Morgunblaðið - 01.03.1988, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 01.03.1988, Qupperneq 38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 38 < Leikfélag Akureyrar: Horft af brúnni Friimsýning á f östudaginn I Samkomuhúsinu á Akur- eyri standa nú yfir lokaæfingar á sjónleiknum Horft af brúnni eftir Arthur Miller, en frum- sýning verður föstudaginn 4. mars. Þetta er næstsíðasta verkefni LA á þessu leikári, en vetrarstarfinu lýkur nú sem undanfarin ár á söngleik, að þessu sinni Fiðlaranum á þak- inu. Ekki er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur þegar valið er til sýningar verk eftir Arthur Miller. Kunnir eru sjónleikir hans, Sölumaður deyr, Eftir syndafallið og Allir synir mínir, svo einhveij- ir séu nefndir ásamt Horft af brúnni. Verk Millers þykja jafnan erfíð viðfangs, efnismikil átaka- verk, iðulega flölskylduharmleikir með miklum og flóknum vísunum til samfélags og tilfínninga, og þau eru samin af þvílíkri list að höfundi hefur verið skipað á bekk helstu leikritaskálda veraldar. Horft af brúnni gerist í hafnar- hverfí New York-borgar á þeim árum þegar McCarthy-isminn var við lýði. Á þeim árum þótti inn- flytjendafjöldi keyra úr hófí og þeim var refsað sem héldu hlífí- skildi yfír fólki sem laumaðist til Bandaríkjanna í trássi við lög um leyfílegan hámárks§ölda innflytj- enda. Höfuðpersóna leikritsins, Eddie Carbone, sem sjálfur er af erlendu bergi brotinn, lendir í þessari aðstöðu og í verkinu er fjallað um vanda hans og raunar margt fleira sem áhrærir heimili hans og fjölskyldu. í uppfærslu Leikfélags Akur- eyrar er notuð þýðing Jakobs Benediktssonar, sú sama og þegar Þjóðleikhúsið setti verkið á svið á sjötta áratugnum. Leikstjóri hér er Theodór Júlíusson, leikmynd og búningar eru verk Hallmundar Kristinssonar og ljósameistari er Ingvar Bjömsson. Aðalhlutverkið, Eddie Carbone, leikur Þráinn Karlsson, Sunna Borg leikur Beartice, eiginkonu hans, og Erla Ruth Harðardóttir Katrínu, systurdóttur hennar. Alfíeri lögmann, eins konar sögu- mann í leiknum, leikur Marinó Þorsteinsson og ítölsku bræðuma, Marco og Rodolpho, leika þeir Jón Benónýsson og Skúli Gautason. Allmargir fleiri leikendur koma fram í smærri hlutverkum. Það er talið til tíðinda hvar- vetna í veröldinni þegar verk Art- Leikarar LA, Erla Rut Harðardóttir, Þráinn Karlsson og Skúli Gautason, æfa Horft af brúnni. hurs Millers eru sett á svið og því hygli á þessari uppfærslu Leik- er ærin ástæða til að vekja at- félags Akureyrar. Ýmsir innlendir o g erlendir aðilar tilbúnir að kosta mótið — segir Gunnar Sólnes formaður Golfklúbbs Akur- eyrar, sem fengið hefur boð um að halda atvinnumót „VIÐ ERUM þessa dagana í við- ræðum við ýmsa aðila um fjár- mögnun mótsins og geri ég fast- lega ráð fyrir að mótshaldið verði þegið. Endanleg afstaða liggur ekki fyrir, en verður væntanlega tekin fyrir í stjóm GA á miðviku- dagskvöld,“ sagði Gunnar Sólnes formaður Golfklúbbs Akureyrar í samtali við Morgimblaðið í gær, en eins og fram hefur komið, hef- ur GA verið boðið að halda eitt af mótum atvinnukylfinga í kvennaflokki 1.-7. ágúst nk. Icemaster Icelandic Open Búist er við milli 75 og 85 af bestu kvengolfurum heims til þátttöku og koma þær frá ýmsum heimshomum, svo sem frá Bretlandi og öðrum Evr- ópulöndum, Bandaríkjunum, Ástralíu og Suður-Afríku. íslenskar golfkonur munu jafnframt fá að taka þátt í mótinu, nái þær 5 í forgjöf. Golfklúb- bur Akureyrar mun þurfa að standa straum af öllum kostnaði og þar með verðlaunafé. Að sögn Áma Jónssonar framkvæmdastjóra GA er gert ráð fyrir að mótið muni kosta hátt í sex milljónir króna. Þar af nemur verð- launafé þremur og hálfri milljón króna. Gunnar sagði að ýmsir aðilar, sem erfítt væri að tilgreina á þessari stundu, væm tilbúnir til að styrkja keppnina. Þetta væru fyrirtæki bæði norðanlands og sunnan og jafnframt erlend fyrirtæki. Ef af mótshaldinu verður hérlendis, hefur verið rætt um að nefna mótið „Icemaster Icelandic Open“. Hugsanlega kæmi þó nafn stærsta styrktaraðilans inn