Morgunblaðið - 06.04.1988, Side 59

Morgunblaðið - 06.04.1988, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRIL 1988 59 um hugljúfa og milda manni sem ekkert aumt mátti sjá. Hann hefur nú leyst landfestar í síðasta sinn og siglt á strönd eilífðarbirtu, þar sem engir skuggar eru, en undan- gengnir ástvinir taka honum fagn- andi. „Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir." (Einar Ben.) Við leiðarlok er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa þekkt Hilmar Norðfjörð og notið vináttu og tryggðar sem hann sýndi mér og fjölskyldu minni af hug og hjarta. Eftirlifandi afkomendum hans votta ég samúð mína. Megi hann hvíla í friði. Gunnar Valvesson Á þessu ári eru 26 ár síðan Hilm- ar Norðfjörð kom inn í stjórn Sam- bands dýraverndunarfélaga ís- lands. Hann tók þá við embætti gjaldkera og gegndi hinu vanda- sama starfi af stakri trúmennsku alla tíð síðan. Hilmar Norðfjörð fékk ég að þekkja í fimmtán ár — eða síðan við fórum að starfa saman með dýraverndunarmálum og þar til hann lést. Hann tók á móti mér opnum örmum þegar ég kom inn í stjórnina og á samstarf okkar bar aldrei skugga. Hilmar var einstaklega ráðhollur maður og þess naut ég sannarlega. Otal stundir áttum við saman í litlu skrifstofunni hans eða við borð- stofuborðið yfir kaffibolla og ég gat notað allan þann tíma sem ég vildi til þess að ræða málin, leita lausna — eða bara kvarta yfir því illa mér fannst stundum þetta ganga allt saman. Aldrei nokkurn tíma varð ég vör við að ég væri að sóa tíma hans. Þvert á móti var tekið á móti mér, í hvert einasta skipti sem ég kom, eins og ekkert væri honum meiri ánægja en að ég skyldi líta inn. Á tímum hraða og streitu eru slíkir menn fágætir og minningin um að hafa átt slíkan mann.að vini er óumræðilega hlý og góð. Þeir eru margir sem áttu Hilmar að vini. Hilmar hafði svo stórt hjarta að það rúmaði alla sem þangað vildu leita — hvort sem það voru skyld- menni eða vandalausir. Nú vorar á íslandi. Þetta vor bíður ekki Hilmars Norðfjörð. Hann lifði langa ævi þar sem skiptust á skin og skúrir. Það var þroskaður maður sem kvaddi á sínu ævikvöldi — hann kunni þá list að njóta augnabliksins og gefa það vinum sínum, sem skínandi perlu í safn minninganna. Ég kveð hann hinstu kveðju með hluta úr ljóði eftir Stein Steinarr: „Ég sakna þín, ég syrgi farinn vin, í sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn, er hóf sig yfir heimsins dægur-glys. Á horfna tímans horfi ég ’endurskin, ég heyri ennþá glaða, þýða róminn, frá hreinni sál með hárra vona ris.“ Dætrum hans og barnabömum votta ég innilega samúð. Jórunn Sörensen Minning: Ingibjörg Judit Sigmarsdóttir Fædd 7. apríl 1928 Dáin 25. mars 1988 „í dag felldu blómin mín blöðin sín. Og húmið kom óvænt inn til mín. Ég hélt þó að enn væri sumar og sólskin." (Tómas Guðmundsson) Þessar línur skýra vel hvernig mér varð innanbrjósts þegar ég frétti að hún nafna mín, Ingibjörg, væri alvarlega veik og ekki væri von um neinn bata. Fyrstu viðbrögð mín voru afskap- lega barnaleg og eigingjöm því mér fannst vera búið að rífa nógu mikið í burtu frá mér þó að hún nafna mín bættist ekki í hópinn. Svo fór ég að hugsa um að ekki væri miss- ir minn mestur því önnur eins eigin- kona og móðir var vandfundin. Nú þegar ég heyri um andlát hennar er efst í huga mér þakklæti til hennar fyrir allt það, sem hún hefur gert fyrir mig og mína fjöl- skyldu, þó sérstaklega hversu góð hún var ömmu minni eftir að móðir mín dó. Þá sýndi Bússa, eins og hún var alltaf kölluð, hversu stór- kostleg manneskja hún var því hún kom ömmu í dóttur stað á svo margan hátt þó hún hefði vafalaust nóg á sinni könnu fyrir. Þetta lýsir Bússu betur en margt annað því hún var ætíð reiðubúin að hjálpa og hugga ef eitthvað á bjátaði. Ekki get ég greint frá bernsku Bússu, til þess veit ég of lítið. En frá því að ég man fýrst eftir mér var Bússa besta vinkona mömmu. Þær ólust upp í Innbænum á Akur- eyri og voru alltaf mjög samrýndar þó ólíkar væru. Þegar þær hittust var alltaf kátt á hjalla og margur kaffibollinn drukkinn og margar sögur sagðar og sumar alveg ótrú- legar. Ég gleymi því aldrei þegar ég var 5 ára og var send til Bússu í 3 vikur meðan mamma var veik. Þá reyndist Bússa mér afskaplega góð og skilningsrík því ég hafði aldrei farið frá mömmu og pabba fyrr, og var ábyggilega ekki þægasta bam, sem til var. Eftir að mamma dó og ég fór í skóla suður sáumst við sjaldan, en þó kom ég til henn- ar þegar ég kom til Akureyrar og urðu þá