Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 3H*¥$tmfcI*feife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Bjöm Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringian 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 60 kr. eintakið. Slysavarnir í umferðinni Þrjár staðreyndir skaga upp úr þegar fjallað er um um- ferðaröryggi: I fyrsta er bílafloti lands- manna stærri — hlutfallslega — en flestra annarra þjóða. Nærri lætur að hér sé eitt ökutæki á hverja tvo landsmenn. I annan stað skortir töluvert á að vegakerfi okkar sé sam- bærilegt að gæðum og vegir V-Evrópu og N-Ameríku. Enn skortir töluvert á varanlegt slit- lag á þjóðvegi. Umferðarþung- inn á höfuðborgarsvæðinu er og sumstaðar meiri en gatnakerfið ber með góðu móti. í þriðja lagi er fjöldi umferðar- slysa mjög mikill. Umferðarslys með eignatjóni vóru á áttunda þúsundið 1986. Það ár slösuðust nærri 700 manns í umferðinni, þar af 345 alvarlega. Tveir ein- staklingar hafa að meðaltali lát- ist í umferðarslysum í mánuði hverjum næstliðin ár. Reynslan sýnir að það er hægt að fækka umferðarslysum veru- lega, ef og þegar stjórnvöld og almenningur taka sameiginlega á. Slys og dauðsföll í umferð vóru umtalsvert færri árið 1968, þegar hægri umferð var upp tek- in og raunar árið næsta á eftir en bæði fyrr og síðar á því ára- bili sem heimildir ná til. Svipað má segja um norrænt umferða- röryggisár 1983. Ótvírætt er að fyrirbyggjandi aðgerðir greind ár höfðu jákvæð áhrif. Menn kunna að hafa skiptar skoðanir á notagildi bflbelta og viðvarandi bílljósum, meðan bif- reið er í akstri, en hér er um fyrirbyggjandi varnir að ræða sem gefið hafa góða raun með öðrum þjóðum. Ný umferðarlög, sem taka gildi í dag, kveða á um tafarlausar peninga-sektir ef bílbelti eru ekki spennt, ef ekið er án þess að tendra bílljós, ef ekið er yfir á rauðu ljósi eða biðskylda ekki virt, ef ekið er gegn einstefnu, ef ekið er hraðar en leyfilegt er, ef ekki er vikið úr vegi fyrir sjúkra-, slökkvi-, björgunar- eða lögreglubifreið, ef umferðarkvaðir gagnvart gangandi vegfarendum eru ekki virtar, ef stjórntækjum bifreiðar er ábótavant — og fleiri sektar- tilefni mætti nefna. Enginn vafi er á því að sam- átak bifreiðarstjóra um að virða þau ákvæði, sem hin nýju um- ferðarlög geyma, lækkar slysa- tíðni, eins og gerðist 1968 og aftur 1983. Gagnkvæm tillits- semi, akstur sem tekur mið af aðstæðum og virtar umferðar- reglur skila óhjákvæmilega árangri í fækkun slysa. Salome Þorkelsdóttir, alþing- ismaður, hafði frumkvæði að lögboðinni notkun bílljósa — sem og að þingsályktun um þjóðar- átak til umferðaröryggis, sem nú er að unnið. Framtak hennar og breytt umferðarlög þjóna fyr- irbyggjandi slysavörnum. Sú staðreynd að við erum eftirbátar grannþjóða í umferðaröryggi, það er að umferðarslys eru fleiri hlutfallslega hér á landi en í grannríkjum, færir heim sanninn um, að úrbóta er þörf. Taka ber öllum fyrirbyggjandi slysavörn- um með jákvæðu hugarfari. Tök- um á móti breyttum umferðar- lögum með samátaki gegn um-. ferðarslysum. Ráðherrann og heímild- aiTnaðurinn Jóhanna Sigurðardóttir, fé- lagsmálaráðherra, hefur ákveðið að kæra Þjóðviljann fyr- ir siðanefnd Blaðamannafélags íslands vegna þess að blaðið hefur neitað að gefa upp heimild- armann sinn í félagsmálaráðu- neytinu í frétt um ráðhúsmálið. Telur ráðherrann að blaðamaður Þjóðviljans geri „alla starfsmenn ráðuneytisins