Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 Já, ertu kannski að villast í Ijósritunarfrumskóginum, — þú getur svo sem haldið áfram að ímynda þér að þú hafir þegar fundið hina einu sönnu Ijósritunarvél. Óttast kannski að týna áttum sé farið að svipast um eftir einíiverju betra. Láttu samt eftir þér að leita RICOH uppi. Ljósritunarvélar okkar vinna fljótlega hug og hjarta notendanna. Vegna þess hvemig þær auðvelda hverskonar Ijósritun. Starfið á skrifstofunni gengur greiðar ef RICOH er látin um þann þátt. Eftiiiíkingar RICOH vélanna njóta einnig vinsælda. Það er úr mörgum tegundum að velja. Einmitt þess vegna er ástæða til að gefa sér tíma til að vanda valið. Og láta RICOH ekki fram hjá sér fara. Þú getur reittþig á RICOH. Höfum fyrirliggjandi í sýningarsal okkar fiestar tegundir Ricoh Ijósritunarvéla — komdu og kynntu þér málið. ■tnn^fín m KUUpUU LnJ Timamót í Ijósritun SKIPHOLT117 105 REYKJAVlK SÍMI: 91-2 73 33 RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN Eiinum LÍFÍL88 Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Fyrir viku var sagt frá LÍFÍL 88 og þeim helztu mótíf- eða þema- söfnum, sem þar mátti sjá og margt læra af. Skal nú haldið áfram að lýsa ýmsu öðru því, sem fýrir augu bar, en vitaskuld verður að stikla á stóru í þeirri frásögn. Nokkur unglingasöfn voru á sýn- ingunni, sem vöktu athygli. Eitt þeirra átti sænsk stúlka, Ragnhild Berg. Fjallar safn hennar um Alfred Nobel, líf hans og störf, og eins Nóbelsverðlaunin. Er þetta enn eitt dæmi um það, hvemig segja má sögu þekktra manna með frímerkj- um og skyldu efni. Þetta safn hlaut stórt silfur og auk þess heiðursverð- laun, sem Félag frímerkjasafnara gaf í tilefni sýningarinnar. Fjögur unglingasöfn fengu silfurverðlaun og önnur fjögur silfrað brons. Af öðrum silfursöfnum er mér minnis- stæðast sænskt safn, sem heitir Havets erövrare, en nefnt var á íslenzku Sigurvegarar hafsins. Er hér rakin saga heimskunnra sæfara og landvinninga þeirra á fyrri öldum eftir frímerkjum, sem út hafa kom- ið í mörgum löndum til að minnast þeirra og ferða þeirra. í nálarflokki var einnig ýmislegt markvert að sjá, en eins og áður hefur komið fram, er þessi flokkur hugsaður fyrir þá, sem eru að byija þátttöku í frímerkjasýningum. Auð- vitað má ekki ætlast til of mikils af sýnendum í þessum flokki, enda hygg ég, að þeir vilji með þátttöku sinni einkum kanna það, hvar þeir standa í söfnun sinni. En vitaskuld eru menn mislangt komnir þar sem annars staðar. Ólafur Elíasson fékk hér silfur fyrir hluta af svonefndu burðargjaldssafni eftir lýðveldis- stofnun, þar sem fram koma mis- munandi taxtar á póstsendingum, en Ólafur hefur einmitt lagt sig í líma við að kanna þá rækilega. Segja má, að þessi söfnun hans sé hliðargrein við aðalsöfnunarsvið hans, sem er Gullfoss-útgáfan 1931-32 og var 'i hinni hefðbundnu samkeppnisdeild. Eiður Ámason frá Húsavík sýndi hér sérstakt safn af bréfum og afklippum með burðar- gjaldsmiðum úr FRAMA-frímerk- ingsvélum nr. 1000-1036. Mun þetta safn hans vera nær „komp- lett“ af þessum miðum, sem eru að nokkru leyti arftakar frímerkj- anna. Þar sem þeir gegna í reynd sama hlutverki í póstþjónustunni og frímerkin, er í sjálfu sér ekkert undarlegt við það, þótt menn taki til við að safna þessum miðum, enda er burðargjaldið, sem valið er í vé lunum, prentað á þá og þeir síðan límdir á bréf eða aðrar póst- sendingar sem kvittun fyrir greiddu burðargjaldi. Þetta safn Eiðs hlaut einnig silfur. Þijú söfn í nálarflokki fengu silfrað brons. Eitt þeirra á ungur drengur, Magnús Helgason, sem sýndi frímerki frá Finnlandi eftir 1980. í öðru voru fuglar frá mörgum löndum, og það á Sigmar Sigurðsson. Hefur það áður verið á sýningu og er í greinilegri framför. Hið þriðja með rússneskum frímerkjum fyrir 1930 átti Guðbjöm E. Ingvarsson. Þá er loks komið að hlut hinna „reyndu eða æfðu safnara", ef mér leyfist að nefna þá