Morgunblaðið - 09.04.1988, Síða 35

Morgunblaðið - 09.04.1988, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 35 Sesselja Gísla- dóttir - Minning Fædd 21. ágúst 1927 Dáin 26. mars 1988 Hvar verð ég þá? Þessi spuming hlýtur að hvarfla að mörgum sem eins er ástatt fyrir og Sillu í síðasta samtali okkar, um vorið og hækkandi sól. Þetta var í eina skiptið sem ég heyrði hana efast og spyija, hún ætlaði að sigra þennan illkynjaða vágest sem sett- ist að hjá henni fyrir 9 árum — þó fékk hún smáhlé á milli þar til yfir lauk. Sesselja hét hún eftir ömmusyst- ir sinni, hún var yngst 6 systkina en eini bróðir hennar Halldór fékk ekki að lifa nema fáa daga, svo þær systur ólust upp fimm saman á Hofsstöðum í Garðahreppi nú Garðabæ, dætur hjónanna Sigrúnar Sigurðardóttur frá Vífílsstöðum og Gísla Jakobssonar á Hofstöðum. Silla var sannkallað náttúrunnar bam, unni öllum gróðri hvort það vom stofublóm eða kál og kartöfl- ur, um allt var hugsað af sömu natni og að tína ber í brekku eða laut, var hennar yndi að veltast um eins og lamb í haga. Hún lét byggja fyrir sig lítið hús að Brekkubyggð 1, í Garðabæ, þar sem hún sá heim í - gluggana á Hofsstöðum, þar var hún búin að gróðursetja tré og mnna og hleðsl- an í. brekkunni var úr túngarðinum „heima". Hún átti svo margt eftir að gera í lóðinni, þegar henni væri batnað og svo var það sumarbústað- urinn Ásaból austur í Hmnamanna- hreppi sem þær áttu saman Hall- dóra systir hennar og Kristján mað- ur hennar. Þangað var farið hveija stund sem gafst til að gróðursetja tijá- og kálplöntur, þar er heitt vatn og öll skilyrði sem best verður á kosið fyrir „grænar hendur" sem þær systur hafa. Við Silla þekktumst frá því við Jón Þórðarson - Minningarorð Fæddur 26. febrúar 1909 Dáinn 4. mars 1988 Þann 4. mars sl. andaðist vinur minn og félagi, Jón Þórðarson, í Landspítalanum í Reykjavík. Jón fæddist að Reykjum á Skeiðum, þann 26. febrúar 1909 og var því nýlega 79 ára er hann lést. Ætt Jóns, hin merka Reykjaætt, hefur búið að Reykjum í yfír 250 ár. Jón var næstelstur þrettán systkina. Tíu þeirra komust til full- orðinsára og átta þeirra em enn á lífí. Jón var aðeins 17 ára gamall þegar faðir hans missti heilsuna og gat ekki lengur unnið erfiðisvinnu. En unglingurinn var þrekmikill, sem kom sér vel því heimilinu þurfti að sjá farborða og kom það ekki síst í hlut Jóns þó allir reyndu að hjálpast að. Jón hafði mikið yndi af skepnum, sérlega áttu hestar hug hans og átti hann góða reiðhesta. Á þessum árum var algengt að far- ið væri í verið á vetmm en unnið að bústörfum yfír sumartímann. Jón stundaði sjómennsku bæði frá Vatnsleysuströnd og Njarðvíkum yfír vetrarmánuðina en gekk að bústörfum heimafyrir á sumrin. Árið 1935 fór Jon alfarinn að heiman. í veganesti hafði hann bamaskólamenntun en auk þess hafði hann dvalið einn vetur í Haukadal hjá þeim merka manni Sigurði Greipssyni. Heilladrýgst var þó sú heilbrigða reynsla sem skóli lífsins lagði til samfara góðri eðlis- greind og drenglund. Á þessum ámm var atvinnuleysi mikið í landinu, en Jón var alla tíð eftirsótt- ur til vinnu og kynntist því ekki að ganga milli manna í atvinnuleit. Hann vann við lagningu Sogsvegar- ins en réði sig síðan á bát hjá mági sínum tilvonandi, Pétri Stefánssyni. Jón var hár maður vexti, lagleg- ur og ljós yfirlitum. Hann var söng- maður góður, glaðsinna og skemmtilegur. Mönnum þótti