Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 9 Borgaraflokkurinn og varnarmál Á fimmtudag og föstudag í síðustu viku voru umræður um skýrslu utanríkisráð- herra á Alþingi. Hafa þegar birst frásagn- ir af þeim umræðum hér í blaðinu. Voru þær með hefðbundnu sniði eins og skýrsla ráðherrans. í upphafi ræðu sinnar, þegar hann fylgdi skýrslunni úr hlaði, sagði Steingrímur Hermannsson, þessa skýrslu vera í hefbundnu formi „en hann hefði hug á að breyta því formi áður en hann legði fram skýrslu næst“. í frásögn Morgunblaðsins kemur ekki fram, hvort nokkur þingmanna hafi innt ráðherrann eftir því, hverju hann ætlaði að breyta; hvort hann ætlaði að breyta um stefnu, uppsetningu eða áherslur í skýrslunni, verðum við líklega að bíða í eitt ár til að fá vitneskju um það. í Stak- steinum er litið á afstöðu yngsta þing- flokksins, Borgaraflokksins, til varnar- mála. Afstaðatil NATO í umræðunum nú gafst yngsta þingflokknum, Borgaraflokknum, í fyrsta sinn tækifæri til að skýra afstöðu sína al- mennt til utanríkismála. Var það Júlíus Sólnes sem flutti ræðu fyrir hönd flokksins í umræð- unum sl. fimmtudag. Eins og lesendur Stak- steina muna gerðist það fyrir jólin við atkvæða- greiðslu vegna fjárlaga, að borgaraflokksmenn studdu tillögu Alþýðu- bandalagsins um að hætt yrði að inna af hendi samningsbundnar greiðslur íslands til Atl- antshafsbandalagsins. Var ekki annað unnt en líta á þá afstöðu sem stuðning við fráhvarf frá ef ekki úrsögn úr NATO. Að vísu vildi Júlíus Sól- nes ekki una þeirri skýr- ingu eins og kom fram hér í blaðinu á sinum tíma. Og í ræðu sinni á fimmtudag sagði Júlíus meðal annars: „Við teljmn það stað- reynd, að við séum í vamarbandalagi vest- rænna þjóða. Það er stað- reynd, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er líka staðreynd að þetta bandalag hefur tryggt frið í okkar heimshluta í fjörutíu ár. Hins vegar eru stríð og skærur víða annars staðar, svo að við teljum nauðsynlegt að vera áfram í NATO, þótt gjaraan vildum við sjá heiminn án hemaðar- bandalaga." Eins og á þessum orð- um Júliusar Sólness sést styður Borgaraflokkur- inn aðild íslands að NATO. Á hinn bóginn koma einnig fram hjá Júlíusi gamalkunnar efa- semdir um gildi þess að þjóðir heims taki saman höndum i þvi skyni að tryggja öryggi sitt, einn- ig gefur hann til kynna, að NATO-samstarfið eigi rætur að rekja til þess, að barist sé annars staðar í veröldinni, og loks legg- ur hann „heraaðar- bandalögin" að jöfnu. Hann virðist sem sé ekki taka undir þá skoðun, sem orðuð hefur verið á þann veg, að NATO sé öflugasta friðarhreyfing veraldar, að það sé ein- mitt vegna þess að lýð- ræðisríkin tóku höndum saman, að tekist hefur að tryggja frið í okkar heimshluta. Tilvist NATO er ekki undir því komin að friður riki milli þjóða utan bandalagsins heldur hinu, að aðildar- þjóðirnar sjálfar telja öryggi sínu betur borgið með samvinnunni en án hennar. Nýjasta dæmið um þetta er aðild Spánar að NATO. Eftir að lýð- ræðislegir stjómarhættir höfðu skotið rótum á Spáni var ekkert því til fyrirstöðu að Spánn gengi i NATO og hefur spánska þjóðin staðfest þá ákvorðun í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Ný varnar- stöð? í frásögn Morgun- blaðsins af ræðu Júliusar Sólness kemur einnig fram, að Borgaraflokk- urinn vilji draga úr „mik- ilvægi herstöðvarinnar í Keflavík með þvi að láta koma upp herstöð ein- hvers staðar fyrir norðan ísland." Og ennfremur segir: „Einnig teldi hann koma til greina að færa herstöðina út á land til þess að draga úr hættu þeirri er höfuðborgarbú- um stafaði af árás á hana.“ Þeir borgaraflokks- menn hafa verið með óljósar hugmyndir um það, hvort ekki sé unnt að veija ísland frá Jan Mayen. Að visu virðist Július Sólnes ekki hafa lagt það til beinum orð- um i ræðu sinni á Alþingi á fimmtudaginn, að unn- ið yrði að þvi að leita leiða til að veija ísland frá Jan Mayen, sem er um 400 milur fyrir norð- an ísland en þar halda Norðmenn úti um 30 manna hópi, er sinnir veðurathugunum. Á Jan Mayen er flugbraut en einnig virkt eldfjall og loks er veðrátta með ein- dæmum leiðinleg og að- eins örsjaldan heiðskír himinn. Kannski hefur Július Sólnes alls ekki átt við Jan Mayen með orð- um sinum. Ef til vill hef- ur hann haft i huga, að uppi hafa verið ráða- gerðir um að senda bandarisk flugmóður- skip norður fyrir tsland á hættutímum til að stemma stigu við sókn sovéska flotans suður á bóginn, er ekki að efa að þessi flotastefna hefur i för með sér að minni líkur eru á þvi en ella, að ísland verði i fremstu vigiinu eftir að sovéski flotinn hefur náð vestur og suður fyrir Noreg. Hugmyndin um að flytja varnarstöðina af Reykjanesi er ekki ný. Júlíus Sólnes gerir ekki ákveðna tillögu um það. Með hliðsjón af siendur- teknum umræðum um þetta mál er ástæða til þess að varnarmálaskrif- stofa utanríkisráðuneyt- isins láti gera úttekt á hugmyndinni frá her- fræðilegum sjónarhóli og mætti birta hana i skýrslu utanríkisráð- herra. Kynni það að falla að hugmyndum Stein- grims Hermannssonar um að breyta um form á skýrslu utanríkisráð- herra til Alþingis. EFTIRLAUNAREIKNINGUR VIB: n -11,5% ávöxtun umf'ram verðbólgu Fyrir þá sem vilja leggja reglulega fyrir. □ Eftirlaunareikningar VIB eru verðbréf í eigu einstaklinga skráð á nafn hvers eiganda. □ Eftirlaunareikningar VIB eru alveg óbundnir en þeir eru ávaxt- aðir eins vel og frekast er unnt án þess að taka of mikla áhættu. □ Flestir greiða mánaðarlega í eftirlaunareikning sinn. VIB sér um að senda gíróseðla eða minna á reglulegar greiðslur með öðrum hætti. □ Síminn að Ármúla 7 er 68 15 30. Heiðdís, Ingibjörg, Sigurður B., Vilborg og Þórólfur gefa allar nánari upplýsingar. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ámuila7, 108 Reykjavík. Sími68 15 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.