Morgunblaðið - 06.04.1988, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRIL 1988
Dr. Þorbjörn Sigurgeirs-
son prófessor - Minning
Fæddur 19. júní 1917
Dáinn 24. mars 1988
.í dag kveðjum við dr. Þorbjörn
Sigurgeirsson,_ þrófessor. Fyrir
hönd Háskóla íslands flyt ég hinstu
kveðjur og þakkir frá þeirri stofnun
sem hann helgaði krafta sína og
átti mikinn þátt í að efla og móta.
Kynni okkar Þorbjöms hófust
1969 er ég starfaði við háskóla í
Bandaríkjunum. Þorbjöm skrifaði
mér og vildi kanna hvort ég væri
fús til að koma til starfa við Há-
skóla íslands og vinna að upp-
byggingu námsbrautar í efnafræði.
Ég var ekki áijáður í starfíð því ég
var nýbúinn að þiggja mjög góða
stöðu við annan háskóla. Fór ég
samt í heimsókn í mars 1970 og
hitti Þorbjöm og nokkra samstarfs-
menn hans á Raunvísindastofnun.
Kom ég úr vel búnum háskóla og
hitti hér menn með vonir og stórtæk
áform en nánast enga aðstöðu til
þeirrar kennslu sem fyrirhuguð var.
Þorbjöm var þá deildarforseti hinn-
ar nýju verkfræði- og raunvísinda-
deildar og stjómaði uppbyggingu
deiidarinnar á þessum ámm.
Hreifst ég af eldmóði þessa baráttu-
manns og brautryðjanda og tók
þátt í þessu ævintýri þá um haustið.
Þorbjöm var hinn sanni háskóla-
kennari, hlédrægur, sístarfandi og
hvetjandi vísindamaður. Hann var
samstúdent nemenda og kennara
sem með honum störfuðu og mót-
aði hann í raun heila kynslóð verð-
andi vísindamanna.
í háskólastarfinu er oftast á
brattann að sækja. Einhveiju sinni
sátum við yfír kaffíbolla og kvart-
aði ég undan aðstöðuleysi, að Há-
skólinn gerði ekki þetta eða hitt sem
ég taldi miklu varða. Þorbjöm sat
andspænis mér við borðið og sagði
einfaldlega: „Við emm Háskólinn."
Þessi viðbrögð vom dæmigerð fyrir
þennan fmmkvöðul. Það er einmitt
hlutverk háskólakennarans að
miðla þekkingu og skilningi, bæði
til nemenda og einnig til almenn-
ings og stjómvalda, sem veita þann
stuðning sem nauðsynlegur er. Það
er hlutskipti háskólakennara að
vera brautryðjandi í vísindum og
kennslu, að leita nýrra leiða til
framfara og betra mannlífs.
Þorbjöm Sigurgeirsson var far-
sæll og framsýnn maður. Á sinn
hæverska hátt hvatti hann yngri
menn til dáða og örvaði í eigin
starfi. Þessi einstaki vísindamaður
þjónaði Háskóla íslands á þann veg
að hann er fyrirmynd þeirra sem í
kjöifarið koma.
Háskóli íslands minnist Þor-
bjöms Sigurgeirssonar fyrir far-
sæla forystu og frábær störf á löng-
um starfsferli. Fæmm við Þórdísi
Aðalbjörgu Þorvarðardóttur, eigin-
konu Þorbjöms, og sonum þeirra
einlægar samúðarkveðjur.
Sigmuodur Guðbjamason
Eðlisfræði á íslandi á sér ótrú-
lega stutta sögu. í dag er helzti
fmmkvöðull hennar og raunvem-
legur faðir (slenzkrar tilraunaeðlis-
fræði, Þorbjöm Sigurgeirsson pró-
fessor, til moldar borinn. Við lát
hans er skeiði brautiyðjandans í
eðlisfræði á íslandi lokið og skarð
fyrir skildi í röðum íslenzkra
vísindamanna.
Ég var svo heppinn, ungur stúd-
ent í eðlisfræði við Háskólann, að
vinna með Þorbimi sumarlangt
þjóðhátiðarárið 1974. Hafði hann
kennt mér undan gengin tvö ár og
man ég glöggt hversu ólíka menn
mér þótti Þorbjöm hafa að geyma.
