Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 -f Skondinn texti um samtíðarsögn ____Bækur____ Kári Valsson Michael Konupek: BÖhmerland 600 cc. Útg. Ex libris, Oslo 1987 Michael Konupek, höfundur þess- arar bókar, er tékkneskur flótta- < maður í Noregi. Hann er doktor í heimspeki frá háskólanum í Prag, er þar sem hann er hvorki af stétt öreiga né flokksgæðinga heldur af „borgaralegum" uppruna, var hon- um ekki treyst til annars en að vinna við holræsagerð höfuðborgar- innar. Meira að segja það starf missti hann, er hann hafði sett nafn sitt undir hógvært skjal, þar sem farið var fram á, að ráðamenn stjórnuðu Tékkóslóvakíu í samræmi við stjórnarskrána. Skjalið var Charta 77. Nú var Konupek orðinn atvinnu- laus og þar með átti hann yfir hofði sér kæru vegna sníkjulifhaðar. Því flýði hann ásamt fjölskyldii sinni áf landi brott og settist að í Nor- egi. Þetta var fyrir tíu árum, og hann kunni ekki stakt orð í norsku. Nú kom fyrsta skáldsaga hans út á norsku, og allir ritdómar eru sam- mála um, að hún er rituð á lýta- lausu og fjörlegu bókmáli. Bókin byggist á endurminning- um höfundar úr sumarfríum hans nyrzt í Bæheimi. Skemmst frá að segja þá fellir hann engin saknað- artár. Hann lætur leikfélaga sinn rekja feril unglingsára sinna frá -bamalegum þykjustuleikjum, unz .,-,'. ¦.-¦¦¦!. LL-> •.¦•:¦,.:;.. i iii.-.i.rvj-.in(li jij i-fv • vi tiU-J invi taetfl hmutwa eOtivuuAwti *>* (¦..-f;.,.-, t wiíin : !• \t\trt.íXni. »«rIvJ'iu • •?. ¦-¦•- -i-rt - hann nítján ára gerir upp við sig, hvað hann ætlar að læra, „svo fremi að háskólinn verði ekki rifínn". (Það er að segja eftir innrás Rússa árið 1968.) Á þeim árum eru áhrif kunn- ingjanna sterk. Þannig kemst hann í kynni við alfræðiorðabók og skák, stundar náttúruskoðun og frjálsar íþróttir en fer á mis við fótbolta og bjóríþróttir. Þetta síðara ætti að vera forvitni- leg lesníng í umræðunni um bjór- ,_Dale . Carnegie þjálfun STJÓRNUNARNÁMSKEIÐ í Dale Carnegie®stjórnunarnámske- iðinu hafa þátttakendur gert raun- hæfar sparnaðaráætlanir, f rá 100.000 kr. upp í nokkrar milljónir, sem byggjast á raunhæfri notkun námskeiðsins. Námskeiðið hefst 10. mars kl. 9:00- 12:00 og stendur yfir í 6 fimmtu- dagsmorgna. Á námskeiAinu er fjallaö um m.a.: * Stjórnunarskrefin og notkun þeirra. •k Hvatningu og hvernig við getum byggt upp starfsábyrgð. * Skoðanaskipti - Hvernig við komum hugmyndum okkar til skila. * Að byggja upp fólk - Tilgang starfsins. ¦k Valdadreifingu sem tæki til að ná æskilegum árangri. * Skapandi hugmyndafiug og tímastjómun. FJÁRFESTING í MENNTUN SKILAR ÞÉRARÐIÆVILANGT. Innritun og uppiýsingar í síma 82411 STJÓRNUNARSKÓLINN % Konráð Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Carnegie námskeiðin" Michael Konupek inn, og þá einnig bjórspekin, en hún kennir, að himingeimurinn sé eins og þvagblaðra, sem þenst út. Svo kemur að því, að hún annað hvort springur eða tæmist. Leikfélagarnir velta fyrir sér hinztu rökum tilverunnar ekki síður en spekingarnir á kránni. Þeir efast um, að Guð kynni að vera til, þótt þeir taki ekki mark á því, sem fé- lagi kennari segir þeim í guðleysis- kennslu í skólanum. En þegar þeir í barnalega saklausri grimmd murka lífið úr ketti og þeir sjá, að hið lemstraða hræ er með öllu líflaust, verða þeir skelkaðir; skyndilega finnst þeim lífríkið allt andsnúið, eins og ef indíánaguðinn Manitú hefði reiðzt þeim. Á uppvaxtarárum eru að sjálf- sögðu líka kynferðismál á dagskrá. En bókin er ekki aðeins þroska- saga. Eins og titill hennar gefur til kynna, er hún jafnframt lýsing á landi og lýð. Samkvæmt sögunni er Böhmer- land heiti á heimsins lengsta mótor- hjóli. Það hafði verið grafið niður í jörð eins og fjársjóður, svo fannst það, var grafið upp, síðan var því stolið og að lokum gert upptækt í nafni lýðveldisins. Hafi slíkt vélhjól verið til, þá var það kallað eftir þeim hluta Bæheims, sem Hitler fékk að sameina Þýzkalandi í Miinc- hen-samningum árið 1938. En hver man nú orðið eftir fjaðrafokinu út af Súdetahéruðunum fyrir fimmtíu árum? Brezkur forsætisráðherra, Ne- ville Chamberlain, afhenti þá jaðar- lendurnar Tékkóslóvakíu Þjóðverj- um, enda voru þær byggðar þ^zku- mælandi fólki. Að því loknu þakk- aði Foringinn greiðann og sagði: „Vilduð þér, forsætisráðherra, gefa mér að skilnaði regnhlífína