Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 12
m MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR i. MARZ 'Í988 HAMSKIPTI SKÍRNIS Békmenntir Jóhann Hjálmarsson SKÍRNIR. Timarit Hins íslenska bókmenntafélags. 161. ár. Ritstjóri Vilhjálmur Arnason. Vor og haust 1987. Breyting hefur orðið á Skírni hvað útlit varðar og líka það að nú eru heftin tvö á ári, koma út vor og haust. Einnig hafa orðið rit- stjóraskipti. Efnislega hefur Skírnir ekki tek- ið miklum breytingum þótt augljós Vilhjálmur Árnason, ritstjóri Skírnis. sé sú viðleitni að yngja hann upp. Nefna má þáttinn Skáld Skírnis, Þorsteinn frá Hamri með ljóð í vor- hefti, Þóra Jónsdóttir í hausthefti. Annar þáttur sem nokkra eftirtekt vekur er Skírnismál, vettvangur skoðanaskipta. í vorhefti ræðir Halldór Guðjónsson um menningar- arf og stjórnmálaskyldu Islendinga, en í hausthefti andmælir Gunnar Harðarson honum með því að spyrja: Snýst málið um staðreyndir? Skírnir er hefðbundið rit og frem- ur þungt í vöfum sem slíkt. Við- leitni nýja ritstjórans, Vilhjálms Árnasonar, skal ekki dæmd að sinni, enda er hann rétt að fara af stað. Skírnir 1987 er trúr helsta áhugamáli sínu, íslenskum fræðum, einkum fornsögum. Heimspeki er líka góðu heilli fyrirferðarmikil í Skírni, ekki síst tilvistarstefna sem undanfarin ár hefur verið Skírnis- höfundurn áleitið viðfangsefni. Vil- hjálmur Arnason fjallar m.a. um tilvistarstefnuna í ritgerð sinni: Arfur Hegels og Páll Skúlason skrifar um tilvistarstefnuna og Sig- urð Nordal. í Skírni og litla bróður hans, Andvara, er Nordal mjög á dagskrá og er ekki ólíklegt að um- ræða haldi áfram um þennan óvið- jafnanlega snilling og gerist jafnvel gagnrýnin eins og hann vildi sjálfur. Margt er athyglisvert í Skírni, en fæst beinlínis skemmtilestur. Ég vil þó nefna meðal eftirminnilegra ritgerða, auk þeirra sem þegar hef- ur verið drepið á, Lífsviðhorf síra Matthíasar Jochumssonar eftir Gunnar Kristjánsson, Líf er að vaka en ekki að dreyma eftir Guðna Elís- son, Norrænir menn í vesturvíking - hin hliðin eftir Magnús Fjalldal, Sannfræði fornsagnanna eftir Jón- as Kristjánsson (einkar lifandi grein) og Kristin trú á tækniöld eftir Sigurbjörn Einarsson. Ritdómum hefur fjölgað í Skírni, en þeir eru mjög misjafnir að gerð og gæðum, sumir markvissir, aðrir eins og utan við samtíð og samtíma- bókmenntir. Þetta getur staðið til bóta með framlagi ungra bók- menntamanna. Bókmenntaskrá Skírnis, tekin saman af Einari Sigurðssyni, kemur nú út í 19. sinn og fylgir Skírni. Þetta rit er fyrir löngu orðið ómiss- andi og unnið af alúð þótt varla geti það orðið fullkomið frekar en önnur mannanna verk. I raun vant- ar okkur skrá um alltsem skrifað er um bókmenntir á íslandi, inn- lendar og erlendar, en upplýsingar um það sem útlendingar skrifa um íslenskar bókmenntir eru í Bók- menntaskrá Skírnis. Blásarakvintett Reykjavíkur. FIMMHJOLADRIF Tónlist Jón Asgeirsson Blásarakvintett Reykjavíkur frumflutti hér á landi tónverkið Fimmhjóladrif, eftir Atla Heimi Sveinsson, á vegum Musica Nova og fóru tónleikarnir fram í tón- leikasal Menntaskólans við Hamrahlíð. Höfundurinn greindi lítiliega frá gerð verksins í stuttu og greinagóðu spjalli áður en verkið var flutt, en segja má að bæði nafn verksins og gerð þess eigi sér samsvörun í hljóðumhverfi samtíðarinnar. Menn trúa á og dýrka vélakraftinn og þeirri dýrk- un fylgir hljóðræn síbylja, sem höfundurinn byggir fyrri hluta verksins á. Þar næst slær höfund- urinn á léttari strengi og gerir í raun lúmskt grín að alvarlegu nútíma tónleikahaldi, trúðsskap og snobbi er því getur fylgt, en svo einkennilegt sem það nú er, þá verður grínið alvarlegt og al- varan grín. Þegar gríninu lýkur, magnast síbyljan að nýju en lýkur jafn skyndilega sem hún hófst og þá tekur við þagnarauðnin, er í má Atli Heimir Sveinsson ef til vill greina tónbrot, sem eiga