Morgunblaðið - 06.04.1988, Page 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988
Dr. Þorbjöm Sigurgeirs-
son prófessor - Minning
Sjá bls. 30-31
hagnýtrar þekkingar, jafnvel þótt
starfsaðstaða tii slíks væri afar
bágborin. Þetta vakti fyrirheit um
enn betri árangur með bættri að-
stöðu, þannig að framsýnir stjóm-
endur treystu sér til að leggja fé
til uppbyggingar hennar úr lands-
sjóðum.
Þorbjöm Sigurgeirsson, sem nú
er kvaddur, var einn þeirra sem
áttu mestan þátt í að byggja upp
tiltrú á íslenska rannsóknastarf-
semi. Hann hafði þegar komist í
fremstu röð vísindamanna á fleiri
en einu sviði eðlisfræðinnar, er hann
var skipaður fyrsti prófessor í þeirri
grein við Háskóla íslands 1957.
Oðrum er eflaust betur kunnugt en
undirrituðum að greina frá starfi
hans að kennslu, stjómun og bygg-
ingaframkvæmdum við háskólann,
en hann ýtti um það leyti úr vör
mörgum verkefnum í jarðeðlis-
fræði. Má telja upphaf hvers um
sig stóratburð í sögu íslenskra rann-
sókna: segulmælingastöð, tvívetnis-
og geislavirknimælingar, athuganir
á segulstefnu hrauna, flugsegul-
mælingar, ýmsar eðlisfræðilegar
eldfjallarannsóknir og aldursgrein-
ingar á bergi svo eitthvað sé nefnt.
Lausnum Þorbjöms á þessum verk-
efnum fylgdu meiriháttar nýjungar
í tækjasmíð og tilraunaaðferðum,
og var sérstaklega lærdómsríkt fyr-
ir yngri samstarfsmenn að fylgjast
með markvissum vinnubrögðum
hans. Fram að þeim tíma hafði
hver raunvísindamaður • hérlendis
unnið að mestu einn síns liðs, en
Þorbimi fannst sjálfsagt að deila
út vinnu um lausn verkefna, og sá
hann þá í hveijum manni þá eigin-
leika er best gátu nýst til fram-
gangs verkefnisins. Vildi hann
síðan jafnvel ekki að sín væri getið
í ritsmíðum um árangur, þó hann
væri upphafsmaður verks og hefði
lagt því dijúgt veganesti.
Ósérhlífni Þorbjöms, Qölhæfni
og þrautseigju við rannsóknir sínar
var við bmgðið, og má þar sérstak-
lega nefna flugseguimælingar hans.
Á þeim byijaði hann 1965 með seg-
ulmæli af nýrri gerð í þyrlu Land-
helgisgæslunnar, og var mælirinn
smíðaður við Háskóla íslands að
meðtöldum einföldum sjálfvirkni-
búnaði til aflestra. Síðan var
smíðaður þar annar segulmælir af
byltingarkenndri gerð er hentaði
betur eins hreyfils flugvél, ásamt
öflugu gagnasöfnunartæki, og voru
þróaðar nokkrar kynslóðir af þeim
búnaði auk staðarákvörðunartækja
af þremur mismunandi en mjög
fullkomnum tegundum. Um leið sá
Þorbjöm sjálfur um að fljúga yfir
allt landið til mælinga á þéttum
fluglínum cil 1980, skipulagði það
verk og vann mikið að frágangi
gagnanna ásamt stúdentum og
tæknimönnum. Segulkort hans af
landinu, er út komu á níu blöðum
á ámnum 1970—85, vom því ein-
stakt þrekvirki. Em þau einnig
náma upplýsinga um jarðfræðilega
byggingu Islands, sem lengi mun
verða öðmm rannsóknum til mikils
stuðnings. Eftir að Þorbjöm dró sig
í hlé frá störfum vegna heilsubrests
fyrir þremur ámm, fylgdist hann
af áhuga með framhaldi flugmæl-
inganna og veitti góðar ábendingar
um úrvinnslu þeirra.
Annar hæfileiki Þorbjöms Sigur-
geirssonar, sem vel kom fram í
rannsóknum hans við segulmæling-
ar á bergi, var sá að geta skilið
aðalatriði frá aukaatriðum og ein-
beitt sér að þeim þáttum verkefna
sem mestu máli skiptu. Þannig urðu
vandaðar greinar hans og dr.