Annars vegar var kennarinn að
reyna að blása lífí í misjafnlega
þurrt námsefnið stundum fyrir
daufum eymm, en hins vegar var
vísindamaðurinn að fást við rann-
sóknir sínar, sem greinilega áttu
hug hans allan. Viðfangsefnin vom
segulmælingar, sem Þorbjöm hafði
fengizt við lengi, en nú var verið
að fylla í eyður fyrir vestan og
norðan. Mælt var úr flugvél og
vom mælingar þessar löngu orðnar
að þjóðsögu, ekki sízt fyrir dirfsku,
en jafnframt fími Þorbjöms við
flugið. Ég var því fegnastur að
hann flaug ekki sjálfur þetta sum-
ar. í staðinn gaf hann sig alfarið
að mælingunum, og veitti mér dýr-
mæta innsýn í vísindalega aðferð
og námkvæmni, sem ég hafði ekki
áður kynnzt. Auk þess var innsæi
hans við mælingar og útsjónarsemi
víðfræg. Átti þetta sumarstarf hjá
Þorbimi sinn þátt ■( að beina mér
alfarið á braut eðlisfræðinnar.
Leiðir okkar Þorbjöms lágu lítið
saman næstu tólf árin, eða þar til
hann tæmdi skrifborð sitt, er ég
sneri aftur til landsins fyrir rúmu
ári. Þó verður mér lengi minnis-
stætt er ég bankaði uppá hjá honum
í einhverri jólaheimsókninni og bar
mig illa yfír aðstöðuleysi hér heima,
og hversu vond aðkoman hlyti að
verða. Hann svaraði að bragði að
á íslandi yrði maður að skapa sér
aðstöðu sjálfur. Ég hef aldrei getað
gleymt þessum orðum og minnti
Þorbjöm reyndar á þau fyrir nokkr-
um vikum, er ég sýndi honum hvað
við væmm að gera. Mér þótti vænt
um svar hans, að sér virtist margt
hafa gerzt hér undanfarið og hratt.
Þegar við ræddum um eðlisfræði-
rannsóknir á þessu rúma ári eftir
að ég hóf störf, fann ég vel að
Þorbjöm hafði sínar ákveðnu skoð-
anir á því sem takast ætti á við.
Vomm við oft á sama máii, en þó
ekki alltaf. Það leyndi sér aldrei
hvenær Þorbjöm var sammála, þá
hvatti hann með ráðum og dáð ef
honum þótti málið gott og líklegt
til árangurs. Hins vegar virðist mér
sem prúðmennska Þorbjöms hafí
boðið honum að gera sem minnst
úr ágreiningi um stefnur og mark-
mið í þessum efnum, nema sérstak-
lega væri um beðið og eftir sótzt.
Oft varð ég var við einlæga
ánægju Þorbjöms yfír því, sem
áunnizt hefur gegnum árin þrátt
fyrir allt. Þótt hann hafí komið að
moldarkofum og þurft að byggja
allt frá gmnni, var honum fullljóst
að moldarkofamir, sem eftirmenn
hans koma að, hljóta að vera aðrir
og betri ef eitthvað hefur miðað
áfram. Þó skyldi enginn halda að
eftir Þorbjöm standi fullbúin rann-
sóknastofa í eiginlegum skilningi
og bíði þess að næsti maður komi
og he§i mæiingar. Akur sá er Þor-
bjöm sáði í var miklu stærri en
svo. Eftir hann liggur sá grundvöll-
ur, sem íslenzk tilraunaeðlisfræði
rís á og er það mikill árangur ævi-
starfs. Fyrir það standa allir, sem
vilja hag vísinda á íslandi sem bezt-
an, í þakkarskuld við Þorbjöm Sig-
urgeirsson. Megi andi hans ávallt
svífa yfír vötnum eðlisfræði á ís-
landi.
Hafliði Pétur Gíslason
Þorbjöm Sigurgeirsson prófessor
var fmmheiji eðlisfræðinnar á ís-
landi. Þegar Þorbjöm kom á fót
fyrstu rannsóknarstofunni í eðlis-
fræði í tveimur herbergjum í kjall-
ara Háskólans fyrir réttum þremur
áratugum höfðu færri en tíu ísiend-
ingar lokið háskólaprófí í greininni
frá upphafi. Nú eru um 150 manns
í Eðlisfræðifélagi íslands. Þorbjöm
var einn af stofnendum félagsins,
fyrsti formaður þess og heiðurs-
félagi. Kannski er það ekki síst
vegna brautryéjendastarfa Þor-
bjamar að íslenskir eðlisfræðingar
em nógu margir til að hafa með
sér félag. Þegar ég kynntist Þor-
bimi fyrir aldarfjórðungi var ég í
fímmta bekk menntaskóla. Ég hafði
óljóst áform um að læra eðlisfræði
eftir stúdentspróf, en gegn því virt -
ust mæla skynsamleg rök: Var
nokkur von til að ég gæti iðkað
þessi fræði hér á landi að námi
loknu? Skólafélagið hafði gengist
fyrir fundi þar sem nemendum gafst
kostur á að hitta vísindamenn úr
ýmsum greinum og ræða við þá um
námsáætlanir. Þorbjöm var fulltrúi
eðlisfræðinnar svo að ég sneri mér
strax til hans. Ekki man ég lengur
orðrétt hvað hann sagði. En ég man
að persónuleiki Þorbjamar hafði
mikil áhrif á mig, og eftir þennan
fund var ég staðráðinn í að læra
eðlisfræði.
