Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 „Kínveiji“ sprakk við Vonarstræti: Atburðurinn tengist ekki nærveru borgarstjóra - segir Ómar Smári Ármannsson, aðalvarðstjóri EINS og komið hefur fram í fréttum kvað við hvellur á með- an Davíð Oddsson, borgarstjóri, tók fyrstu skóflustunguna að ráðhúsi _ við Tjörnina. Ómar Smári Armannsson, aðalvarð- stjóri, sagði hvellinn hafa komið frá „kínveija", sem var sprengd- ur norðan og bak við hús nr. 8 við Vonarstræti. Hann kvaðst ekki telja ástæðu til að tengja þennan atburð nærveru borgar- sljóra. „Það er ókunnugt hver sprengdi „kínveijann" og tilgangurinn með því er óljós. Hins vegar er fullmik- ið sagt að sprenging hafi orðið í miðbænum, eins og einstaka fjöl- miðili hefur haldið fram,“ sagði Ómar Smári. „Allt tal um gíga- myndun, brennisteinsfnyk og röra- sprengju er út í hött. Þar sem „kínveijinn" sprakk eru göngustíg- ar og tijágróður. Lítilsháttar umrót var í jarðveginum á nokkurra fers- entimetra svæði í tijábeði, en engar skemmdir, hvorki á tijágróðri eða ljósastaur, sem þama er. Púðurlitur var á staðnum og leyfar af „kínveija". Leyfamar voru pappi og á honum vom leiðbeiningar til vamaðar á íslensku. Hér var um lítinn „kínveija" að ræða, sem gef- ur frá sér háan hvell. Hvellurinn heyrðist yfir á svæðið, þar sem skóflustungan fór fram, en var ekki meiri en svo að aðrir en end- umar næst Tjamarbakkanum að norðanverðu töldu ekki ástæðu til að færa sig úr stað." Ómar Smári sagði að upphlaup einstaka fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið væri lýsandi dæmi þess hver þróunin væri að verða í fréttaflutningi þeirra af atburðum sem þessum. Aukaatriði væm tekin fram yfir aðalatriði og einstakir þættir jafnvel búnir til. „Hins vegar stendur eftir hugsunin um það að einhver eða einhveijir gætu tekið upp hjá sér hugmyndir um notkun áður óþekktra aðferða til þess að vekja athygli á málstað sínum við sérstök tækifæri," sagði Ómar Smári. „Slíkt heyrir sem betur fer til undantekninga hér á landi og verður ábyrgð fjölmiðla vegna um- fjöllunar um slík mál í framtíðinni óneitanlega mjög mikil. Nóg er hins vegar af athyglisverðum málum til umfjöllunar þó ekki sé verið að búa þau til,“ sagði Ómar Smári Ár- mannsson, aðalvarðstjóri, að lok- um. VEÐURHORFUR í DAG, 16.4. 88 YFIRLIT í g»r: Yfir Grænlandi er 1031 mb hæö, en um 450 km austur af landinu er 985 mb lægð sem þokast norðaustur. Veður fer áfram kóinandi einkum norðan og vestanlands. SPÁ: Á morgun veröur norðaustanátt á landinu, víða stinnings- kaldi eða allhvasst. Él verða á Noröaustur- og Austurlandi, einnig á annesjum vestantil á Norðurlandi og norðantil á Vestfjörðum en bjart verður um suðvestanvert landið, þó víða skafrenningur til fjalla. Syðst á landinu verðurfrostlaust að deginum en annars 2ja—6 stiga frost. 1/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Norðaustanátt, víöa nokkuö hvöss. Éljagangur austanlands og á annesjum noröanlands en bjart verður að mestu um suðvestanvert landið. Hiti um frost- mark syðst á landinu um hádaginn en annars frost, víða 2—6 stig. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■\ 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El — Þoka — Þokumóða ’, ’ Suld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri +2 snjókoma Reykjavik +1 skýiaa Bergen 5 rigning Helsinki 1 snjókoma Jan Mayen +8 skafrenningur Kaupmannah. 9 léttskýjað Narssarssuaq +11 léttskýjað Nuuk +3 snjókoma Osló 8 skýjað Stokkhólmur 10 skýjað Þórshðfn vantar Algarve 21 skýjað Amsterdam 18 hálfskýjað Aþena vantar Barcelona 18 skýjað Berifn vantar Chicago 1 lóttskýjað Feneyjar 13 léttskýjað Frankfurt 13 hilfskýjað Glasgow 12 súld Hamborg 16 léttskýjað Las Palmas 21lóttskýja& London 13 mistur Los Angeles 9 úrkoma í gr. Lúxemborg 12 skýjað Madríd 20 skýjað Malaga 25 hálfskýjað Mallorca 19 skýjað skúr Montreal 5 New York 7 skúr Parfs 17 skýjað Róm 16 léttskýjað Vin 9 heiðskirt Washlngton 8 þokumóða Winnlpeg +8 léttskýjað Morgunblaðið/Júlíus Á þessari mynd sjást leyfar af „kínveijanum“, sem sprakk bak við hús við Vonarstræti