Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 5<) ITALIA: Klámstjörnum gert lífið leitt Brynja Tomer skrifar frá ít.-ilíu. Ekki verður annað sagt en tvær þekktustu klámstjörnur ítalíu, vinkonurnar Cicciolina og Moana Pozzi eigi bágt þessa dagana. Moana Pozzi er sennilega minna þekkt á alþjóðlegum vettvangi en þingmaður róttækaflokksins á ít- alíu, Illona Staller eða Cicciolina. Henni hefur þó tekist vel að aug- lýsa sjálfa sig á síðustu mánuðum, þó hinn fallegi líkami hennar virðist ekki falla öllum í geð. I haust var henni boðið að taka að sér þátt við annan mann hjá ítalska ríkissjón- varpinu. Þátturinn átti að vera í léttum dúr og átti klámdrottningin að gefa húsmæðrum góð ráð meðal annars „til að örva ástina á heimil- unum". Þegar ítalskar konur fréttu hvað til stóð, fannst þeim hugmynd- in fráleit og stofnuðu Samtök ít- alskra húsmæðra sem skrifuðu út- varpsstjóra bréf og mótmæltu því að þátturinn yrði sýndur. I kjölfarið héldu þær blaðamannafundi, komu fram í sjónvarpi og á opnum fund- um til að færa rök fyrir máli sínu. Húsmæðurnar gengu svo langt að útvarpsstjóri sá ekki annað fært en hætta við þáttinn í bili, og fá væntanlega annan umsjónarmann síðar meir. Þá gekk Moana á fund Berluscontis, sjónvarpsjöfurs, og eiganda stærstu einkastöðva á ít- alíu. Hann bauð henni vinnu við nýjan skemmtiþátt, „Matrjoska", sem var í vinnslu. Hún þáði boðið, háttaði sig fyrir framan myndavél- arnar og gekk kviknakin um upp- tökusalinn. Þetta var hluti af dag- skránni sem Antonio Ricci stjórnar og er höfundur að. Þá varð uppi fótur og fit. Berlusconti bannaði að þátturinn yrði sýndur og upphó- fust hinar mestu deilur milli hans og Riccis. Að lokum urðu þeir sam- mála um að fyrsti þáttur yrði ekki sendur út, heldur yrði byrjað á öðr- um þætti, þar sem Moana má að- eins klæðast kynæsandi fatnaði, en ekki fara úr honum. Ricci lét þetta gott heita, en sagði við blaðamenn: „Ég skil þetta nú ekki. Því ef þetta er spurning um siðgæði, er Moana miklu minna ögrandi og kynæsandi þegar hún er allsber en þegar hún fer í flegna, þrönga kjóla!" Moana tekur öllu umstanginu með mestu ró, sennilega ánægð yfir allri at- hyglinni, og segir eggjandi: „Ef umsjónarmenn þáttarins segja mér að koma aftur, tek ég þátt í gerð Parið sem nú er milli tannanna á þeim sem fylgjast með frægum vestan hafs sýndi sig í fyrsta skipti opinberlega á boxkeppni í janúar. Ástf angin upp fyrir haus Fríða og ófreskjan hafa þau ver- ið kölluð skötuhjúin Don Jo- hnson úr Miamy Vice Jráttunum og Barbra Steisand. Ástarævintýri þeirra er vatn á myllu kjöftugra í kvikmyndaborginni Hollywood og fá vinir parsins og vinnufélagar lítinn frið fyrir forvitnu fólki. Sandra nokkur Santiago sem leikur með Johnson í Miamy Vice harð- neitar að láta nokkuð uppi um sam- band hans við Streisand, en ekki eru allir kunningjar kærustuparsins jafn þagmælskir. Náinn vinur Johnson, ónafngreind- ur, segir sambandið algera byltingu í kvennamálum hjartaknúsarans úr Miamy Vice. "Hingað til hefur Don ekki litið við sér eldri konum, held- ur skvett úr klaufunum með korn- ungum fegurðardísum. Þær falla fyrir honum og skilja margar