Ég veit um marga sem hafa svip-
aða sögu að segja. Þorbjöm var á
þessum ámm forstöðumaður Eðlis-
fræðistofnunar Háskólans sem var
fyrirrennari Raunvísindastofnunar.
Þar fengu ungir menn tækifæri til
að taka virkan þátt í vísindalegum
rannsóknum þótt sumir væm ekki
enn komnir í háskóla. Þorbjöm
hafði valið rannsóknarverkefnin af
næmum skilningi á list hins mögu-
lega á þessum tíma: Jarðeðlisfræði
íslands, geislavirkni í andrúmslofti
og regnvatni. En til þess að stunda
þessar rannsóknir þurfti líka að
smiða margskonar rafeindatæki og
menn áttu sér drauma um gmnn-
rannsóknir á eðlisfræði hálfleiðar-
anna sem tækin vom gerð úr. Það
er fyrst núna sem þessir draumar
em að rætast.
Þorbjöm var ákaflega fjölhæfur
vísindamaður. Meðal fyrstu rann-
sóknarritgerða hans em greinar um
kjameðlisfræði, öreindafræði, rann-
sóknir á veimm með rafeindasmá-
sjá, þaragróður í Breiðafírði, segul-
svið í hröðlum rannsóknarstofnun-
arinnar CERN í Sviss, þyngdarmæl-
ingar á íslandi og segulmagn í
íslensku bergi. Þótt Þorbjöm starf-
aði fyrst og fremst sem tilraunaeðl-
isfræðingur og jarðeðlisfræðingur,
var hann mjög vel að sér í kenni-
legri eðlisfræði og gat auðveldlega
gripið til stærðfræðilegra aðgerða
þegar honum þótti þörf á. Mér er
minnisstæður fyrirlestur sem Þor-
bjöm hélt eitt sinn um kólnun
hraunsins í Vestmannaeyjum. Hér
er um flókið stærðfræðilegt verk-
efni að ræða, og oft er gerð sú ein-
földun að hugsa sér að skilin milli
bráðins og storknaðs hrauns séu
sléttur flötur sem færist neðar við
kólnunina. En eðlisfræðilegt innsæi
Þorbjamar sagði honum að þetta
væri of gróf einfoldun raunvemleik-
ans. Við skilflötinn myndast
spmngur sem hraða kælingunni.
Þorbjöm reiknaði spennukraftana
sem myndast í hrauninu við kólnun
og áætlaði út frá þeim stærðina á
spmngunum og áhrif þeirra.
Þorbjöm Sigurgeirsson varð
þjóðkunnur á svipstundu fyrir
hraunkælinguna í Vestmannaeyj-
um. En glíman við glóandi hraunið
var ekki nema einn þáttur í árang-
ursríku starfí Þorbjamar, sem afl-
aði honum mikils álits víða um
heim. íslenskir eðlisfræðingar
kveðja í dag mikilhæfan vísinda-
mann og góðan félaga. í nafni Eðl-
isfræðifélags íslands færi ég fjöl-
skyldu hans innilegar samúðar-
kveðjur.
Jakob Yngvason
Nú þegar ég kveð Þorbjöm lang-
ar mig til að þakka honum og móð-
ur hans fyrir yndislegar bemsku-
minningar, sem hafa yljað mér æ
síðan.
Þorbjöm var fæddur og uppalinn
á Orrastöðum í Austur-Húnavatns-
sýslu. Hann var sonur hjónanna
Sigurgeirs Bjömssonar Eysteins-
sonar og konu hans, Torfhildar
Þorsteinsdóttur.
Ég ólst að nokkru leyti upp á
næsta bæ, Reykjum á Reykjabraut,
hjá afa mínum, Kristjáni Sigurðs-
syni. Það var góður samgangur á
milli bæjanna. Við krakkamir vor-
um sendir með bréf og skilaboð því
að þá var ekki sími og ekki heldur
útvarp og þar af leiðandi ekki aug-
lýsingar.
