Morgunblaðið - 06.04.1988, Page 73
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRIL 1988
73
Rektorskjör í HÍ á föstudag:
Enginn býður sig
fram gegn Sigmundi
REKTORSKJÖR verður í Há-
skóla Islands næstkomandi föstu-
dag. Að sögn Jóns Friðjónssonar
dósents, formanns kjörstjórnar,
er ekki uppi hreyfing um mót-
framboð gegn Sigmundi Guð-
bjarnasyni, núverandi rektor.
Að sögn Jóns eru allir skipaðir
prófessorar við Háskólann kjör-
gengir til embættis rektors, og eru
þeir í raun allir í kjöri, þannig að
um sérstakt framboð í bókstaflegri
merkingu er ekki að ræða. „Hins
vegar hafa oft verið hreyfingar með
mönnum til stuðnings ákveðnum
einstaklingum, og stundum hefur
verið haldið nokkurs konar próf-
kjör, sem hefur verið undanfari
aðalkosninganna,“ sagði Jón. „Hins
vegar er ekkert í þá áttina að ger-
ast núna, og þetta er allt mjög slétt
og fellt.“
Jón Friðjónsson sagði að
kjörtímabil rektors væri þtjú ár, og
það væri vaninn að rektor sæti að
minnsta kosti tvö kjörtímabil,
mönnum fyndist að rektor þyrfti
þann tíma til þess að koma málum
sínum fram.
Atkvæðisrétt við rektorskjör eiga
prófessorar, dósentar og lektorar
við Háskólann, einnig allir þeir sem
eru fastráðnir eða settir til fulls
starfs við skólann og stofnanir hans
og hafa háskólapróf. Þá hafa allir
stúdentar, sem skráðir eru í Háskól-
ann tveimur mánuðum fyrir rekt-
orskjör, kosningarétt. Greidd at-
kvæði stúdenta vega einn þriðja af
öllum greiddum atkvæðum.
Samtals eru á kjörskrá 4677
manns, 382 kennarar og starfs-
menn og 4295 nemendur, að því
er segir í fréttatilkynningu frá HI.
Rektorskjörið fer fram í aðalbygg-
ingu Háskólans og kjörfundur
stendur frá klukkan 9-18 föstudag-
inn 8. apríl.
Sigmundur Guðbjarnason, rekt-
or Háskóla Islands.
Spítnabrak og rusl við Elliðaárnar.
Torfusamtökin:
Fallegri borg og strönd
STJÓRN Torfusamtakanna átel-
ur þann sóðaskap, sem víða við-
gengst á óbyggðum lóðum og á
bifreiðastæðum í Reykjavík.
Ennfremur er bent á að strand-
lengjan sé víða eins og rusla-
haugur.
í frétt frá samtökunum segir, að
brýnt sé að borgaryfirvöld taki til
hendinni og fegri eldri bæjarhluta
Reykjavíkur. Auk þess sé strand-
lengjan sóðaleg og óaðgengilegri
fyrir borgrabúa en eðlilegt megi
telja. „Þetta á t.d. við alla strand-
lengjuna að norðanverðu frá mörk-
um Seltjarnamess og austur úr.
Þá ályktar stjómin að Vesturhöfnin
(gamla höfnin) hljóti í framtíðinni
að tengjast betur miðbænum en nú
er og beinir því til borgaryfirvalda
að stefna að því að beina almennri
þjónustu (t.d. veitingahúsum og
verslunum) í átt að henni, ennfrem-
ur að lækka hafnarbakka og hafa
þar aðstöðu fyrir smábáta. Tengsl
borgarbúa við sjóinn em mikilvæg."
Ný ísbúð
- Isholt
ÍSHOLT — ný íbúð á Réttar-
holtsvegi 1, á horni Réttarholts-
vegar og Sogavegar opnaði ný-
lega.
Isholt selur ís og ísrétti úr EMM-
ESS ijómaís. Sérstök áhersla er
lögð á ís í lítrafötum á hagstæðu
verði auk persónulegrar þjónustu.
(Fréttatilkynning)
Eigandi verslunarinnar ísholts, Sigrún Baldvinsdóttir, sést hér af-
greiða viðskiptavin. Við hlið hennar stendur Þóra Jónsdóttir af-
greiðslustúlka.
III i
AS E A Cylinda
þvottavélar^sænskar og sérstakar
Fá frábæra dóma í neytendaprófunum fyrir
þvott, skolun, vindingu (fjölhraða lotuvind-
ing upp í 1200 snúninga), taumeðferð, sápu-
og orkusparnað. Efnisgæði og öryggi ein-
kenna ASEA. Gerðar til að endast.
/FOmx
Hátúni 6A SÍMI (91)24420
£=onix
ábyrgð
Reykhyltingar
Þeir sem útskrifuðust 1950-1951-1952 og 1953, svo
og aðrir árgangar sem áhuga hafa:
Mætum öll 8. apríl nk. í Goðheimum, Sigtúni 3,
Reykjavík, kl. 19.00.
Matur og dans. Komum öll og skemmtum okkur saman.
Hafið samband við eftirtalda:
Eyþóra V. 91-74843
Jóhann W. 91-671105
Þórir M. 92-37680
Ólafur J. 93-11444
Kaplahrauni 7, Hafnarfirði, sími 651960
ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ
VERA FÍFLDJARFUR
LOFTFIMLEIKAMAÐUR
TIL AÐ Þ0RA UPPÍ
EFSTA ÞREPIÐ A
BRIMRÁSAR TRÖPPU.
ÞVÍ.ÞÆR ERU STERKAR 0G
ST0DUGAR EN SAMT LÉTTAR
0G MEÐFÆRILEGAR.
Vegna tollalækkunar getum við nú boðið 4ra til
12 þrepa tröppur á betra verði en nokkru sinni fyrr.
Hafðu samband við sölumann í síma 651960 eða
komdu við hjá okkur og líttu á úrvalið. Eigum einnig
ávallt fyrirliggjandi vinnupalla og stiga.