Morgunblaðið - 06.04.1988, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988
REYKLAUS DAGUR 7.APRÍL
Gerum alla daga að
reyklausum dögum
— segirGuð-
mundur Bjarna-
son heilbrigðis-
ráðherra
Hvatningí baráttunni
gegn reykingnm er alþjóð-
legur reyklaus dagur á
morgun, miðvikudaginn 7.
apríl. Hér á landi hafa Tó-
baksvarnanefnd, heilbrigð-
isráðuneytið og landlæknis-
embættið gert ýmislegt til
þess að vekja athygli á reyk-
lausum degi, m.a. með því
að senda veggspjöld og ýms-
ar upplýsingar á alla vinnu-
staði landsins, í alla skóla
landsins og á allar heilsu-
gæslustöðvar, en þær munu
standa fyrir sérstakri að-
stoð til handa reykingafólki
á reyklausa daginn og all-
margar þeirra mimu einnig
halda námskeið fyrir þá sem
vilja hætta að reykja. I sam-
starf i við Tóbaksvama-
nefnd birtir Morgunblaðið
hvatningu heilbrigðisráð-
herra og landlæknis í tilefni
reyklausa dagsins og einnig
álit fólks úr ýmsum áttum.
Ávarp heilbrigðisráðherra
„Hinn 7. apríl er alþjóðlegur
reyklaus dagur á íslandi sem í
öðrum löndum," segir Guðmund-
ur Bjamason, heilbrigðisráð-
herra. „En hver er tilgangurinn
með reyklausum degi. Reyklaus
dag^ur á að vera okkur öllum
hvatning til að forðast þá hættu
og skaðsemi sem að heilsu okkar
steðjar af völdum reykinga.
Hvatning til okkar, sem ekki
reykjum, að venja okkur aldrei
á þann ósið og hvatning til þeirra
sem reykja að reyna einn dag
án tóbaks í þeirri von að sú til-
raun sanni þeim, að vel má án
þess vera, alla daga.
Það er ánægjulegt til þess að
vita að reykingar eru á undan-
haldi hér á landi og það sem
mikilvægast er, einkum meðal
bama og unglinga. Eftir því sem
þeim flölgar er aldrei taka fyrstu
sígarettuna, verða áfangasigr-
amir í baráttunni gegn tóbakinu
stærri og þeim fækkar örar sem
þjást og deyja úr lungnakrabba-
meini eða hjarta- og æðasjúk-
dómum.
Tökum höndum saman og
gerum reyklausan dag að veru-
leika.
Einn reyklaus dagur er mikil-
vægt skref í þá átt að gera alla
daga að reyklausum dögum.
Eg er í reyklausa liðinu, en
þú?“ spyr Guðmundur Bjama-
son, heilbrigðisráðherra.
Reykingar stærsti
sjúkdómsvaldurinn
„Reykingar eru stærsti sjúk-
dómsvaldurinn í samfélaginu í
dag,“ segir Ólafur Ólafsson,
landlæknir. „Rannsóknir hér-
lendis hafa leitt í ljós, að 30 ára
gamall maður, sem reykir einn
pakka á dag er sem fertugur
líkamlega. Ef þú reykir skaltu
draga sem mest úr reykingum
og helst hætta, og þú skalt leita
til heilsugæslustöðvanna og taka
þátt í reykingavamanámskeiði.
Markmið heilbrigðisyfirvalda er
að koma á fót reykingavama-
námskeiðum á öllum heilsu-
gæslustöðvum landsins fyrir árs-
lok 1989,“ sagði landlæknir að
lokum.
Líkamlegt atgervi
hefur stóraukist
„Ég reykti einu sinni, því mið-
ur,“ sagði Kristinn Sigmundsson
söngvari í samtali við Morgun-
blaðið, „en ég hef samanburðinn,
því ég varð þeirra gæfu aðnjót-
andi að hætta að reykja. Þessi
samanburður er þannig að nú
finnst mér ég vera lifandi á
móti því að vera hálfdauður á
meðan ég reykti. Líkamlegt at-
gervi hefur aukist gífurlega,
stóraukist, og heilsan er miklu
betri."
Óskynsamlegt og hall-
ærislegt að reylga
„Ég hef aldrei reykt, ekki svo
mikið sem fíktað við það, því
mér fínnst það yfírþyrmandi
óskynsamlegt að reykja og að
Kristmn Sigmundsson
söngvari
Páll Þorsteinsson
útvarpsstjóri
auki hallærislegt," sagði Val-
gerður Matthíasdóttir, frétta-
maður á Stöð 2 ,í samtali við
Morgunblaðið um álit hennar á
reykingum og reyklausum degi.
