Morgunblaðið - 06.04.1988, Síða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
„Kæri stjörnuspekingur.
Mig langar að biðja þig um
lýsingu á manninum mínum.
Hann er fæddur í Tvíbura-
merkinu, en mér fínnast ein-
kenni Tvíburamerkisins eiga
mjög lítið við hann. Kannski
átt þú einhverja skýringu á
þessu. Hann er fæddur á
Barðaströnd, 20.06. 1947 rétt
fýrir hádegi. Með fyrirfram
þakklæti."
Svar:
Maður þinn hefur Sól, Venus
og Miðhimin í Tvíbura, Tungl
og Merkúr í Krabba, Mars í
Nauti og Meyju Rísandi.
Uppeldi og umhverfi
Ástæður fýrir því að þér finnst
hann ekki dæmigerður fýrir
merki sitt geta verið nokkrar.
í fyrsta lagi þær að það um-
hverfi sem hann ólst upp í,
bæði hvað varðar fjölskyldu
og þjóðfélagsaðstæður, getur
hafa verið andstætt upplagi
Tvíburamerkisins. í slíku til-
viki er líklegt að hann hafí
þroskað önnur merki sín, eða
Krabba, Naut og Meyju.
‘ Ólík merki
í öðru lagi má einfaldlega
segja að þar sem hin merki
hans eru ólík Tvfburanum þá
verði hann víkjandi eða lítt
sjáanlegur. Krabbi, Naut og
Meyja eru þung, varkár og
íhaldssöm merki.
Fjölhœfur
Ég myndi segja að maður þinn
sé í grunneðli sínu jákvæður,
félagslyndur og fjölhæfur eða
a.m.k. að hann þurfi á fólki
og fjölbreytileika að halda til
að viðhalda fullri lífsorku og
lífsgleði. Ef hann er á ein-
hvem hátt daufur gæti ástæð-
an legið í því að lifsmunstur
hans er of einhæft. Tvíburi
verður alltaf Tvíburi þó ein-
kennin sjáist ekki á yfirborð-
inu. Það þýðir að hann þarf
á fjölbreytileika að haida.
íha/dssamur
Það sem gæti dregið úr hon-
um og gefur vísbendingu um
togstreitu er að hann hefur
tilfinningar og hugsun í
Krabbamerkinu. Krabbinn er
frekar hlédrægt og stundum
feimið merki, oger íhaldssam-
ara en t.d. Tvíburinn. Hann
þarf á öryggi að halda t.d.
hvað varðar heimili. Krabbinn
er einnig viðkvæmur og til-
finningaríkur.
Þrjóskur
Mars í Nauti táknar að hann
er jarðbundinn í athafhaorku
sinni og á til að vera þrjósk-
ur. Þessi staða gerir að hann
hefur meira úthald og er
fastari fyrir heldur en gengur
og gerist með Tvíbura.
Hógvœr
Meyja rísandi táknar að hann
er frekar varkár, hlédrægur
og hógvær i fasi og fram-
komu. Hún táknar einnig að
hann á til að vera smámuna-
samur og gagnrýninn og hef-
ur þó nokkra þörf fyrir að
hafa umhverfí sitt ( röð og
reglu.
JarÖbundinn
Ég myndi segja þegar á heild
kortsins er litið að maðurinn
þinn sé frekar eirðarlaus per-
sónuleiki en samt sem áður
fastur fyrir, jarðbundinn,
stundum gagnrýninn og
íhaldssamur. Hann er næmur
og tilfmningalega viðkvæmur.
Einnig tel ég ltklegt að hann
sé töluverður náttúruunnandi.
Það er erfítt að túlka kort í
svo stuttu máli sem hér, ekki
síst þegar ekkert er vitað um
fyrri aðstæður. Ég vona þó
að þessi svör hjálpi þér að
skiljaTvíburann örlítið betur.
GARPUR
/HOHTX/isS/hlN
F/ER. NÝTT V/OFANGSBF/J/
Þegar. G4RPUR
JÆJA, LJÓS/ LOKK-
UR,ÞÚ KA//NT AE>
&ERJAS T'VERSTAO
E/rr
SVERÐ/
GRETTIR
þó EKT 5VO PaGFUR- / \
PÁLONN ,GRETTlR.