sér annan uppruna en vélvædda síbyljuna. Síbyljunni nær Atli með því að beita svonefndri „ostinato" (þrástefja) tækni en byggir þrá- stefja þættina upp á ólíkum stef- gerðum og vinnuaðferðum, þann- ig að þessi langa þrástefjun verð- ur býsna margbreytileg og víða skemmtilega hljómandi. Eftir hljómleikagrínið verður þessi þrá- stefjun allt að því einn glundroði (Kaos) og á þann hátt nær hann að gera þögnina og kyrrðina sér- lega áhrifamikla, svo að áheyr- endur með sérstökum hætti verða hluti hennar og dirfast jafnvel ekki að trufla hana. Það er varla hægt að hugsa sér þögnina áhrifa- meiri. Flytjendur voru Bernharður Wilkinson, Daði Kolbeinsson, Ein- ar Jóhannesson, Joseph Ognibene og Hafsteinn Guðmundsson en flutningur þeirra var frábærlega vel útfærður. Eins og tónskáldið sagði í forspjallinu, er hér um að ræða samvinnu frábærra tónlist- armanna og það er einmitt í langri samvinnu þeirra sem þeir hafa náð að þróa með sér einstaklega samstilltan leik. Auk tæknikunn- áttu hvers og eins, byggist sam- stilling á samvirkum hugboðum, sem ekki er hægt að skynja og vinna með, nema í langvinnu sam- starfi, rétt eins og í öllum mann- legum samskiptum og þar hefur Blásarakvintett Reykjavíkur náð langt, enda er leikur þeirra félaga annað og meira en góð spila- mennska, hún er list. Deilt um heUbrigðisþjónustuna Erlendar bækur Guðmundur Heiðar Frímannsson Oliver Letwin & John Redwood: Britain's Biggest Enterprise, Center for Policy Studies, 1988 Deilur um heilbrigðisþjónustuna hafa verið mjög ofarlega á baugi í stjórnmálum í Bretlandi að undan- förnu. Þessi átök hafa staðið frá því fyrir jól. Tvisvar í viku fær leið- togi stjórnarandstöðunnar tækifæri til að leggja spurningar fyrir for- sætisráðherrann. Neil Kinnock hef- ur notað hvert einasta tækifæri nú í meira en mánuð til að fásvör frá frú Thatcher um vanda heilbrigðis- þjónustunnar. Til viðbótar þessu hafa komið verkföll hjúkrunarfræð- inga í einn dag fyrr í þessum mán- uði, vinnustöðvanir í Skotlandi vegna fyrirætlana um að bjóða út þvott og matargerð fyrir sjúkrahús- in og hótanir um frekari átök á næstunni. Fjölmiðlar eru fullir af frásögnum af einstaklingum, sem ekki fá framkvæmdar jafnvel lífsnauðsynlegar aðgerðir og tvisvar hefur það gerzt að undanförnu að ung börn, sem þurftu að bíða vikum og mánuðum saman eftir að gang- ast undir hjartaskurðaðgerðir, lét- ust. Af eðlilegum ástæðum grunar menn að þau hafi látizt vegna þess, að aðgerðunum var frestað og þau því þróttminni en ella. Vandi heilbrigðisþjónustunnar er margvíslegur. 700 þúsund manns eru nú á biðlista til að komast inn á sjúkrahús í aðgerðir, sumar lífsnauðsynlegar. Skortur á hjúkr- unarfræðingum er mjög alvarlegur á sumum svæðum í landinu, sér- staklega á Lundúnasvæðinu. Kostn- aður vegna sömu þjónustu er mjög breytilegar eftir landssvæðum og stöðugt eru uppi raddir um að ekki sé gætt nægilegrar hagkvæmni inn- an heilbrigðisþjónustunnar. Nú í ár fer um 21 milljarður sterl- ingspunda til heilbrigðisþjón- ustunnar af fjárlögum ríkisins, bað er yfir 1200 milljarðar íslenzkra króna. Við hana starfa um ein millj- 6n manns og um 100 þúsund eru meðhöndlaðir á degi hverjum á sjúkrahúsum innan hennar. Allir starfsmenn brezka stjórnarráðsins eru um hálf milljón. Þegar teknar eru ákvarðanir um heilbrigðisþjón- ustuna er um gífurlega fjármuni að tefla, lífsviðurværi ótrúlega margs fólks, að ekki sé talað um líf og dauða þeirra, sem þurfa að glíma við alvarlega sjúkdóma. Stjórnin hefur verið sökuð um skort á mannúð og samvizkuleysi að láta heilbrigðisþjónustuna vera í því ástandi, sem hún er. Forsætis- ráðherrann hefur svarað í þinginu með miklu talnaflóði. Hún hefur réttilega sagt að framlög til heil- brigðisþjónustunnar hafí aukizt meira en verðbólga á síðustu níu árum, biðlistinn hafi verið 750 þús- und manns, þegar hún tók við, og til að greiða