Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 I LEIT AÐ VERÐBOLGU OG SAMFÉLAGI Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Talía '88 frumsýndi í Mennta- skólanum við Sund Grænjaxla eftir Pétur Gunnarsson Leikmynd og lýsingarhönnun: Stígnr Steinþórsson Leikstjóri: Eiríkur Guðmunds- son Grænjaxlar eru samdir á haust- mánuðum 1976 og eftir því sem höfundur skýrir frá í leikskrá var verkið pantað af Þjóðleikhúsinu og fyrir mönnum þar hefur ótvírætt vakað að gera hér leikrit um ungl- inga, hugsunarhátt þeirra og at- ferli og flétta síðan saman við at- burði þá sem voru efstir á baugi í samfélaginu. Síðan var farið með leikinn í skóla vítt og breitt um landið. Og það er eins og mig minni, að sýningin hafí fengið ágætar viðtökur. Það er þó deginum ljósara að höfundur hefur öldungis rétt fyrir sér þegar hann segir „viðbúið að sumt af þvi sem ber á góma hafí skroppið saman, t. a. m. verð- bólgan sem ekki er lengur 40-60%. Annað hefur blásið út og tekið á sig stærðir sem engan óraði fyrir þá, t.d. smokkurinn ogýmsar auka- verkanir ástarlífsins". Þetta verður deginum ljósara strax í upphafi, þegar krakkarnir í sandkassanum fara af stað út í heiminn, utan leik- skólans, í leit að verðbólgunni, en það fyrirbrigði kemur oft og einatt við sögu í leiknum. Nokkurn veginn virðist sýnt að brandarar margir og hnyttin tilsvör hafa átt við á einum stað og einu sinni og Græn- jaxla í einni eða annarri mynd þyrfti að endursemja öðru hverju. Þó að unglingarnir séu kannski alltaf ámóta þenkjandi og ýms vandamál þeirra, tekst ekki að koma þeim áleiðis nema setja þau í rétt samhengi við það sem er að gerast umhverfis þau. Þetta veldur leikurum nokkrum vanda, textinn dugar hreinlega ekki eins og hann gerði í eina tíð. Það er þó blávatn hjá þeirri kynd- ugu ákvörðun að láta þau leika í stigagangi skóla síns, við verri en engar aðstæður. Hafi leikstjóri hugsað sér að nýta stigana og gera þetta frjálsiegt hefur það einhvern veginn ekki tekizt. Þar sem ekki voru tjöld fyrir gluggum og albjart á laugardagseftirmiðdaginn var ósköp leiðigjarnt, þegar stuttum atriðum lauk, að leikararnir urðu að tína saman pjönkur sínar og lötra út af „sviðinu". Mér finnst Eiríkur Guðmundsson ekki hafa reynzt krökkunum sá stuðningur sem má og verður að vænta af leik- stjóra, sérstaklega þegar um óreynt fólk er að ræða. Auk þess sem má sjá í hendi sér, að þótt textinn sé ekki alveg í takt við tímann, hefði með snjallri og hugmyndaríkri stjórn, að ekki sé nú minnzt á ljósa- beitingu, mátt gera úr þessu þekki- lega sýningu. Af skiljanlegum ástæðum eiga því óreyndir leikararnir býsna erf- itt uppdráttar, en nokkrir sýna skemmtilega tilburði. Þar