í þann mund sem Davíð Oddsson, borgarstjóri, tók fyrstu skóflustunguna að ráðhúsi við Tjömina. Útlinur lykilsins sýna stærð leyfanna. A bréfsnifsinu efst til vinstri má greina varnað- arleiðbeiningar á íslensku. Atvinnuleysi í mars allt að 1% af mannafla: Atvinnuleysi hefur aukist úti á landi SKRÁÐIR atvinnuleysisdagar í landinu öllu í marsmánuði vora nánast jafnmargir og í febrúar- mánuði eða 17.300. Það jafngild- ir þvi að 800 manns hafi að með- altali verið á atvinnuleysisskrá allan mánuðinn, sem svarar til 0,7% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Þetta kemur fram í yfirrliti um atvinnuástandið frá Vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins. í yfirlitinu kemur ennfremur fram að atvinnuleysi hafi þó verið nokkru meira en þessar tölur gefí til kynna, vegna þess að nokkuð hafí verið um það að fískvinnslufólk hafi verið verkefnalaust, en notið launa vegna fastlaunasamninga. í annan stað hafí það fólk sem hafí misst vinnu vegna lokunar a.m.k. tveggja fjölmennra sauma- og pijónastofa ekki enn komið inn á atvinnuleysisskrá, þar sem það fái greidd laun í uppsagnarfresti sam- kvæmt lögum um ríkisábyrgð á launum. Að teknu tilliti til þessa megi gera ráð fyrir að að raun- verulegt atvinnuleysi í marsmánuði hafi verið allt að 1% af mannafla. í marsmánuði í fyrra voru skráð- ir atvinnuleysisdagar 12.300 eða fímm þúsund færri en nú. Þessi aukning á atvinnuleysisdögum hef- ur öll átt sér stað utan höfuðborgar- svæðisins. Atvinnuleysisdagar á höfuðborgarsvæðinu í mars eru nánast jafnmargir og í mars í fyrra, enda þótt verulega hafí dregið úr þeirri eftirspumarþenslu, sem ein- kenndi vinnumarkaðinn þar síðast- liðið haust, segir ennfremur í yfír- liti Vinnumálaskrifstofunnar. Formaður Stéttarsambands bænda: Ríkinu ber að koma í veg fyrir birgðasöfnun Útflutningur á kindakjöti nauðsyn nái innanlandssala ekki áætlunum HAUKUR Halldórsson formað- ur Stéttarsambands bænda seg- ir, að samkvæmt búvörusamn- ingi, beri ríkinu skylda til að sjá um að ekki verði til meiri birgðir kindakjöts í landinu en 2300-2400 tonn í lok verðlags- ársins. Verði sala innanlands minni en áætlanir samkvæmt samningnum geri ráð fyrir, sé nauðsynlegt að auka útflutning. Haukur segir að þar sem innan- landssala hafi á síðasta ári orð- ið 1300 tonnum minni en áætlað var hafi þurft að auka útflutn- ing til að birgðir söfnuðust ekki upp. Þetta kom fram þegar leit- að var álits Hauks á orðum fjár- málaráðherra um að útflutn- ingsbótafé fyrir þetta ár sé nær uppurið. „Það er algjörlega á valdi ríkis- valdsins hvernig það fer að því að tryggja bændum fullt verð fyrir umsamda framleiðslu. Það getur ekki verið okkar höfuðverkur hvort valin er leið lánveitinga milli ára eða útflutningsbóta. Það er ljóst að þetta er samningur sem ríkið hefur gert og það getur ekki látið safnast upp birgðir. í búvöru- samningnum er gengið út frá því að birgðimar verði á milli 2300 og 2400 tonn í haust en innan- landssalan 9500 tonn. Ef salan verður minni, þá þarf að auka utflutning til að birgðasöfnun eigi sér ekki stað. í áætlun fyrir síðasta verðlagsár var gert ráð fyrir að birgðir skyldu vera 2387 tonn í lok tímabilsins. En þar sem innan- landssalan verð 1300 tonnum und- ir áætlun þurfti að flytja út meira en útflutningsbætur voru til fyrir,“ sagði Haukur. Hann sagði að nú benti ýmislegt til að salan verði heldur meiri í ár en sagði ljóst að ríkið verði, annað hvort með aukafjárveitingu eða viðbótarlánum, að flytja út eigi birgðimar ekki að verða meiri í lok verðlagsársins en á síðast- liðnu hausti. „Ef ríkið færi að safna upp birgðum í lok ársins þá yrði að líta á það sem brot á bú- vörusamningnum," sagði Haukur. „Það er búinn að eiga sér stað útflutningur og hann þarf að greiða með útflutningsbótum. Þangað til það er gert standa af- urðalánin í bönkunum og bæta á sig vöxtum. Það er óþolandi. Ríkið verður að greiða fyrir þann út- flutning sem er innan ramma bú- vörusamningsins," sagði Haukur Halldórsson formaður Stéttarsam- bands bænda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.