Morgunblaðið - 06.04.1988, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 06.04.1988, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988 Krístján Guðmundsson Brekku - Minning 19 ár sem ég er búinn að eiga heima á Akranesi, en þegar ég kom til Akraness var Halldór kvæntur Ragnheiði, systur minni. Aður hafði hann verið kvæntur Steinunni Ingimundardóttur, sem lést 1962 og áttu þau fjögur börn. Ragnheiður hafði einnig verið gift áður, en maður hennar var látinn. Atti hún fjögur böm með honum, en elsta bamið, sonur, 19 ára, lést af slysförum sama árið og faðir hans lést. Ragnheiður var því ein- stæð móðir þegar hún giftist Hall- dóri, með sín þijú böm. Það tel ég að hafí verið henni mikið lán að eignast þann trausta mann, sem var í senn hinn ágæti lífsförunautur og reyndist bömum hennar sem besti faðir og bama- bömunum hinn ljúfasti afí. Ég var mjög hrifinn af því hvað gott sam- band var á milli Halldórs og bama- bamanna og fannst þar enginn munur á hvort um hans eigin bama- böm var að ræða eða stjúpbam- anna. Það var vissulega lær- dómsríkt að kynnast þeim kærleika og er ég sannfærður um að bömin hafí notið þess og eiga vonandi eft- ir að minnast afa síns sem leiðandi fyrirmyndar um alla ævi. Ég sendi öllum ættingjum, venslamönnum og vinum Halldórs mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið Guð að blessa þeim minning- una um hugljúfan og tryggan vin. Kristján Guðbjartsson Fæddur 27. september 1918 Dáinn 28. mars 1988 Rétt í þann mund er hin glófagra morgungyðja nýs dags var að rísa af beði yfír ijarlægum austurfjöllum lagði faðir okkar af stað í sína hinstu ferð móti hækkandi sól. Fað- ir okkar, Kristján Guðmundsson, var fæddur á Brekku, Ingjalds- sandi, þann 27. september 1918, sonur sæmdarhjónanna Guðrúnar Magnúsdóttur og Guðmundar Ein- arssonar bónda og refaskyttu þar. 19. september 1948 kvæntist pabbi eftirlifandi eiginkonu sinni, Arelíu Jóhannesdóttur, dóttur hjón- anna Jónu Sigurðardóttur og Jó- hannesar Andréssonar frá Flateyri. Hjónaband pabba og mömmu var farsælt og elskuríkt og sem betur fer var þó ekki komið í tísku að eiga bara 2—3 böm, því þau eignuð- ust 12 böm, 6 stúlkur og 6 drengi. 2 drengir létust í frumbernsku. Erfítt hlýtur það að hafa verið að fæða og klæða svo stóran hóp og koma þeim til manndóms. En þau létu ekki baslið og brauðstritið smækka eða byrgja sólarsýn. Við systkinin nutum þess líka að eiga afa og ömmu heima á Brekku. Þau áttu alltaf tíma til að stijúka tár af vanga og leiða litla hönd til þroska. Þá má ekki gleyma honum Helga föðurbróður okkar sem látinn er fyrir 2 ámm. Hann lét sér mjög annt um okkur, líkt og við væmm hans eigin böm. Minnumst við hans með virðingu og þökk. Eigum við því margar góðar minningar frá því er við vomm að slíta gúmmískónum héima á Brekku. Mestu ánægjustundir pabba vom þegar við gátum komið sem flest heim, bömin, tengdabörn- in og bamabömin. Þá var glatt á hjalla, sungið og spilað á gítar, gert að gamni sínu og bærinn óm- aði af hlátrasköllum og léttu fóta- taki. Þá gleymdist oft að líta á klukkuna og var því stundum seint gengið til hvílu. En vonandi höldum við því áfram að koma sem oftast heim og slá á létta strengi og rifja upp hamingjudaga bemsku og leikja. Pabbi var mikill náttúmunnandi og kenndi okkur að meta landið okkar og umgangast það af virð- ingu. Mörg sporin áttum við með hon- um fram á Brekkudal, um Gerð- hamradal, fram á Þorsteinshom og út á Brekkufjall. Margar sólbjartar sumarnætur áttum við fram á Þor- steinshomi um Jónsmessuleytið, biðum þess að kvöldsólin hyrfí við 63 -------------------------------- hafsbrún, hafíð var lagt gullþiljum svo langt sem augað eygði. Éftir skamma stund gægðist morgunsól- in upp fyrir Sauðanesið, hún roðn- aði af gleði við að boða okkur komu nýs dags. Heim var haldið í höf- ugri gleði yfir því að vera börn þessa lands. Margar fagrar náttúmlýsingar er að fínna í dagbókum pabba og oft las hann fyrir okkur það sem hann hafði skrifað. Þó að norðan- vindurinn gnauðaði við gluggann, var sem vindurinn stryki um vang- ann og heyra mátti kvak mófuglsins — sjá fyrir sér Maríustokkinn standa bikarfullan af kristalstærri dögg. Pabbi var ágætt ljóðskáld, orti um ástina og vorið. Hann var mað- ur rómantíkur og friðsemdar — góður félagsmálamaður og vann sér virðingu samferðamanna sinna. Heimanmundur okkar var ekki þungur í vasa ef ætti að mæla hann með mælistiku Mammons. En sá heimanmundur er við höfum fengið frá slíkum manni sem pabbi var, er dýrmætur og verður vonandi kynfylgja okkar og hans afkom- enda. Við vitum að honum gefst óskabyr að ströndum landsins ókunna. Þar bíða hans góðir vinir sem munu taka vel á móti honum. F.h. systkinanna, Elísabet Kristjánsdóttir. Óumdeilanlega fréttímar sem beðið er eftir Þessi marktæka niðurstaða Félagsvísindastofnunar sýnir svo að ekki verður um villst að Sjónvarpsfréttirnar eru fréttir sem fólk tekur mark á. Þetta er stórkostleg hvatning fyrir okkur öll, sem stöndum að baki fréttunum og öðru fréttatengdu efni, til frekari átaka á þeim vettvangi. Athyglisverð niðurstaða fyrir auglýsendur. SJÓNVARPIÐ ckkcrt rugl. Ingvi Hrafn og Biína
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.