nefni ég þau Eirík Sigurðsson, sem var óþvingaður og hæfilega töff, Jónínu Þórólfsdóttur, sem háfði ágætt gervi og lipra framsögn og Magnús Guðmundsson, sem átti nokkra óborganlega spretti í ýms- um hlutverkum sem hann fór með. Og Halldór Gylfason var með góðar hreyfingar og einatt skemmtileg svipbrigði. Að svo mæltu er mér spurn: Er virkilega ekki neinn samkomusalur í Menntaskólanum við Sund og ef svo er ekki væri ekki samt hægt að finna sýningum nemenda bæri- legri stað en hér var gert? Morgunblaðið/Ami Sæberg Frá athöfninni á Vikingssvæðinu í Fossvogi síðastliðinn laugardag, til hægri er Jóhann Oli Guðmunds- son, formaður Víkings, og Agnar Ludvigsson, sem tók fyrstu skóflustunguna, er lengst til vinstri. Víkingar hefja fram- kvæmdir við Stjörnugróf FRAMKVÆMDIR eru þessa dag- ana að hefjast á hinu nýja svæði Knattspyrnufélagsins Víkings við Stjörnugróf í Fossvogi. Þar er fyrirhugað að byggja 750 fer- metra vallarhús á tveimur hæð- um. Einn dyggasti stuðningsmað- ur Vikings til fjölda ára, Agnar Ludvigsson, tók fyrstu skóflu- stunguna að húsinu síðastliðinn laugardag. Við athöfn á Víkingssvæðinu í Fossvogi á laugardag flutti Jóhann Óli Guðmundsson, formaður Víkings, ávarp, og bað síðan Agnar Ludvigsson að taka fyrstu skóflu- stunguna. í kaffisamsæti í Veit- ingahöllinni að athöfn lokinni lýsti Jón Kr. Valdimarsson, varaformað- ur félagsins og formaður bygginga- nefndar, vallarhúsinu og fram- kvæmdunum. Einnig flutti Júlíus Hafstein, formaður íþrótta- ogtóm- stundaráðs Reykjavíkur, stutt ávarp. í vallarhúsinu verður búnings- og baðaðstaða, veitingasalur, tveir litlir íþróttasalir, félags- og fundar- aðstaða og fleira. Húsið er hannað með það í huga að hægt verði að bæta þriðju hæðinni við og gæti þar þá orðið allsherjar íþrótta- og félagsmiðstöð fyrir hverfið. Arki- tekt að húsinu er Halldór Guð- mundsson, Teiknistofunni Ármúla 6. Fyrirhugað er að hluti hússins verði tekinn í notkun í sumar. í framtíðinni hyggjast Víkingar byggja íþróttahús á svæðinu og tengja það vallarhúsinu. Húseign í Hafnarfirði Til sölu á góðum stað við Hringbraut vandað og vel hirt tvíbýlishús. Á jarðhæð er 3ja herb. íbúð, en á efri hæð og í risi 5-6 herb. íbúð. Falleg lóð. Selst í skiptum fyrir gott einbýlishús eða sérhæð í Hafnarfirði. Árni Gunnlaugsson, hrl., Austurgötu 10, sími: 50764. 2ja herb. íb. í Haf narf. Nýkomin til sölu sem ný 2ja herb. íb. á jarðh. í fjölb- húsinu við Hvammabraut. Einkasala. Árni Gunnlaugsson, hrl., Austurgötu 10, sími: 50764. FOSSVOGUR Falleg 100 fm fb. á 2. hæð. 3 svefnherb. Ákv. sala. Árni Stef áns. v iöskf r. Bárður Tryggvason Elfar Ólason Haukur Sigurðarson Raðhús og einbýli GARÐABÆR Stórgl. 