Það ver ákaflega gaman fyrir
mig að vera send að Orrastöðum.
Mér var tekið fagnandi því að gest-
risnin náði lfka til bamanna. Torf-
hildur var ung og falleg kona með
hlýtt viðmót. Hún sýndi mér móður-
•lega hlýju sem ég kunni vel að
meta því að ég var þá ekki hjá
móður minni. Þorbjöm var tveimur
ámm eldri en ég en bróðir hans
jafngamall mér og var feiminn við
stelpur. Þorbjöm var mjög félags-
lyndur og tók frumkvæði í leikjum.
Mér fannst það upplifun að leika
mér við hann og þá bræður. Það
var í mínum augum með ólíkindum
hvað þeir áttu skemmtilegt dót, þó
held ég að það hafí flest verið
heimagert. Þegar ég fór heim
fannst Þorbimi sjálfsagt að þeir
bræður fylgdu mér á leið. Torf-
hildur gaf okkur súkkulaði og rúsín-
ur í nestið. Þetta var yndisleg og
ógleymanleg samfylgd.
Ég var 10 ára þegar ég fór fyrst
í farskóla i tvo mánuði að Orrastöð-
um, einn mánuð fyrri hluta vetrar
og annan síðari hlutann. Við höfð-
um góðan kennara, en það var Jón-
as B. Jonsson, síðar kepnári og
fræðslustjóri í Reykjavík. i farskóla
var bömum kennt saman í hóp
þótt þau væm á misjöfnum aldri
og mislangt komin í námi. Ég minn-
ist þess að Þorbjöm þótti þá strax
afburða námsmaður. Þessi dvöl í
farskólanum á Orrastöðum var okk-
ur krökkunum lærdómsrík á allan
hátt. Við vomm á góðu heimili þar
sem kappkostað var að öllum liði
vel. Þorbjöm var hugkvæmur í
leikjum og gætti þess að á engan
væri hallað.
Eftir þennan vetur fór ég frá afa
mínum og hitti ekki Þorbjöm í
mörg ár. En seinna lágu leiðir okk-
ar saman hér í Reykjavík. Ég er
óumræðilega þakklát fyrir þá vin-
áttu sem við hjónin höfum fengið
að njóta við þau Þorbjöm og hans
góðu konu, Þórdísi.
Ég veit að aðrir skrifa um hans
miklu og góðu störf. Það er af miklu
að taka. Það hefur glatt mig að
kynnast því hversu Þorbjöm var
alltaf trúr uppmna sínum og mótað-
ur af því andrúmslofti sem hann
ólst upp í. Hann var alltaf sami
góði drengurinn, sem vildi á engan
halla, en verða að liði og koma fram
til góðs.
Eg votta móður, konu, bömum
og bamabömum innilega samúð.
Blessuð sé minning Þorbjöms
Sigurgeirssonar.
Kristín S. Bjömsdóttir
Nú er í garð gengin sú árstíð að
með hveijum degi rís sól hærra á
himni og mildari vindar stijúka um
vanga okkar. Við vörpum öndinni
léttar og senn er veturinn að baki.
Það er svo dásamlegt þegar dagana
lengir og myrkrið flýr í sjó. Gleðin
fyllir hjörtu okkar og þau tifa örlí-
tið hraðar og ímyndunaraflið svífur
á þöndum vængjum um loftin blá.
Við vitum að blessað vorið, sumarið
og sólin em á næstu grösum. Það
er sú árstíð sem flestir þrá og unna
og þá ekki síst lífsglaðir athafna-
menn uppfullir af áhuga á undmm
veraldar. En nú hefur einum sólar-
geislanum verið svipt burt úr lífi
okkar hinna sem eftir stöndum.
Miðvikudaginn 6. apríl kl. 10.30
verður tengdafaðir minn, Þorbjöm
Sigurgeirsson prófessor, jarðsung-
inn frá Fossvogskirkju, en hann
lést í Landsspítalanum 24. mars.
Fyrir okkur í Álfalandi 2 er erf-
itt að átta sig á því að Þorbjöm
afí, eins og við kölluðum hann ætíð,
skuli vera látinn og komi ekki oftar
til að taka litla Þorbjörn með sér í
sund.
Andlát hans bar fremur brátt að
og óneitanlega hrærast í bijóstum
okkar tilfínningar og minningar
sem erfitt er að lýsa með orðum.
Þorbjöm var fjölskyldunni afar mik-
ils virði og þótti mér mjög vænt
um hann og einmitt þess vegna
langar mig að minnast hans.