Trausta Einarssonar um þær mæl-
ingar á seguistefnu í íslenskum
hraunlögum, sem þeir hófu 1953,
strax þekktar um allan heim meðal
jarðvísindamanna. Er það viður-
kennt að þær greinar áttu sinn þátt
í að ryðja braut nýrri heimsmynd
jarðfræðinnar á næstu tveimur ára-
tugum, enda reyndust hraunlög hér
sérlega vel til slíkra rannsókna fall-
in. Er ennþá oft vitnað f tímaritum
og fræðibókum til skrifa Þorbjöms
og Trausta um það verkefni, og
sömuleiðis hafa aðferðir þeirra orð-
ið ómissandi við kortlagningu á
berggrunni íslands síðan. Jafn-
framt má þó sjá í tímaritsgreinum
um eðli segulsviðs jarðar, að
vísindamenn „sólvermdir í hlýjum
garði" erlendis eru sumir enn að
prófa, með mun lélegri efniviði,
staðreyndir sem Þorbimi voru orðn-
ar ljósar fyrir þijátíu árum.
Menn með hæfiieika Þorbjöms
eru allt of sjaldséðir, en það er þó
fyrst og fremst vegna þeirra að við
sem fetum í slóðum, getum borið
höfuðið hátt ojg talið það einhvers
virði að hér á Islandi séu stundaðar
vísindarannsóknir. Landið verður
ríkara og sjálfstæðara um alla
framtíð af ávöxtum starfs hans.
Blessuð sé minning Þorbjöms Sig-
urgeirssonar.
Leó Kristjánsson
Þorbjöm Sigurgeirsson var
brautiyðjandi í rannsóknum í eðlis-
fræði og á sumum sviðum jarðeðlis-
fræði hér á landi. Orðið brautryðj-
andi á hér vel við, því að Þorbjöm
var ekki bara frumkvöðull sem benti
á leiðina, heldur ruddi hann braut-
ina, svo að aðrir ættu greiða götu.
Hann ætlaðist ekki til að aðrir sköp-
uðu aðstöðu fyrir hann, en vann
að þvf sjálfur að skapa aðstöðuna,
fyrir sig og aðra. í hveiju verkefni
sem hann fékkst við, vann hann öll
þau verk sem vinna þurfti, án tillits
til þess hvers eðlis þau voru. Þetta
einkenndi öll hans störf, ekki bara
rannsóknarstörf. Þetta, samfara
miklum hæfileikum, þekkingu, hug-
myndaauðgi, útsjónarsemi, dugnaði
ogþrautseigju gerði það að verkum,
að ævistarf Þorbjöms varð svo ár-
angursríkt, sem raun ber vitni.
Samstarf okkar Þorbjöms hófst
á fyrslu ráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna um friðsamlega nýtingu
kjamorku, sem haldin var í Genf í
Sviss í ágúst 1955. Þar vomm við
fúlltrúar íslands ásamt Kristjáni
Albertssyni, sendifulltrúa í París.
Við vomm þá einu eðlisfræðingam-
ir hér á landi, en sá þriðji, Páll
Theódórsson, var þá um það bil að
Ijúka námi.
Þorbjöm var þá framkvæmda-
stjóri Rannsóknaráðs ríkisins, en
við því starfi tók Þorbjöm eftir
Steinþór Sigurðsson. Það segir
nokkuð um starfsmöguleika raun-
vísindamanna á þessum ámm, að
annar þessara manna var stjömu-
fræðingur, en hinn eðlisfræðingur.
Þeir þurftu báðir fyrst og fremst
að sinna hagnýtum verkefnum, svo
sem móvinnslu og þaravinnslu. Þor-
bjöm einskorðaði sig ekki við hrein
vísindaleg verkefni innan eðlis-
fræðinnar, heldur sinnti hveiju því
verkefni sem hann hafði áhuga á
og taldi sig geta lagt eitthvað af
mörkum til. Hraunkælingin í
Heimaeyjargosinu er e.t.v. skýrasta
dæmið um afstöðu Þorbjöms til
verkefnavals.