ekk- ert í því hvað hann sér við Barbra. Hún einfaldlega gefur honum meira en smástelpurnar, þau eru miklir félagar og höfðu reyndar verið vin- ir í ár áður en ástin gerði vart við sig að ráði." Eigi lesendur í erfiðleikum með að rifj'a upp aldur þeirra Streisand og Johnson má geta þess að hún er 45 ára gömul og hann 38 ára. Þau láta hjal um að eiginlega þyrfti Streisand að vera yngri og með minna nef til að hæfa kyntröllinu Johnson sem vind um eyru þjóta og eru ófeimin við að sýna sig sam- an við ýmis tækifæri. Nema hvað. þáttanna og ef ég geri það, man ég eftir samningnum sem við höfum gert, og ég geymi í skúffu í nátt- borðinu mínu." Illona Staller, sem kallar sig Cic- ciolinu, og hefur um árabil setið fyrir á djörfum klámmyndum, auk þess að dansa nektardansa á skemmtistöðum, á nú í deilum við yfirvöld í Feneyjum sem farið hafa þess á leit við þingið að höfða mál á hendur Cicciolinu fyrir „ósiðlegt athæfi á almannafæri og óvirðingu við merka sögulega staði". I sept- ember á síðasta ári var Cicciolina í Feneyjum við upptöku á sjónvarps- þætti. Á sama tíma hafði mynd- höggvarinn Ludovico De Luigi sett upp sýningu á verkum sínum á Hótel Londra Palace í Feneyjum og meðal höggmynda hans voru tveir hestar, annar úr bronsi og hinn úr gipsi. „Listamaðurinn, .sem vissi að ég var í Feneyjum, bað mig að kynna umrædd listaverk með því að setjast ofan á þau," segir Cic- ciolina sér til málsbóta. Hestinum úr gipsi var komið fyrir á fjölfar- inni göngugötu og fór Cicciolina fyrst á bak honum, þar sem ljós- myndarar komu víða að til að taka myndir. Þá fór hún að San Marco- torginu þar sem bronshestinum hafði verið komið fyrir og settist hún á bak nakin að öðru leyti en því en hún hafði gegnsæja slæðu frá mitti niður að hnjám. Þar sat hún og fjöldi fólks kom á staðinn til að fylgjast með uppákomunni. Smám saman æstust áhorfendur og fóru þess á leit að hún skipti um stellingar og gerði hún það þegj- andi og orðalaust, og bætti um betur með því að dreifa grófum myndum af sjálfri sér meðal áhorf- enda. Þar sem ekkert leyfi hafði verið fengið fyrir „sýningu" Cicciolinu, kom lögreglan á staðinn og bað hana að fylgja sér á stöðina. Lög- reglumennirnir gáfu síðan skýrslu um atburðinn, þar sem kemur fram að hún hafi brotið lög um hegðun á almannafæri, haldið djarfa sýn- ingu án leyfis og síðast en ekki síst, misþyrmt lögum númer 1089 sem kveða á um verndun San Marco- torgsins í Feneyjum; uppákoma þessi stangast á við hin sögulegu og listfræðilegu einkenni staðarins. Italir skiptast í þrennt þegar Cic- ciolinu ber á góma. Sumum finnst hún stórgáfuð og hugrökk með skoðanir sem samræmist nútíman- um, öðrum finnst hún trúðsleg og skemmtileg, og enn aðrir, sennilega stærsti hópurinn, eru hneykslaðir á því að hún skuli komast upp með ósmekklegt athæfi, og hún skuli vera í hópi þingmanna. En mér dettur einna helst í hug máltækið gamla, sem segir að neyðin kenni naktri konu að spinna. Fari svo að ítalir hætti að hafa gaman af hinum vel gerðu kroppum þeirra, gætu þær farið að spinna utanum þá ein- hverjar spjarir og þá er aldrei að vita nema almenningur beri meiri virðingu fyrir þeim. f/ - 'tj| $ é £¦ .