Morgunblaðið - 06.04.1988, Page 60

Morgunblaðið - 06.04.1988, Page 60
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988 60 Asgeir G. Sigvrðs- son járnsmíða- meistari—Minning Fæddur 7. október 1917 Dáinn 25. mars 1988 Asgeir Guðmundur Sigurðsson, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur í Bæjum á Snæfjalla'strönd 7. október 1917. Hann var því sjö- tugur að aldri er hann andaðist á heimili sínu á ísafirði föstudaginn 25. mars sl. Ásgeir var einn 15 barna sæmd- arhjónanna Sigurðar Ólafssonar og Maríu Rebekku Ólafsdóttur er bjuggu í Hærribæ í Bæjum um langan aldur, en á þeim tíma var fjórbýlt í Bæjum. Má geta nærri að þröngbýlt hefur þar verið, en frá Bæjum sóttu menn, sem frá öðrum býlum við Djúp, framfærslu sína ekki síður á hin fengsælu fiskimið. Fimmtán voru böm þeirra Sig- urðar og Maríu, tólf synir og þrjár dætur, en Sigurður eignaðist að vísu þrettánda soninn með annarri konu. Ásgeir var tíundi í röð sinna systkina og lifa hann Gunnar, María, Aðalsteinn, Arnþníður, Torfi, Halldór, Kristján og Ólafur auk hálfbróðurins Magnúsar, en látin eru Sigurður, Ingibjörg, Krist- inn, Óskar og Jónar tveir. Er mik- ill mannvænlegur ættbálkur kom- inn frá þeim Bæjarhjónum. Sá, sem þekkir einungis Island nútímans og þá velferð sem íslend- ingar búa .við á öllum sviðum, getur ekki gert sér í hugarlund aðstæð- uraar fyrir sjötíu árum. Þá þurftu menn að berjast fýrir lífi sínu og sinna með berum höndum að kalla, en nú hafa menn að heita má allt til alls. Þótt aðeins sé farið fimmtíu ár aftur í tímann, verður mönnum ljóst, að ungir menn, sem voru að hefja lífsbaráttuna, áttu ekki margra kosta völ. Hærribæjar- systkinin nutu farkennslu á vetrum, sem þá tíðkaðist, og nokkur þeirra munu hafa sótt héraðsskólann í Reylq’anesi og var Ásgeir þeirra á meðal. Þá tíðkaðist auðvitað, að allir unglingar hófu að vinna um leið og þeir gátu valdið vettlingi. Lífsbaráttan var mjög hörð og óvægin, en stælti um leið þrek og þor. Og þótt enginn óski að hverfa aftur til þeirra tíma var gott mannlíf á þessum árum við Djúp vestur. Þótt öll lífsþægindi nútímans skorti undu menn glaðir við sitt og hin mikla Gullkista sá fyrir að aldrei urðu menn bjargþrota. Það er við þessar aðstæður sem Ásgeir elzt upp. Sem unglingur vann hann búi foreldra sinna, stundaði hin algengu störf sveita- drengsins og sótti jafnframt sjó. I viðtali í Vesturlandi á síðustu jólum telur Ásgeir að árið 1939 hafi skipt sköpum í lífí sínu. Þá er það sem honum gefst kostur á að hleypa heimdraganum. Hann held- ur til Reykjavíkur og sækir þar námskeið á vegum Framsóknar- flokksins, en þeim flokki fylgdi hann jafnan að málum. Hann dáði Hermann Jónasson mest allra stjómmálamanna. Síðar á því ári ræðst hann í skiprúm til Þórðar Ólafssonar í Odda í Ögurvík, sem var næsta býli við Svalbarð foreldra þess sem þessar línur ritar. Þar kynnist hann Kristínu Önnu Her- mannsdóttur, sem var elzt ellefu systkina á Svalbarði, dóttir Her- manns Hermannssonar og konu hans, Salome Gunnarsdóttur. Þau Anna gengu í hjónaband 30. októ- ber 1941, settust að á ísafirði og bjuggu þar alla sína hjúskapartíð. Þeim varð þriggja bama auðið: Hermann, tannlæknir í Kópavogi, kvæntur Guðfínnu Gunnþórsdóttur frá Seyðisfírði, eiga fjögur böm: Gunnþór, Bjöm, Katrínu og Kristínu Önnu. Sigríður Borghildur, gift Ólafí Þórarinssyni, trésmið, eru búsett á Akranesi, eiga fímm böm: Ásgeir, Rannveigu, Þórarinn, Ólaf Halldór og Salome Maríu. Anna Kristín, gift Gísla Jóni Hjaltasyni, skrifstofustjóra, búsett á ísafirði, eiga tvær dætur Dóru Hlín og óskírða dóttur mánaðargamla. Fyrstu árin á ísafirði sótti Ás- geir sjó, einkum með Sigurði elzta bróður sínum, sem átti og gerði út þilfarsbát, aðallega á snurvoð í Djúpið. En 1942 í september hóf hann störf hjá Skipasmíðastöð Marzelíusar Bemharðssonar og starfaði þar í fjörutíu ár, þar til í nóvember 1982. BarÁsgeir Marzel- íusi ávallt mjög góða sögu sem húsbónda og manneskju. 