tortryggilega" með því að skýra ekki frá því, hver sé heimildarmaður hans í félagsmálaráðuneytinu og neita að gefa það upp. Siðanefnd Blaðamannafélags- ins á eftir að segja álit sitt sitt á þessu kæruefni. í tilefni af þyí vill Morgunblaðið á hinn bóginn ekki láta hjá lfða að minna á þá staðreynd og ítreka hana, að í siðareglum Blaðamannafélags- ins stendun „Blaðamaður virðir nauðsynlegan trúnað við heim- ildarmenn sína." í þessu felst mikilsverð vörn fyrir blaðamenn og fjölmiðla og viðmælendur þeirra og réttur, sem ekki á að misfara með öðrum til tjóns. Þarf vissulega mjög alvarlegar ástæður til að það teljist brot á siðareglum, að blaðamenn gæti þessa trúnaðar. Er það vissulega áhyggjuefni, að ráðherra skuli telja það atvik, sem hér um ræð- ir, tilefni kæru til siðanefndar, og lýsir kæran litlum skilningi á störfum blaðamanna. Efnahagsraöstafanir ríkis Fastgengisstefns jafn mikilvæg og Seðlabanki og ríkisstjórn sendu i gær frá sér greínar- gerðir vegna efnahagsaðgerð- anna og fara þær hér á eftir. Fyrst fer yfirlýsing greinar- gerð Seðlabankans. Ríkisstjórnin hefur undanfarna daga unnið að undirbúningi sam- stilltra aðgerða á sviði gjaldeyris- mála, ríkisfjármála og peninga- mála í þeim tilgangi að bæta starfsskilyrði útflutningsatvinnu- vega og draga úr viðskiptahalla. Einn þáttur í þessum ráðstöfunum er breyting á gengi íslenzku krón- unnar, og hefur bankastjórn Seðlabankans í samræmi við það og með samþykki ríkisstjórnarinn- ar ákveðið 6% lækkun á meðal- gengi íslenzku krónunnar frá deg- inum í dag. Haft hefur verið sam- ráð við bankaráð Seðlabankans um þessa ákvörðun, en í henni felst einnig, að gengi verði fram- vegis haldið stöðugu miðað við viðskiptavog. Þrátt fyrir þessa gengisbreyt- ingu vill bankastjórn Seðlabank- ans ítreka þá skoðun sína, að áframhaldandi fastgengisstefna sé nauðsynlegur grundvöllur aukins stöðugleika og hjaðnandi verð- bólgu. Er ótvírætt, að sá stöðug- leiki í gengi, sem ríkt hefur hér á landi undanfarin tvö ár, hefur ver- ið einn af hornsteinum þess árang- urs, sem náðst hefur í efnahags- málum á þessu tímabili. Hækkun raungengis á undanförnu ári og versnandi staða útflutningsat- vinnuvega og samkeppnisgreina hefur ekki stafað af gengisstefn- unni, heldur óeðlilega miklum kostnaðarhækkunum innanlands. Þótt nokkur gengisaðlögun sé nú talin nauðsynleg af þessum ástæð- um, er gengisfesta jafnmikilvæg og áður til að skapa trausta undir- stöðu um stöðugleika í efnahags- málum og hjaðnandi verðbólgu. Án hennar er vonlítið, að íslend- ingum takist að breyta verðlags- þróun hér á landi til samræmis við það, sem nú er meðal annarra Evrópuríkja. Yfirlýsing ríkis- stjórnarinnar um efnahagsaðgerðir Ríkisstjórnin hefur ákveðið Arnar Sigurmundsson; Áfram tap á frystingunni „ÞAÐ er ljóst að þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í gengis- og vaxtamálum munu rétta nokkuð hag fískvinnslunnar. Frystingin verður reyndar áfram rekin með nokkru tapi" sagði Arnar Sigur- mundsson, formaður stjórnar Sam- bands fiskvinnslustöðvanna, í sam- tali við Morgunblaðið. „Hvað varðar aðrar aðgerðir, það er endurgreiðslu á uppsöfnuðum söluskatti og niðurfellinigu á launa- skatti erum við þokkalega ánægðir með. Við lýsum á hinn bóginn von- brigðum okkar á því, að launaskatt- urinn skyldi ekki vera felldur niður frá og með fyrsta janúar síðastliðn- um," sagði Arnar Sigurmundsson. Ge"9isskráni 