Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 36 RAÐSTEFNA UM ATVINNUMALI NORÐUR-ÞINGEYJARSYSLU Jarðhiti í Norður-Þingeyjarsýslu: Gnótt góðs ferskvatns til fisk- • • eldis finnst víða í Oxarfirði Iðnþróunarfélag Þingeyinga gekkst fyrir ráðstefnu um síðustu helgi á Raufarhöfn um atvinnumál í Norður-Þingeyjar- sýslu. Þorvaldur Vestmann stjórnarformaður félagsins setti ráðstefnuna á laugardag og í kjölfarið voru flutt erindi um úttekt atvinnumála, rekstur Fisk- iðju Raufarhafnar og úrvinnslu sjávarafla. Sunnudagurinn fór í að ræða ferðamál í héraðinu, þá var rætt um fiskiræktarmögu- leika, framleiðslugetu jarðhita- svæða og möguleika á nýtingu jarðhita. Þrátt fyrir mikla ófærð, komust allir framsögumenn á leiðarenda og fjórir þingmenn, en veður hamlaði mikið aðsókn að ráðstefnunni. Þrjárjarðgtifustöðvar Sverrir Þórhallsson yfírverk- fræðingur Orkustofnunnar sagði að um 30% af orkunotkun Islendinga væri jarðhiti, svipað hlutfall væri af olíuvörum, en um 40% væri vatnsorka. Óvíða væri að finna fjöl- breyttari jarðhitanýtingú þó svo að jarðhiti sé nýttur í 35 þjóðlöndum, enda státuðu íslendingar af hvað lengstri sögu slíkrar nýtingar. „Víðast hefur höfuðáherslan verið lögð á raforkuframleiðslu og eru nú alls starfandi 188 jarðhitaraf- orkuverk í 17 þjóðlöndum með að afli um 4.763 MW, en þar af eru hérlendis þrjár jarðgufustöðvar sem framleiða um 41 MW.“ Sverrir sagði að fjölbreytni svo- nefndrar beinnar jarðhitanýtingar, þ.e. hitunar, væri mikil. Kröfur um hitastig jarðhitavökvana skiptu meginmáli við athugun á nýtingar- valkostum. A landinu er hvergi ' ódýrara hitaveituvatn né jarðgufa en í Þingeyjarsýslu og má í því sambandi nefna Húsavík og Bjam- arflag. Sverrir sagði jafnframt að óvíða væru landkostir betri til fisk- eldis en einmitt í Öxarfirði. „í hug- um margra eru tæki sem nýta jarð- gufu frábrugðin hefðbundnum tækjum. Óverulega aðlögun þarf yfirleitt að gera í efnisvali og til lögunar gastegunda til að hægt sé að nota venjuleg framleiðslutæki sem nýta ketilgufu. Risastór gróð- urhús til blómaræktar, allt að 22 hektarar, hafa nýlega verið reist á Ítalíu og sérstök baðmenning Jap- ana byggist á jarðhitaorku." Enn margt á huldu Lúðvík S. Georgsson deildarverk- fræðingur hjá Orkustofnun sagði að í Norður-Þingeyjarsýslu væri jarðhiti næstum allur bundinn við Öxarfjarðarhérað. Niðri á láglendi finnst jarðhiti víða á yfírborði, allt frá Skeiðsöxl á Tjömesi í vestri, til Brunnár í austri. Hér er bæði um að ræða 'sjálfstæð hitasvæði og volgt lindarvatn sem að uppistöðu er kalt grunnvatn sem blandast hefur afrennslisvatni frá hitasvæð- úm inni á heiðum. Rannsóknir und- 'anfarinna ára hafa varpað nokkru ljósi á jarðhitann í Öxarfirði þó enn sé margt á huldu. „Jarðhitasvæðum á íslandi er yfirleitt skipt í háhita-. svæði og lághitasvæði. Háhita- svæðin em bundin við gosbeltið og virkar megineldstöðvar. Þau eru staðbundinn uppstreymisstrókur grunnvatns