1982 hóf Ásgeir störf hjá hinu glæsilega fyr- irtæki Pólnum á ísafirði og vann þar til dauðadags. Ásgeir lauk meistaranámi í jámsmíði 1950. Þetta er í sem stytztu máli lífshlaup dáðadrengsins Ásgeirs Sigurðssonar, sem hér er kvaddur með þakklæfi og trega. Geiri Sig- urðs, eins og Isfírðingum var tam- ast að nefna hann, var mikill félags- málamaður og áhugasamur og vilj- ugur að hveiju sem hann gekk. Hann starfaÁ að félagsmálum frímúrara á Isafírði. Hann var söngvinn og vann þeim málum mik- ið í yfir 40 ár. í Karlakór ísafjarð- ar, Sunnukómum og kirkjukómum. Hann var formaður Sunnukórsins í 6 ár. Þeim varð vel til vina honum og Ragnari H. Ragnars, söngstjóra, og mat Ásgeir hann mikils og konu hans Sigríði. Fyrir ári gerði illkynja sjúkdómur vart við sig, sem nú hefur dregið Ásgeir til dauða. Er hann kom hing- að suður að leita sér lækninga, skýrðu læknar honum frá því, að hann væri haldinn ólæknandi krabbameini. Auðvitað var honum þá brugðið, en örlögum sínum mætti hann æðrulaus og tók þar á trúarþreki sínu. Hann trúði á ein- lægni á Guð sinn og handleiðslu hans. Það var ójafn leikur sem háð- ur var og gott að því vonlausa stríði er lokið. Hann átti góða að þá og ávallt, sem reyndust honum hinn mesti styrkur í bylnum stærsta seinast. Anna systir biður um inni- legar þakkir til starfsfólks Sjúkra- húss ísafjarðar. Einkum kvaðst hún ekki fá með orðum lýst því atlæti sem Ásgeir, og þau öll raunar, nutu af hálfu læknanna Bjöms Sigur- bjömssonar og Samúels Samúels- sonar, og Helgu Sigurgeirsdóttur, hjúkrunarfræðings. Svo frábær hefði umönnun þeirra verið. Ásgeir Sigurðsson var fríður maður sýnum, meðalmaður á hæð og samsvaraði sér ágæta vel. Hann var grannholda og hinn stæltasti fram til hins síðasta, og má segja að honum yrði nær aldrei mis- dægurt þar til vágesturinn ósigr- andi tók tökum. Ásgeir var enda útilífsmaður og stundaði skíða- göngu af kappi hin síðari árin og fór með félögum sínum gangandi á skíðum norður um Hornstrandir. Hann gekk til rjúpna á haustum enda lærði hann barnungur að fara með skotvopn sem títt var við Djúp vestur, enda líf Vestfírðings veiði- skapur mestanpart. Þá var hann laxveiðimaður og áttum við í gamla daga góðar stundir saman við þá iðju. Allt sem Geiri gekk að var af alúð og ástundun iðkað. Hann var fagmaður ágætur í iðn sinni, með listrænu handbragði, sem hann átti ■ kyn til. Hann var dagfarsprúður maður og góður heim að sækja og allra manna giaðastur í mannfagnaði og á gleðistundum. Auðvitað var hann ekki allra viðhlæjandi, og hyggju- þungur gat hann verið á stundum og skapheitur var hann og harðsnú- inn að vetja og sækja mál ef hann taldi einhveiju skipta. Drengskap- armaður var hann til orðs og æðis og allra manna hjálpfúsastur og greiðviknastur. Hann var tengda- foreldrum sínum betri en enginn alla þeirra búskapartíð á Isafírði. Sá sem þessar línur ritar á Ás- geiri Sigurðssyni mikla skuld að gjalda og allt hans fólk, undantekn- ingarlaust. Sú