„Þegar ég var unglingur þótti
það fínt að reykja, en innbyggt
mótþróaeðli í mér leiddi til þess
Guðmundur Bjarnason
heilbrigðisráðherra
Valgerður Matthíasdóttir
fréttamaður
Bessi Bjarnason
leikari
að ég valdi mína leið. Þá reyktu
unglingar í gagnfræðaskólum
mjög mikið, en nú fordæma ungl-
ingar reykingar og það er stór-
kostlegt. Þeim fjölgar sem betur
fer stöðugt sem fínnst það hálf
bjánalegt að reykja, að maður
tali nú ekki um heilsuspillandi
Ólafur Ólafsson
landlæknir
Björk Guðmundsdóttir
SÖngvarí Ljósmvnd/BS
þáttinn. Að mínu mati þýðir ekk-
ert að banna fólki að reykja,
þótt sjálfsagt sé að ætlast til til-
litssemi og mér líður ekkert illa
í návist reykingafólks, en ég
mæli eindregið með reyklausum
dögum alla daga ársins."
Óþægilegt að vera innan
um reykingafólk
„Persónulega tel ég reykingar
tilgangsiausar," sagði Björk
Guðmundsdóttir, söngvari Syk-
urmolanna, í samtali við Morg-
unblaðið, „og mér fínnst mjög
óþægilegt að vera innan um fólk
sem reykir. En ég álít að fólk
eigi að gera það sem það vill og
mér fínnst skrítið að hafa ein-
hvem reyklausan dag. Þeir sem
reykja vilja ugglaust fá að reykja
i friði, en þeir eiga að sýna tillits-
semi. Aðalatriðið er að menn
geti valið sjálfír hvað þeir gera.“
Subbulegt og heilsu-
spillandi, en . . .
„Ég er stórreykingamður
sjálfur og vildi mikið gefa til
þess að vera laus við þann
kaleik," sagði Páll Þorsteinsson,
útvarpsstjóri á Bylgjunni, „en ef
ég gæti hætt að reykja í einn
dag þá væri bjöminn lklega unn-
inn. Það virðist hins vegar vera
álíka erfítt að hætta þessum ósið
eins og að byija í megmninni,
sem er löngu orðið tímabært.
Því miður er maður tvöfaldur
í roðinu, en vissulega fínnst mér
subbulegt að reykja. Það er
heilsuspillandi, það er dýrt, en
maður er fastur í netinu og mik-
ið er ég búinn að bölva fyrstu
sígarettunni. Á hverjum degi
bölva ég sígarettum og er alltaf
að hneykslast á sjálfum mér. Ég
á þá von að það komi að því að
maður gangi skrefíð til fulls og
hætti þessum ósóma.“
Algjörlega á móti
reykingum
„Ég er algjörlega á móti
reykingum og styð heilshugar
reyklausan dag í baráttunni
gegn tóbaki," sagði Kamilla Rún
Jóhannsdóttir, nýkjörin fegurð-
ardrottning Norðurlands.
„Reykingar eru algjör vitleysa,
heilsuspillandi, peningaeyðsla og
hafa engan tilgang nema til ills.
Ég mæli því hiklaust með bar-
áttu gegn reykingum."
Allt annað líf
„Ég reykti í 30 ár, en hætti
á einu augabragði fyrir nokkrum
árurn," sagði Bessi Bjarnason
leikari og vék síðan að aðdrag-
anda þess að því hann hætti: „Eg
Kamilla Rún Jóhannsdóttir
nemandi
var að ieika í Gæjum og píum og
í leikhlénu fór ég niður í kaffi-
stofu eins og venjulega, en komst
ekki að til að kaupa tóbak, því
það biðu svo margir. Ég vatt
mér þá að hringborði þar sem
Qöldi leikara sat, veifaði hundr-
aðkallinum sem ég hafði ætlað
að nota til þess að kaupa tóbak,
og sagði um leið að nú væri
annaðhvort að hætta að reykja
eða kveikja í hundraðkallinum.
Þessu var tekið með flissi, en ég
var ekkert að tvínóna við það,
kveikti á eldspýtu, bar hana að
hundraðkallinum og á meðan
hann fuðraði sagði ég ósköp ró-
lega: „Nú er maður hættur að
reykja." Það datt á dauðaþögn,
en þetta hefur gengið eftir og
þetta er allt annað líf, maður er
miklu hressari og léttari á
morgnana og líður betur á allan
hátt. Ég mæli því með reykleys-
inu, því fyrr því betra .“