Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 KJÚKLINGAR Eru Holtakj úklingar bestir? Við höfum verið að velta því fyrir okkur vegnaþess að við seljum fleiri þúsundir í hveijum mánuði. Grillaðir á aðeins 3 stk. í pakka 5 stk. í pakka Laugalæk2, s. 686511 Garðabæ,s. 656400 Skrautnál. Sáning- sumar- blóma og matjiuia Nú er daginn tekið að lengja svo mjög að margir eru famir að bíða vorsins og sumarsins með óþreyju. Enn er ekki of seint að sá kálplöntum og ýmsum sumar- blómum ef strax er gengið til verka. Sérstök ánægja fylgir því að rækta sínar eigin plöntur frá grunni, fylgjast með þroska þeirra frá örlitlu frækomi til gróskumik- illar, fullþroska plöntu. Sáðmold og ræktarmold þurfa að vera lausar við sníkjudýr og sjúk- dómsvalda. Sú mold sem er í versl- unum á að vera ömgg, en sé not- uð heimafengin moldarblanda er best að sótthreinsa hana með því að hita í 100°C í 12—15 mín. t.d. í bökunarofni eða rúmum potti. Sáðmold er léttari og áburðars- nauðari en venjuleg ræktunar- mold og uppskriftir að ýmsum moldarblöndum eru í Skrúðgarða- bókinni sem GÍ gaf út. 1. Öll ílát þurfa að vera vel hrein og með götum á botni. Al- gengt er að sá í litla bakka eða gataðar jógúrtdollur. 2. ílátin eru fyllt með sáðmold- inni og henni þjappað létt saman þannig að um 1 sm borð sé á, og þess gætt að moldin sé rök. 3. Best er að sá hverri tegund í eigið ílát. Reynt er að dreifa sem jafnast og hafa 2—3 mm milli fræja. Sé sáð í raðir eru ca. 5 cm hafðir milli raða. 4. Að sáningu lokinni er stór- gert fræ hulið með 1—2 sinn- um þykkt sinni af mold en fíngerðu fræi aðeins þjappað saman. Gott er að strá örlitl- um sandi yfir. 5. Þá er vökvað vel og ílátið merkt vandlega. 6. Til að raki haldist jafn er gott að leggja plastfílmu yfir flátið og fýlgjast þarf vel með raka meðan á spírun og upp- eldi stendur. 7. Æskilegur spírunarhiti er um 20°C en þegar plöntumar fara að koma upp þarf að færa þær á svalari stað um 10°— 15°C þar sem birtu nýt- ur vel, en sól má ekki skína beint á ungplöntumar. 8. Fyrstu tvö blöðin sem koma upp nefnast kímblöð. Þegar myndast hafa að auk 1—2 blöð þarf að dreifplanta. 9. Moldin sem dreifplantað er í má innihalda meiri áburð en sáðmoldin. Dreifplantað er í potta, bakka eða í útireit allt eftir aðstæðum, flátin þurfa að hafa göt á botni. 10. Fyrir dreifplöntun þarf að vökva sáðplöntumar vel svo mold loði við rætumar. 11. Sáðplöntumar eru losaðar varlega hver frá annarri og þess gætt að skemma ekki rætur eða stöngul. 12. Plöntunum stungið í holur sem mótaðar eru í ræktunar- moldina með fíngri eða trép- inna. 13. Moldinni þrýst að og vökvað vel og síðan þegar hún fer að þoma. 14. Hæfilegt vaxtarrými fyrir ungplöntumar er 5x5 sm. Og þá er bara að fylgjast vel með ungviðinu, gæta þess að það fái góða birtu og loft og vætu eftir þörfum, en spara við það hitann. Markmiðið er að ala upp þéttvaxnar, heilbrigðar plöntur og því þarf hiti að vera á bilinu 10— 15°C. Útplöntun sumarblóma og kálplantna er ekki ömgg fyrr en um miðjan júní vegna hættu á næturfrostum. Áður en útplöntun hefst þarf að vera búið að herða ungplöntumar með því að láta þær út litla stund í einu til að byrja með og auka smám saman við tímann. Vökva skal vel áður en plöntumar era teknar úr ílát- unum og varast að skaða rætum- ar við útplöntunina. Gerið nægi- lega stórar holur fyrir rætumar og moldina sem fylgir, síðan