gott að vera í návist hans. Enda þótt Jón gæti verið smástríðinn þá gætti hann þess jafnan og betur en aðrir menn að stríðnin meiddi engan. Glaðværð og góðmennska ein- kenndu glettur hans og allir höfðu gaman af. Jón var einnig rökfastur og fylginn sér ef réttu máli var hallað. Maðurinn var aðgætinn og því eins víst að Jón hefði á réttu að standa sæi hann ástæðu til að fylgja málum eftir. Þann 27. janúar 1937 gekk Jón að eiga frænku mfna Laufeyju Stef- ánsdóttur. Þau hófu búskap á Fálkagötu 9, en það hús átti móður- bróðir minn og faðir Laufeyjar, Stefán Ámason. í þessu litla húsi bjuggu að mig minnir þijár fjöl- skyldur og þættu vist flestum þröngt búið í dag. Samkomulagið var alla tíð gott og þama ríkti kærleiksandi og friður. Kynni okkar Jóns hófust um 1938. Ég var þá átján ára sveita- drengur, feiminn, uppburðarlítill og kunni .ekkert til verka utan algeng- ustu sveitastarfa. Stefán móður- bróðir réði mig til sín í vinnu og hjá honum bjó ég. í fyrstu gekk allt vel. Ég sló túnbleðla hér og þar með orfí og ljá, verkfærum sem ég kunni með að fara. Síðan átti ég að byggja fjós og hlöðu, en þá fór nú gamanið heldur að káma, þvf til þeirra verka kunni ég alls ekki og þótti miður. Undir þessum kring- umstæðum kynntist ég fyrst lipur- mennsku Jóns. Á hveiju kvöldi þeg- ar hann kom heim þreyttur úr vinnu aðstoðaði Jón mig við verkið og kenndi hvemig réttast væri að stað- ið. Hjónin Laufey og Jón réðust í að byggja fjölbýlishús við endann á litla íbúðarhúsinu, nú Fálkagötu 9. Þar fæddust þeim átta mannvænleg böm sem samhent og vinnusöm hjónin komu til manns. Erfiðleik- amir knúðu dyra þegar heilsa Lauf- eyjar fór að gefa sig. Þá fyrst kom í ljós hvem mann Jón hafði að geyma. Að loknu erfiðu dagsverki utan heimilis bætti Jón við sig heim- ilisverkum á stóru heimili. Með sama góða jafnaðargeðinu gekk t Inniiegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug við andlát og jarðarför móöur okkar og fósturmóður, MARGRÉTARGUÐMUNDSDÓTTUR, frá Á f Skaröshreppi, Dalasýslu. Jón Bjarnason, Ástvaldur Bjarnason, Trausti Bjarnason, Svanhildur Valdimarsdóttir og fjölskyldur. mundum fyrst eftir okkur, því móð- ir hennar og faðir minn voru uppeld- issystkini. Ég man þegar ég var bam, það að fara suður að Hofs- stöðum var ævintýri líkast, engin rafmagnsljós og að sefjast upp á vatnsgeymi og horfa á stjömumar með Sillu og Dóru og reyna að þeklq'a stjömur með nafni í svart- asta skammdeginu og á sumrin að fara norður fyrir tún í beijamó og svo liðu árin. Við vomm herbergisfélagar ásamt fjómm öðram í Húsmæðra- skóla Reykjavíkur 1947-’48 sem er mér ógleymanlegur vetur, þar bundumst við fastari tryggðarbönd- um sem aldrei bar skugga á. Silla var tryggðartröll vinur vina sinna en mjög auðsærð og viðkvæm og með aldri og þroska hjúpaði hún sig skel sem fáir komust innfyrir nema sannir vinir. Ég man eftir leyndarmálinu hennar, þegar hún eignaðist fyrsta Saab-bílinn í fyrstu sendingunni sem kom til landsins, hún trúði ekki mörgum fyrir því „brautryðjanda" leyndarmáli og svo kom sá „hvíti" eins og fallegur fák- ur og eftir það eignaðist hún fjóra nýja bíla, aðeins Saab og annaðist þá og hirti eins og bóndi reiðhestinn hann að verki. Glaður og hress raul- aði hann lagstúf að vanda meðan heimilisstörfín vom unnin. Mörg árin barðist Jón við veik- indi. Fyrst konu sinnar og síðar sín eigin. Jón stóð þó ekki einn í