Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 Mennt er máttur eftir Svanhildi Kaaber Margir hafa haft á orði að árið 1987 hafi verið sérstakt góðæri til sjávar og sveita. Þó má segja að heimilin og fjölskyldurnar í landinu standi nú frammi fyrir meiri óvissu um hag sinn og framtíð en alla jafna áður. Breytt skipulag á innheimtu skatta, t.d. með því að innheimta söluskatt af matvælum, ásamt öðr- um fyrirsjáanlegum verðbreyting- um, óbærilegir vextir af lánum og jafnvel yfirvofandi gengisfelling gera það að verkum að nú um ára- mótin sér nánast enginn fyrir úr hveiju er að spila á næstu mánuð- um. Þrátt fyrir margnefnt góðæri og ágæta afkomu atvinnuveganna hef- ur launafólk ekki fengið bætta lang- varandi kjaraskerðingu. Vinnuálag er gífurlegt og dagvinnulaun nægja hvergi nærri til framfærslu ein- staklings, hvað þá heillar fjölskyldu. Mismunur launataxta og greiddra launa hefur aldrei verið meiri en nú — hjá ákveðnum hópum — þ.e.a.s. þeim sem atvinnurekendum hentar hverju sinni að umbuna. Með því reka þeir fleyg í samstöðu launafólks. Eftir situr stór hópur, konur í miklum meirihluta, láglaunastéttir sem starfa t.d. í verksmiðjum, við verslun og í fiskiðnaði, stéttir sem sinna umönnun ungra, gamalla og sjúkra og aðrar stéttir opinberra starfsmanna. Þessar stéttir hafa einungis úr að spila þeim launum sem samið hefur verið um. Hveijir njóta góðærisins? Óhjákvæmilega verður manni þá á að hugsa; hveijir hafa notið þessa mikla góðæris árið 1987 eða ef til vill öllu fremur, hveijir hafa ekki notið þess? Tæplega eru»það þeir ungu Is- lendingar sem stunda grunnnám og framhaldsnám í skólum landsins því lítið útlit er fyrir að afrakstur góðærisins verði nýttur til að bæta skólastarf í landinu. Og ekki eru það þeir sem einhverra hluta vegna þurfa að sækja þjónustu til heil- brigðiskerfisins þar sem heilbrigðis- stofnanir geta ekki haldið uppi nauðsynlegri þjónustu vegna skorts á starfsfólki og verða því að loka heilum deildum. Og þá ekki þeir sem lokið hafa lífsstarfi, ellilífeyrisþegar sem búa við smánarlega lágan lífeyri og fá oft ekki þá hjúkrun eða aðhlynningu sem þeir þurfa á að halda. Því miður virðast forgangsverk- efni ævinlega verða önnur en þau sem lúta að umbótum í skólastarfi. Hinsvegar skortir ekki fjármagn við framkvæmdir,. eins og t.d. bygg- ingar flugstöðvar, ráðhúss, verslun- arhalla, hótela og banka. Uppeldi vaxandi kynslóðar er lát- ið reka á reiðanum. Algengt er að böm og unglingar gangi nánast sjálfala ef svo'má að orði komast. Foreldrar sem neyðast til að vinna langan vinnudag þurfa að búa við stöðugar áhyggjur af velferð bama sinna bæði vegna þess ástands sem ríkir í dagvistarmálum og þess hve skóladagur er stuttur og víða sund- urslitinn. Leikskólar og dagheimili hafa þurft að loka mörgum deildum vegna skorts á starfsfólki. Yngstu bömunum eru aðeins ætlaðar rúmlega tvær klukkustund- ir á dag í skólanum og vegna að- stöðuleysis er víða ekki hægt að hafa skóladag þeirra samfelldan. Þau þurfa því að koma í skólann mörgum sinnum á dag og bætist þá hættan af umferðinni við áhyggj- ur foreldra þeirra. Ytri umgjörð skólastarfsins Enginn efast um nauðsyn þess að almennir vinnustaðir séu þannig úr garði gerðir að sem best henti þeim sem þar starfa og þeim sem starfsins njóta og að starfið nýtist til fulls. Sjálfsagt þykir einnig að þar séu fyrir hendi þau tæki, hjálp- argögn og aðstaða sem nauðsynleg er. Og þá þykir ekki síður mikil- vægt að ráða til starfa þá starfs- menn sem best kunna til verka og hafa hlotið til starfsins menntun og þjálfun og greiða þeim laun í SATIN ÁFERÐ með Kópal Glitru K'oííliclditi oo slyikk'itíl' í 11 ('• i i i v. rI; í. Gljáandi HARKA með Kópal Geisla l’vdHlicUiiii ocí siyikleiki í liómoikí. Svanhildur Kaaber „Til þess að skólinn geti sinnt því hlutverki sínu að stuðla að far- sælu námi og alhliða þroska allra nemenda sem í honum eru verða þeir sem við skólana starfa að hafa að baki menntun og þjálfun til að takast á við starfið.