Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 Reuter Þess er minnst um þessar mundir að 45 ár eru liðin frá þvi gyðingar í Varsjá börðust gegn nasistum. Talsmaður pólsku stjómarinnar vakti reiði ísraelskra embættismanna er hann Iíkti aðgerðum þeirra gegn Palestínu-mönnum við aðgerðir nasista. Myndin er frá minning- arathöfn í Varsjá á fimmtudag. * Israel: Mótmæla ummælum tals- manns pólsku sljómarinnar Jerúsalem, Tel Aviv. Reuter. ÍSRAELSMENN ætla að mótmæla formlega ummælum talsmanns pólsku stjómarinnar um að að- gerðir ísraelshers gegn uppreisn Palestínumanna á herteknu svæð- unnm vanhelgi minningu gyðinga sem börðust gegn nasistum í Var- sjá I seinni heimsstyijöldinni. Yitz- hak Shamir, forsætisráðherra ísraels, sagði í gær að hann væri reiðubúinn að bjóða Edúard She- vardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, til ísraels ef hann myndi þekkjast slíkt boð. Talsmaður pólsku stjómarinnar, Jerzy Urban, sagði í Varsjá á þriðju- dag að aðgerðir Israelsmanna á her- teknu svæðunum væru harðneskju- legar og móðgun við minningu þeirra gyðinga sem börðust í Varsjá I þijár vikur gegn hermönnum nasista árið 1943. Þessi ummæli hafa vakið reiði ísraelskra embættismanna. „Samlík- ing Jerzy Urbans ófrægir minningu þeirra sem létu Hfið og hann talar um útrýmingarherferð nasista eins og hún væri hversdagslegur atburð- ur,“ sagði talsmaður ísraelsku stjóm- arinnar, Danny Schek í gær. „Við höfum beðið Mordechai Paltzur sendimann okkar í Varsjá að senda stjómvöldum þar formleg mótmæli vegna þessara ummæla Urbans," sagði Schek. Samgönguráðherra ísraels, Haim Corfu, sagði á miðviku- dag að Pólverjar ættu að líta í eigin barm áður en þeir gagnrýndu ísraels- menn. Sovétríkin slitu stjómmálasam- bandi við ísrael árið 1967 en að undanfömu hafa þeir þótt sýna vin- semdarmerki í þeirra garð. Tilkynn- ing, sem gefin var út í vikunni, þess KARPOV heldur enn forystunni á heimsbikarmótinu í Brussel. Hann lagði Viktor Kortsnoj í gær í 12. umferð og er nú með 8V2 vinning af 12 mögulegum. í öðru sæti er Beljavskí með 7Vz vinning af 11 mögulegum. Tal vann Sokolov í gær en öðmm efnis að Shevardnadze ætli að heim- sækja Arabalönd, hefur vakið áhuga ísraelsmanna. „Ef forsætisráðherr- ann væri þess fullviss að She- vardnadze myndi þiggja boð um að heimsækja ísrael, myndi hann bjóða honum til viðræðna um samskipti þjóðanna," sagði talsmaður Shamirs, Yossi Ahimeir, í samtali við Reuters- fréttastofuna í gær. „Við höfum ekk- ert á móti Sovétmönnum, heldur þvert á móti. Við höfum áhuga á að endumýja sambandið milli land- anna,“ bætti hann við. skákum lyktaði með jafntefli. í 11. umferð sem tefld var á fímmtudag vann Beljavskí, helsti keppinautur Karpovs, Winants frá Belgíu. En Karpov gerði jafntefli með svörtu mönnunum við Nikolic. í þeirri umferð vakti athygli að Tal tapaði í 20 leikjum fyrir Nunn. Heimsbikarmótið: Karpov heldur forystu Brottflutningnr sovéska innrásarliðsins frá Afganistan: Skæruliðar ekki gerðir brottrækir frá Pakistan - segir Zia-ul-Haq, forseti landsins Ialamahad, Reuter. STJÓRNVÖLD í Pakistan hafa gefið til kynna að frelsissveit- um afganskra