svo, í samkeppn- isdeild. Sum þessara safna eru vel þekkt meðal íslenzkra safnara, þar sem þau hafa áður verið hér á sýn- ingum. Hins vegar taka þau flest allmiklum breytingum til hins betra með hverri sýningu, svo að alltaf er eitthvað nýtt að sjá í þeim, éf grannt er skoðað. Eitt þessara safna á Ingvar And- ersson í Gautaborg. í þvi eru íslenzkir póststimplar, sem notaðir vom til ógildingar frímerkja fyrir 1893. Reynir Ingvar að sýna þá á sem flestum frímerkjum frá þessum árum og eins á yngri merkjum, ef þeir voru af sérstökum ástæðum notaðir síðar og þá venjulegast um stundarsakir í neyð. Hér er fyrst og fremst átt við gamla þríhrings- stimpilinn 236. Ingvar raðar stim- plasafni sínu í stafrófsröð eftir pó- stafgreiðslum. Er þetta safn orðið geysigott og í því margir fágætir hlutir. Ég taldi t. d. um 60 bréf og bréfspjöld og þar að auki fjölmörg góð snyfsi með frímerkjum og stimplum. Safn þetta hlaut gull- verðlaun og að auki heiðursverðlaun frá Pósti og síma. Næsthæstu verðlaun hlaut svo sérsafn aurafrímerkja með yfir- prentuninni í GILDI ’02-’03, sem hefur ekki verið áður á sýningu hérlendis, enda kom það fyrst fram á HAFNIU 87 á liðnu hausti, að því er ég bezt veit. Voru því veitt stórt gyllt silfur og til viðbótar heið- ursverðlaun, sem Klúbbur Skand- inavíusafnara gaf til sýningarinnar. Á þetta safn hefur áður verið minnzt stuttlega í frímerkjaþætti, en dánskur maður, Tor C. Jensen, hefur unnið ötullega að því að koma því saman á liðnum árum. Þeir, sem þekkja eitthvað til íslenzkrar frímerkjasögu, vita mætavel, að þessi yfirprentun frá árunum 1902-03 er sérkapítuli í þeirri sögu og því miður um flest mjög vafa- samur. Af því hefur m.a. leitt það, að menn hafa heldur tortryggt þessa útgáfu og jafnvel sniðgengið. Sem dæmi má nefna það, að hinn kunni safnari, Hans Hals, mun ekki hafa safnað stimpluðum í GILDI- frímerkjum, þar sem hann áleit, að þau hefðu í reynd aldrei verið notuð á venjulegar póstsendingar. Hér hefði því verið um hreina „spekúla- sjóns“-útgáfu að ræða og flestir hlutir væru “fílatelískir" og ættu ekkert skylt við venjulega frímerkj- aútgáfu til beinna póstnota. Um það geta allir verið sammála, að engin þörf var fyrir þessa yfirprentun á sínum tíma, enda þótt notkun gömlu auramerkjanna hafi verið framlengd með þessum hætti til ársloka 1903 samhliða hinni nýju útgáfu með mynd Kristjáns kon- ungs IX. frá 1902. Ég er aftur á móti jafn sannfærð- ur og ég var, þegar ég setti saman bók mína um Islenzk frímerki í hundrað ár 1873-1973, um það, að sum í GILDI-frímerkin voru þrátt fyrir allt notuð á eðlilegan hátt af íslenzku póstþjónustunni og þess vegna engin ástæða til að fælast þau stimpluð, hvort sem þau eru stök eða á póstsendingum. En vissulega verður að hafa allan vara hér á. Þetta í GILDI-safn Tors Jensens er að ég hygg alveg einstætt, og ég á tæplega von á, að annað jafn- gott eða betra sé nú til. Hann hefur líka hvorki sparað fé né fyrirhöfn til þess að ná því saman, og árang- urinn er eftir því. Tor hræðist ekki stimpluð merki og ég held óhætt sé að fullyrða, að í safni hans séu a.m.k. 18 „ekta“ í GILDI-bréf og það jafnvel ábyrgðarbréf, sem eru geysisjaldgæf. Ekki er þörf á að tíunda hér einstaka hluti í þessu frábæra safni, en mér kæmi ekki á óvart, þótt það hlyti gullverðlaun, áður en langt um líður. Flugsafn Páls H. Ásgeirssonar • fékk einnig stórt gyllt silfur og þar að auki heiðursverðlaun, sem LÍF hafði gefíð til sýningarinnar. Ég hef svo oft minnzt á þetta safn áður, að það er næstum að bera í bakafullan lækinn að fjölyrða frek- ar um það hér. Eitt verð ég þó að segja Páli til verðugs hróss og það er það, að hann reynir eins og kost- ur er á að fá „raunveruleg" flug- bréf í safn sitt í stað bréfa, sem hafa verið send einungis í því skyni að fá á þau „flugstimpil", ef svo má segja. Þetta er erfitt, en safnið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.