yðar til minningar um þessar heims- sögulegu sættir?" Bretinn svaraði: „Því miður get ég ekki orðið að ósk yðar, „Herr Hitler". Það er ekkert mál að af- henda meginiðnaðarsvæði annars lands, en regnhlífina læt ég ekki af hendi. Hana á ég sjálfur." Þegar Camberlain sté sigursæll út úr flugvélinni í Lundúnum, veif- aði hann pappírssnepli með undir- skrift Hitlers og kailaði til mann- fjöldans: „Friður á okkar tímum." Hann hafði afsökun á trúgirni sinni. Hitler hafði lof að að gera ekki kröf- ur til landa í Evrópu og stóð við það. Upp frá því hóf hann að hrifsa til sín lönd án óþarfa kröfugerðar. Hinir lúsiðnu, dverghögu Súdetar reyndust vera „falskir Tékkar". Fyrst um sinn fögnuðu þeir samein- ingunni við Stór-Þýzkaland, en urðu síðan að gjalda grunnhyggni sinnar. Þeir fylgdu foringjanum og blæddu í vígaslóð hans um álfuna þvera og endilanga og að hildarleiknum lokn- um voru þeir reknir af óðölum sínum slyppir og snauðir. Súdeta- héruðin voru þar með ekki lengi mannlaus. Hver sem stolið gat brá sér þangað og sneri ríkur heim. A stuttum tíma urðu hin blómlegu héruð að samfelldum ruslahaug strjálbyggðum mannrottum, sem skort hafði dug eða þor til að koma sér burt aftur, enda var varla að miklu að hverfa. Af þessum lýð er kominn sá, sem hér segir sögu sína í fyrstu persónu, þótt hann um síðir finni lífí sínu tilgang. Svið sögunnar er sett í eina slfka sárt leikna fjalla- sveit um það bil tíu árum eftir valdarán kommúnista. í nágrannaborginni tókst áætlun- arbúskap hins félagslega hagkerfis að töfra fram samfélagsgerð, sem var karlmönnum í vil þrátt fyrir svæsinn alkóhólisma. Þar voru kon- ur 7,5 sinnum fleiri en karlar. „Þar slást heilir hópar viðþols- lausra kvenna um hverja skjögrandi karltusku, sem veltur út úr ölstofu. Um þetta skrifa ég ekki. í Bæheimi vita það allir hvort eð er, en þeir sem hafa ekki kynnzt því, gætu einfaldlega ekki trúað mér." Svo segir í formála bókarinnar. Þrátt fyrir þessa sjálfsögun leiðir höfundur fram á sviðið þó nokkuð af skrautlegum manngervum. Þar er fremstur í flokki faðir sögu- mannsins. Hann lifir á örorkustyrk, enda er hann þjáður af gigt alla daga. í skjóli nætur bráir þó af honum, og er hann þá iðinn við að „raspa" hitt og þetta handa tíu manna fjölskyldu sinni samkvæmt heimagerðri kennisetningu: „Hvað sem sólin sýnir oss, má til að skaffa oss máninn." Þess vegna kemur það úr hörðustu átt, er hann rökstyður andúð sína á kommúnistum meðal annars með því, að undir þeirra stjórn sé búið að stela öllu steini léttara! Konupek dregur upp skýrar myndir af hverju mannsbarni, sem kemur við sögu. Það er lítil hætta á, að lesandi fari mannavillt í hinum fjölmenna hópi systkina eða kunn- ingja sögumannsins unga, en hann rifjar upp reynslu sína á hóteli, sem hafði tæmzt af starfsfólki og drykkjarföngum í kjölfar innrásar herja Varsjárbandalagsins. Jafnvel póstmeistarann i heimaþorpinu, al- gera aukapersónu, gerþekkjum við um leið og hans er getið. Aðeins eitt orð bregður ljósi á innræti hans og stjórnmálaafstöðu og lýsir um leið tíðarandanum. Hann er ekki nefndur annað en „bréfaopnarinn". Hin lipra, hispurslausa framsögn höfundar er í ætt við vinsælustu útflutningsafurð Tékka. Ha? Hver skyldi hún vera? — Pólitískir brand- arar. Nágrannar sögumannsins, menntafólk frá Prag, er í ónáð yfir- valda. Þýðing þeirra á leikriti Iones- cos Operusöngkonunni sköllóttu fæst hvorki gefin út né sett á svið. „Hví ekki það?" er spurt af hrekkleysi. „Fólkið myndi bara skemmta sér og hlæja." „Er það ekki svo, að menn óttast mest það, sem þeir ekki skilja?" segir samyrkjubústjórinn, en stöðu sinnar vegna hefur hann orðið að sitja margan hrútleiðinlegan flokks- fund. „Kommúnistar hafa ekki snefil af skopskyni. Þá vantar ein- faldlega frurnur 'heilann til að geta skilið gamansemi. Þess vegna þola þeir ekki, að fólk hlæi og geri að gamni sínu ... Þeir hugsa sér héim- inn eins og belju — með öðrum endanum étur hún gras, og svo dettur það niður út um hinn — þið vitið hvað — en úr miðjunni lekur mjólk. En það sem til er i heiminum að auki af hugsun og hlátri geta þeir ekki útskýrt. Aldrei. Reyndu bara að skilgreina hláturinn hag- UBBURINN í BANDARÍKJUNUM Einkaumboð og söluaðili: BRIMBORG Ármúla 23, símar: 685870 og 681733
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.