218 fm einb. á einni hæð. 70 fm bítsk. Vandaðar innr. Einkasala. KÓP. - AUSTURBÆR Fallegt 250 fm einb. i Suöurhlíðum Kóp. Innb. bilsk. Mögul. á tveimur ib. Fallegt útsýni. Verð 9,3 millj. FÁLKAGATA Mikið endum. ca 80 fm steypt einbhús á tveimur hæöum. Nýjar rafm.- og vatnslagn- ir, nýtt eldh. Mjög ákv. sala. Bein sala. HOLTAGERÐI - KÓP. Ca 120 fm einbhús ásamt 30 fm kj. 35 fm nýl. bílsk. Stórglæsil. garður. Húsið er i góðu standi. Skipti mögul. á góðri 4ra herb. íb. Verð 6,8 millj. LITLAGERÐI Gullfallegt ca 250 fm einbhús ásamt 41 fm bílsk. Húsið er mikið endurn. í góðu standi. Fallegur ræktaður garður. Frábær staðsetn. SAFAMÝRI Vandað 270 fm einb. á þremur hæðum. Glæsil. garður. Ekkert áhv. Bílskréttur. Mögul. að kaupa húsið með fullfrág. bílsk. Verð 11 millj. eða 11.750 þús. NÝTT PARHÚS Glæsil. 140 fm parhús á þremur pöllum ásamt 26 fm bilsk. Skemmtil. skipulag. Stórar suðursv. Afh. fullb. að utan, fokh. að innan. Verð 4,7 millj. BRATTHOLT - MOS. Nýtt 140 fm einb. Tvöf. bílsk. Hús i mjög ákv. sölu. VIÐARÁS - KEÐJUHÚS Glæsil. 112 fm keöjuhús á einni hæð ásamt 30 fm bilsk. Skilast fullb. að utan með lituðu stáli á þaki, fokh. að innan. Afh. í april-maí. Mjög skemmtil. teikn. IÐNAÐARHÚSNÆÐI Ca 180 fm húsnæði á einní hæð við Skúta- hraun Hf. Húsið nýtist í dag undir fisk- vinnslu. Kælir og frystir fylgja með. 54% útb. Uppl. á skrifst. 5-7 herb. íbúðir LOKASTÍGUR Ca 150 fm hæð og ris I steinh. Eign í góðu standi. Ákv. sala. GERÐHAMRAR - SÉRH. TVÖF. BÍLSK. Glæsil. 155 fm efri sérhæð ásamt tvöf. bilsk. í fallegu tvíbhúsi. Afh. fullfrág. að utan, fokh. að innan. Teikn. á skrifst. Mögul. að taka eign uppí. SUÐURHLÍÐAR - KÓP. Glæsil. 150 fm efri sérhæð ásamt 30 fm bílsk. i fallegu húsi. Teiknað af Kjartani Sveinssyni. Verð 5,2 millj. Einnig 80 fm neðri hæð. Verð 3,3-3,4 mlllj. Skilast fullb. að utan, fokh. að innan. RAUÐALÆKUR Falleg 125 fm efri hæö I fjórbýli ásamt bilskrétti. Suðurstofa með fallegu útsýni. Nýtt eikar-parket. Nýl. rafmagn. Ekkert áhv. Verð 5,7 m. DALSEL Falleg 5 herb. Ib. á 2. hæð. 4 svefnh. Verð 6 millj. 4ra herb. íbúðir VESTURBÆR Glæsil. 110 fm ib. öriltið undir súð i þrib. steinhúsi. Ib. er öll endurn. á vandaðan hátt. Nýir franskir gluggar. Mjög ákv. sala. VerA 6 millj. KOPAVOGSBRAUT Glæsil. 110 fm íb. á jarohæö. fb. er meö glæsil. Alno-innr. Nýtt gler og gluggar. Sérinng. Suðurgarður. Mjög ákv. sala. MIÐBÆRINN Falleg 100 fm íb. á 1. hæð ásamt 40 fm bilsk. fb. er í mjög ákv. sölu. Áhv. ca 2,2 millj. frá veðdeild. Verð 4 mlllj. KAMBASEL Glæsll. 