Morgunblaðið - 06.04.1988, Síða 4

Morgunblaðið - 06.04.1988, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988 Styttan af Tómasi Guðmundssyni: A stall fyrir mánaðamót LAGFÆRINGU á styttunni af Tómasi Guðmundssyni, sem skemmd var og fjarlægð úr Aust- urstræti að morgni skírdags, verður lokið fyrir næstu mánað- armót. Þá er áætlað að styttunni verði komið fyrir á sinum fyrri stað. Klukkan rúmlega 5 að morgni skírdags var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt að sést hefði til tveggja manna í göngugötunni í Austurstræti þar sem þeir voru að koma styttu Sigurjóns Ólafssonar af Tómasi Guðmundssyni fyrir í farangursgeymslu bifreiðar. Vitni skráðu hjá sér skráningamúmer bifreiðarinnar. Ökumaðurinn reyndist vera 18 ára sonur eigan- dans og vísaði hann á styttuna á heimili félaga síns. Þar fannst hún snemma á skírdag. Piltamir sögðu við yfirheyrslu hjá lögreglunni að þeir hefðu komið að þar sem búið var að brjóta stöp- ulinn undan styttunni og lá hún í götunni. Ekki gáfu þeir haldbæra skýringu á því hvers vegna þeir hefðu fjarlægt styttuna í stað þess að gera vart um tjónið. Málið er enn talið óupplýst. Steyptur stöpull sem styttan stóð á er brotinn og talinn ónýtur. Stytt- an sjálf er hins vegar lítið skemmd, að sögn Gunnars B. Kvaran list- fræðings. Hann hefur umsjón með styttum í eigu Reykjavíkurborgar. „Styttan af Tómasi verður vonandi kominn á sinn fyrri stað í lok þessa mánaðar," sagði Gunnar B. Kvaran. „Það verður steyptur nýr stöpull og við ætlum að reyna að ganga þannig frá að þetta geti ekki ehdur- tekið sig. Skemmdir á styttunni eru ekki miklar, rispur í veðmnarhúð- Borgarstarfsmenn fjarlægja brotinn stöpulinn á skírdag. Morgunblaðið/Ámi Sæberg inni. Það verður slípað til þar sem hún marðist og síðan á þetta að veðrast til á nokkrum vikum eða mánuðum. Stöpullinn verður steyptur á staðnum þegar veður leyfir. Við eigum eftir að hanna endanlegu útfærsluna á þessu en ég á von á að stöpullinn verði hafð- ur breiðari og verklegri en hann var svo að minni hætta sé á að þetta geti endurtekið sig,“ sagði Gunnar. „Manni bregður við þegar ráðist er svona á listaverk, skemmdar- vargar hafa yfirleitt látið þau í friði þótt allt hafí verið brotið og braml- að í kringum þau. Listaverk hafa fengið að vera í friði í borginni síðan hafmeyjan í Tjörninni var sprengd í loft upp,“ sagði Gunnar B. Kvaran listfræðingur. Þórir Þorsteinsson lögregluvarðstjóri við styttuna af Tómasi Guð- mundssyni. Styttan var í vörslu lögreglunnar yfir páskahelgina. Sigurjón Sigurðsson í Raítholti látinn VEÐURHORFUR í DAG, 6.4. 88 YFIRLIT f gær: Yfir Grænlandi er 1.032 mb hæð en 1015 mb að- gerðarlítil lægð við Snæfellsnes þokast austur. Heldur mun kólna í veðri. SPÁ: Norðan- og norðaustangola eða kaldi. Sumstaðar dálítil él um norðan- og norðaustanvert landið, en víða bjartviðri sunnan- lands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FIMMTUDAG: Fremur hæg norðan- og norðaustan- átt. Víða dólítil él noröan- og austanlands en úrkomulaust um sunn- an- og suðveatanvert landið. Víða 1—3ja stiga frost. HORFuR á FOSTUDAG: Suðaustanótt, sumstaðar allhvoss vest- an- og suðvestanlands, en hægari annars staðar. Snjókoma eða slydda um sunnan og vestanvert landið en að mestu úrkomulaust annars staðar. Hiti um frostmark. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hKi veður Akureyri +1 alskýjað Reykjavík 3 úrkoma grennd Bergen e súld Helsinki vantar Jan Mayen +6 skýjað Kaupmannah. 9 skýjað Nar&sarssuaq +16 heiðskfrt Nuuk +8 snjóél Osló 4 þokumóða Stokkhólmur 11 léttskýjað Þórshöfn 6 skúrir Algarve 15 mistur Amsterdam 8 mistur Aþena vantar Barcelona vantar Berlín 12 hálfskýjað Chicago 12 hálfskýjað Feneyjar 14 alskýjað Frankfurt ð rignlng Glasgow 14 léttskýjað Hamborg 9 léttskýjað Las Palmas 18 skýjað London 7 skýjað Los Angeles 14 heiðskfrt Lúxemborg 8 mistur Madrid 11 skýjað Malaga 18 alskýjað Mallorca 16 léttskýjað Montreal 8 þokumóða New York vantar París 10 hálfskýjað Róm 19 léttskýjað Vln 10 rigning Washington 15 heiðskýrt Winnipeg 1 léttskýjað SIGURJÓN Gísli Sigurðsson, bóndi að Raftholti í Holtahreppi í Rangárvallasýslu, lézt annan apríl síðastliðinn. Hann var 93 ára að aldri, fæddur 4. marz 1895 í Bjálmholti. Foreldrar Siguijóns voru Sigurð- ur Sigurðsson bóndi í Bjálmholti og eiginkona hans Borghildur Þórð- ardóttir frá Sumarjiðabæ. Hann stundaði nám hjá Ófeigi Vigfús- syni, prófasti á Fellsmúla og við Hvítárbakkaskóla í Borgarfirði. Hann stundaði fiskveiðar sem há- seti 13 vetrarvertíðir á öllum veiði- skipum öðrum en mótorbátum, en vann við landbúnað hjá foreldrum sínum sumur og haust. Siguijón stundaði búsakp í Kálfholti í Ása- hreppi 1922 til 1928, en þá íluttist hann að Raftholti og bjó þar síðan. Siguijón tók mikinn þátt í félags- málum. Hann sat í hreppsnefnd frá 1938 til 1970, í sýslunefnd 1942 til 1970, í skólanefnd 1942 til 1974, formaður hennar 1946 til 1958, í sóknarnefnd 1938 til 1971 og skattanefnd frá 1948. Hann átti einnig sæti í 6 manna nefndinni, sem ákveður verð landbúnaðarvara til bænda árin 1943 og 1947 til 1959. Hann sat í stjóm Stéttarsam- bands bænda og í Framleiðsluráði landbúnaðarins 1945 til 1953. Var fulltrúi á aðalfundum Stéttarsam- bands bænda 1946 til 1956, í stjórn Búnaðarssambands Suðurlands 1946 til 1976,Búnaðarþingsfulltrúi 1947 til 1954 og 1958 til 1966. Hann sat í skólanefnd Laugarlands- skóla þau þijú ár, sem bygging hanas stóð yfir. Var endurskoðandi Holta- og Ásahrepps 1937 til 1964. Varaþingmaður fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í Rangárvallasýslu 1942 til 1959 og sat á Alþingi í október 1955. Siguijón var í stjóm Ungmenna- félagsins Ingólfs 1914 til 1922 og Héraðssambandsins Skarphéðins 1920 til 1942 og heiðursfélagi þess. Ennfremur sat hann í stjóm Kaup- félagsins Þórs á Hellu 1946 til 1976, var gerður heiðursfélagi Bún- aðarsambands Suðurlands 31. maí 1976 og var sæmdur riddarakrossi fálkaorðu 1. janúar 1965. Eigin- kona hans var Guðný Ágústa Ólafs- dóttir frá Austvarðsholti í Land- mannahreppi. Hún lést árið 1974.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.