Þorbjöm hafði verið við nám og
störf í Danmörku og unnið að rann-
sóknum í tilraunaeðlisfræði í
Svíþjóð og í Bandaríkjunum. Hann
vann við útreikninga á nýrri gerð
hraðla í Kaupmannahöfn 1952—
1953 á vegum Kjameðlisfræði-
stofnunar Evrópu (CERN), en hóp-
ur frá þeirri stofnun vann þá í
Kaupmannahöfn að fræðilegum
viðfangsefnum og útreikningum.
Þorbjöm hafði alla tíð náin tengsl
við danska eðiisfræðinga og Eðlis-
fræðistofnun Kaupmannahafnar-
háskóla (Niels Bohr-stofnunina,
eins og hún var nefnd eftir lát Niels
Bohrs). Þessi tengsl hófust með
námi hans í Kaupmannahöfn, þar
sem hann var bekkjarbróðir Eriks
Bohrs, sonar Niels Bohr. Á námsár-
unum fékk Þorbjörn styrk úr minn-
ingarsjóði um Christian Bohr, bróð-
ur Eriks. Við þetta sköpuðust sér-
stök persónuleg tengsl við Bohr-
fjölskylduna. Á seinni árum, þegar
ferðum Þorbjöms til Kaupmanna-
hafnar fór fækkandi, en mínum fór
fjölgandi, var ég oft spurður:
„Hvordan har Sigurgeirsson det?“,
nafnið borið fram á sérstakan
danskan máta. Sérstaklega man ég
eftir því að frú Margrethe Bohr,
kona Niels Bohrs, spurði alltaf um
„Sigurgeirsson" þegar ég hitti
hana.
Á námsámnum og við störf í
Kaupmannahöfn, þar sem Þorbjörn
vann m.a. með J.C. Jacobsen, pró-
fessor í tilraunaeðlisfræði við Kaup-
mannahafnarháskóla, sem síðar var
einn af stoftiendum atómtilrauna-
stöðvarinnar í Risö, kynntist Þor-
bjöm flestum af eðlisfræðingum
Dana, sem störfuðu í Kaupmanna-
höfn á fímmta áratugnum og síðar.
Þegar Danir hófu undirbúning að
því að koma á fót tilraunastöðinni
í Risö, fóru þeir að leita að eðlis-
fræðingum til starfa þar. Einn
þeirra, sem þeir leituðu til, var Þor-
bjöm. Á Genfar-fundinum í ágúst
1955 buðu nokkrir úr sendinefnd
Dana Þorbimi út að borða. Tilgang-
urinn var að fá hann til starfa á
hinni nýju rannsóknastöð en hann
var ófáanlegur til þess. Hann vildi
starfa áfram á íslandi, þó að að-
staða til eðlisfræðistarfa væri auð-
vitað miklu verri þar en í Danmörku
og reyndar nánast engin. Honum
var auðvitað ljóst, að hann gæti
gert meira í eðlisfræði í Danmörku
en á íslandi, en aldrei var efi í hans
huga um að helga íslandi starfs-
krafta sína.
Eftir Genfar-fundinn komst mik-
ill skriður á kjamfræðamál um allan
heim, og þeirra áhrifa gætti einnig
hér á landi, eins og síðar verður
vikið að. Á Norðurlöndum var farið
að ræða um samvinnu þeirra í milli
á þessu sviði. Niðurstaðan varð að
setja upp norræna stofnun í fræði-
legum atómvísindum, Nordita, í
Kaupmannahöfn og samstarfs-
nefnd um kjamorkumál, NKA. Þor-
bjöm tók þátt í undirbúningi að
stofnun _ Nordita og var skipaður
fulltrúi íslands í stjómina frá upp-
hafi 1967 og sat í henni til ársloka
1972, að hann óskaði eftir að ég
tæki sæti hans.
Eftir Genfar-fundinn 1955 var
Kjamfræðinefnd íslands stofnuð.
Fmmkvöðlar að stofnun hennar
voru, auk Þorbjöms, verkfræðing-
amir Gunnar Böðvarsson, Jakob
Gíslason, raforkumálastjóri, og
Steingrímur Jónsson, rafmagns-
stjóri. Undirritaður var ráðinn
framkvæmdastjóri nefndarinnar.
