Morgunblaðið - 05.03.1988, Page 42

Morgunblaðið - 05.03.1988, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1988 Stjörnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson NámskeiÖ í dag ætla ég að halda áfram með námskeiðið í stjömu- speki. Undanfama tvo laugar- daga hefur birst listi yfir lykil- orð pláneta, en í dag hefst umQöllun um einstakar plán- etur. Sólin er fyrst á dagskrá. Sólin Þegar þú segir að þú sért í Hrútsmerkinu eða Tvíburan- um ert þú í raun að segja að Sólin hafí verið ( þessu merki þegar þú fæddist. Þú ert að segja að grunneðli þitt, vilji og lífsorka taki mið af þessu merki. Auk þessara þátta er sagt að Sólin sé táknræn fyrir sjálf okkar, ég-ið, meðvitund og sjálfstjáningu. Sólin er stjómandi Ljónsins, en það merki þykir hafa eiginleika Sólarinnar sterkt í fari sínu. Konur Sólin er lífsorkan og er því gerandi afl, samsvarar t.d. yang í kínverskri heimspeki. Hún er því uppspretta hreyf- ingar, lífs og athafna. Sagt er síðan að hún sé hið „karl- mannlega" eða gerandi í mót- stöðu við hinn „kvenlega" eða þolandi og móttækilegan yin- þátt lífsins. Þegar hin hefð- bundna kynjaskipting ræður rikjum segir Sólin til um það i korti konu hvemig manni hún laðast að. Það er eðlilegt þvi þegar kona er bundin af heimili og baraauppeldi fær hún að töluverðu leyti útrás fyrir framkvæmdaþörf sína í gegnum manninn sinn. Kona sem hefur Sól í Hrútsmerki eða Bogmanni og er bundin yfír heimili ætti i ofanálag erfitt með að þola rólegan og hreyfingarlítinn karlmann. Hvað varðar siðari ár og kvennahreyfínguna má segja að þar segi konur „Ég vil vera mín Sól sjálf. “ SterkSól Eins og gefur að skilja getur Sólin verið mismunandi sterk i kortum fólks. Segja má að hún sé sterk ef hún er Rísandi, í fyrsta húsi eða á Miðhimni, f 10. húsi. Sólin er einnig oft sterk ef hún er f Ljónsmerkinu eða í mörgum og sterkum af- stöðum. Sterk Sól skapar ákveðna tegund persónuleika. Hið neikvæða er sjálfselska og eigingimi, ráðríki og það að ráðskast með aðra, stela sifellt senunni og atmennt að yfirgnæfa umhverfið. Hið já- kvæða er sterkur vilji og sjálfstraust, ákveðni og stjóm- unarhæfileikar, svo nokkuð sé nefnL VeikSól Ef Sólin er veik, t.d. ótengd eða i erfiðum afstöðum er hætt við að persónuleiki við- komandi verði óljós og hann eigi erfitt með að beita vilja sínum og vera hann sjálfur. Viðkomandi verður ekki ger- andi og að sjálfsögðu getur hann skort lífsorku. AldursskeiÖ Þar sem Sólin tengist vilja og þvf að framkvæma og vera sjálfstæður þá er eðlilegt að segja að hún tengist ákveðnu æviskeiði. Það gefúr augaleið að litið bam sem er í umsjón foreldra sinna heftir ekki náð að þroska Sól sína. Enda er sagt að Tunglið sé sterkast á fyrstu árum ævinnar, en að Sólin mótist oft ekki fyrir al- vöru fyrr en upp úr tvitugu. Það má síðan segja að i sum- um tilvikum verði Sólin aldrei sterk. Maður sem lætur sig fljóta með straumnum, tekur við fyrirskipunum frá foreldr- um og síðan maka og atvinnu- rekanda verður akirei Sól, eða sjálfstæður