Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 2
-M MORGUNBLAÐED, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 Búvöruverð tilbænda hækkarum rúm4% BÚVÖRUVERÐ til bænda hœkk- ar um 4,44% fyrir sauðfjáraf urð- ir og 4,17% fyrir nautgripaafurð- ir nú um mánaðamótin, sam- kvæmt útreikningum sexmanna- nefndar. í framhaldi af ákvörðun nefndar- innar er búist við að fimmmanna- nefnd komi saman til fundar í dag og ákveði útsöluverð með hliðsjón af vinnslu- og sláturkostnaði. Búvöruverð er tekið til endur- skoðunar með þessum hætti árs- fjórðungslega og nemur hækkunin á ársgrundvelli 17-19% að sögn Guðmundar Sigþórssonar skrif- stofustjóra í landbúnaðarráðuneyt- inu. Tívolíbomb- ur bannaðar Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að framvegis verði bann- að að sclja almenningi svonefnd- ar tívolíbombur. Þessi ákvörðun er niðurstaða könnunar sem staðið hefur yfir á vegum ráðu- neytisins frá þvf skömmu eftir áramót en þá slösuðust þrír menn alvarlega á augum við að skjóta upp bombunum. Að sögn Hjalta Zóphaníassonar skrifstofustjóra í ráðuneytinu á eft- ir að gefa út reglugerð þar sem formlega er tilkynnt um bannið en ákvörðun var tekin síðastliðinn föstudag. Auk banns á tívolíbomb- um kvaðst Hjalti reikna með að í reglugerðinni yrði þrengdur enn frekar sá tími sem almenningi er heimilt að skjóta upp ýmis konar skoteldum um áramót, nú frá 27. desember til 6. janúar, auk nánari reglna um meðferð neyðarblysa fyrir skip, en talsvert mun hafa borið á að þeim værí skotið upp frá landi að tilefhislausu. Þrösturvann Margeir SJÖTTA umferð Reykjavíkur- skákmótsins var tefld í gær. Helstu úrslit urðu þau að Jón L. Arnason vann Helga Ólafsson, Þröstur Þórhallsson vann Mar- geir Pétursson, skák Gurevitsj og Kotronias fór f bið, einnig skák Hoi og Christiansen. Jón L. Amason er enn einn í efsta sæti með 5V2 vinning en næstur kemur Þröstur Þórhallsson með 5 vinninga, þá Dolmatov með 4V2 vinning og síðan Gurevftsj og Höi með 4 vinninga og biðskák. • Sjöunda umferð verður tefld í dag og hefst hún klukkan 17. Pólverjarnirhætta á Hvítanesinu Morgunblaflið/Kristinn Benediktsson SJÓMANNAFÉLAG Reykjavíkur og Nesskip hafa náð samkomu- lagi um að á næstu vikum fylli islehskir sjómenn þau þrjú pláss á Hvítanesinu sem nú eru skipuð pólskum hásetum. Að sögn Guðmundar HaUvarðssónar formanns Sjómannafélags Reykjavíkur felst f samkomulaginu viðurkenning á að fram- vegis njóti umbjóðendur félagsins forgangs f störf á skipum Nesskipa. Myndin er tekin er unnið var að útskipun á saltfiski tíl Spánar f Hvítanesið eftír að samkomulag náðist í deilunni. Innlánsstofnanir lækka vexti um 2% að meðaltali BANKAR lækka nafnvextí f dag að meðaltali um 2%, en það er þó misjafnt eftír bonkum. Sam- vinnubankinn lækkar útlánsvext i mest, eða um 5% af almennum skuldabréfum, en bankinn breyttí ekki vöxtum 21. febrúar sl. eins og aðrar innlánsstofnan- ir. Engar vaxtabreytingar verða hjá sparisjóðum, en þeir lækkuðu vexti mest 