Þar kom fram náið samstarf og
gagnkvæmur skilningur milli verk-
fræðinga og eðlisfræðinga, sem
áttu mikinn þátt í uppbyggingu
rannsókna í eðlisfræði og jarðeðlis-
fræði hér á landi. Þorbjöm var sjálf-
sagður formaður nefndarinnar og
gegndi hann því starfi þar til er
nefndin var lögð niður 1964, en þá
var meginmarkmiðunum náð. Eitt
af því markverðasta var stofnun
„rannsóknastofu til mælinga á
geislavirkum efnum", en fyrsta
hugmynd að henni varð til í Genf
í ágúst 1955. í kjölfar þess kom
stofnun prófessorsembættis í eðlis-
fræði við verkfræðideild Háskólans.
Þorbjöm var sjálfsagður í það emb-
ætti og var skipaður í það 1957.
Rannsóknarstofan fékk fljótlega
nafnið Eðlisfræðistofnun Háskól-
ans. Þorbjöm tók af áhuga og dugn-
aði þátt í störfum nefndarinnar,
vann m.a. að athugunum og út-
reikningunum í sambandi við fram-
leiðslu á þungu vatni á íslandi
ásamt Gunnari Böðvarssyni og
Guðmundi Pálmasyni.
Þegar Þorbjöm kom að verk-
fræðideildinni vom þar fyrir þrír
prófessorar, Finnbogi Rútur Þor-
valdsson, Leifur Ásgeirsson og
Trausti Eiriarsson, sem verið höfðu
máttarstólpar deildarinnar frá
stofriun hennar 1945. Þorbjörn
hafði um tíu ára skeið verið stunda-
kennari við deildina og hafði unnið
með Trausta Einarssyni að berg-
segulmælingum. Eg bættist svo í
þennan hóp 1960. Mér eru enn
minnisstæðir deildafundirnir, en á
þeim sátu prófessorarnir fimm og
dósentarnir Sigurkarl Stefánsson,
Guðmundur Amlaugsson og Björn
Bjamason. Þar ríkti gagnkvæm
virðing fyrir skoðunum annarra,
málin voru rædd og skýrð, skoðan-
ir mótaðar og sameiginleg niður-
staða fengin.
Þorbjöm var deildarforseti
1959—1961. Kom þá í hans hlut
að vera formaður nefndar sem
gerði, að ósk þáv. háskólarektors,
próf. Armanns Snævarr, tillögur
um rannsóknastofnun í raunvísind-
um við Háskóla íslands, sem síðar
varð Raunvísindastofnun Háskól-
ans. Nefndarstarfið gekk vel enda
samstilltur hópur og tillögumar
vom tilbúnar vorið 1961. Þetta
varð til þess, að háskólarektor gat
lagt fram fullmótaðar tillögur um
uppbyggingu rannsókna í raunvís-
indum við Háskóla íslands, þegar
Bandaríkin vildu gefa fé til að minn-
ast 50 ára afmælis Háskólans. Sú
gjöf varð stofnfé Raunvísindastofn-
unar Háskólans. Þorbjöm var form-
aður bygginganefndar og sýndi þar
dugnað, þrautseigju og ósérhlífni,
sem einkenndi öll hans störf.
Raunvísindastofnunin tók til starfa
1966. Eðlilegt hefði verið að Þor-
bjöm yrði forstjóri stofnunarinnar,
en það vildi hanri ekki. Hann vildi
helga sig rannsóknum í eðlisfræði
og jarðeðlisfræði, og vissi að stjóm
slíkrar stofnunar, sem spannaði
mörg fræðasvið, yrði tímafrek og
erilsöm. Ýmsir möguleikar vom
ræddir en loks sagði Þorbjöm við
mig: „Magnús, þú verður að taka
þetta að þér“ og það varð úr. í tíu
ár vomm við Þorbjöm nánir sam-
starfsmenn á Raunvísindastofnun-
inni, hann sem forstöðumaður eðlis-
fræðistofu, en ég sem forstjóri og
formaður stjómar.
