Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 íslenski hjarta- og lungnaþeginn: Utskrifaður af sjúkrahúsi 24 dögum eftir aðgerðina HALLDÓR Halldórsson, íslenski hjarta- og lungnaþeginn, hefur verið útskrifaður af Herefield- sjúkrahúsinu í London, rúinum þremur vikum eftir aðgerðina. Hann flutti í íbúð til foreldra sinna, sem er skammt frá sjúkra- húsinu, á föstudag en þarf að koma til eftirlits og rannsóknar á göngudeild tvisvar í viku.. Gangi allt að óskum býst hann við að komast heim í maí. Það var dr. Yacoub prófessor, er framkvæmdi aðgerðina, sem út- skrifaði Halldór. „Hann er mjög ánægður með mig og tók utan um mig þegar hann var búinn að skoða mig og táraðist þegar ég spurði hann hvenær ég mætti fara að sofa heima," sagði Halldór. „Leyfið fékk ég þegar hann vissi hvar foreldrar mínir búa hér í London, en það er skammt frá sjúkrahúsinu. Hann er alveg einstakur og gott að tala við hann. Þegar maður hittir hann get- ur maður ekki annað en treyst hon- um. Hann er hreint frábær." Halldór sagði að sér liði vel og hann situr ekki auðum höndum á daginn. Hann þarf að skrá hjá sér öll lyf, sem hann tekur fimm sinnum á dag, og mæla sig fjórum sinnum Borga sekt- ina en telja dóminnsamt óréttlátan ísfirðingarnir tíu sem dæmdir voru í sektir fyrir að reka ólög- lega útvarpsstöð i tvo daga árið 1984 telja nú víst, eftir að hafa rætt við dómsmálaráðherra um málið, að þeir getí ekki fengið að sitja af. sér dóminn til að mótmæla honum. Þeir hyggjast því borga sektirnar, en engu að síður telja mennirnir að máls- meðferð haf i verið miklu harðari en almennt hafi gerst, sagði III- far Ágústsson, sem var frétta- stjóri stöðvarinnar. í bréfi frá fulltrúa bæjarfógetans á ísafirði um miðjan desember sagði að yrði sektin ekki borguð fyrir áramót kæmi til níu daga varðhalds án frekari viðvörunar. Úlfar ítrek- aði þá við Pétur Kr. Hafstein, bæj- arfógeta, að það væri ásetningur mannanna að sitja dóm Hæstarétt- ar af sér. í janúar fékk Úlfar hins vegar bréf frá bæjarfógeta þar sem sagði að dómsmálaráðherra hafi ákveðið að fullnusta skuli dómi með sektargreiðslum. . Úlfar gekk síðan ásamt fleirum á fund dómsmálaráðherra á mánu- daginn í síðustu viku þar sem þeim var tjáð að menn réðu því ekki hvernig þeir fullnustuðu dóma sína. Engin fordæmi væru fyrir því að menn fengju að sitja af sér sekt, svo fremi að menn væru borgunar- menn fyrir henni. „Við sjáum því ekki að við getum notað þessa aðferð við að mótmæla dómnum, og ætlum því að borga sektina, en engu að síður erum við jafn ósammála dómnum og áður," sagði Úlfar. Utvarpsstöðin var rek- in á Isafirði í þá tvo daga sem út- sendingar Ríkisútvarpsins féllu al- gjörlega niður vegna verkfalls í nóvember 1984 og var hætt um leið og útsendingar frétta hófust að nýju. Allir þeir sem komu ná- lægt rekstri stöðvarinnar voru dæmdir, þar á meðal drengur í grunnskóla sem lék tónlist af hljóm- plötum í nokkrar klukkustundir, að sögn Úlfars. I öðrum dómum í svip- uðum málum hefðu einungis ábyrgðarmenn stöðvanna verið látnir greiða sektir. á dag. „Það er nóg að gera frá því ég vakna klukkan átta á morgnana og fram á kvöld," sagði Halldór. „Eg geri sérstakar öndunaræfingar í 20 mínútur á dag auk annarra æfinga sem miðast við að ég hreyfi mig eins mikið og ég treysti mér til. Allt miðast samt við að gera hlutina hægt og sígandi og ofgera sér ekki. Það eina, sem ég verð að gæta mín á, er að umgangast ekki veikt fólk og ég má ekki lyfta neinu fyrr en eftir þrjá mánuði. Ef allt gengur að óskum vonast ég til að koma heim í maí. Vonandi get ég þá'mætt á æfingar hjá Breiðablik og hlaupið úti með hundinn." Halldór sagði að kuldinn og rok- ið í Englandi undanfarna daga setti nokkurt strik í reikninginn og héldi honum inni við því hann yrði að gæta sín á kuldanum. „Ég veit ekki hvort ég má fara í kvikmynda- hús en ég vil endilega fara að kom- ast á völlinn. Ætli það verði samt ekki að bíða betra veðurs," sagði Halldór. Undanfarna daga hafa bræður Halldórs, tvíburar, dvalið Halldór Halldórsson hjá honum og stytt honum stundir og er von á fleiri systkinum í heim- sókn á næstunni. „Það hefur verið mJög gott að fá þau hingað til mín," sagði Halldór. Góð aðsókn á Don Giovanni AÐSÓKN að óperunni Don Gio- vanni, sem íslenska óperan sýnir, hefur verið góð það sem af er. Þegar er nærri uppselt á sýning- ar um næstu og þarnæstu helgi. Uppselt hefur verið á þær fjórar sýningar sem búnar eru. Að sögn Ingunnar Björnsdóttur á skrifstofu íslensku óperunnar, er aðsóknin svipuð og verið hefur undanfarin ár. Svipaða sögu er að segja af barnaóperunni Litla sótaranum sem hefur verið sýnd fyrir fullu húsi. Báðar óperurnar verða sýndar fram á vor. Framdríímn, h'iúhwkillogöruggur SAAB 900 er öruggur fjölskyldubíll. I þrjú ár í röð hefur harin reynst einn öruggast bíllinn í umferðinni í Bandaríkjunum. Nýjartölurum slysarannsóknir þar í landi sýna þetta. ISAAB 900 eru ökumaður og farþegar í minni hættu á að slasast í óhöppum, en í flestum öðrum bílum. SAAB 900 er langt undir meðaltali í útgjöldum tryggingafélaga vegna slysabóta. (Highway Loss Data Institute). Þetta kemur verkfræðingum SAAB ekki á óvart. Við hönnun SAAB hefur þess verið gætt að bíllinn veitti hámarks vernd í árekstrum og öðrum umferðaróhöppum. SAAB - skrefi framar í 50 ár. Komduogprófáðu. G/obus? Lágmúla 5, s. 681555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.