í heitið, að sögn Gunnars. Englendingurinn Mark Jones, sem rekur skrifstofuna Total Sport Ama- sement í Englandi, kom til Akureyrar í síðustu viku til að líta á aðstæður að Jaðri, en hann sér um skipulagn- ingu atvinnugolfmóta um allan heim. Héðan fór Jones til Filippseyja þar sem hann er að undirbúa annað mót. Hálft annað ár er nú liðið síðan GA hóf að kynna sig á erlendum vett- vangi og hefur klúbburinn fengið mjög góða umfjöllun í erlendum golf- blöðum. Sú kynning hefur nú borið góðan ávöxt, að sögn Áma, og dag- lega hringja útlendingar til að leita upplýsinga. Um 200 útlendingar komu til Akureyrar á síðasta sumri til að leika golf. Nýlega birtist í breska tímaritinu Golf World fjögurra síðna umfíöllun um GA og Arctic Open-mótið sem fram fór að Jaðri sl. sumar. Ritstjóri og ljósmyndari tímaritsins voru meðal þátttakenda og mun Jones hafa fengið upplýsing- ar hjá þeim og hjá öðrum golfmönn- um, sem leikið hafa hér. Gríðarlegur heiður „Þetta er gríðarlegur heiður fyrir okkur. Atvinnumót eru frekar fá í heildina, en ef af þessu verður, er það eitt öruggt að þetta yrði stórkost- legur viðburður fyrir okkur og mikil auglýsing fyrir land og þjóð,“ sagði Ámi. Allir helstu fjölmiðlar Evrópu fylgja atvinnugolfleikurum á mótin og má búast við fjölda blaða- og fréttamanna hingað, þar á meðal Sky Channel-sjónvarpsstöðinni og gert er ráð fyrir að sænska sjónvarpið taki mótið upp fyrir Eurovision. Á mótinu verða leiknar 72 holur. Ef Akureyringar sjá sér mótshaldið ekki fært, verður það fært til Edin- borgar í Skotlandi, en Skotar buðu í það á sínum tíma. IConica UÓSRITUNARVÉLAR Jón Jónsson fyrrum skólasljóri látinn Daivík. JÓN JÓNSSON kennari á Dalvík og fyrrum skólastjóri Gagnfræðaskólans á Siglufirði andaðist sunnudaginn 21. febr- úar. Jón var fæddur að Skriðu í Svarfaðardal 25. maí 1905, sonur Jóns S. Jónssonar bónda á Upsaströnd og Guðrúnar J. Sigurjónsdóttur. Hann ólst upp með móður sinni að Völlum í Svarfaðardal hjá séra Stefáni Kristinssyni og Sólveigu Pét- ursdóttur. Árið 1934 kvæntist hann Önnu Stefánsdóttur, Amgrimssonar frá Gröf í Svarfaðardal. Þeim varð níu barna auðið og búa þau flest á Dalvík. Anna kona Jóns lést árið 1985. Jón var mikilsvirtur og vel lát- inn kennari af nemendum sínum. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1930 og að því loknu hélt hann unglingaskóla á Dalvík til ársins 1931. Árið 1931 gerðist hann skólastjóri við unglingaskólann á Siglufírði til ársins 1934 er Gagn- fræðaskóli Sigluflarðar var stofn- aður. Varð hann fyrsti skólastjóri hans og gegndi því starfi til árs- ins 1943. Átti hann um tíma sæti í bæjarstjóm á Siglufirði á þessum árum. Fyrstu árin kenndi hann í Svarfaðardal en 1948 gerðist hann kennari við unglingaskólann á Dalvík og kenndi þar til ársins 1971 er hann lét af störfum vegna heilsubrests. Jón Jónsson tók virkan þátt í félagsstörfum og gegndi Qöl- mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélag sitt. Á árunum 1934-38 átti hann sæti í hrepps- nefnd Svarfaðardalshrepps og frá árinu 1950-62 sat hann í hrepps- nefnd Dalvíkurhrepps. Gegndi hann starfi oddvita árin 1958-62. Auk þessa átti Jón sæti í fjölmörg- um nefndum á vegum sveitarfé- lagsins ásamt því sem hann sat í stjómum ýmissa félagasamtaka á Dalvík og í Svarfaðardal. Á ámn- um 1958-71 átti hann sæti í stjóm Kaupfélags Eyfírðinga og gegndi um tíma starfí varaformanns stjómar. Útför Jóns Jónssonar fór fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 27. febrúar. Fréttarltari NY SÓSUÞRENNA kórónu ■ IM kórónu kórónu K0KTEILS0SA Dreifingaraðili: Heildverslun Valdimars Baldvinssonar h/f, Akureyri. Sími 96-21344. Fást í öllum betri matvöruverslunum. REIKNIVÉLAR Verð f rá kr. 2.610,- CFTIR flRTHUR miLL€K Leikstjóri: Theodór Júlíusson. Leikmynd: Hallmundur Kristinsson. Lýsing: Ingvar Björnsson. Frumsýning 4. mars kl. 20.30. Uppselt. 2. sýning 5. mars kl. 20.30. 3. sýning 6. mars kl. 20.30. MIÐASALA 96-24073 IjQKFéLAG AKUREYRAR El
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.