Þorbjöm hafði í raun og vem
mestan áhuga á starfseminni á
Eðlisfræðistofnun og síðar eðlis-
fræðistofu Raunvísindastofnunar
Háskólans, enda vann hann þar
geysimikið starf. Engu að síður
stundaði hann kennslu og rækti
stjómunarstörf henni samfara af
sömu samvizkusemi, kostgæfni og
ósérhlífni og hann sýndi í öllum
sínum störfum. Aðstaðan til þeirra
starfa í upphafí sjöunda áratugarins
var vægast sagt léleg og teldist
ekki boðleg nú. Við Þorbjöm höfð-
um t.d. eitt herbergi með einu skrif-
borði í íþróttahúsi Háskólans til
sameiginlegra afnota. Oft hvarf ég
frá þegar ég sá að Þorbjöm var
þar fyrir og það sama hefur hann
áreiðanlega oft gert. Aðstaðan
hafði batnað að þessu leyti á síðari
hluta áratugarins með tilkomu
Raunvísindastofnunar, en skortur á
aðstoð var sá sami. Þegar Þorbjöm
varð deildarforseti í annað sinn
1969—1971 hafði deildin stækkað
og verksvið hennar vaxið, sem kom
fram í nýju nafni hennar, verk-
fræði- og raunvísindadeild. Þá var
hafinn undirbúningur að fullnað-
amámi til lokaprófs, BS-prófs, í
verkfræði. Einnig var í smíðum ný
reglugerð, sem var mikið deiluefni.
Fyrrverandi deildarforseti, Loftur
Þorsteinsson, eftirmaður Finnboga
Rúts Þorvaldssonar, hafði unnið
mikið starf í þessum málum og
vann áfram að þeim með Þorbimi.
Deildarforsetastarfíð hvfldi þungt á
Þorbimi, enda vann hann öll þau
mörgu verk, sem starfinu fylgdu,
án aðstoðar deildarfulltrúa og ann-
ars starfsliðs, sem nú er talið sjálf-
sagt. Þorbjöm var þeirri stundu
fegnastur, þegar hann losnaði úr
deildarforsetastarfínu í september
1971 og gat helgað sig starfinu á
eðlisfræðistofu.
Eg mun ætíð minnast Þorbjörns
með virðingu og með þakklæti fyrir
að hafa kynnst og unnið með svo
mikilhæfum manni.
Móður Þorbjöms, Þórdísi og son-
um þeirra og fjölskyldum votta ég
og kona mín okkar dýpstu samúð.
Magnús Magnússon
Einn ötulasti brautryðjandi
íslenskra raunvísinda er látinn,
prófessor Þorbjöm Sigurgeirsson.
Þorbjöm fæddist 19. júní 1917 á
Orrastöðum í Húnavatnssýslu, son-
ur hjónanna Torfhildar Þorsteins-
dóttur og Sigurgeirs Björnssonar
bónda þar. Þorbjöm kvæntist
Þórdísi Þorvarðardóttur árið 1948
og eignuðust þau fimm syni.
Framúrskarandi námshæfileikar
Þorbjörns komu glöggt fram í
menntaskóla, en árangur hans á
stúdentsprófí við menntaskólann á
Akureyri 1937 tryggði honum
„stóra styrkinn". Hann gat því siglt
til frekara náms í Kaupmannahöfn,
þar sem hann innritaðist í eðlis-
fræði við Hafnarháskóla. Þorbjöm
gat sér gott orð við háskólanámið
sem má m.a. ráða af því að Niels
Bohr veitti honum viðurkenningu
úr sjóði, sem hafði verið stofnaður
til minningar um látinn son Bohrs.
Þegar Þorbjöm hafði lokið námi
stundaði hann um hríð rannsóknir
við Eðlisfræðistofnun Niels Bohrs
og síðan í tæpt ár í Svíþjóð. 1945
fór hann til Bandaríkjanna og vann
við Princeton-stofnunina við rann-
sóknir á geimgeislum. Þorbjöm
sýndi í senn dirfsku og metnað
þegar hann valdi þetta viðfangs-
efni, en með því tók hann sér stöðu
við hlið þekktustu eðlisfræðinga
heims. Niðurstöður þessara rann-
sókna vom mikilvægt framlag til
skilnings á eðli fiseinda. Eftir svo
frábæran árangur hafa vafalítið
beðið hans freistandi möguleikar í
Bandaríkjunum, sem um þessar
mundir vom að taka ótvíræða for-
ustu í ýmsum greinum raunvísinda.