“ samræmi við ábyrgðina sem starf- ipu fylgir. Því miður er allt of algengt að menn hugsi ekki þannig til skólanna og starfsins sem þar fer fram. Skól- inn er vinnustaður nemenda og kennara sem kosta verður kapps um að búa vel eins og aðra vinnu- staði, gera notalegan, öruggan en jafnframt hagkvæman í rekstri. Ekki má gera minni kröfur til að- stæðna á vinnustað bama og ungl- inga en gerðar eru til vinnustaÓa hinna fullorðnu. Allir hafa einhveija reynslu af skólastarfi, annaðhvort sem nem- Frá kennslustarfi. endur eða foreldrar — nema hvort tveggja sé. En allt of margir hugsa sem svo: „Sjáið til — ég er læs og skrifandi og geri það gott, það sem var nógu gott þegar ég var í skóla hlýtur að nægja enn í dag.“ Þeir sem þannig hugsa horfast ekki í augu við staðreyndirnar eða gera sér ekki grein fyrir því hvern- ig langvinnar og djúpstæðar þjóð- félagsbreytingar hafa haft áhrif á forsendur bama og unglinga til menntunar. Þeir gera sér ekki grein fyrir, þótt augljóst sé, hvemig lífsvenjur, ekki síst fjölskyldulífið og neysluhættir, hafa gjörbreyst og atvinnuhættir tekið stakkaskiptum. Þeir gera sér þá heldur ekki grein fyrir því að skóli nútímans þarf að búa nemendur undir líf og starf í framtíð sem enginn sér fyrir. Skólabyggingin, skipulag hennar og útbúnaður ásamt nánasta um- hverfi er sú ytri umgjörð sem mót- ar skólastarfið. Einsetinn heils- dagsskóli þar sem hver bekkur hef- ur sitt vinnpsvæði er forsenda þess að vinnuaðstaða nemenda geti orðið sambærileg við það sem gerist hjá öðrum þegnum þjóðfélagsins. Það em líka samfelldur skóladagur og lengri en nú er hjá yngstu nemend- unum. Hér á landi hefur jafnan tíðkast að hefja skólastarf í hálfbyggðum og vanbúnum skólahúsum og bæta úr brýnum húsnæðisvanda skóla með því að hrófla upp kofum og skúrum á skólalóðum. Nánast óþekkt er að gengið sé frá skólalóð- um svo viðunandi sé áður en skóla- hald hefst, oftar en ekki leika nem- endur sér í frímínútum á bílastæð- um, í besta falli malbikuðum! Námsefni og námsgögn Mikilvægustu „verkefnin" sem notuð eru í skólastarfi eru náms- gögnin sem nemendur fá í hendur. Námsgagnastofnun er ætlað sam- kvæmt lögfum að tryggja grunn- skólum landsins sem best náms- og kennslugögn, m.a. til að tryggja jafnrétti allra til náms. Að undanförnu hafa verið á kreiki hugmyndir um að flytja ýms- an kostnað ssem nú er á herðum ríkisins yfir til sveitarfélaganna. Ef sveitarfélög, sem sannarlega eru afar misvel búin, ættu að sinna þessu hlutverki væri á engan hátt hægt að tryggja slíkt jafnrétti. Á sama hátt væri jafnrétti fyrir borð borið ef foreldrar ættu að standa ' straum af kostnaði við námsgögn. Námsgagnastofnún hefur frá upphafi átt við stöðugan fjárhags- vanda að stríða og engan veginn verið gert kleift að sinna lögboðnu hlutverki sínu. Það er af sem áður Eigendur og útgefendur skuldabréfa Vegna mikillar eftirspurnar óskum við eftir góðum skuldabréfum í umboðssölu. Sparifjáreigendur! Við kappkostum að bjóða örugg skuldabréf með góðri ávöxtun. Lánstími við allra hæfi. Skuldabréfin eru auð- seljanleg ef nota þarf fé bundið í þeim fyrir gjalddaga. Skuldabréfin eru því í reynd óbundin. Við bjóðum varðveislu og innheimtu keyptra skuldabréfa án endurgjalds. Ávöxtunin er því öll ykkar! Allar nánari upplýsingar í Bankastræti 7, 3. hæð. S 91-20700 UERÐBREFAumsKiPTi fjármál eru V/ samvinnubankans okkar fag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.