Þorbjöm fæddist 19. júní 1917
að Orrastöðum í Torfalækjarhreppi
í Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar
hans voru hjónin Sigurgeir Björns-
son (Bjöms Eysteinssonar) bónda
þar og Torfhildar Þorsteinsdóttur.
Þorbjöm var elstur fímm bræðra.
Að loknu stúdentsprófí frá
Menntaskólanum á Akureyri 1937
eða fyrir rúmum 50 árum sigldi
Þorbjöm til Kaupmannahafnar, þar
sem hann lauk magistersprófi í eðl-
isfræði frá Hafnarháskóla 1943.
Eftir námsdvöl í Svíþjóð 1943-’45
og rannsóknardvöl í Bandaríkjunum
1945-’47 kom hann til íslands.
Árið 1948 kvæntist hann eftirlif-
andi konu sinni, Þórdísi Aðalbjörgu
Þorvarðardóttur frá Stað í Súg-
andafírði, og eignuðust þau fímm
syni, sem allir eru uppkomnir. Þeir
eru: Þorgeir verkfræðingur, f.
1949, Sigurgeir heymleysingja-
kennari, f. 1950, Jón Baldur bif-
reiðaverkfræðingur, f. 1955, Þor-
varður Ingi vélstjóri, f. 1957 og
Arinbjöm verkamaður, f. 1961.
Starfsferill Þorbjöms á íslandi
hófst með því að hann var ráðinn
framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs
ríkisins árið 1949 og gegndi því
embætti til 1957. Sama ár varð
hann prófessor í eðlisfræði við
Verkfræðideild Háskóla íslands.
Viðfangsefni hans voru margvísleg.
Þorbjöm var formaður Kjamfræða-.
nefndar íslands frá stofnun hennar
1956 þar til nefndin hætti formleg-
um störfum um miðjan sjöunda
áratuginn. Þá var Þorbjöm for-
stöðumaður Eðlisfræðistofnunar
Háskóla íslands frá upphafí, árið
1958, til ársins 1966, en þá fluttist
starfsemi hennar í nýtt húsnæði
Raunvísindastofnunar við Dun-
haga. Hann var í forsvari Eðlis-
fræðistofu við RH frá stofnun henn-
artil ársins 1975.1. desember 1968
var hann sæmdur Stúdentastjömu
Háskóla íslands. Árið 1984 lét Þor-
bjöm af prófessorsembætti eftir
farsælt starf. Háskóli íslands sýndi
Þorbimi þakklæti sitt og virðingu
með því að sæma hann heiðursnafn-
bót á sjötíu og fímm ára afmæli
skólans árið 1986.
í afmælisritinu í hlutarins eðli,
sem gefíð var út til heiðurs Þor-
bimi í tilefni sjötugsafmælis hans
19. júní 1987 segir meðal annars,
að Þorbjöm Sigurgeirsson hafi ver-
ið farsæll og framsýnn maður. Að
hann hafí á sinn hæverska hátt
hvatt yngri menn til dáða og örvað
þá í þeirra eigin starfi. En að Þor-
bjöm hafi ekki aðeins unnið stór-
virki í uppbyggingu rannsókna og
kennslu, hann hafí jafnframt
ótrauður unnið að hagnýtingu
þekkingar á mjög eftirminnilegan
hátt. Þorbjöm var frumkvöðull að
hraunkælingu við eldgos á Heimaey
árið 1973 og síðan að hraunhita-
vinnslu til Qarhitunar.
Þar segir ennfremur að þessi ein-
staki vísindamaður hafi þjónað
Háskóla íslands með slíkri atorku,
frumleik og frumkvæði, að hann
verði fyrirmynd þeirra sem í kjölfar-
ið koma. Ég vil nota tækifærið og
þakka öllum þeim sem unnu að
útgáfu afmælisritsins fyrir framlag
þeirra að í hlutarins eðli kom út á
þeim tíma að Þorbjöm gat sjálfur
notið bókarinnar.
„Fríð og rík skal foldin ljóma
fógrum gróðri klædd.
Þjóðin efld að orku og sóma,
upp við metnað fædd.
FVam skal sótt með fijálsum höndum,
fram með hug og starf.
Ei að baki öðrum löndum
ísland standa þarf."
(Jón Trausti)
Eftir að Þorbjöm lét af störfum
sem prófessorgat hann sinnt öðrum
hugðarefnum sfnum af enn meiri
atorku en áður. Undanfarin 35—40
ár vann hann mikið að skógrækt.
Það eru ekki fáeinar ferðimar sem
Þorbjöm, Þórdís og bræðumir og
fjölskyldur þeirra fóru í gróðursetn-