I MUNPO BARA, t?ESAR piJ
\ UöðOR X BAKiNU SETURPO
AÐEINS HORFT UPP
NU ER Bö < V-
,'SJÁLFSMORÐS*-'
HU6LEJÐINGJ,,“a
DYRAGLENS
UOSKA
Ecs CaLeyMI ALDREI 7F
BRÚDA RXJÓ l n U M I
FERDINAND
SMAFOLK
HELL07TMI5 15 MAKCIE
A6AIN..MAV I 5PEAK
TO CHARLE5?
HE ISNT HERE..HE
HAPTOTAKE HI5 D06
TOTHE VE6ETARIAN...
ialló? Þetta er Magga aft-
ur... Má égtala við Karl?
Hann er ekki við ... hann
þurfti að fara með hund-
inn sinn til dýratæknis ...
Dýralæknis
Eða þannig
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Sveit Flugleiða vann sannfær-
andi sigur á íslandsmótinu, sem
fram fór um páskana á Hótel
Loftleiðum. Helsti keppinautur-
inn, sveit Fatalands, var í efsta
sæti þegar hún mætti Flugleiða-
mönnum í næstsíðustu umferð.
Fataland hafði yfir í hálfleik, en
Flugleiðir náðu að snúa blaðinu
rækilega við í síðari hálfleik og
sigra örugglega. Fataland datt
svo niður í þriðja sæti þegar
sveitin tapaði fyrir Polaris í loka-
umferðinni. Sveit íslandsmeist-
aranna er þannig skipuð: Jón
Baldursson, Valur Sigurðsson,
Aðalsteinn Jörgensen, Ragnar
Magnússon og Sigurður Sverris-
son.
Eitt athyglisverðasta spil
mótsins kom upp í töfluleik
Flugleiða og Verðbréfamarkaðs
Iðnaðarbankans. Það leit þannig
út:
Suður gefur; AV á hættu.
Norður
♦ KDG65
♦ 9732
♦ 1042
♦ 3
Vestur Austur
♦ 10943 4872
♦ 65 11 ♦ AD10
♦ G53 ♦ A976
♦ DG106 ♦ ÁK5
Suður
♦ Á
♦ KG84
♦ KD8
♦ 98742
í opna salnum varð Sigurður
Sverrisson í norður sagnhafi í
þremur hjörtum og vann Qögur
— 170 í NS. En það var harðar
barist í lokaða salnum. Þar sátu
Jón Baldursson og Aðalsteinn
Jörgensen í AV gegn Ásmundi
Pálssyni og Jóni Ásbjömssyni í
NS. Sagnir gengu:
Vestur
J.B.
Pass
Pass
3 lauf
Pass
Norður
Á.P.
Austur
A.J.
1 spaði Pass
2 spaðar Dobl
Pass Pass
Pass Pass
Suður
J.Á.
1 tígull
1 grand
Pass
Dobl
Áhorfendur í sýningarsalnum
ætluðu ekki að trúa sínum eigin
augum þegar þeir sáu töluna
670 í AV fyrir þijú lauf slétt
staðin. „Hvemig I ósköpunum
var hægt að gefa þann samn-
ing?“ spyrðu menn hver annan,
hneykslaðir upp fyrir haus.
Margir töldu að spilið ætti að
fara tvo niður í það minnsta, ef
ekki þijá.
Sannleikurinn er allur annar
— með hnitmiðaðri vöm má
meija þijú lauf einn niður. Ás-
mundur í norður kom út með
spaðakóng og Jón Ásbjömsson
skipti yfir í lauf í öðram slag.
Jón Baldursson lagðist nú undir
feld í 18 mínútur! Ákvað svo að
taka fjóram sinnum tromp og
spila tígli á níu blinds. Jón Ás-
bjömsson drap á drottningu, tók
síðasta trompið og spilaði tígul-
kóng. Þar með var spilið í höfn.
Jón Baldursson drap á ás, tók
tígulgosa og spilaði hjarta á
tíuna. Fékk þá níunda slaginn á
hjartadrottningu. ^
Til að hnekkja spilinu verður
suður að geyma síðasta trompið
sitt og spila hjarta upp í gaffal-
inn! Og endurtaka þann leik
þegar hann lendir inni á tígul-
kóng! Þá getur hann trompað
flórða tígulinn og norður fær
siðasta siaginn á spaða.