Morgunblaðið - 06.04.1988, Page 55

Morgunblaðið - 06.04.1988, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988 55 Jóhanna Þ. Einars- dóttir-Minning Það er með þökk til Guðs sem við viljum minnast Jóhönnu Einars- dóttur örfáum orðum. Jóhanna var ekki sú manneskja sem lét mikið yfír sér eða mikið bar á, en kær- leiksríkt og gleðiríkt viðmót hennar var öllum augljóst. Umhyggja henn- ar og ástúð gagnvart öðrum var einstök. Það hafði Guð gefið henni í samfélaginu við sig. En umhyggj- an náði lengra, því Jóhanna var trúföst í fyrirbænastarfinu, þar sem hún daglega bar menn og málefni fram fyrir hástól Drottins. Hún bað án afláts í trausti til fyrirheita hans sem allt vald hefur á himni ogjörðu. Það var hennar kall og því kalli var hún trú í auðmýkt. í Jóhannesi 4.24 segir: „Guð er andi og þeir sem til- biðja hann eiga að tilbiðja hann í anda og sannleika." Slíkur tilbiðj- andi var Jóhanna Einarsdóttir. Hún jós með fögnuði af lindum hjálpræð- isins í kirkjunni sinni, á kristniboðs- samkomum og í KFUM og K, auk einkalesturs. Þarna átti hún sælar stundir við fætur frelsara síns, Drottins Jesú Krists er var henni allt. Hún var frátekin til þessarar þjónustu fyrir hann. Jóhanna kunni mikið í Ritningunni utan bókar, svo og í sálma- og söngbókum og sífellt þráði hún að gefa öðrum hlutdeild í þessum auði sínum. Því var mál- efni Drottins henni svo kært, hvort heldur hér heima eða úti á kristni- boðsakrinum. Fómfysin til þessa málefnis var líka einstök. Margir standa í þakkarskuld við hana og þar á meðal þau er þetta rita. Við viljum þakka Guði sem gaf okkur hana og fyrir allt sem hún gaf og var okkur. Megi almáttugur Guð styrkja og blessa alla ástvini hennar nær og fjær, svo og málefnið sem henni var svo kært, vitandi að trúr er hann sem hefur kallað, að hann muni koma því til leiðar. „Guði séu þakkir sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vom Jesúm Krist." 1. Kor. 15.57. Sigurlaug og Bjarni SAMBAND FISKVINNSLU STÖÐVANNA BOÐARTIL RAÐSTEFNU UM NÝSKIPAN GJALDEYRISMÁLA ■flflflHH^HHBHIHHI Frummælendur: Dr. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri, dr. Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri og dr. Þorvaldur Gylfason, prófessor. Fundarstjóri: Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri. Staður: Hótel Saga, salur A. Tími: Föstudagurinn 8. apríl kl. 12.15 - 15.30. Ráðstefnan er öllum opin. Þátttaka tilkynnist í síma 25455. Þátttökugjald er kr. 1.500,- Hádegisverður er innifalinn í verðinu. Stjóm SF. Með Ijósleiðara beint frá Skyggni fœrum við þér það nýjasta og skemmtilegasta úr öllum heiminum beint inn á herbergi til þín. í þriðja lagi getur þú að sjálfsögðu horft á ríkissjónvarpið og í fjórða lagi er okkar vinsœla myndbandakerfi í gangi. Þar að auki getur þú fylgst með nýjustu fréttum í gegnum CNN fréttasjónvarp allan sólahringinn. HOTIIL FLUGLEIDA HOTEL Við erum ekki bara í miðri borginni heldur erum við í nánum tengslum við veröldina. leiðandi hótel í stöðugri endurnýjun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.