Morgunblaðið - 06.04.1988, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988
35
VIÐRÆÐUR eru hafnar milli
stjómar Filippseyja og Banda-
rikjamanna um framtíð banda-
rískra herstöðva á Filippseyjum.
Viðræðurnar snúast formlega
um framkvæmd samkomulags
milli rikjanna um að Bandaríkja-
menn hafi afnot af herstöðvum
í landinu. í raun er hins vegar
rætt um hvað gerist árið 1991
þegar yfirstandandi samningur
ríkjannna rennur út. Flótti Greg-
orios „Gringos" ofursta um helg-
ina flækir málið því margir
Filippseyingar saka CIA, banda-
risku leyniþjónustuna, um að
hafa aðstoðað hann við flóttann.
Gregorio „Gringo“ Honasan
ofursti komst í fréttirnar á laugar-
dag þegar hann slapp á gúmmíbát
af fangaskipi ásamt 14 mönnum
sem áttu að gæta hans. Svo virðist
sem Gringo hafi mútað vörðunum.
Gringo átti þátt í að steypa Marc-
osi forseta af stóli á sínum tíma
og uppreisn hans gegn Corazon
Aquino forseta þann 28. ágúst
síðastliðinn bar næstum árangur.
Uppreisnin var bæld niður í blóðug-
um átökum sem kostuðu 53 menn
lífið. Gringo slapp sjálfur og sagði
ástæðu uppreisnarinnar vera þá að
Aquino væri of lin við kommúnista.
Gringo sem er fertugur að aldri
var tekinn höndum fyrir Qórum
mánuðum þar sem hann hafði falið
sig undir rúmi þjónustustúlku á
heimili í úthverfi Manilu. En þó
hann hefði verið færður í bönd var
ljóst að hann naut enn nokkurs
stuðnings hermanna, ekki síst
vegna mikilla persónutöfra.
Víðtæk leit hefur farið fram síðan
Gringo slapp af fangaskipinu og
herinn er í viðbragðstöðu af ótta
við nýja uppreisn. I sjónvarpsræðu
um helgina skoraði Aquino forseti
á landsmenn að hjálpa til við leitina
að Gringo. Hún sagði einnig að
skipstjóri og áhöfn fangaskipsins
hefðu verið handtekin.
Jesse Jackson ásamt konu sinni og syni, Jacqueline og Jesse yngri.
Forkosningar í Bandaríkjunum:
Styttist í uppgjör
Jacksons og Dukakis
Milwaukec í Wisconsin, Reuter.
KJÓSENDUR í Wisconsin gengu
í gær til atkvæða í forkosningum
þar, en úrslitin kunna að gefa
visbendingu um hver hljóti end-
anlega útnefningu Demókrata-
flokksins til forsetaframboðs.
Um hana takast nú á þeir Mic-
hael Dukakis, rikisstjóri Massac-
husetts, og Jesse Jackson,
blökkumannaleiðtogi. Kjörsókn
var mjög góð, en sérfræðingar
voru ekki á einu máli um áhrif
hennar á úrslitin. Talið er að
George Bush, varaforseti Banda-
ríkjanna, vinni auðveldan sigur
meðal repúblikana, en hann fær
tæpast nokkuð stöðvað eftir að
aðalkeppinautur hans, Robert
Dole, dró sig í hlé.
í Wisconsin er aðeins kosið um
81 landsfundarfulltrúa, en sigurþar
mun að líkindum auka sigurlíkur í
New York, þar sem 255 fulltrúar
eru í húfi. Forkosningar í New
York-ríki fara fram eftir tæpar tvær
vikur, eða hinn 19. þessa mánaðar.
Talið er að hvorki Dukakis né
Jackson takist að fá þá 2.082 lands-
fundarfulltrúa sem þarf til þess að
tryggja sér útnefningu fundarins,
sem hefst í Atlanta í Georgíuríki
hinn 18. júlí. Fari sem horfir má
líklegt telja að hart verði barist á
fundinum um þá fulltrúa, sem ekki
hafa gert upp á milli þeirra Jack-
sons og Dukakis. Slíkar erjur telja
demókratar hinar óheppilegustu þar
sem þær muni síst afla flokknum
fylgist. Hins vegar er bent á að
beijist þeir Dukakis og Jackson
ekki af alvöru hvað úr hveiju sé
ógjörningur að spá fyrir um endan-
legar lyktir í kosningaslagnum.
Jackson hlíft
Dukakis þurfti að láta í minni
pokanna fyrir blökkumannaleið-
toganum í Michigan hinn 26. síðast-
liðinn, en með sigri sínum þar sýndi
Jackson að hann getur hæglega
áunnið sér stuðning hvítra kjós-
enda.
Til þessa hafa frambjóðendur
demókrata varast að gagnrýna
Jackson af ótta við að flæma svarta
kjósendur frá flokknum, en stuðn-
ingur þeirra hefur löngum verið
Demókrataflokknum nauðsynlegur.
Reuter
„Fæðinggyðju“
skiptir um eigendur
Spánski málarinn Salvador Dali sem dregið hefur sig í hlé úr
skarkala heimsins fékk heimsókn um daginn. Jordi Pujal leið-
togi héraðsstjómarinnar í Katalóníu sótti málarann heim og tók
fyrir hönd stjórnar sinnar við gjöf frá Dali. Málverkið heitir
„Fæðing gyðju“ og er eitt af uppáhaldsverkum Dalis.