alltaf fagrraðarfundir. Þeg- ar við Bússa sátum í eldhúsinu og þömbuðum kaffi eins og okkur var einum lagið, var eins og mamma væri aldrei langt undan. Ég mun sakna þeirra alveg afskaplega mik- ið. Þó er huggun harmi gegn að nú fá þær að hittast á ný, allar vinkonurnar þrjár úr Innbænum, það er að segja Sigrún, sem var æskuvinkona þeirra en dó úr berkl- um aðeins 18 ára, Ásta móðir mín sem dó fyrir 8 árum og nú bætist Bússa í hópinn. Ég votta Ragnari, Sigurði og fjöl- skyldu hans samúð mína og veit að minningin um frábæra konu sef- ar sorgina þó að sama rósin vaxi aldrei aftur, eins og sagði í uppá- haldslagi þeirra vinkvenna. „Og nú kom haustið! Á kné ég kraup. Að köldum veggnum ég höfði draup. Og kyssti blómin sem blikknuð láp.“ (T.G.) Ingibjörg S. Benediktsdóttir Hinn 25. mars sl. lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri góður vinur, Ingibjörg Judit Sigmarsdótt- ir, sem við kölluðum ávallt Bússu. Hún hafði þá átt við veikindi að stríða en engan óraði fyrir því að hún yrði kölluð til annarra starfa svo skjótt. Eiginmaður hennar, Ragnar Malmquist, sonur og aðrir fjöl- skyldumeðlimir, hafa átt erfíða daga um hríð þegar ljóst var að hveiju stefndi og að hinn mannlegi máttur gat ekki fengið stöðvað vilja skaparans hvernig svo sem reynt var. Hún lifir nú í minningunni og verk hennar tala fyrir hana nú eins og alltaf áður. Bússa _ var æskuvinkona móður minnar, Ástu Ottesen, sem lést fyr- ir nokkrum árum, og lágu leiðir þeirra oft saman og iðulega þrátt fyrir að mamma flytti frá Akur- eyri. Dvöldum við systkinin oft heilu vikurnar hjá Bússu og Ragnari og var hugsað um okkur eins og við værum þeirra eigin börn. Heimiíið þeirra var rólegheitastaður og allt svo skipulagt og fallegt í kringum þau, róleg og yfirveguð hjón sem létu ekki mikið á sér bera en gáfu meira af sér en flestir sem ég hef kynnst. Þegar mamma dó gekk hún þegjandi og hljóðalaust í hennar hlutverk og annaðist ömmu mína, Jónínu Jónsdóttur, svo og Eið Bald- vinsson, eins og hún væri þeirra eigin dóttir. Gestrisnin var mikil og hún var snillingur í veisluhöldum, en Bússa valdi vinina vandlega, var hlédræg þegar ókunnugir voru í kring en lék á alls oddi við fjól- skyldu og vini. Ég minnist þess aldr- ei að hafa heyrt hana tala illa um nokkurn mann en án efa hefur ein- hvern tíma verið gert á hennar hlut. Gleðistundirnar, sem við áttum saman fjölskyldurnar heima á Húsavík, eru efstar í huga núna þegar við systkinin hugsum til Bússu. Við rifjum upp þegar mamma og hún voru oft óstöðvandi. af hlátri út af ótrúlegustu hlutum, svo sem misheppnuðum tertubotn- um. Einnig á Italíu þegar við misst- um þær báðar út af hjólabát og máttum hjóla með þær báðar, skelli- hlæjandi, varla syndar, í togi alla leið að ströndinni. Einnig þegar þær stöllur tvímenntu á stóru reiðhjóli, hjóluðu síðan beint á tré og sátu þar algjörlega ósjálfbjarga enda hafði hvorug hjólað síðan í bam- æsku. Þessar stundir gleymast ekki og um leið og ég þakka þessari bestu vinkonu mömmu alla greiðasemina votta ég Ragnari, Sigurði og fjöl- skyldunni samúð mína og fjölskyldu minnar. Við vitum að án efa er vel tekið á móti henni á því heimili sem hún nú gistir. Sorg okkar og sökn- uður er mikill þó svo að vitað sé að gleði fylgir nýju lífi. Þrátt fyrir að við gleðjumst þeg- ar bam fæðist í þennan heim höfum við enn ekki náð þeim andlega þroska að gleðjast þegar vinir fæð- ast inn í annan. Góður Guð, fylgdu henni og fjöl- skyldu hennar alla tíð. Jónína Benediktsdóttir SOKKABUXURNAR SEM PASSA. C Fjölbreytt úrval! Örugglega eitthvað fyrir þig. Þú velur þína stærð eftir stærðatöflunni á Leggs söluhillunum. Þunnar og fallegar á fæti, falla þétt að maga og mjöðmum, styrkt tá, stærðir A,B,Q. Blátt egg og hólkur. A Nuddsokkabuxur, sem örva, blóðrásina við hverja hreyfingu Falleg glansáferð. Styrkt tá, stærðir A,B,Q. Silfurlitt egg og hólkur. Nuddsokkabuxur, mjög stífar að ofan hafa sömu eiginleika og Sheer Energy. Stærðir B,Q. Silfurblátt egg og hólkur. Leggs hnésokkar, 2 pör í eggi, extra breið teyja. Samkvæmissokkabuxur. Líta út og eru viðkomu eins og silki. Einnig fáanlegar stífar að ofan. Stærðir A,B,Q. Glært egg - grár hólkur. Vetrar Leggs. 50 den þykkar, í fallegum litum. Einnig fáanlegar stífar að ofan. Stærðir A,B,Q. Glær egg - hólkar lýsa litum s Tískulitir frá Leggs. Vanalegar sokkabuxur og einnig stífar að ofan. Stærðir A,B,Q. Glær egg. Einkaumboð: íslens£7//// Ameríska

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.