^H ¦, fL£^JJ| 1 ¦¦'JS ¦ X' 1 't^^Hl v >'.^H 1 m Barbra Streisand og Don Jo- hnson eftir forsýningu myndar- innar "Sweet Hearts Dance", sem Johnson leikur í. Glæsileg karlmannaföt margir litir. Klassísk snið og snið fyrir yngri menn. Verð kr. 5.500,-, 8.900,- og 9.900,- Terylenebuxur kr. 1.195,-, 1.395,-, 1.595,- og 1.795,-teryL/ull/stretch. Gallabuxur kr. 790,-, 850,- og 875,- sandþvegnar. Flauelsbuxur kr. 795,- Andrés, Skólavörðustíg 22a, sími 18250. HEIMAÍSTOFU Það er ekkert eins þægilegt og að sitja heima í stofu og horfa á góða mynd. Velja sér eigið dagskrárefni og eigin 4íma til að njóta þess. Þú velur þá mynd, sem þér hentar á næstu úrvalsleigu. Myndir, sem kitla hláturtaugarnar; myndir, sem endurspegla átakanlegar lífsreynslu- sögur; myndir, sem fá magann til þess að herpast saman af spennu eða hryllingi. Allt þetta og miklu meira er á boðstólum í síðustu og næstu fimmtudagsútgáfu okkar. DEFENCE PLAY Scott Benton dregst inn í hildar- leik sem hann hélt að vœri aö- eins til i skóldsögum. Allt er lagt undír i átökum stórveld- anna í yfirráðum um geiminn. Honum verður skyndilega Ijóst að líf hans er ekki mikils metiö í þessum leik þar sem engar reglur gilda. „DEFENCE PLAY" er mjög góö og spennandi mynd í anda „WAR GAMES". TWO SOLITUDES Dramatísk lífsreynslusaga sem endurspeglar átök hins nýja og gamla tíma f upphafi aldarínnar. Stacy Keach (Mike Hammer) og Jean Pierre Aumont (Blacko- ut) fara með aðalhUitverktn f þessari magnþrungnu mynd, sem gerö er eftir kanadískri metsblubok. ONE CRAZY SUMMER John Cusack fíhe Sure Thing, Better Off Dead), Bobcat Gold- waith (Police Academy 1, 2, 3 og 4 og Burglar) og Demi More (About Last Night) tryggja eð .ONE CRAZY SUMMER" er ekki bara bnálæðislega fyndin heldur like ein besta mynd sinnar tegundar. „ONE CRA2Y SUMMER" er pottþétt skemmt- un fyrír alla aldurshópa. BE AFRAID .. BEVERVAFRAID wm THE FLY Búðu þig undir að verða vitni að ótrúlegustu flutningum allra tíma. Tilraun sem hefði getaö tekist, ef ekki hefði komið til litil fluga. Aðrar eins tœknibrellur hafa aldrei sóst í oinni og sömu myndinni. Þú veröur að trúe herpingnum í vöðvunum og kalda svitanum sem slaar út, þegar þú sórö „THE FLY". RATBOY Það er erfitt að vert Öðruvfsi. Við sáum það í BMASK" og „ELEPHANT MAN" og nú sjáum við það í „RATBOY". Sandra Locke (Sudden Impact, Any Which Way You Can) er í leit að frægö og frama en finnur í staðinn RATBOY. Lif beggja verður aldrei það sama eftir þann fund. HIGH SEASON Jaqueline Bisset (Class, Forbidden, Rich and Famous) og James Fox (Graystoke, The Chase) fara með aðalhlutverkin. Svikarí heldur að hann sé óhult- ur á solríkn. fjariægri, grískri eyju. Ný andlit bírtast og skyndilega breytist allt. Fortföin eltir svikarann uppi og komið er aö skuldadögunum. 0no l0' v«,on • fc SV.ÍB VESTFIRÐIR Tálknaf)öröur: Myndbandaleigan - Marbakka. Þlngsyri: Tengill - Fjarðargötu. Flatsyri: Vagninn - Hafnarstræti. í«af|örður: Hljómtorg - Hrannargötu, Pólarvideó - Pólgötu, J.R. Videó - Sund- átJæti. Bolungarvlk: Brokey, Myndbandakjallarinn. GERVIHNATTASJONVARP Jint
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.