stefnu fyrirtækisins og öll stærstu mál var aldrei neinn ágreiningur, enda vann ég mín störf I öllum aðalatriðum eftir þeim línum sem Guðjón B. Ólafs- son hafði sem forstjóri mótað ásamt þáverandi stjóm fyrirtækisins. Það er augljóst að á þennan hátt sam- starfsins reyndi ekki mikið, því á þeim tíma sem ég sat I forstjórastóli Ice- land Seafood vom aðeins tveir full- skipaðir stjómarfundir með forstjóra haldnir. Það er ótrúleg staðreynd að þrátt fyrir þrábeiðni mína, margra stjómarmanna og fjölda áskorana frá öðmm samvinnumönnum fékkst Guð- jón B. Ólafsson ekki til þess að halda einn einasta stjómarfund um mál Geirs, samstarfsörðugleika eða bráð- nauðsynleg stefnumótandi mál frá því I maí 1987 til 24. febrúar á þessu ári, að stjómin var loks kölluð saman — og þá til þess eins að vísa okkur úr starfí. Þriðji þáttur samstarfs okkar Guð- jóns er hið eðlilega samráð og óform- lega spjall um ýmis smærri sem stærri mál. Sá þáttur fór vel af stað, en eðlilega varð hann æ minni eftir því sem brestir I samstarfinu ágerð- ust. Ég tel mig þó hafa reynt eftir fremsta megni að halda I þetta óform- lega samráð þar til ljóst var orðið að fyrir því var enginn grundvöllur. í því sambandi finnst mér mikilvægt að það komi fram að ég bað Guðjón m.a. sl. sumar að setjast niður með mér, jafna ágreininginn, ná sáttum og heilindum á ný I persónulegt samstarf okkar. Þessu hafnaði Guðjón. Ég hef margoft getið þess að ég hafi hvorki fundið sjálfur né fengið að heyra nein efnisleg rök fyrir þeirri ákvörðun að reka mig og Geir Magn- ússon. Um leið og brottreksturinn er per- • sónulegt áfall fyrir mig hlýtur það að vera mikið áfall fyrir Samvinnu- hreyfinguna, byggða á félagslegum grunni, að jafn afdrifarík ákvörðun sé tekin af þremur mönnum — án þess að sakir séu uppbomar — og án þess að viðkomandi sé gefínn nokkur kostur á að veija sig. Ákvörðun um brottrekstur minn var tekin eftir að meirihluti stjómar Iceland Seafood hafi hafnað skriflegri beiðni minni um að fá að koma til landsins, hlusta á ásökunarefni og fá tækifæri til þess að gera grein fyrir mínu máli. Það er ekkert til sem rétt- lætir sllka málsmeðferð. Engar ásakanir hafa heyrst um afglöp I starfí, misferli, trúnaðarbrot eða neitt annað sem talist geta rök fyrir ákvörðun um brottrekstur. Þegar við bætist að formleg tilkynning um uppsögn barst mér ekki fyir en sólar- hring eftir að ákvörðun var tekin er málsmeðferðin öll orðin gagnrýnis- verð. Nokkur grundvallaratriði Ég vil að lokum leyfa mér að rifja upp eftirfarandi grundvallaratriði þessa máls: í fyrsta lagi: Rekstur Iceland Sea- food hefur aldrei I sögu fyrirtækisins verið I meiri blóma en á síðasta ári. í öðru lagi: Ég hafði aldrei neinn lagalegan rétt til að reka Geir Magn- ússon — og heldur engar efnislegar ástæður. Þann rétt hafði Guðjón B. Ólafsson ekki heldur. í þriðja lagi: Samskipti mín við alla samstarfsmenn voru ávallt eins og best verður á kosið — og um það er ekki deilt. Ég lagði mig allan fram um heilindi I samstarfí við Guðjón B. Ólafsson — en neitaði þó að standa að aðgerðum sem hvorki höfðu sið- ferðilegan né lagalegan rétt. í Qórða lagi: Þrátt fyrir þrábeiðni mína og annarra var enginn stjórnar- fundur Iceland Seafood haldinn um mál Geirs, samstarfsörðugleika eða bráðnauðsynleg stefnumótandi mál frá þvl I maí 1987 þar til ég. var rek- inn I lok febrúar á þessu ári. í fímmta og síðasta lagi: Ég var rekinn úr starfi án þess að vera til- kynnt um neinar efnislegar ástæður — og að auki neitað um þann sjálf- sagða rétt hvers einstaklings að fá að heyra sakargiftir og halda uppi vömum. Einmitt þessi staðreynd er e.t.v. átakanlegasti þáttur alls þessa máls. (Millifyrirsagnir eru blaðsine.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.