þeirri baráttu. Mágkona hans Guðrún, mikið tryggðartröll, var alltaf tilbú- in til hjálpar. Fram á síðustu stundu var hún til taks og minntist Jón oft á það við mig hversu mikil hjálpar- hella Guðrún væri. Sárþjáð af veik- indum lá Guðrún á sjúkrahúsi og gat ekki fylgt mági sínum til grafar. Eftir Qósasmíðina skildu leiðir okkar Jóns um tíma. Við hittumst samt alltaf_ og héldum kunnings- skapnum. Ég lærði húsasmíði og sem sjálfstæður verktaki réðst Jón til mín í vinnu og starfaði hjá mér yfír tuttugu ár. Betri fagmann hef ég ekki haft. Jón var þúsund þjala smiður og öll störf fórust honum jafn vel úr hendi. Hann var smiður, múrari og málari. Samviskusemin ''var háns vöggugjöf og samstarfs- mönnum þótti gott að njóta sam- vistar hans. Jón var viðstaddur þeg- ar fyrsta skóflustungan var tekin að Bændahöllinni. Við byggingu hallarinnar vann hann frá upphafi verksins þar til húsið stóð fullbyggt og var kunnastur öllum hlutum á vinnustað. Fljótlega eftir að Bændahöllin komst í notkun falað- ist byggingamefndin eftir Jóni til starfa. Fáum starfsmönnum hef ég séð meira eftir að tapa frá mér en Jóni. Tryggð míns elskulega vinar var þó svo mikil að hann lét það í mínar hendur hvort hann tæki boð- inu um húsvarðarstöðu í Bænda- höllinni eða ynni áfram hjá mér. Þama var um trygga vinnu að ræða og stutt að fara, enda entist húsvarðarstarfið Jóni meðan heilsa hans dugði. Jón Þórðarson vin minn kveð ég með þökk og virðingu. Layfeyju konu hans bið ég algóðan Guð að styrkja í veikindastríði. Fjölskyldu allri og vinum votta ég samúð mína. Guðbjörn Guðmundsson sinn. Síðustu árin fór hún á nám- skeið í tréútskurði og náði góðum tökum á því og átti marga mjög fallega gripi, m.a. klukku og falleg- ar blómamyndir, ásamt gömlum íslenskum mynstmm. Á meðan hún gat ferðaðist hún mikið erlendis, fór til Austurlanda, rétt slapp fyrir Sex daga stríðið, ferðaðist til Norðurlanda og Banda- ríkjanna og átti hún mikið af mynd- um úr þeim ferðum og svo þeysti hún um á bílnum sínum um landið allt. Systur hennar eiga miklar þakk- ir skildar fyrir það, hvað þær reynd- ust Sillu vel, ég held ég særi engan þó ég þakki Siggu systur hennar sérstaklega, hún var líka í næsta nágrenni heima á Hofsstöðum. Hennar lífsgöngu er lokið hér á jörð, friður Guðs fylgi henni. Ella Lögð er að velli elskuleg móður- systir okkar, vinur og félagi, eftir vægðarlausa baráttu við ógnarleg- an sjúkdóm og enginn fékk að gert. Þrek hennar, bjartsýni og baráttu- vilja var ótrúlegur og öllum þeim sem máttvana horfðu á þennan grimma bardaga var það ógleyman- leg áminning um hveiju trú og sterkur vilji fær áorkað í baráttunni þegar lífí er ógnað. Silla var yngst bama hjónanna Gísla Jakobssonar bónda á Hofs- stöðum í Garðahreppi og konu hans, Sigrúnar Sigurðardóttur. Önnur böm þeirra hjóna vom: Sigurlaug húsfreyja og uppeldisfræðingur, gift Kristmanni Jónssyni sjómanni, Sigríður húsfreyja og skólastarfs- maður, gift Sveinbimi Jóhannessyni bónda, Gmðrún húsfreyja og hjúkr- unarfræðingur, gift Þórólfí Egils- syni rafvirkja, Halldór sem lést nokkurra vikna gamall, Halldóra húsfreyja og skólastarfsmaður, gift Kristjáni Ebenesersyni húsasmið og Sesselja sem hér er minnst. Foreldrar þeirra, amma okkar og afi, vom nágrannar frá unga aldri, hún fædd og uppalin á Vífílsstöðum en hann á Hofsstöðum sem var Fæddur 12. janúar 1928 Dáinn 1. aprO 1988 í dag verður