skæruliða verði áfram leyft að halda tíl á pakis- tönsku landsvæði hyggist ráða- menn í Moskvu ekki láta af hemaðarstuðningi við stjóra- völd í Afganistan. í samningn- um um heimkvaðningu sovéska innrásarliðsins frá Afganistan, sem undirritaður var í Genf á fimmtudag, er kveðið á um að Pakistanar megi ekki skjóta skjólshúsi yfir afganska skæru- liða. Hins vegar hafa risaveldin náð samkomulagi um Jafna og gagnkvæma" heraaðaraðstoð við stríðandi fylkingar í landinu á meðan að brottflutningur so- véska herliðsins fer fram og eftir að honum lýkur. Zia-ul-Haq, forseti Pakistan, sagði á fundi með fréttamönnum á fimmtudagskvöld að Sovétmenn gætu ekki andmælt því að skæru- liðar fengju áfram að halda til innan landamæra Pakistan þar eð risaveldin tvö hefðu orðið ásátt um áframhaldandi stuðning við bandamenn sína í Afganistan. Þessu fyrirkomulagi hefðu ráða- menn í Sovétríkjunum lýst .sig fylgjandi 0g gert um það óform- legt samkomulag við Bandaríkja- menn. „Sovétmönnum er full- kunnugt um að hyggist Banda- ríkjamenn áfram styðja skæruliða verður hergögnum ekki varpað til þeirra í fallhlíf," sagði forsetinn. Landamæri ríkjanna tveggja eru um 1.200 kflómetra löng og hafa vopn, sem send hafa verið frelsis- sveitunum, farið í gegnum Pakist- an. Samkomulag risaveldanna í Genfarsamningnum er kveðið á um að erlendri hemaðaríhlutun skuli hætt í Afganistan og virðist litið svo á að það orðalag vísi jafnt til sovéska innrásarliðsins í landinu og aðstoðar stjómvalda í Pakistan við liðsmenn frelsissveit- anna. Sovétmenn reyndust á hinn bóginn ófáanlegir til að hætta hemaðarstuðningi við stjómvöld í Kabúl og féllust að lokum á þá málamiðlunartillögu bandarískra embættismanna að risaveldin héldu áfram Jöfnum og gagn- kvæmum" stuðningi við banda- menn sína í landinu. Er þá gert ráð fyrir því að dragi annað risa- veldið úr hergagnasendingum þangað skuli hitt stórveldið gera slíkt hið sama. Landamærum ekki lokað Zia-ul-Haq kvaðst hafa tjáð fulltrúum Sovétstjómarinnar að stjóm sín teldi öldungis ómögu- legt að loka landamærum rílqanna. Hefðu Sovétmennimir fallist á að þetta væri með öllu óframkvæmanlegt. Forsetinn lagði áherslu á að Pakistanar hygðust standa við sinn hluta samningsins en bætti við að Sov- étmenn yrðu að sætta sig við af- leiðingar samkomulags þeirra og Bandaríkjamanna um áframhald- andi aðstoð. Stjóm Zia hefur ávallt og ævin- lega viðurkennt að skæruliðum berist vopn í gegnum Pakistan. Hins vegar hafa ráðamenn vísað á bug fullyrðingum stjómvalda í Kreml þess efnis að skæruliðar fái þjálfun sína í Pakistan. Kveð- ast þeir á hinn bóginn starfrækja þijár búðir þar sem afganskir flóttamenn haldi til og sé skæru- liðum með öllu óheimilt að bera vopn innan þeirra. Reuter Utanríkisráðherrar risaveldanna þeir Eduard Shevardnadze og George Shultz komu saman tU fundar í sovéska sendiráðinu í Genf á fimmtudag er þeir höfðu undirritað sáttmála um brott- flutning sovéska innrásarliðsins frá Afganistan. Myndin var tek- in við upphaf viðræðna þeirra. Ákall um aðstoð til handa afgönskum flóttamönnum 5,4 milljónir manna, þriðjungur þjóðarinnar, hefur flúið land Genf, Reuter. SAMEINUÐU