skuid verður aldrei goldin sem vert væri. Hann var mágur og vinur í nær hálfa öld svo aldrei bar á hinn minnsta skugga. Þegar ég nú skila hinztri kveðju frá konu minni og börnum mega orð sín lítils að lýsa þakklæti og vináttu sem hæfír. Við sendum Önnu systur og hennar fólki kveðjur og biðjum þeim styrktar Guðs á strangri tíð, en erum þess fullviss að minningin um frábæran eiginmann og föður, og þakklæti til þess sem gaf líf hans, muni áður en líður langt um ná yfírhönd yfír sorg og söknuð. Sverrir Hermannsson Ásgeir Sigurðsson lést 25. mars eftir skamma sjúkdómslegu. Geiri, eða Geiri frændi eins og við kölluð- um hann oftast, var kvæntur Önnu föðursystur okkar. Við systkinin í Mjógötunni höfum þekkt Geira frá því að við munum eftir okkur og alla tíð var hann þáttur í lífi okkar. Það verður langt þangað til við átt- um okur á því til fulls að hann sé horfinn héðan. Margir dagar og atburðir ársins eru tengdir honum; á jólum voru það fjölskylduboðin og jólaball frímúrara sem hann bauð okkur alltaf á, skíðaferðimar um páskana, sumrin inni í skógi og brenna í ágúst þegar Geiri spil- aði á harmonikkuna. Ragnheiður gat ekki látið sumarið líða án þess að fara í að minnsta kosti eina bæjarferð með Geira. Henni fannst gaman að hlusta á sögurnar hans og mun hún seint gleyma sögunni af Bæjardraugnum. Þegar búið var að gera slátur á haustin og Anna og Geiri komu að bragða á, þá var alltaf passað uppá að hafa til vél- indu handa Geira. Oft kom Geiri við í Mjógötunni þegar hann var búinn að fara á skíði eða ijúpur, en Geiri var mikill íþróttamaður og hafði mikið þol. Hann stundaði skiðin stíft á veturna, veiddi lax á sumrin og ijúpur á haustin. Þótt hann væri kominn fast að sjötugu þá var hann manna sporléttastur og alltaf tókum við Geira sem dæmi þegar við ræddum um hversu aldur- inn væri afstæður. Fyrir nokkrum árum fórum við upp Ögurfjallið á bíl með Gísla Jóni mági hans. Þeg- ar við vorum komin hálfa leið upp tók Geiri það ekki í mál að sitja í bíl lengur, hann ætti nú ekki annað eftir, og hljóp síðan upp fjallið og var jafn fljótur okkur. En ég valdi það að fara með honum gangandi niður aftur því ég vissi að það yrði skemmtilegra. Við gengum saman niður fjallið í góða veðrinu og mik- ið hló Geiri þegar hann þurfti að skýla mér fyrir árans kjóanum, sem mér leist ekkert á áganginn í. Geiri þekkti vel til í Djúpinu og þess vegna var alveg einstaklega gaman að ferðast með honum þar um. Þó að útivist væri Geira hugleikin var einnig gott að heimsækja Önnu og Geira. Eg var elst bamanna í Mjógöt- unni og átti þar oft gott athvarf; þar leið manni alltaf vel og þar gat ég setið tímunum saman út í homi og lesið eða gert mér eitthvað ann- að til dundurs. Auðvitað leið manni svona vel þar vegna þess hve Anna og Geiri voru bamgóð. Heimili þeirra stóð alltaf öllum opið og þar var ekki farið í manngreinarálit, enda var oft mikill gestagangur. Það verður að nefna Önnu og Geira í sömu andránni, svo samrýmd vom þau. Þó Anna færi ekki með honum í skíðaferðir þá beið hún hans og fékk fréttir á meðan hún hellti kaffí í bollann sem hann hafði fyrir sig. Þeim þótti vænt um hvort annað enda 'búin að eyða meginhluta ævinnar saman. Bömin þeirra vom þeim allt, og vildu þau hag þeirra sem bestan. Dóra Hlín dóttir Önnu Stínu og Gísla Jóns bjó í nágrenni við þau og var augasteinn afa síns og alla tíð var með þeim sérstakt samband og vom þau einstaklega góð hvort við annað, það em