21. febrúar. Seðla- bankinn lækkar dráttarvexti úr 4,3% í 3,8% og eigin vexti í við- skiptum við innlánsstofnanir um 2%. Þá hefur fjármálaráðuneytið ákveðið frekari lækkun forvaxta ríkisvíxla um 1% og einnig verða raunvextir á spariskírteinum ríkissjóðs lækkaðir. Landsbankinn lækkar forvexti víxla í 30%, eða um 4%. Þá lækka vextir af almennum skuldabréfum um 2%, í 35%. Útvegsbankinn lækk- ar forvexti um 1%, f 31,5% og vexti af almennum skuldabréfum úr 37% f 35%. Búnaðarbankinn hefiir óbreytta víxlaforvexti, 31%, en lækkar vexti af skuldabréfum um 1%, í 33%. Iðnaðarbankinn breytir ekki útlánsvöxtum, en bankinn lækkaði þá 21. febrúar. Þar eru forvextir 31% og skuldabréfavextir 33%. Verzlunarbánkinn lækkar for- vexti um 2%, f 32%, og skuldabréfa- vexti úr 35%, í 34%. Samvinnubank- inn lækkar forvexti úr 35% í 30% og skuldabréfavexti úr 37% í 32%. Alþýðubankinn lækkar forvexti úr 33% í 31% og skuldabréfavexti úr 35% í 33%. Forvextir sparisjóða verða áfram 29,5% og skuldabréfa- vextir 31%. Innlánsvextir lækka einnig víðast hvar. Þannig eru vextir af almenn- um sparísjóðsbókum 19% f öllum innlánsstofnunum nema Iðnaðar- banka og Alþýðubanka, 20%. Vext- ir af almennum tékkareikningum eru lægstir 8%, í Landsbanka og sparisjóðum, en hæstir 12% f sparí- sjóðum. Hæstu vextir á sértékka- reikningum eru 23% í Samvinnu- banka. Jóhann gerði jafn- tefli við Júsupov Biðskákirnar hrúgast upp JÓHANN Hjartarson gerði í gær jafntefh' við Artur Júsupov í 6. umferð gkákmótsins f Linares. Jóhann hafði hvítt en Júsupov beittí franskri vörn og kom með nýjung f 17. leik. Jóhann virtist samt hafa þægilegri stSðu en skákin leystist upp í hróksendatafl og skák- mennirnir sömdu eftir 37 leiki. Aðeins fengust úrslit í þremur skákum: Ljubojevic vann Tsjiburda- nidze og Nunn og Illescas gerðu jafntefli. Skákir Timmans og Beljavskíjs þar sem Timman er með unna stöðu, Portischs og Nicolics þar sem Portisch hefiir betra, og Georgievs og Chandlers sem er óljós, fóru allar í bið og eru biðskák- ir þvf alls orðnar 6 talsins og ekki gert ráð fyrir neinum tíma tii að ljúka þeim. Timman er efstur eftir 6 um- ferðir með 4,5 vinninga og unna biðskák, Beljavskíj er með 3,5 vinn- inga og biðskák og Nunn 3,5 vinn- inga. Ljúbojevic er með 3 vinninga og biðskák, Jóhann 3 vinninga, Júsupov 2,5 vinninga og 2 biðskák- ir, Portisch og Illescas 2,5 vinninga og biðskák, Chandler 2 vinninga og 2 biðskákir, Nicolic 1 vinning og biðskák og Tsjiburdanidze 0,5 vinninga. Sjá ennfremur skákskýringar á bls. 37. Iceland Seaf ood: Verksmiðjustjóri sagði upp síðailiðfð & Sölustjóri hugði á uppsögn Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun vera alllangur að- dragandi að ágreiningi þeirra Guðjóns B. Ólafssonar og Ey- steins Helgasonar. Reynt hefur verið að leyaa ágreininginn mílli Eysteins og Guðjóns og á tímabili var rætt um að flytja Eystein f annað starf, en Eysteinn mun ekki hafa verið til viðtals um það. Eystcinn Helgason sagði á blaðamannafundi