þjóðirnar hvöttu riki heims í gær til að koma tíl aðstoðar bágstöddum afgönsk- um flóttamönnum, sem flúið hafa heimaland sitt vegna ófriðarins sem þar hefur geisað undanfarin níu ár. Jean-Pierre Hocke, yfirmað’ur Flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóð- anna sagði á blaðamannafundi að safna þyrfti gífurlegum fjármunum í þessu skyni og kvað ljóst að mikið starf og erfitt væri framundan. TaUð er að alls hafi 5,4 milljónir Afgana, um þriðjungur þjóðar- innar, flúið land og halda rúm- ar þijár miUjónir þeirra tU í Pakistan. Hocke hvatti ríkin flögur; Pak- istan, Afganistan, Bandaríkin og Sovétríkin, sem undirrituðu Gen- farsamninginn um heimkvaðn- ingu sovéska innrásarliðsins frá Afganistan að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að lina þján- ingar flóttamanna og greiða fyrir því að þeir gætu snúið aftur til síns heima. Kvaðst Hocke þegar hafa ráðfært sig yið ríkisstjómir ýmissa ríkja og alþjóðlegar hjálp- arstofnanir og sagði að áætlun um hjálparstarf yrði kynnt innan tíu daga. Kvað hann ljóst að safna þyrfti hundruðum milljóna dollara á næstu mánuðum til að unnt yrði að aðstoða þá Afgana, sem vildu snúa heim. í Genfarsamningnum er kveðið á um að fólki sem leitað hefur slqóls í Pakistan verði gert kleift að snúa aftur. Talið er að 3,1 milljón Afgana haldi til í flótta- mannabúðum í Pakistan en sam- kvæmt sáttmálanum eru stjóm- völd í Afganistan skuldbundin til að heimila flóttamönnunum að setjast að hvar sem þeir vilja. Hocke sagði að stjómvöld á Bretlandi hefðu þegar lýst sig reiðubúin til að leggja fram tíu milljónir sterlingspunda (um 700 milljónir ísl. kr.) og kvaðst hann telja að unnt yrði að safna nægi- legu ijármagni. Hann sagðist áætla að kostnaðurinn við hjálap- arstarfið fyrsta árið yrði ekki undir 600 milljónum Bandarflqa- dala (um 24 milljarðar ísl. kr.). Bandarískur sérfræðingur, Roy Williams að nafni, sagði á fundi í New York á fimmtudag að flótta- mannanna biði að setjast að í landi sem hefði orðið mjög illa úti í átökum hinna stríðandi fylkinga í landinu. Sagði hann sambæri- lega eyðileggingu að líkindum ekki hafa átt sér stað frá því á árum síðari heimsstyijaldarinnar. Af þessum sökum sagðist hann álíta að margir flóttamannanna myndu ákveða að snúa ekki aftur og dvelja um sinn fjarri heima- landi sínu. Stærð heraflans verður opinberuð Moskvu, Reuter. TALSMAÐUR sovéska utanrík- isráðuneytisins sagði í gær að að skýrt yrði frá fjölda sov- éskra hermanna í Afganistan er brottflutningur innrásarliðs- ins hæfist í næsta mánuði. Vadím Perffljev gaf einnig til kynna á blaðamannfundi í Moskvu að yfirvöld hygðust birta tölur yfír flölda fallinna frá því Sovét- menn gerði innrás í landið í des- embermánuði árið 1979. Sagði Perffljev sövésku þjóðina hafa fært miklar fómir í Afganistan. Vestrænir sérfræðingar telja að sovéska innrásarliðið í Afgan- istan telji um 115.000 menn. Ráðamenn í Kreml hafa reynst ófáanlegir til að skýra frá íjölda hermanna í landinu og hafa ævin- lega rætt um „takmarkaðan her- afla“ Sovétmanna í landinu á op- inberum vettvangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.