yfír heitum kvikuinn- skotum og djúphiti yfir 200 gráð- um. Lághitasvæðin eru kaldari og fá vatn langt að frá úrkomusvæðum inni á hálendi. Vatnið leitar djúpt í berggrunninn og hitnar í samræmi við ríkjandi hitaástand og leitar svo upp á yfírborð niðri á láglendi, oft- ast um sprungur eða bergganga. Öflugustu lághitasvæðin fínnast gjaman við jaðra gosbeltisins. Þijú sprungubelti í Öxarfirði Um Öxarfjarðarhérað liggja þrjú sprungubelti. Öll tengjast þau virk- um eldstöðvakerfum en yfirborðs- ,eldvirkni virðist þó ekki ná niður á láglendið. Engu að síður ráða þessi sprungubelti miklu um tilkomu og dreifíngu jarðhitans í héraðinu og reyndar um allt grunnvatnsstreymi. Öflugustu jarðhitasvæðin eru innan Kröflusprungubeltisins. í byggð er mestur hiti á yfirborði við Skógalón og á austurbakka Bakkahlaups, en töluverður hiti er einnig við Skóga. Rannsóknir benda til að á austur- bakka Bakkahlaups sé háhitasvæði, 6-7 km2 stórt og flangt til norðurs. Efnagreiningar á jarðhitavökvan- um hafa ekki gefíð óyggjandi svör um hita í djúpkerfinu en líklegt verður að telja að hann sé vel yfir 200 gráður. Þá virðist jarðhita- svæðið við Skógalón einnig vera mjög öflugt. Hvort þar er háhiti er óvíst en efnagreiningar gefa til kynna að djúphiti sé a.m.k. 130 gráður. Þessi hitasvæði eru einstök á íslandi því að þau koma upp í setlagastafla sem er a.m.k. 1 km þykkur, en allur annar jarðhiti kem- ur upp í berglagastafla. Inni á heið- um, í Gjástykki, má víða fínna guf- ur. Þar er talið vera háhitasvæði en næsta lítið er vitað um það og engar rannsóknir hafa verið gerðar þar. í Keldunesi. kemur hinsvegar fram mikið af volgu lindarvatni í gjám og uppsprettum við hraun- brúnina. Þama er auðsæilega á ferðinni grunnvatn sem komist hef- ur í snertingu við eða blandast af- rennsli frá jarðhitanum í Gjá- stykki." Lúðvík sagði að í Lónum, þar sem Þeistareykjasprungubeltið kemur niður á láglendi, sprytti einnig fram feiknamikið af volgu vatni í gjám og lindum. Trúlega væri þetta af- rennsli frá háhitasvæðinu á Þeista- reykjum. Jafnframt hefði fundist töluverður jarðhiti í Ytra-Lóni nærri ströndinni, en ekki væri enn ljóst hvers eðlis hann væri. Heimildir eru um 82 gráðu hita þar og í laugum í Skeiðsöxl hefði mælst allt að 49 gráðu hiti. Utan Öxarfjarðarhéraðs væri vitað um jarðhita á tveimur stöðum í sýslunni. Báðir staðirnir væru í Svalbarðshreppi í Þistilfirði. Hiti væri þar á bilinu 20-30 gráð- ur, en rennsli ekki mikið. Fiskiðnaðurinn er dæmi- gerður aukaafurðaiðnaður - segir Sigurjón Arason hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins VIÐ framleiðslu fiskflaka fellur um það bil 60% af þunga fisksins undir skilgreininguna aukaaf- urðir og við rækjuvinnslu 75% eða meira. Nokkur hluti þessara aukaafurða er nú nýttur og þá helst í dýrafóður, annað hvort frystur eða sem hráefni til mjöl- og lýsisvinnslu. Alltof mikið er þó meðhöndlað sem úrgangur, sem annað hvort er