Morgunblaðið - 01.03.1988, Page 14

Morgunblaðið - 01.03.1988, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 Askriftartónleikar Sinfóníuhlj óms veitar Islands: Óperan Don Carlos frumflutt hérlendis FIMMTUDAGINN 3. mars frum- flytur Sinfóníuhljómsveit íslands óperuna Don Carlos eftir Gius- eppe Verdi í Háskólabíói á áskriftartónleikum. Auk hljóm- sveitarinnar sjmgur kór íslensku óperunnar ásamt sex einsöngv- urum. Stjórnandi hljómsveitar- innar er Þjóðveijinn Klauspeter Seibel, en kórstjóri Peter Locke. Óperan Don Carlos var frumflutt í París í mars 1867 og hlaut þá fremur kaldar viðtökur. Á þriðja áratug þessarar aldar var farið að sýna Don Carlos í óperuhúsum og meta verkið að verðleikum. Þessi ópera hefur þó aldrei verið flutt hérlendis áður í einni heild, heldur einstakar aríur. Kór íslensku óperunnar syngur ásamt sex einsöngvurum. Þeir eru: Luisa Bosabalian, sópransöng- kona, sem hefur unnið til margra verðlauna fyrir söng sinn. Hún nam við Scala í Mflanó og einbeitir sér að verkum Mozarts, Verdis og Puccinis. Luisa Bosabalian er tíður gestur við frægustu óperuhús heims. Hún hefur fast starf við Ríkisóperuna í Hamborg. Jan Hendrik Rootering, baritón, nam sönglist í Hamborg og starfaði um tíma við þýsku Rínaróperuna í Dússeldorf. Frá 1983 hefur hann verið fastráðinn við Ríkisóperuna í Múnchen, auk þess sem hann hefur sungið sem gestur við mörg óperu- hús í Evrópu. Kristinn Sigmundsson þarf ekki að kynna nánar fyrir óperuunnend- um, enda hefur hann unnið fræki- legan söng- og leiksigur með Is- SIEMENS Klauspeter Seibel, stjórnandi. lensku óperunni þessa dagana í Don Giovanni. Girogio Aristo, tenórsöngvari, hleypur í skarðið fyrir Kristján Jó- hannsson, sem átti upphaflega að syngja í þessari uppfærslu en varð að biðjast undan því vegna skuld- bindinga sinna við Scala óperuna í Mflanó. Giorgio Aristo er einn söngvaranna, sem nam söng við Scala í Mflanó. Rúmeninn Attila-Julisus Kovacs lauk stúdents- og söngprófí frá Tónlistarskólanum GH Dima 1965. Hann söng um árabil við óperuna í Klausenburg og tók á sama tíma þátt í mörgum sýningum utan k Luisa Bosabalian, sópransöngkona. heimalands síns, þ.á m. Júgóslavíu, Austur-Þýskalandi, Ítalíu og Sviss. Frá 1983 hefur hann starfað sem bassasöngvari í Kiel í Vestur- Þýskalandi og víðar. Að lokum má nefna pólsku messósópransöngkonuna Maria Pawlus-Duda. Hún hefur sungið öll helstu messósópran óperuhlutverk- in, allt frá Mozart, Bellini og Smet- ana til Verdi, Puccini og Richards Strauss. Hún nam við söngakadem- íuna í Kraká og hefur komið víða fram sem konsertsöngkona. Hún er nú fastráðin við ríkisóperuna í Saarbrucken í Þýskalandi. Stjórnandinn á hljómsveitarupp- færslunni á Don Carlos er Þjóðveij- inn Klauspeter Seibel. Hann er íslenskum tónlistarunnendum að góðu kunnur, enda hefur hann oft Jan Hendrik Rootering, baritón. Attila Julius Kovacs, bassasöngvari. áður stjómað á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitarinnar, bæði í Reykjavík og á