einstaklingur. GARPUR GRETTIR DYRAGLENS UOSKA FERDINAND TíTTTTTTTTTTTTTTT^T^TT?: -TT?TTrrTTTT?TT?TTT^??T^TT??TT?!TrTTTr: ::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: SMAFOLK I COULPNT PECIPE IF I IUANTEP MARBLE FUP6E, CH0C0LATE, ROCKV ROAp N/ANILLAORBUTTER PECAN.. I FINALLV PECIPEP TO TRVMARBLE FUP6E.. THEN I HAPTO CH00SE BETWEEN A PLAlN CONE 0R A 5UGAR CONE... I PECIPEP ON THE 5U6AR CONE..50 WHAT HAPPENEP? I WENT OUT THE P00R, ANP PROPPEP THE WHOLE THIN6 ON THE 5IPEUUALK! Ég gat ekki ákveðið hvort ég vildi maTmarahjúp, gúkkulaði, vanilla eða valhnotu ... Loks ákvað ég að taka marm- ara ... og þá varð ég að ve(ja hvort ég vildi venjulegt form eða sykurform ... Ég valdi sykurform ... og hvað skeði? Ég fór út og miasti allt á gangstéttina! Gkki að segja að Iff mitt sé ekki harmleikur eftir Shakespeare. Ég skal ekki segja það. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Algeng afsökun fyrir því að segja of mikið á spilin er slæm staða í leik. „Það varð eitthvað að gera,“ segja menn stundum sér til málsbóta, en sveitarfélag- amir hafa litinn áhuga á rökum af því tagi. Nema, auðvitað, þegar áhættan skilar arði. Það hefur enginn neitt út á árangur að setja, hvemig sem til hans er stofnað. Norður gefur; NS á hættu. Norður ♦ ÁD64 V72 ♦«? í™r83 VD95 VKG103 tG105 Suður 4 K872 ^ 4 ÁG64 ¥Á864 ♦ ÁD87432 *- Sagnimar þola illa prentun, bæði 'norður og suður teygðu sig við hvert fótmál og niðurstaðan varð að lokum sex tíglar í suður. Vestur spilaði út spaða, og þrátt fyrir að drottningin héldi slagnum, virtust vinningsmögu- leikar suðurs harla litlir. En þeg- ar neyðin er stærst er hjálpin næst. Sagnhafi spilaði laufi úr borðinu f öðmm slag og austur liðkaði til með því að stinga upp ás. Nokkuð skiljanlegt, því hann var hræddur um að suður ætti kónginn blankan. En þetta kost- aði það og nú kom það í hlut vesturs að valda laufið. Næst spilaði suður litlu hjarta. Hugmyndin var að trompa í það minnsta eitt hjarta í blindum. Vömin hefði átt að gefa sagn- hafa færi á að stinga tvö hjörtu í borðinu, því þá fengi vestur trompslag. En austur trompaði út. Sagnhafi varð þá að lfa sér lynda að stinga eitt hjarta. Kast- þröng var síðasta vonin, og hann spilaði næst trompunum til enda: Norður ♦ Á6 V- Vestur ♦ d Austur ♦ K9 ♦ 108 r- 11 ♦ K ♦ - ♦ - ♦ k Suður ♦ 7 ♦ 8 ♦ 8 ♦ - ♦ - Hún var fyrir hendi og tígul- áttan batt svo endahnútinn á verkið. Þegar upp var staðið reyndist þessi hetjulega barátta NS óþörf, því andstæðingamir á hinu borðinu létu sér nægja að spila þijá tígla. Þannig gengur það. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Wijk aan Zee f Hollandi í janúar kom þessi staða upp í skák ungs hol- lensks alþjóðameistara, Jeroen Piket, og norska stórmeistarans Simen Agdestein, sem hafði svart og átti leik. Hvitur lék siðast 20. g2 — g3, sem lftur vel út en svartur á öflugt svar: 20. - HxgSI, 21. Rf3 - Bc6, 22. Bxa6 - Hd5!, 23. Rg5 - Hxe3+, 24. fxe3 - Dxe3+, 25. Be2 - Dg3+ og hvítur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.