Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 V estur-Eyjafjallahreppur: Miklar varúðarráðstaf- anir vegna hringskyrfis LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYT- IÐ hefur gefið út auglýsingu um varúðarráðstafanir og að- gerðir til að hefta útbreiðslu hringskyrfis undir EyjafjöUum. Þar er meðal annars lagt al- Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði: Hvatt til fjárhagslegs og stjómunarlegssjálfstæðis Á fjölmennum fundi kjördæm- isráðs Sjálfstæðisflokksins á Suð- urlandi, sem haldinn var í Hvera- gerði fyrir skömmu, kom fram að mikið er á döfinni í upp- byggingu heilsuhælis Náttúru- lækningafélags íslands. Fundur- inn samþykkti samhljóða eftir- farandi áskorun til stjórnvalda: „Almennur fundur í Hveragerði um hagsmunamál bæjarins, haldinn á vegum kjördæmisráðs Sjálfstæð- isflokksins á Suðurlandi, skorar á stjómvöld að tryggja Qárhagslegt og stjómunarlegt sjálfstæði hinna ýmsu félaga og stofnana sem hafa staðið í heilsugæslurekstri af eigin frumkvæði og mikilli ósérhlífni." Menningarsjóður Norðurlanda: Islenskum lista- manni veittur 1,8 millj. kr. styrkur MENNINGARSJÓÐUR Norður- landa hefur ákveðið að veita listamanninum Magnúsi Páls- syni 1.815.000 króna styrk. Magnús býr í London og hefur að undanfömu unnið að því að setja saman klippimyndaleikrit (collage-leikrit). Magnús fær styrkinn til að fjármagna lista- smiðjuna (workshop) Mob Shop IV. Sjóðurinn veitir styrki til rannsókna, fræðslu og menn- ingar. Menningarsjóður Norðurlanda hefur m.a. einnig ákveðið að veita Borghildi Óskarsdóttur, myndlist- arkonu, 605.000 króna styrk vegna sýninga í Gautaborg í Svíþjóð og Þórshöfn í Færeyjum, Bimi Einarssyni 180.000 króna styrk vegna norræns lögreglu- kóramóts, Kvenfélagasambandi íslands 60.000 króna styrk vegna námskeiðs á vegum Norræna hús- mæðrasambandsins og Ann Toril Magnús Pálsson Athugasemd frá stjóraarfor- mánni Flugleiða Herra ritstjóri, í leiðara Morgunblaðsins 14. apríl sl. er íjallað um raunvaxta- stefnuna og hvaða breytingu hún leiði af sér fyrir (slenskt efna- hagslíf. Er hér um þarfa hug- vekju að ræða. Enginn vafí er á því að langvar- andi verðbólga samfara neikvæð- um vöxtum hefur leitt af sér gífur- lega umframflárfestingu í íslensku atvinnulífi sem við nú súpum seyðið af. í leiðaranum er gefið í skyn að raunvaxtabyltingin og þar með ofljárfesting sé orsök- in til erfiðleika Flugleiða. Hér er um mikinn misskilning að ræða. Einmitt vegna þess að félagið hefur að langmestu leyti Qár- magnað starfsemi sína hjá erlend- um bönkumog ávallt greitt mark- aðsvexti hefur ekki verið um offj- árfestingu að ræða. Oreaki erfiðleika Flugleiða eru aðrar. Þar ræðir um vaxandi verð- bólgu innanlands, gífurlegar launahækkanir, vaxandi skatt- heimtu ríkisins samfara óraun- hæfri gengisstefnu. Öll þróun í efnahagslífi hér á landi undan- gengin misseri er í fullkomnu 6- samræmi við það sem er að ger- ast í nágrannalöndunum. Viðurkenna skal að erfiðleikar félagsins stafa einnig af utanað- komandi oreökum, en þyngst vega þau atriði sem hér hefur verið drepið á. Með þökk fyrir birtinguna. Sigurður Helgason, stjórnarformaður Flugleiða. gjört bann við kaupum, sölu, láni og fóðrun og þess háttar ráðstöfunum á húsdýrum, öðr- um en hrossum, til bæja eða milli bæja á hættusvæðinu, þ.e bæjum frá Núpi og Indriðakoti og austur að mörkum Eyja- fjallahreppa. Leita þarf leyfis héraðsdýralæknis vegna hrossaflutnings og umferðar með hross um svæðið. Lífgripaflutningur að og frá bæjunum þar sem sjúkdómsins hefur orðið vart er með öllu bann- aður og þar er skylt að merkja gripahús þessari áletrun með áber- andi hætti: „Smit^júkdómur, óvið- komandi bannaður aðgangur". Einnig er heyflutningur frá hring- skyrfisbæjum óheimill. Bændum á hættusvæðinu er gert skylt að merkja og skrá öll geldneyti fyrir 1. maí og stefnt er að merkingu allra geldneyta á svæðinu milli Markarfljóts og Jökulsárlínu á Sólheimasandi. Á því svæði skulu bændur forðast að hýsa stórgripi frá öðrum bæjum og skylt er að tilkynna eiganda, hreppstjóra eða héraðsdýralækni ef stórgripir sjást utan girðinga. Stórgripum og sauðfé sem, eins og segir í auglýs- ingunni, lendir á svæðum þar sem hringskyrfís hefur orðið vart er heimilt að lóga gegn bótum sem ráðuneytið ákveður. Kappkosta skal að eyða meindýrum eftir föngum og einnig þeim hundum og köttum sem héraðsdýralæknir telur hafa lent í sérstakri smit- hættu. LSflátsdómum yfír hundum og köttum má áfrýja til yfírdýra- læknis. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Frönsku gestirnir sem heimsækja Keflavíkurbæ þessa dagana heim- sóttu forseta íslands frú Vigdísi Finnbogadóttur að Bessastöðum á miðvikudaginn og höfðu þeir á orði að heimsóknin að forsetasetrinu væri án efa hápunktur ferðarinnar. Vinabæjaheimsókn til Keflavíkur: Hrifust af heim- sókn til Bessastaða KefUvík. FRANSKIR skólanemar og ýmsir frammámenn í bænum Hem í Norður-Frakklandi dvelja í Kefiavik um þessar mundir, en bæirair undirrituðu vinabæjar- tengsl á síðasta ári. Meðal þeirra sem komu með í þessa ferð er bæjarstjórinn í Hem, Marguritte He Mavie Massart og heimsóttu Frakkamir forseta lslands frú Vigdísi Finnbogadóttur á mið- vikudaginn. Frönsku gestimir sem eru 45 talsins höfðu ákaf- lega gaman af heimsókninni til Bessastaða, hrifust þeir af lát- lausri framkomu forsetans ásamt því hversu vel hún mælti á frönsku og áttu vart orð til að lýsa hrifningu sinni á þvi sem fyrir augu og eyru bar. Meðal þeirra sem eru með hópn- um má nefna tvo blaðamenn og franska útvarpið hefur samband við fararstjórann og yfírkennarann ( Hem, Francois Scheefer, á hveijum degi. Tengslum á milli bæjanna var komið á í fyrra $ kjölfar heimsóknar skólanema frá St. Pauls skólanum í Hem. Frakkamir dvelja hér í 10 daga og búa á heimilum í Keflavík. Hafa þeir notað tímann vel til að skoða ýmsa markverða staði á Suð- urlandi. Þeir ætla síðan að taka á móti keflvískum unglingum úr Holtaskóla f maí. -BB Hitaveita Suðurnesja: Hagnaður af rekstri 250 milljónir kr. Lindstad 120.000 króna styrk vegna kirkjutónleika í Færeyjum og á íslandi, segir í fréttatilkynn- ingu frá Menningarsjóði Norður- landa. Vogum. AÐALFUNDUR Hitaveitu Suð- uraesja sem var haldinn 8. apríl síðastliðinn bar vitni um að reksturinn gekk vel á árinu 1987, og að árið 1988 verði mik- ið framkvæmdaár, þar sem áætlanir gera ráð fyrir frani- kvæmdum fyrir 300 miljjónir króna. Hagnaður varð á rekstr- inum á síðasta ári, þriðja árið í röð, eftir að tap hafði orðið fyrstu 8 árin. Tekjur urðu alls 795 milljónir króna, en hagnað- ur varð alls 250 mil(jónir króna eða 30,4% af tekjum. Hagnaðin- um var varið tO jöfnunar á tapi fyrri ára. Reksturinn gekk vel á síðasta ári. Engin stórtjón áttu sér stað og var aðallega unnið að fyrirbyggjandi við- haldi. Rekstur orkuvera gekk áfallalaust fyrir sig og varð árið 1987 fyrsta árið i rekstri þeirra sem var laust við að til algers straumrofs kæmi. Byggt hefur verið viðhaldskerfi sem þegar er farið að skila sér i auknu rekstraröryggi og liklega lægri rekstrarkostnaður í framtíðinni. Á árinu varð aukning í orku- framleiðslu (vatn) um 4,9%, en framleiðslan varð alls 493,4 GWh. Heildarvatnsmagn frá orkuveri var tæplega 6,8 milljón tonn, sem er aukning um 5,82%, en raforku- framleiðsla var því sem næst sama og árið á undan. Heildar kalda- vatnsvinnsla var 8,3 milljónir tonna, eða sem svarar til 263 1/sek. í sírennsli. Morgunblaðið/EyjAlfur Guðmundsson Finnbogi Björnsson stjóraarformaður flytur skýrslu á aðalfundi Hitaveitu Suðuraesja. Á árinu voru miklar fram- kvæmdir hjá lágspennudeild ra- forku. Töluvert átak var gert í endurbyggingu dreifíkerfís og má þar fyrst nefna Vogana þar sem segja má að búið sé að leggja allt nýtt að meðtalinni gatnalýsingu. Þá" var mikil endumýjun í Grindavfk, bæði götustrengir og götuljós i nýju hverfín. Á árinu voru reistir 220 nýir ljósastaurar, og að auki skipt um 30—40 vegna tjóna, alls 35 km af lágspennustrengju voru lagðir, sem er þreföldum frá árinu á und- an. Raforkunotkun I byggðarlögun- um jókst stórlega á árinu eða um 15,5% en um 4% til Vamaliðsins, sem er um 9,1% alls. Allar horfur eru á áframhaldandi aukningu á næstu árum því enn eru að bæt- ast við ný laxeldisfyrirtæki og hin að stækka. Það var því stór áfangi er iðnaðarráðherra gef virkjunar- leyfí fyrir 3 strompgufuvélar við orkuverið í Svartsengi. Alls er gert ráð fyrir fram- kvæmdum á þessu ári fyrir 300 milljónir króna. Helstu fram- kvæmdir eru; undirbúningur Ormat-virkjunar f Svartsengi, há- spennulína frá Svartsengi til Fitja, rofastöð í Svartsengi, ný aðveitu- stöð fyrir ofan Keflavík, tenging nýrrar radaretöðvar fyrir Vamar- liðið, auk hefðbundinna fram- kvæmda í rafmagni og hitaveitu í sveitarfélögum. - EG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.