hljómleikaferðum um landið. Eftirminnileg er uppfærslan undir hans stjóm á Hollendingnum fljúg- andi eftir Wagner í mars 1985. Klauspeter Seibel er nú aðalstjórn- andi Ópemnnar í Hamborg og stjómandi Sinfóníuhljómsveitarinn- ar í Numberg. Hann hefur stjómað fjölda tónleika og ópera austan hafs og vestan við góðan orðstír. Kristinn Sigmundsson, baritón. Maria Pawlus-Duda, messósópran. Hann stundaði nám í píanóleik, tónsmíðum og hljómsveitarstjóm, en síðustu 30 ár hefur hann nær eingöngu einbeitt sér að hljómsveit- arstjórn. Klauspeter Seibel er einnig prófessor við Tónlistarháskólann í Hamborg. Tónleikarnir heijast á fimmtudag klukkan 20.30. Nú þegar em fáir miðar eftir á þá sýningu og verða þeir endurfluttir í Háskólabíói laug- ardaginn 5. mars kl. 14.00. Fjölhæf hrærivél frá Blandari og graanihétiskvörn! fylgja með! >Allt á einum armi. H-lrærir, hnoðar, þeytir, blandar, brytjar, rífur, og sker — bæði fljótt og vel. Htarlegur leiðarvísir á íslensku. Smith & Norland Nóatúni 4 — s. 28300 Karlakór Reykjavíkur. Karlakór Reykjavíkur í söngf ör til ísraels og Egyptalands um páskana KARLAKÓR Reykjavíkur fer um páskana í sína fimmtándu söng- för til útlanda. Að þessu sinni fer kórinn til ísraels og Egypta- lands. Kórnum var boðið á al- þjóðlega sönghátíð í Tel Aviv. Þar munu koma fram kórar frá löndum í fjórum heimsálfum. Á þessari sönghátíð syngur Karla- kór Reykjavíkur þijá konserta, meðal annars í stórum miðalda- kastala frá dögum krossfaranna í Jaffaborg. Ennfremur syngur kórinn í Kaíró, höfuðborg Egyptalands. Karlakór Reykjavíkur syngur undir stjóm Páls P. Pálssonar, en undirleikari verður Catherine Will- iams. Einsöngvarar með kómum verða Haukur Páll Haraldsson, sem stundað hefur söngnám í Vínarborg sl. 4 ár, og bandaríska söngkonan Marilee Williams, eiginkona Hauks. Vortónleikar kórsins verða að þessu sinni í Langholtskirkju dag- ana 15., 16., 18. og 19. mars. Verð- ur þar meðal annars flutt sumt af því, sem kórinn hefur á dagskrá í utanlandsferðinni. í fréttatilkynningu frá kómum segir að ákveðið hafí verið að gefa fólki kost á að koma með kómum í þessa ferð og verður öllum heimil þátttaka meðan pláss leyfír. Til ráðstöfunar eru innan við 50 sæti og að öðm jöfnu munu styrktarfé- lagar kórsins ganga fyrir. Ferðin hefst 30. mars og verður komið heim 14. apríl. Þeir sem taka þátt í ferðaauka með skemmtiferða- skipi á Suður-Níl, þar sem siglt verður suður undir landamærí Súd- an, koma heim þann 21. aprfl. . í landinu helga, ísrael, verða ■ skoðaðir allir helstu sögustaðir Bibl- íunnar. Dvalið í Jerúsalem og farið í skoðunarferðir til Nazaret, Galíleuvatns, Kapemaum, Jeríkó, Mazada, Dauða hafsins, Betaníu, Getsemani, Betlehem og Betle- hemsvalla. í ferðalok verður dvalið 3 daga á baðströnd Miðjarðarhafsins í Tel Aviv. í Kaíró verða skoðaðir sögu- staðir faraóatímans á Nílarslétt- unni, borgarlífið og basararnir í Kairó, pýramídamir miklu og sitt- hvað fleira.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.