fyrir heilbrigðisþjón- ustuna þurfi heilbrigt efnahagslíf, sem stjórnin verði að taka mið af. Þetta er allt satt og rétt. En málið er samt svolítið flóknara. Á þessum tíma hefur kostnaður við heilbrigð- isþjónustuna aukizt vegna flóknari tækjabúnaðar og þótt laun hjúkr- unarfræðinga og óbreyttra sjúkra- húslækna séu lág, þá hafa þau hækkað meira en verðbólga á valda- tíma stjórnar Thatcher. Það er því dýrara að halda uppi sömu þjónustu og áður. Það jók svo enn vanda stjórnarinnar í þessu máli, þegar það spurðist að tekjur ríkissjóðs á þessu ári yrðu að líkindum 5 til 7 milljörðum umfram áætlanir. Það gaf stjórnarandstöðunni færi á að leggja málið þannig upp, að valið væri á milli lækkunar tekjuskatts um 2 prósent og 2 milljarða til heil- brigðisþjónustunnar. En hvernig á að bregðast við þessum vanda? Verkalýðsfélögin og Verkamannaflokkurinn vilja að stjórnin leggi fram 2 milljarða punda, eða um 130 milljarða íslenzkra króna, til viðbótar þeim, sem áætlaðar eru fyrir næsta ár, til að bæta þjónustuna. Aðrir hafa lagt til að þegar í stað verði settar um 600 milljónir punda f heilbrigð- isþjónustuna til að laga verstu agnúana. Það hafa einnig komið fram raddir um róttækar breytingar á fjármögnunarkerfi heilbrigðis- þjónustunnar. í þeim hópi eru höf- undar þessarar ritgerðar, sem hafa ýmsar róttækar tillögur til lausnar á langtíma vanda heilbrigðiskerfis- ins. Það virðist einnig vera hug- mynd ríkisstjórnarinnar, ef marka má nýleg orð heilbrigðismálaráð- herrans, John Moore, á ársþingi ungra íhaldsmanna, en þar sagði hann að taka þyrfti upp greiðslur í ríkara mæli en nú væri innan kerfisins, en jafnframt að halda yrði í þá meginhugmynd, að allir nytu heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags. Þegar stjórn Verkamannaflokks- ins kom heilbrigðiskerfinu á fót í núverandi mynd eftir seinni heims- styrjöldina, þá átti hún að vera ókeypis fyrir sjúklinga og greiðast að fullu í sköttum. Hún átti að vera ókeypis vegna þess að allir áttu að geta notið hennar án tillits til efna- hags. Reglan um að sjúklingar greiði ekki fyrir þjónustuna er mun víðtækari í Bretlandi, að því er virð- ist, en á íslenzkum sjúkrahúsum. Þegar á fyrsta ári varð ljóst að taka varð gjald fyrir suma þjón- ustu. Eftirspufnin varð meiri en við varð ráðið. Það þarf ekki að koma á óvart. Þar sem markaðslögmál ríkja myndast verð í samspili fram- boðs og eftirspurnar. Þótt þegnarn- ir greiði fyrir heilbrigðisþjónustuna með sköttum, þá er sambandið á milli skatta og heilbrigðisþjónustu nægilega óljóst til þess að ekkert verðskyn myndast. Framboðið á heilbrigðisþjónustu hlýtur að vera takmarkað vegna þess að fé ríkisins er takmarkað og því þarf að veita í fleiri hkiti: Gæðin eru ekki óendan- leg. Eftirspurnin virðist hins vegar vera ótakmörkuð. Af þeirri ástæðu einni þarf ekki að koma á óvart að langir biðlistar séu um pláss á sjúkrahúsum. Ýmsar tillögur eru uppi um, hvað á að gera. Þrjár ber hæst: Að auka samkeppni milli sjúkrahúsa, auka samvinnu einkasjúkrahúsa og opin- berra og auka gjaldtöku. Líkur eru á að aukin samvinna komist á fljót- lega, þótt ekki sé enn ljóst hvernig henni verður nákvæmlega háttað. Það gæti létt á álaginu hjá sumum sjúkrahúsum. En það er ekki eins einfalt og margir kynnu að halda að auka samkeppni milli sjúkra- húsa. Ástæðan er sú, að aukin hag- kvæmni með samkeppni hefur í för með sér hættu á að þeirri megin- reglu verði vikið til hliðar að allir hafi jafnan aðgang að þjónustunni án tillits til efnahags. Auknar greiðslur virðast einnig brjóta þá reglu, ef farið er umfram algert lágmark. Það má eiga von á fjörugum rök- ræðum um þetta efni á næstu vikum og mánuðum f Bretlandi. Það má hins vegar búast við því að gerðar verði tilraunir með einhvers konar samkeppni í heilbrigðisþjónustunni á næstunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.