f gær, að hann hefði ákveðið að samþykkja ekkí þá málsmeðferð þar sem með henni hefði f raun ekki fengizt lausn á ágreiningi hans og Guð- jóns. Þegar Guðjón hefði svo hótað að reka hann, ræki hann ekki Geir Magnússon, hefði hann óskað eftir stjórnarf undi f Ice- Iand Seafood, þar sem fjallað yrði um málið. Við þeirri ósk hefði Guðjón ekki orðið, þrátt fyrir að einstakir stíórnarmenn hefðu tekið undir hana. Stjórn Iceland Seafood taldi sig ekki geta dregið úr hömlu að taka afstöðu til málsins. Málið var rætt á tveimur stjórnarfundum áður en til úrslita dró. Fundir þessir voru haldnir á íslandi, þann 10. janúar og 12. febrúar, og var ákvörðun um mál þeirra Eysteins og Geire fre8tað þar til meirihluti stjórnarinnar tók þá akvörðun að segja þeim upp störfum á fundi þann 24. februar sl. " Guðjón B. ólafsson taldi, að því er heimildir Morgunblaðsins herma, að sá kjarni sem vann með honum að uppbyggingu fyrir- tækisins væri að riðlast. Verk- smiðjustjóri fyrirtækisins hætti störfum í fyrrasumar og fyrir lá að sölustiórinn, sem verið hefiir annar aðallykilmaður fyrirtækis- ins frá þeim tfma sem uppbygging þess hófst undir forystu Guðjóns B. Ólafssonar, var ráðinn f þvf að hætta störfum hjá fyrirtækinu f sfðastliðinni viku ef ekkert yrði að gert og Eysteinn Helgason ekki látinn víkja fyrir nýjum manni. _ Sfðastliðið ár var gott rekstrar- ár hja'Iceland Seafood og fjallar ágreiningur forráðamanna þess ekki um rekstararerfíðleika eða fyrirsjáanlegt tap hjá fyrirtækinu. Eysteinn tók við mjðg góðu búi af Guðjóni haustið 1986, verð fór hækkandi allt sfðastliðið ár, en nú munu vera erfiðleikar fram- undan hjá fyrirtækinu vegna mik- ils framboðs á fiski, m.a. á Al- askaufsa, œm hefur aukið sam- keppni við fslenska fiskinn. Ágreiningurinn hefur magnast vegna persónulegrar streitu milli manna, eins og ein heimild blaðs- ins komst að orði. Þáttur Geirs Magnússonar, að- stoðarforetjóra fyrirtækisins, er allur tengdur því sem að framan segir. Guðjón B. ólafsson taldi vera samstarfserfiðleika milli hans og verksmiðjustjórans sem hætti, og ekki síst af þeim sökum nauðsynlegt að aðstoðarforstjór- inn viki frá störfum. í fréttum ríkisútvarpsins á mið- nætti í nótt, hafði fréttaritari út- varpsins það eftir Geir Magnús- syni, að þeir Guðjón hefðu í 11 ár starfað saman að endurreisn Iceland Seafood, sem hefði verið gjaldþrota þegar þeir hefðu tekið við. Á þeim tfma hefði aldrei ver- ið fundið að sfnum störfum og núna blómstraði fyrirtækið. Sér kæmi það á óvart að samskiptin við viðskiptavini væru talin slæm. Hann sagði að Guðjón hefði oftar en einu sinni ætlað að reka verk- smiðjustjóra Iceland Seafood úr starfí og sölustj'óri fyrirtækisins hefði fengið tilbóð um önnur störf eftir að verenandi samkomulag innan fyrirtækisins hefði kvisast út.. Samkomulagið við Guðjón hefði verið slæmt frá þvf að Ey- steinn hefði tekið við stjórn fyrir- tækisins haustið 1986.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.