til moldar borinn gamall kunningi minn, Guðmundur Valgeirsson fv. verkstjóri. Guð- mundur var fæddur á Hellissandi 12. janúar 1928 og var því rúmlega sextugur er hann lést 1. apríl sl. Ég kynntist Guðmundi 1968, er hann var verkstjóri hjá frystihúsi SÍS á Kirkjusandi. Guðmundur var vel látinn af samstarfsfólki og vann störf sín af alúð og samviskusemi. Hann lét af störfum hjá frystihúsinu 1969 og síðan hefi ég ekki hitt hann oft, en samband við hann hefír aldrei rofnað. Hann lést af völdum hjartasjúkdóms. Guðmundur var ókvæntur, en átti fjölmargt skyldmenna. Frænka hans, Lána Jónsdóttir, var sú er hann hitti sfðast í veikindum sínum. næsti bær við. Þau hófu búskap að Hofsstöðum árið 1917 og bjuggu þar til ársins 1952, er næsta kyn- slóð tók við. Á Hofsstöðum ólust systumar upp í sveitinni eins og hún var þá. Silla stofnaði ekki til Qölskyldu- banda og bjó hún hjá foreldram og seinna systur sinni á Hofsstöðum fram á ftillorðinsár. Silla átti ekki böm sjálf en hún lét sig skipta velferð og uppeldi okkar systrabamanna, og var ófeimin að gagnrýna þegar henni þótti þess þurfa og kunni einnig að lofa það sem vel var gert. Minn- ing okkar um Sillu er fyrst og fremst sú hve viljasterk hún var. Þegar hún vildi gera eitthvað þá framkvæmdi hún það, en hún gerði það samt ekki að óhugsuðu máli, allt var vel skipulagt og mikil ná- kvæmni í því sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var fljót af stað út í náttúmna til að ganga á fjöll, fara í beijamó og ef eldgos var ein- hverstaðar á landinu þá var hún komin á staðinn, og oft og einatt fengum við systradætur hennar að fara með. Hún hafði líka mjög gam- an af því að ferðast til útlanda og þá sérstaklega heitari landa. Var hún t.d. með í fyrstu ferðahópum sem fóm til Austurlanda nær. Sólin átti vel við hana, miklu betur en kuldinn, en hún gerði sér vel grein fyrir þessu, enda fædd undir merki ljónsins. Á ferðalögum sínum hér heima og utanlands skoðaði hún gjaman sögulega staði og náttúm landsins. Silla kunni vel að meta góða tónlist og þá sérstaklega óper- ur. Handavinna var Sillu líka mjög hugleikin, enda bám heimili hennar og önnur heimili vott um það, en útsaumur, tréskurður og pijónaðir dúkar svo eitthvað sé nefnt vom á sínum stað. Ef minnst var á að uli- arsokka eða vettlinga vantaði á böm einhverrar okkar, svo að hún heyrði, þá vom þeir komnir áður en varði. Við minnumst þess líka þegar við vomm yngri og sýndum * henni handavinnuna okkar og ef henni þótti verkið vel unnið þá var okkur borgið. Silla hafði einn sérstakan eigin- leika að mati okkar.jmgra fólksins, hún var með bfladellu, og svo fljótt sem efnin leyfðu keypti hún sína fyrstu bifreið. Þótt ótrúlegt kunni að virðast í dag var það með fádæm- um fyrir 30-40 árum að einhleyp konur æddu um á eigin bifreið. Silla fór ekki troðnar slóðir í þeim efnum og var ævinlega vel akandi, og það sannaðist oft að umhyggjusemi hennar gagnvart sínum nánustu vom ekki innantóm orð, því oft var það að Silla bjargaði málunum þeg- ar við síðbúnir skólakrakkamir urð-' um of sein eða þóttu vegalengdim- ar miklar. Við kveðjum frænku okkar með virðingu og þökk. Guð geymi hana. Stína, Sigrún Hrönn og Heiða. Ég þakka Guðmundi góð kynni og votta aðstandendum hans samúð mína. Guðjón Kristinsson ■ Minning: Guðmundur Valgeirs- son fv. verksíjóri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.