08&>*Jnd HfKanfe iSmO*mS<* tow S#Js**ím tNCK ¦N*M tm KHFr*M*w tm H"" íffiC ¦¦ EIS*M tCHf JJJgHoterd <*s «g|rófc*ind ««* j WUm t fft %H%$tusMSH i*rs WMfoAifíá tm \ 'SCs' í w | tm | ...... ^ Gjaldeyrir var ekki afgreiddur í bönkunum í gær. samstilltar aðgerðir á sviði gjald- eyrismála, ríkisfjármála og lána- og peningamála. Tilgangur að- gerðanna er að bæta starfsskilyrði útflutningsatvinnuvega og hamla gegn viðskiptahalla og erlendri skuldasöfnun. Einn þáttur þessara aðgerða er lækkun á gengi krón- unnar um 6%, sem Seðlabanki ís- lands hefur ákveðið að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar. Stefnan í gengfismálum verður framvegis við það miðuð, að gengi krónunnar verði haldið stöðugu. Á grundvelli stefnunnar í geng- ismálum og með þeim efnahagsað- gerðum sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir mun draga úr verð- bólgu á síðari hluta ársins. Fors- enda þessa er að þeirri almennu stefnu, sem mörkuð hefur verið í þeim kjarasamningum sem þegar hafa verið gerðir, verði fylgt í öðrum samningum. Aðgerðir til að bæta hag útflutningsgreina • Uppsafnaður söluskattur verð- ur að fullu endurgreiddur fyrir- tækjum í fiskvinnslu og útgerðum skipa, sem greiðsluskyld eru til Stofnfjársjóðs fiskiskipa, þó ekki vegna sjófrystingar og útflutnings á óunnum fiski. Endurgreiðsla þessi nemur 587 m.kr. umfram það sem fjárlög ársins 1988 gera ráð fyrir. # Launaskattur í sjáyarútvegi og samkeppnisgreinum iðnaðar fellur niður frá 1. júlí 1988. Þessi að- gerð svarar til um 200 m.kr. • Skuldum sjávarútvegsfyrir- tækja við ríkissjóð og greiðslum vegna lána ríkissjóðs, sem af- gjeidd voru fi-á Fiskveiðasjóði 1984, yerður breytt í lán til lengri tíma. Áætlað er að skuldbreyting- ar þær sem hér um ræðir létti greiðslustöðu þeirra fyrirtækja sem í hlut eiga um 370 m.kr. á árinu 1988. # Afram verður unnið að fjár- hagslegri endurskipulagningu fyr- irtækja í útflutningsgreinum í samstarfi viðskiptabanka, byggða- stofnunar og annarra lánastofn- ana. # Seðlabankinn beitir sér fyrir því fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, ¦) að vaxtamunur, sem bankamir taka vegna gengisbundinna afurð- alána, lækki um a.m.k. 0,25%. Seðlabankinn beitir sér einnig fyr- ir því að umsjónar- og eftirlits- gjald vegna afurðalána verði lækk- að í fyrra horf hjá þeim bönkum, ' sem hækkuðu gjaldið árið 1987. # Seðlabankinn mun beina því til bankanna, að þeir leysi með sveigjanlegum hætti rekstrar- vandamál þeirra fyrirtækja, sem þurfa á afurðalánafyrirgreiðslu umfram 75% af verðmæti birgða að halda. • Tilhögun á greiðslu vaxta- og ! geymslugjalds sauðfjárafurða verður endurskoðuð. • Olíuverð lækkar 1. mars með hliðsjón af stöðu innkaupajöfnun- arreiknings, verði birgða og horf- um um þróun olíuverðs á alþjóða- markaði. Félagsro bókfæn JÓHANNA Sigurðardóttír lét færa ti mótmæli sfn vegna niðurskurðar á sjóða ríkisins og Jöfunarsjóðs sveita frestum frumvarps um verkaakipi inj um það, hvort vænta mætti frekai bókfærðum mótmælum, sagðbt Jóh svo stöddu. „Það liggur alveg ljóst fyrir að ég hef lýst yfir andstöðu minni við stórlækkuð fí-amlög til bygginga- sjóðanna og Jöfunarsjóðs sveitarfé- laga og þvf, að fresta eigi frum- varpinu um verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga," sagði fé- lagsmálaráðherra Jóhanna Sigurð- ardóttir f samtali við Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.