kastað í sjó- inn, eða er ónýttur á annan hátt,“ sagði Sigurjón Arason frá Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins sem ræddi um úrvinnslu sjávarafla. Fiskiðnaðurinn er því dæmigerð- ur „aukaafurðaiðnaður". Sigutjón sagði að samkeppnin um hráefnið á milli fiskvinnslugreina kæmi til með að aukast á riæstu árum og þær vinnslugreinar sem yrðu ofan á í samkeppninni borguðu hæsta verð fyrir hráefnið. Það myndi ráð- ast mikið af markaðsverði og vinnslukostnaði. Stöðugleiki mark- aðsins réði einnig um val vinnslu- greina og ætti það sérstaklega við um vinnslugreinar sem fælu í sér miklar fjárfestingar í búnaði. „Einkenni fiskiðnaðar okkar er að meginhluti aflans er fluttur út sem hráefni til frekari vinnslu. Þar með er ég ekki að segja að „full- vinnsla" sé eitthvert töfraorð. Við eigum að sjálfsögðu að selja okkar físk þannig að sem mest fáist fyrir hann, jafnvel þótt hann sé alveg óunninn með innyflum og haus. En þessi hráefnisútflutningur hefur sett ákveðið mark á atvinnugreinina hér á landi. Fyrir vikið hefur hún orðið fábrotin og jafnvel einhæf. Þetta hefur leitt til þess að allar breytingar á framleiðsluháttum og aðlögun að nýjum mörkuðum hafa orðið þungar í vöfum. Við höfum orðið framleiðslusinnaðir í stað þess að vera markaðssinnaðir," sagði Siguijón í erindi sínu. Hann sagði að hægt væri að framleiða gömlu afurðimar með nyju sniði og gott dæmi um þá þró- un væri tandurfiskurinn hjá SÍF. Tandurfiskurinn sýndi að hægt væri að þróa nýja vöru í hinni alda- gömlu grein og skila árangri. „Með- ferð físks um borð ræður miklu um gæði afurðanna. Kaupendur okkar á frystum fiski og söltuðum gera ráð fyrir að fá fisk sem er blæfal- legur, laus við los og efnislega óskemmdur. Meðferð um borð í veiðiskipi ræður miklu um þetta. Allir vita að. dauðblóðgaður fískur verður blædökkur en lengi hafa verið áhöld um hvort lifandi fisk skuli blóðga og slægja í einni að- gerð eða tveim. Núgildandi reglu- gerð kveður á um að bolfísk skuli ekki slægja fyrr en honum hefur blætt út. Nýlegar rannsóknir hafa óyggjandi sýnt að mestu máli skipt- ir að fiskurinn sé látinn liggja í rennandi sjó nokkra sund að aðgerð lokinni og skiptir þá litlu máli hvort blóðgun og slæging voru ein aðgerð eða tvær. Miðað við ferskfiskmat fóru 98% físksins í fyrsta flokk ef hann var látinn liggja í vatni, en aðeins 52% hans ef vatnsböðun var lítil sem engin.“ Siguijón sagði að þær greinar innan sjávarútvegsins, sem nú væru hvað umfangsmestar, yrðu það áfram á næstu árum, en trúlega meira sérhæfðar og sjálfvirkari. Nýting vinnsluvéla og hráefnis yrði að aukast í landi og kæmi þá til greina að hafa vaktavinnu í físk- vinnslunni sem myndi lækka vinnslukostnaðinn. „Stórir liðir í kostnaðinum eru Qármagnskostn- aður og raforka sem lækka mest við lengingu vinnslutímans. Til þess að fyrirtæki geti staðið undir mik- illi íjárfestingu þurfa þau mikið hráefni þannig að fjármagnskostn- aður á hvert kfló af framleiddri afurð verði í lágmarki og afurðir samkeppnisfærar á erlendum fisk- mörkuðum. Fiskvinnslustöðvar eiga eftir að breytast og verða að fjölvinnsluver- um þar sem hægt er að vinna físk í fjölbreyttar afurðir. Vinnsluverin breyta um vinnsluferil eftir hag- kvæmni og breytingu á mörkuðum. Meiri sérhæfing verður í sumum fískvinnsluverum bæði hvað varðar físktegundir og vinnslu.