110 fm neöri sórh. Vandaðar Innr. Sérþvhús. Góður sérgarður. Laus fljótl. Ákv. sala. V«rð 4,9 m. HRAUNBÆR Falleg 105 fm Ib. á l.hæð. Suðursv. Sér- þvhús. Akv. sala. Verð 4,3 mlllj. UOSVALLAGATA Falleg 4ra herb. fb. á 3. hæð I steinh. Nýir gluggar og gler. Fráb. útsýni yfir borgina. Laus I mai. ÞINGHOLTIN Falleg 100 fm ib. á 3. hæð. 3 svefnherb. Stórar suðursv. Sérþvhús. SKÚLAGATA Til sölu ca 110 fm ib. sem i er i dag nýtt sem tvær 2ja herb. íb. Tvö eldhús o.fl. Akv. sala. 3ja herb. íbúðir EFSTIHJALLI - KÓP. Glæsil. 3ja herb. ib. á 2. hæð i tveggja hæöa blokk. Vandaðar innr. Fráb. útsýni. Verð 4,1-4,3 m. GRAFARVOGUR Ca 119 fm neðri hæð í tvíb. Skilast fullb. utan, fokh. innan. Verð 3,2 millj. FLYÐRUGRANDI Glæsil. 80 fm ib. á 2. hæð. 20 fm suðursv. Þvottahúa á hæðinni. Mjög ákv. sala. Verð 4,4-4,5 millj. HVERFISGATA Gullfalleg 100 fm ib. á 2. hæð i góðu stein- húsi. Nýtt gler, teppi, huröir o.fl. Verð 3,8 m. EYJABAKKI Glæsil. 90 fm ib. á 3. hæö ásamt auka- herb. í kj. Ákv. sala. Verð 4,1-4,2 millj. HRAUNBÆR Falleg 3ja herb. íb. á 3. hæð. Vestursv. Mikil sameign. Verð 3,7 mlllj. HELLISGATA - HF. Góð 75 fm sérh. á 1. hæð ítimburh. ásamt kj. fb. er öll endurn. Verð 3,3 mlllj. MAVAHLIÐ Falleg 90 fm ib. á 2. hæð I fjórb- húsi. Suðursv. Nýl. þak. Skuldlaus. Verð 4,3 millj. BLIKAHOLAR Gullfalleg 100 fm íb. ofarlega i lyftuhúsi. Stórgl. útsýni. Verð 4 millj. HÓLMGARÐUR Falleg 3ja herb. ib. á 1. hæð i nýl. vönd- uðu fjblbhúsi. Parket. Verð 4,5 mlllj. DIGRANESVEGUR Falleg 85 fm íb. á jarðhæð. Sórinng. Laus fljótl. Verð 3,7 millj. FANNAFOLD Glæsil. 90 fm parhús. Afh. fullb. að utan, fokh. að innan. Verð 2,9 mlllj. KRUMMAHÓLAR Falleg 90 fm ib. i lyftubl. ásamt stæði í bilskýii. Stórar suðursv. Akv. sala. 2ja herb. ROFABÆR Falleg 60 fm ib. é 2. hæð. Suður- svalir. Vönduð sameign. Verð 3,2-3,3 mlllj. KOPAVOGUR Glæsil. 2ja herb. fb. á 1. hæð. FOSSVOGUR Glæsil. 35. fm einstaklib. á jarðhæð. Parket. Akv. sala. HÓLAR Falleg 60 fm endafb. á 5. hæö. HRAUNBÆR Falleg 70 fm íb. á 3. hæð. Stórar suð- ursv. Litið áhv. Verð 3,6 millj. HALLVEIGARSTÍGUR Falleg 35 fm samþykkt íb. á jarðhæð. Nýtt parket. Verð 2,2 mlllj. ÓÐINSGATA Falleg 2ja herb. fb. á 1. hæð. Nýtt bað. Ahv. 800 þús. frá veðdeild. Verð 2,6 mlllj. ÆGISÍÐA Falleg 60 fm l/tið niðurgr. /b. (kj. Sérinng. og garður. Mikið endurn. Verð 2960- 3000 þús. ÞÓRSGATA Falleg 55 fm íb. á 3. hæö. Nýtt eldhús. Verð 2,8 mlllj. NÝLENDUGATA Fallegt 50 fm steypt einbhús. Mikið end- um. Glæsil. baðherb. Vorð 2,6 mlllj. BERGSTAÐASTRÆTI Glæsil. 50 fm ib. i kj. Öll endurn. Laus 1. mars. Vorö 2 mlllj. ENGJASEL Góð 55 fm íb. á jarðhæð. Verð 2,8 mlllj. FRAKKASTÍGUR Góð 45 fm 2]a herb. (b. á 1. hæð. Sér- inng. Verð 2 millj. VANTAR 5 HERB. Vantar 4ra-5 herb. (b. I Vesturbæ eða Fossvogshverfi. Staðgreiðsla i boði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.