Umdeild eldflaugakaup Saudi-Araba:
Bandaríkj amenn fá að
rannsaka flaugarnar
Abyrgjast að f sraelar ráðist
ekki á landið
Á síðustu dögum hefur þetta þó
breyst, aðallega vegna bréfaskrifta
Jacksons við Noriega, hershöfð-
ingja í Panama. Dukakis fór þó
varlega í sakirnar og lét nægja að
segja að borgarar ættu ekki að
skipta sér af viðkvæmum milliríkja-
málum, sem betur færi á að væru
í höndum starfsmanna utanríkis-
ráðuneytisins og Hvíta hússins.
Albert Gore, sem einnig sækist
eftir útnefningu Demókrataflokks-
ins og ekki hefur verið feiminn við
að gagnrýna utanríkisstefnu Jack-
sons, kvað fastara að orði og gagn-
rýndi Dukakis þar að auki fyrir að
þora ekki að átelja Jackson af þeirri
ástæðu einni að hann væri blökku-
maður.
HVAÐ EIGA FISKIÐJA
STALIÐJAN, HAMPIÐJAN
OG GRÍNIÐJAN SAMEIG-
INLEGT MEÐ
Amman, Reuter.
SAUDI-Arabar eru reiðubúnir til
að heimila bandarískum sérfræð-
ingum að rannsaka eldflaugar,
sem þeir hafa keypt frá Kina,
gegn þvi að Bandaríkjamenn
ábyrgist öryggi landsins fyrir
árás frá ísrael. Að sögn ónefnds
arabísks embættismanns verður
samkomulag í þessa veru undir-
ritað á morgun er George Shultz,
utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, ræðir við saudi-
arabiska embættismenn.
Israelskir embættismenn hafa
lýst áhyggjum sínum vegna eld-
flauga þessara sem eru meðaldræg-
ar og geta borið kjarnaodda. Að-
stoðarmaður Yitzhaks Shamirs, for-
sætisráðherra Israels, gaf í skyn í
blaðaviðtali í síðasta mánuði að
Israelar kynnu að ráðast á Saudi-
Arabíu sökum þessa. Bandaríkja-
menn mótmæltu einnig sölunni á
þeim forsendum að eldflaugarnar
yrðu síst til þess að auka stöðug-
leika í þessum heimshluta. Saudi-
arabískir og kínverskir embættis-
menn hafa lýst yfir því að tilgangur-
inn með kaupunum sé eingöngu sá
að efla vamir Saudi-Arabíu og að
ekki sé ráðgert að koma kjarnaodd-
um fyrir í eldflaugunum líkt og
gert hefur verið í Kína.
Arabískur embættismaður, sem
ekki vildi láta nafns síns getið, sagði
í viðtali við fZeuters-fréttastofuna á
mánudag að Saudi-Arabar væru
reiðubúnir til að heimila banda-
rískum sérfræðingum að rannsaka
eldflaugamar gegn því að Banda-
ríkjamenn ábyrgðust að ísraelar
réðust ekki á land þeirra. Sagði
heimildarmaðurinn að Saudi-Aröb-
um væri mjög í mun að treysta
samskipti sín við Bandaríkin og því
hefði boði þessu verið komið á fram-
færi við stjómvöld í Bandaríkjun-
um. Sagði embættismaðurinn að
samningur í þessa veru yrði undir-
ritaður á morgun, fimmtudag, er
Shultz utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna ræðir við saudi-arabíska
embættismenn en hann er nú í frið-
arför um Mið-Austurlönd.
Embættismaðurinn ónefndi sagði
ráðamenn í Saudi-Arabíu hafa af
því áhyggjur að ísraelar létu til
skarar skríða vegna eldflauganna
líkt og þeir hafa áður gert þyki
þeim öryggi sínu ógnað. Því yrði
kveðið á um það í samningnum að
Bandaríkjamenn ábyrgðust öryggi
Saudi-Araba gagnvart árás frá
Israel.
Moskva:
15 kíló af
heróíni
gerð upptæk
Moskvu, Reuter.
TOLLVERÐIR á Shere-
metjevo-flugvelli í Moskvu hafa
gert upptæk um 15 kíló af her-
óíni, að því er skýrt var frá í
dagblaðinu Komsomolskaya
Pravda á sunnudag.
í fréttinni kom ekki fram hven-
ær þetta gerðist en að sögn blaðs-
ins fannst eitrið í farangri ungs
Afríkubúa og konu einnar, sem
var með honum í för. Fólkið milli-
lenti í Moskvu á leið frá Nýju
Delhí til Cotonou í Afríkuríkinu
Benín og fannst heróínið í fölskum
botni einnar ferðatöskunnar.
í frétt Komsomolskaya Pravda
sagði að söluverðmæti eitursins
væri um 400 milljónir íslenskra
króna og að smyglaramir hefðu
umsvifalaust verið hnepptir í
gæsluvarðhald.
N.Ö.R.D.?
Filippseyjar:
„Gringo“ ofursti
gengur enn laus