“ Siguijón sagði að hægt væri að vinna ýmis- legt úr þeim aukaafurðum er féllu til hliðar við hefðbundna fískvinnslu svo sem fiskmaming og surimi. Hægt væri að nýta innyflin í fóður eða sundurgreina þau í einstök líffæri. Horfur væru á því að í framtíðinni yrði einhver markaður fyrir sundurgreind innyfli, það er að lifur, hrogn og svil verði soðin niður, fryst eða söltuð, en afgangur- inn verði seldur til ensímgerðar. Þá sagði hann að um 50% af þorsk- hausnum væri fiskhold og væri til mikils að vinna ef tækist að nýta þá til manneldis. Nýting á hausun- um í „fés“ hófst fyrir nokkrum árum en í þeirri framleiðslu eru hausamir kinnaðir og gellaðir. Af- urðin er síðan söltuð og seld til Suður-Evrópu. / Fasteignir á AKUREYRI vaxandi bær -VI--- EIGNAKJ0R Fnstelgnasala Hafnarstrœti 108. Slmi 26441 AKURGERÐI. Raöhús á tveimur hæöum 149 fm. GRUNDARGERÐI. Raðhús á tveimur hæöum 128 fm. HEIÐARLUNDUR. Raöhús á tveimur hæöum 118 fm. RIMASÍÐA. Raöhús á einni hæö + bílsk. 135 fm. Skipti á íb. í Rvk. æskil. RIMASÍÐA. Raöhús á einni hæö 113 fm. STEINAHLÍÐ. Fokheld raöhús á tveimur hæöum + bílsk. 180 fm. HJALLALUNDUR. íbúöir í fjölbhúsi meö lyftu. 'Æl Fasteignasalan Brekkugötu 4, Simi 21744. Opið alla virka daga frá kl. 9-18. Gunnar Sólnes hri., ión Kr. Sólnes hri. og Árni Pálsson hdl.___ Sýnishorn úr söiuskrá: Steinahlíð: Mjög gott raöhús á tveimur hæöum meö rúmg. bilsk. Hamarsstígur: Mjöggóðsér- hæð ásamt grunni að bilsk. ib. er rúml. 200 fm. Höfðahlið: Góö sérh. um 133 fm. Helgamagrastræti: Fok- helt mjög gott einbhús ásamt bilsk. Sölustj. Sævar Jónatansson. & Fasteigna-Torgið Geislagötu 12, Akureyri Simi: 21967 Sölustj. Bjöm Kristjánss. Opið frá 13-19 alla daga RIMASÍÐA: 150 fm einb. á einni hæð ásamt 36 fm bilsk. Lóð frág. Eign í sérfl. Skipti á eign í Reykjavík koma til greina. JÖRVABYGGÐ: 252 fm einbhús á einni hæð með tvöf. bílsk. Fullb. að mestu. Góð lán geta fylgt. Ýmis skipti mögul. HEIÐARLUNDUR: 118 fm raðh. á tveimur hæðum. Mögul. skipti á eign á Reykjavíkursvæðinu. GOTT FYRIRTÆKI í fullum rekstri í eigin húsnæði. Selst með eða án húsnæðis. Uppl. á skrifst. Heimasími sölustj. 96-21776. Kodak Express litframköllun ^PediSmyndirz Hafnarstræti 98 - Sími 96-23520 Verslun í sérflokki Til sölu er sérverslun í miðbæ Akureyrar. Um er að ræða lager ásamt tilheyrandi innréttingum. Góð viðskiptasambönd fylgja. Verslunin er í öruggu leiguhúsnæði. Upplýsingar veittar á skrifstofunni. Fasteignasalan Brekkugötu 4, Simar 21744
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.