Þá kom fram, eins og einnig síðar,
að í huga hans var ekki nema um
einn starfsvettvang að ræða, enda
þótt hér heima biði ekkert nema
aðstöðuleysið.
Þegar heim kom snéri hann sér
að stundakennslu við Menntaskól-
ann í Reykjavík og við Háskólann.
Árið 1949 var hann skipaður fram-
kvæmdastjóri Rannsóknaráðs, og
það opnaði honum nokkra mögu-
leika til rannsóknastarfa, þótt meg-
inhluti þeirra hafi trúlega farið fram
í tómstundum hans.
Veturinn 1952—53 fékk Niels
Bohr Þorbjöm til að vinna við stofn-
un sína í hópi eðlisfræðinga, sem
varð vísirinn að samvinnu margra
Evrópuþjóða í eðlisfræði. Samhliða
því að hann reiknaði út hvemig
ætti að ná réttu segulsviði í nýrri
kynslóð tækja til að framleiða orku-
rík kjamaskeyti, kjmnti hann sér
ýmislegt sem þá var að gerast í
jarðsegulrannsóknum. í áætlun,
sem hann sendi stjóm Rannsókna-
ráðs undir lok dvalar sinnar í Kaup-
mannahöfn, lagði hann grundvöll
að stórmerkum rannsóknum í jarð-
eðlisfræði hér á landi.
Þegar heim kom hófst hann
handa að hrinda áætlun sinni í
framkvæmd. Hann hóf skipulegar
rannsóknir á segulstefnu í bergi
ásamt Trausta Einarssyni og skil-
uðu þeir merkum niðurstöðum á
þessu sviði. Uppbygging eðlisfræði-
rannsókna tók fljótt æ meira af tíma
Þorbjöms. Hann vann að því að
setja á laggimar segulmælingastöð
í Leirvogi, en stöðin er enn mikil-
vægur þáttur í rannsóknum Raun-
vísindastofnunar í jarðeðlisfræði.
Þorbjöm var frumkvöðull að stofn-
un Kjamfræðanefndar og var for-
maður nefndarinnar allan starfs-
tíma hennar, eða frá 1956 til 1964.
Kjamfræðanefndin reyndist áhrifa-
mikill hópur við eflingu raunvísinda
hér á landi. Þar sameinuðust fjöl-
margir vísinda- og tæknimenn í
átaki til að koma á fót rannsókna-
stofu til að nýta möguleika geisla-
virkra efna bæði við Háskólann og
Landspítalann. Að tillögum nefnd-
arinnar samþykkti alþingi vorið
1957 að stofna nýtt prófessors-
embætti í eðlisfræði við Verkfræði-
deild Háskólans og að komið skyldi
á rannsóknastofu til mælinga á
geislavirkum efnum, er lúta skyldi
stjóm hins nýja prófessors. Þor-
bjöm var skipaður í stöðuna haust-
ið 1957 en rannsóknastofan tók til
starfa 1. janúar 1958 og tók Há-
skólinn þá við rekstri segulmæl-
ingastöðvarinnar í Leirvogi. Enda
þótt hin nýja stofa fengi í fyrstu
aðeins fjárveitingu til að greiða for-
stöðumanni og einum sérfræðingi
laun, en nánast ekkert fé til tækja-
kaupa, virtist þetta ekki valda for-
stöðumanninum venilegum áhyggj-
um. Hið þrönga nafn, „stofa til
mælinga á geislavirkum efnum“ var
fljótt lagt niður og starfseminni
gefið heitið „Eðlisfræðistofnun Há-
skólans". Með hjálp hins nýstofnaða
vísindasjóðs gat Þorbjöm fljótlega
ráðið ungan rafmagnsverkfræðing
til að smíða segulmæli af nýlegri
gerð og jafnframt var haldið áfram
hönnun og smíði geislamælinga-
tækja, tækni sem sérfræðingur
stofunnar flutti með sér frá Dan-
mörku. Með þessu hófst þrátt fyrir
erfiða aðstöðu furðuöflug tækja-
smíði, sem alla tíð síðan hefur fylgt