er moldinni þrýst vel að rótunum. Hér era nú talin upp nokkur sum- arblóm og matjurtir sem hægt er að sá til núna: Skrautnál, morg- unfrú, garðakornblóm, daggar- brá, silfurkambur, regnboði, sveipkragi, sumarlín, ilmskúf- ur, hádegisblóm, sumarljómi, paradísarblóm, skjaldflétta, og höfuðsalati, íssalati og hreðkum má sá í apríl til júní, hvítkáli, topp- káli, blómkáli, spergilkáli, rósak- áli, grænkáli, gulrófum o.fl. Gul- rótum er sáð beint út í beð. Óskum ykkur góðs gengis og mikillar ánægju. Gleðilegt sumar. Sinfóníutónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Efnisskrá: Leifur Þórarinsson, Haustspil. Richard Strauss, Don Quixote. L. van Beethoven, Sinfónía nr. 7. Einleikari: Mischa Maiskyu. Stjómandi: Gilbert Levine. Haustspil (1983), eftir Leif Þór- arinsson, er fallegt verk þar sem heyra má ofið úr mörgu skemmti- legu tónefni og var auk þess vel leikið af hljómsveitinni. Gilbert Levin er auðheyrilega vandvirkur svo sem vel mátti heyra í Don Quixote eftir Strauss. Ekki var þó að heyra að hann legði nokkra sérstaka áherslu á það „kómiska" í þessu glæsiverki, sem er fullt upp með alls konar forskriftir um leik- máta og túlkun. Mischa Maisky er frábær cellisti og lék margt feiknalega vel eins og t.d. V. til- brigðið og niðurlag verksins. Helga Þórarinsdóttir lék lágf- iðlueinleikinn sem er veralegur, t.d. í Sancho Panza-kaflanum, 2. og 3. kaflanum og reyndar víða í verkinu. Helga skilaði sínu með piýði og svo gerðu aðrir í hljóm- sveitinni, sem lögðu til smá stófur eins og t.d. konsertmeistarinn Guðný Guðmundsdóttir svo og blásaramir. Þrátt fyrir að hljóm- sveitarstjórinn legði ekki mikla rækt við að draga fram andstæður í túlkun þess leikræna í verkinu, hafði hann full tök á samvirkni hljómsveitarinnar er sýndi víða ágætan og vel útfærðan leik. Tónleikunum lauk með þeirri sjöundu eftir Beethoven og þar mátti heyra að minna hafði verið unnið í því verki en þeim fýrri og var leikurinn því víða eins „beint af augurn" og hljómjafnvægi sveit- arinnar ekki gott, eins og t.d. í síðasta kafla verksins, þar sem málmblásarar, einkum trompett- amir, sem að mestu leika tóna er gegna hrynrænu hlutverki og era auk þess til hljómfyllingar, vora allt of sterkir og hljómuðu í gegn eins og einleikarar, svo dansstefin í strengjunum heyrðust varla. Þetta er aðgæsluleysi hljómsveit- arstjórans og sama má segja um grófar og of sterkar áherslur í þessum sama kafla. Hafi það verið markmiðið að gera síðasta þáttinn að einhveiju æðisgengnu „Gacc- hanale" tókst það svo að nærri „keyrði um þverbak". Ánnar þátturinn var of hratt leikinn. Þessi ægifagri tónbálkur þarf að búa yfir íhugandi rósemi, eins og í ræðu, þar sem orðin era hugsuð og vegin, um leið og sögð eru, en ekki flutt eins og lesin af blaði. Þrátt fyrir að allt væri vel leikið, vantaði þann þátt lista- mennskunnar, er gerir tónlist ann- að og meira en tóna af mismun- andi lengd og hæð, vel framfærða af góðum tónlistarmönnum. Hún er list þar sem óskilgreind fegurð- in fær merkingu í tilfínningalegri upplifun mannsins. Til sölu Hvammur í Skorradal Stór og vandaður sumarbústaður með 6 svefnherb. Húsið stendur á ca 14 hektara girtu og skógivöxnu landi. Rafmagn og vatn. Lysthafendur leggi nöfn og símanúmer inn á auglýsinga- deild Mbl. fyrir 26. april merkt: Hvammur - 3716".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.