Morgunblaðið - 08.04.1988, Page 33

Morgunblaðið - 08.04.1988, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988 33 Þúsundir gesta á Menn- ingarvöku Suðurnesja Morgunblaðið/Jónas Sigurðsson Frá fluglínuæfingu björgunarsveitarinnar Blakks á Patreksfirði á föstudaginn langa. Patreksfj örður: Fluglínuæfing björg- unarsveitarinnar HIN ÁRLEGA fluglinuæfing Björgunarsveitarinnar Blakks hér á Patreksfirði var haldin á föstudaginn langa. Æfingin byrj- aði fyrir hádegi með þvi að með- limir sveitarinnar skutu línu yfir höfnina og æfðu sig svo i að draga menn fram og til baka. Eftir hádegi var farið inn fyrir bæinn á svonefnda Þúfneyri, þar sem saman voru komnir nokkrir sjómenn okkar Patreksfírðinga, og rifjuðu björgunarsveitarmenn upp með þeim notkun á fluglínutæki og • frágangi öllum varðandi notkun björgunarstóls og þess útbúnaðar sem til þarf. Þá voru skipstjómar- menn æfðir í að skjóta af línubyssu og heppnaðist sú æfing í alla staði vel. Að lokinni æfingu með línubyssu buðu björgunarsveitarmenn sjó- mönnum að fara fram á fjörð en þar höfðu þeir komið fyrir gúm- björgunarbát og fengu menn tæki- færi til þess að fara í bátinn og var honum siðan hvolft og áttu menn að rétta bátinn við. Gekk það vel og var ekki hætt fyrr en allir sjó- mennimir, sem þátt tóku í æfing- unni, um 20 menn, voru búnir að fara í bátinn og rétta hann við. Þeir sjómenn sem tóku þátt í æfingu þessari báru mikið lof á (Jr leik- og „Gullin mín“. björgunarsveitarmenn og kváðust vona að áframhald yrði á æfingum sem þessum. - Fréttaritari Vogum. Menningarvöku Suðurnesja lauk formlega í lok bókmennta- kynningar í Stóru-Vogaskóla mánudaginn 4. apríl. Menningar- vakan hófst 18. mars með leik- sýningu Litla leikfélagsins í Garði á „Allra meina bót“. Tveimur dögum síðar var form- leg setning vökunnar að við- stöddum forseta íslands, Vigdisi Finnbogadóttur, en Birgir ísleif- ur Gunnarsson menntamálaráð- herra setti vökuna. Dagskráin það kvöld var tileinkuð Nóbels- skáldinu Halldóri Laxness og hápunkturinn var ugglaust þeg- ar dóttir skáldsins, í fjarveru Halldórs, tók við styttu af hestin- um Krapa, hesti Steinars i Steinahlið, að gjöf frá Suður- nesjabúum. Síðan hefur hver atburðurinn rekið annan, og má nefna tvö leik- húsverk, 8 myndlistarsýningar, fjölda tónlistaratburða, íþróttahá- tíðir, starfrækslu útvarps Suður- nesja og fleira. Hjálmar Amason formaður und- irbúningsnefndar sagði við slit menningarvökunnar að þátttaka í einstökum dagskrárliðum hefði ver- ið með eindæmum góð og bæri vott um mikinn menningaráhuga Suðumesjamanna. Hann sagði megintilgang menningarvökunnar tvíþættan, annars vegar að efla menningarlífið á Suðumesjum, leyfa okkur að hverfa úr grámósku hversdagslífsins og með hjálp lista- fólksins að klifra til fja.Ha og jökla og njóta andlegrar fegurðar. í annan stað var vilji til að leyfa öðrum landshlutum að fá einhveija hlutdeild í menningarviðburðum á Suðumesjum. Hvað það varðaði þurfti að sjálfsögðu á fjallaloftinu að halda til þess að aðrir landsmenn gætu notið menningarinnar, en þar megi finna þann eina dökka blett á menningarvöku Suðumesja 1988. „Menningarvakan hefur þjónað sínu hlutverki að öðm leyti, öllum þeim þúsundum gesta til óblandinn- ar ánægju, þeim sem sótt hafa sýn- ingaratriðin," sagði Hjálmar. - EG Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Hjálmar Amason formaður und- irbúningsnefndar Menningar- vöku Suðurnesja. danssýningunni Dans- og leiksýningin „Gullin mín“ TVÆR sýningar verða á „Gullin mín“ í hátíðarsal Menntaskólans í Hamrahlíð. Sú fyrri verður í kvöld, föstudag, 8. aprfl en sú síðari sunnudaginn 10. apríl. Báðar sýningamar hefjast kl. 21. Það er dansfélag MH (Lodd- áramir) sem sýnir. Leikstjóri er Shirleen Blake og tónlistin er samin af Eyþóri Amalds. (Fréttatilkynning) TJöfðar til X JL fólks í öllum starfsgreinum! Nú getur þú ferðast á ódýran og þægilegan hátt með áætlunarflugi SAS milli íslands og Kaupmannahafnar Þann 8. apríl hefst beint áætlunarflug SAS milli íslands og Kaupmannahafnar. Þetta eru ánægjuleg tíðindi fyrir þá sem vilja ferðast ódýrt. Að auki er SAS þekkt um heim allan fyrir frábæra þjónustu við farþega sína. Og frá Kaupmannahöfn kemstu örugglega til endanlegs ákvörðunarstaðar því þaðan liggur stöðugur straumur flugvéla heims- horna á milli. Vegir SAS liggja til allra átta. I tilefni þessara merku tímamóta býður SAS fyrst um sinn sérstakt kynningarverð, 15.610 kr.* *, á flugi til og frá Kaupmannahöfn. Á föstudagskvöldi í hverri viku lendir SAS vél frá Kaupmannahöfn á íslandi og fer á laug- ardagsmorgni aftur til Kaupmannahafnar. * (Flugvallarskattur.kr. 750, ekki innifalinn) Ef þú ert í viðskiptaerindum geturðu notað vikuna til að sinna erindi þínu og verið kominn heim fyrir helgi. Fyrir ferðamenn er þetta einnig mjög hagstætt. Fríið hefst snemma á laugardagsmorgni og frá Kaupmannahöfn kemstu til hvaða áfanga- staðar sem er. Innifalið í lágum fargjöldum SAS er þjón- usta, sem er rómuð um allan heim. Markmiðið er að þér og þínum líði sem best um borð hjá okkur. Nánari upplýsingar veita SAS og ferðaskrifstofurnar. m/s/u Laugavegi 3, símar 21199 / 22299

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.