fá böm nú til dags sem em svo lánsöm að bindast afa sínum svo sterkum böndum og býr hún eflaust að því alla ævi. Þannig er því einnig farið með flesta sem kynntust Geira. Það var viss birta og hlýja í kringum hann og manni leið vel í návist hans. Við krakkamir í Mjógötunni kveðjum elskulegan vin og emm þakklát fyrir að hafa þekkt hann. Bergljót Halldórsdóttir í stómm systkinafjölskyldum verða samskiptamál einstakling- anna oftast með nokkm öðmm hætti en þar sem börnin em fá. Þessu valda margskonar ytri að- stæður. Sannindi þessi skiljast þeim. bezt, sem hafa alist upp við fjöl- breytni hinna stóm systkinahópa. Það er alkunna, að engir tveir einstaklingar em eins, hvorki í sjón né samskiptum, og mannlífíð verður því litríkara þar sem fleiri vaxa upp saman og býður upp á þroskavæn- legri möguleika, þrátt fyrir minni veraldarauð, oftast nær, og harðari lífsbaráttu. Ásgeir Sigurðsson, sem hér er kvaddur, var einn 15 systkina sem fæddust hjónunum í Hærribæ á Sriæfjallaströnd. Hann leit dagsins ljós hinn 7. október 1917 og var 10. í röð systkinanna. Ekki skorti hann því leikfélaga í æsku né fyrir- myndir, því eldri systkinin vom komin um og yfír fermingu þegar hann fór að skynja lífið í kringum sig. Hann ólst upp í þessu marg- þætta fjölskyldusamfélagi, sem var samtvinnað hinum tveim aðal- atvinnuvegum þjóðarinnar, land- búnaði og sjávarútvegi, eins og það þá tíðkaðist, en hvort tveggja var um hönd haft á heimilinu. Heimilis- faðirinn stundaði sjóróðra á eigin fleytu bæði vor og haust öll bemsku- og æskuár Asgeirs og allt fram á ungli'ngsár hans og svokall- að mótunarskeið. Allt þetta gaf hin fjölbreytilegustu tækifæri til að þroska tilfinningu fyrir margvísleg- um störfum hins daglega lífs bæði til lands og sjávar og fínna farsæla lausn á þeim vandamálum, sem hvarvetna þurfti að glíma við. Við þetta bættist svo sú staðreynd, að staða Ásgeirs í hópnum varð af ytri aðstæðum nokkuð sérstæð og markaði honum að ýmsu leyti nokk- urt annað hlutverk en flestra ann- arra í þessum fjölmenna bræðra- hópi. Um það leyti sem hann var að komast á sjóróðraaldurinn voru aðstæður að breytast í þjóðlífinu er snertu aðstöðu og afkomu nálega hverrar fjölskyldu í landinu og at- vinnuhættir tóku verulegum stakkaskiptum. Þetta var á hinum illræmdu kreppuárum. Útgerð lítilla árabáta var að leggjast af og færð- ist smám saman í útgerðarplássin við utanvert Djúpið, sem voru nær fískimiðunum og markaðnum. Hinn mikli samdráttur olli því, að fátæk- ir bændur, sem fram að því höfðu róið til fiskjar á litlum fleytum, heltust smám saman úr lestinni. Þetta varð m.a. til þess að nokkur röskun varð á þeirri hefð, sem fram að þessu hafði þróast heima, að synimir fóru með föður sínum í verið, um og eftir fermingu, og réru með honum kannski 2—3 ár en fóru þá gjarna alfarnir að heiman og stunduðu vinnu — oftast sjó- mennsku úti á verstöðvunum — en sá næsti í röðinni fyrir neðan tók við hlutverki þess er yfírgaf forsjá föður síns á litlu, farsælu fleyt- unni, sem því nær öll efnisleg til- vera fjölskyldunnar hvíldi á. Þegar Asgeir komst á þennan aldur voru þessar aðstæður að breytast og hann fór því ekki þessa hefðbundnu leið eldri bræðranna. Hans hlut- skipti varð því að leita fyrir sér um skipsrúm hjá „öðrum" eins og það var gjaman kallað. Stundum var þetta að vísu hjá elsta bróður hans, Sigga Gumm, sem átti bát og hélt honum til veiða úr sjávarplássunum við Djúpið, en einnig réri hann úr