Morgunblaðið - 06.04.1988, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 06.04.1988, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988 Styttan af Tómasi Guðmundssyni: A stall fyrir mánaðamót LAGFÆRINGU á styttunni af Tómasi Guðmundssyni, sem skemmd var og fjarlægð úr Aust- urstræti að morgni skírdags, verður lokið fyrir næstu mánað- armót. Þá er áætlað að styttunni verði komið fyrir á sinum fyrri stað. Klukkan rúmlega 5 að morgni skírdags var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt að sést hefði til tveggja manna í göngugötunni í Austurstræti þar sem þeir voru að koma styttu Sigurjóns Ólafssonar af Tómasi Guðmundssyni fyrir í farangursgeymslu bifreiðar. Vitni skráðu hjá sér skráningamúmer bifreiðarinnar. Ökumaðurinn reyndist vera 18 ára sonur eigan- dans og vísaði hann á styttuna á heimili félaga síns. Þar fannst hún snemma á skírdag. Piltamir sögðu við yfirheyrslu hjá lögreglunni að þeir hefðu komið að þar sem búið var að brjóta stöp- ulinn undan styttunni og lá hún í götunni. Ekki gáfu þeir haldbæra skýringu á því hvers vegna þeir hefðu fjarlægt styttuna í stað þess að gera vart um tjónið. Málið er enn talið óupplýst. Steyptur stöpull sem styttan stóð á er brotinn og talinn ónýtur. Stytt- an sjálf er hins vegar lítið skemmd, að sögn Gunnars B. Kvaran list- fræðings. Hann hefur umsjón með styttum í eigu Reykjavíkurborgar. „Styttan af Tómasi verður vonandi kominn á sinn fyrri stað í lok þessa mánaðar," sagði Gunnar B. Kvaran. „Það verður steyptur nýr stöpull og við ætlum að reyna að ganga þannig frá að þetta geti ekki ehdur- tekið sig. Skemmdir á styttunni eru ekki miklar, rispur í veðmnarhúð- Borgarstarfsmenn fjarlægja brotinn stöpulinn á skírdag. Morgunblaðið/Ámi Sæberg inni. Það verður slípað til þar sem hún marðist og síðan á þetta að veðrast til á nokkrum vikum eða mánuðum. Stöpullinn verður steyptur á staðnum þegar veður leyfir. Við eigum eftir að hanna endanlegu útfærsluna á þessu en ég á von á að stöpullinn verði hafð- ur breiðari og verklegri en hann var svo að minni hætta sé á að þetta geti endurtekið sig,“ sagði Gunnar. „Manni bregður við þegar ráðist er svona á listaverk, skemmdar- vargar hafa yfirleitt látið þau í friði þótt allt hafí verið brotið og braml- að í kringum þau. Listaverk hafa fengið að vera í friði í borginni síðan hafmeyjan í Tjörninni var sprengd í loft upp,“ sagði Gunnar B. Kvaran listfræðingur. Þórir Þorsteinsson lögregluvarðstjóri við styttuna af Tómasi Guð- mundssyni. Styttan var í vörslu lögreglunnar yfir páskahelgina. Sigurjón Sigurðsson í Raítholti látinn VEÐURHORFUR í DAG, 6.4. 88 YFIRLIT f gær: Yfir Grænlandi er 1.032 mb hæð en 1015 mb að- gerðarlítil lægð við Snæfellsnes þokast austur. Heldur mun kólna í veðri. SPÁ: Norðan- og norðaustangola eða kaldi. Sumstaðar dálítil él um norðan- og norðaustanvert landið, en víða bjartviðri sunnan- lands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FIMMTUDAG: Fremur hæg norðan- og norðaustan- átt. Víða dólítil él noröan- og austanlands en úrkomulaust um sunn- an- og suðveatanvert landið. Víða 1—3ja stiga frost. HORFuR á FOSTUDAG: Suðaustanótt, sumstaðar allhvoss vest- an- og suðvestanlands, en hægari annars staðar. Snjókoma eða slydda um sunnan og vestanvert landið en að mestu úrkomulaust annars staðar. Hiti um frostmark. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hKi veður Akureyri +1 alskýjað Reykjavík 3 úrkoma grennd Bergen e súld Helsinki vantar Jan Mayen +6 skýjað Kaupmannah. 9 skýjað Nar&sarssuaq +16 heiðskfrt Nuuk +8 snjóél Osló 4 þokumóða Stokkhólmur 11 léttskýjað Þórshöfn 6 skúrir Algarve 15 mistur Amsterdam 8 mistur Aþena vantar Barcelona vantar Berlín 12 hálfskýjað Chicago 12 hálfskýjað Feneyjar 14 alskýjað Frankfurt ð rignlng Glasgow 14 léttskýjað Hamborg 9 léttskýjað Las Palmas 18 skýjað London 7 skýjað Los Angeles 14 heiðskfrt Lúxemborg 8 mistur Madrid 11 skýjað Malaga 18 alskýjað Mallorca 16 léttskýjað Montreal 8 þokumóða New York vantar París 10 hálfskýjað Róm 19 léttskýjað Vln 10 rigning Washington 15 heiðskýrt Winnipeg 1 léttskýjað SIGURJÓN Gísli Sigurðsson, bóndi að Raftholti í Holtahreppi í Rangárvallasýslu, lézt annan apríl síðastliðinn. Hann var 93 ára að aldri, fæddur 4. marz 1895 í Bjálmholti. Foreldrar Siguijóns voru Sigurð- ur Sigurðsson bóndi í Bjálmholti og eiginkona hans Borghildur Þórð- ardóttir frá Sumarjiðabæ. Hann stundaði nám hjá Ófeigi Vigfús- syni, prófasti á Fellsmúla og við Hvítárbakkaskóla í Borgarfirði. Hann stundaði fiskveiðar sem há- seti 13 vetrarvertíðir á öllum veiði- skipum öðrum en mótorbátum, en vann við landbúnað hjá foreldrum sínum sumur og haust. Siguijón stundaði búsakp í Kálfholti í Ása- hreppi 1922 til 1928, en þá íluttist hann að Raftholti og bjó þar síðan. Siguijón tók mikinn þátt í félags- málum. Hann sat í hreppsnefnd frá 1938 til 1970, í sýslunefnd 1942 til 1970, í skólanefnd 1942 til 1974, formaður hennar 1946 til 1958, í sóknarnefnd 1938 til 1971 og skattanefnd frá 1948. Hann átti einnig sæti í 6 manna nefndinni, sem ákveður verð landbúnaðarvara til bænda árin 1943 og 1947 til 1959. Hann sat í stjóm Stéttarsam- bands bænda og í Framleiðsluráði landbúnaðarins 1945 til 1953. Var fulltrúi á aðalfundum Stéttarsam- bands bænda 1946 til 1956, í stjórn Búnaðarssambands Suðurlands 1946 til 1976,Búnaðarþingsfulltrúi 1947 til 1954 og 1958 til 1966. Hann sat í skólanefnd Laugarlands- skóla þau þijú ár, sem bygging hanas stóð yfir. Var endurskoðandi Holta- og Ásahrepps 1937 til 1964. Varaþingmaður fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í Rangárvallasýslu 1942 til 1959 og sat á Alþingi í október 1955. Siguijón var í stjóm Ungmenna- félagsins Ingólfs 1914 til 1922 og Héraðssambandsins Skarphéðins 1920 til 1942 og heiðursfélagi þess. Ennfremur sat hann í stjóm Kaup- félagsins Þórs á Hellu 1946 til 1976, var gerður heiðursfélagi Bún- aðarsambands Suðurlands 31. maí 1976 og var sæmdur riddarakrossi fálkaorðu 1. janúar 1965. Eigin- kona hans var Guðný Ágústa Ólafs- dóttir frá Austvarðsholti í Land- mannahreppi. Hún lést árið 1974.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.