Ögurvík, þar sem síðar mótuðust aðstæður hans og allt lífsmunstur. En á milli þess að Asgeir leitaði fanga á þennan hátt, kom hann jafnan heim og var við búskapinn og einnig við nám í skóla. Sam- skipti hans við æskuheimilið urðu þannig sjálfkrafa fastar bundin en eldri bræðranna og víðsýni hans til ýmissa átta nýttust yngri bræðrun- um að nokkm leyti vegna lengri samskipta við þá á heimilinu. Þann- ig varð Ásgeir öðrum fremur til að brúa bilið milli þeirra elstu sem flugu úr hreiðrinu strax og færi gafst og hinna yngstu, sem ógjama fóm að heiman, a.m.k. mjög tak- markað til sjóróðra eins og áður hafði tíðkast. Þetta er í örstuttu ágripi leiftur af þeirri sögu, sem við gengum í gegnum, systkinin í Hærribænum. Ég, sem þessar línur rita, var 6 ámm yngri en Ásgeir og hlaut því að verða fyrir vemlegum áhrifum af honum og þeirri staðreynd, að hann var á mínum bemskuámm í hlutverki „elsta" bróðurins í hópn- um, því þeir eldri vom þá farnir að heiman. Ég ætla ekki að rekja frekar þessi samskipti eða uppeldis- legu áhrif, en eðlilega urðu þau veruleg, þar sem börn taka eldri systkini sér til fyrirmyndar. Hlut- verk Ásgeirs varð því stærra á heimilinu en það í fljótu bragði sýndist. Ég skal forðast að fara í samanburð í sambandi við hin ýmsu störf er vinna þurfti. Þó get ég ekki annað en lýst því yfir, að Ás- geir var sérstaklega lagvirkur ung- ur maður og hygg ég að sá eigin- leiki hafi fylgt honum við öll hans störf síðar á lífsleiðinni. Það var enn tíðkað á þessum ámm að færa frá kvíaám. Ein fyrsta bernskuminning mín, sem snerti einhver gagnleg störf, var að sitja yfir kvíaám í Bæjardal með eldri bræðmm mínum fyrst — síðar að taka við hlutverki þeirra og bera ábyrgðina. Ég var 8 ára en Ásgeir 14 ára þegar þetta hófst. Hann kenndi mér að „sitja hjá“ kvíaám og svo var einnig um ýmis önnur störf, því að í raun var hann sá „elsti“ í hópnum heima og var því í hlutverki leiðtogans. Það var líka alveg óhætt að taka mark á hans ieiðsögn, því að í langflestum tilvik- um var hann sérlega verklaginn og lagði sig snemma fram um rétt vinnubrögð. Auk þess var hann sér- lega handlaginn og smekkvís við hvað eina. Ég vil aðeins nefna hér eitt verk, sem ég tel Geira hafa unnið betur en aðrir gerðu og má vera að fleira mætti tína til er sannar það hversu vel hann var verki farinn. Þegar við vomm að alast upp, var allt hey flutt á klakki, sem kallað var, þ.e. bundið í bagga á engjum og reitt heim á 4—6 hestum eftir hestaeign á hveijum bæ. Á vissum aldri var það okkar verk að fara með hey- bandslestina milli túns og engja. Þetta var ábyrgðarstarf og reyndi oft á athyglisgáfu meðferðarsveins- ins. Það þurfti stundum að laga á hestum á heimleiðinni, t.d. algengt að bæta þyrfti smásteini í annan baggann ef sá reyndist léttari en hinn sem var á móti. Einnig var mjög misjafnt hvernig hestar fóm • undir böggum og því þurfti kunnug- leik á þessum aðstæðum og næmni til að bregðast við á mismunandi hátt. Geiri hafði að sjálfsögðu gegnt hlutverki meðferðarstráks á sínum aldri og þekkti þessi vandamál út í æsar. Síðar varð hann í hlutverki þess, sem batt og bjó uppá hest- ana. Þá var ég í hans fyrra hlut- verki. Ég var einnig næmur á þessi vinnubrögð og treysti mér vel til að gefa þá umsögn, að engan þekkti ég á þessum ámm, sem betur kunni þá list að binda hey og búa uppá hest en Geira. Þar var ekki aðeins lagvirkni hans að þakka, heldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.