Morgunblaðið - 16.04.1988, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 16.04.1988, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 35 Kór Öldutúnsskóla tíl Astralíu og Asíu í júlí Kór Öldutúnsskóla fer í þriggja vikna söngferð í júlí í sumar og er förinni að þessu sinni heitið tii Ástralíu, Hong Kong og Tai- lands. 20 kórfélagar á aldrinum 10-17 ára fara ásamt fararstjórn og kórstjóranum Agli Friðleifs- syni, sem hefur stjórnað kórnum allt frá stofnun hans árið 1965. Þetta er 12. utanferð kórsins og er Ástralía 5. heimsálfan sem hann sækir heim. „Efnisskráin verður bæði fjölbreytt og vönduð og þar verður að finna lög allt frá 16. öld fram til okkar daga, þar á meðal glænýtt kórverk eft- ir Hjálmar H. Ragnarsson,11 sagði Egill í samtali við Morgunblaðið. Ferðin hefst þann 8. júlí og ligg- ur leiðin fyrst til Hong Kong. Kóm- um barst boð frá borgaryfirvöldum um að syngja á alþjóðlegu kóra- móti sem þar er haldið. Egill sagði kórinn hafa fengið ítrekuð boð um að syngja í Hong Kong eftir fyrri ferð sína til borgarinnar árið 1982 og nú hefði verið ákveðið að þiggja það. Þá fer kórinn til Astralíu, nánar til tekið Canberra þar sem hann syngur á 18. ráðstefnu ISME sem eru alþjóðasamtök tónlistaruppa- lenda og deild í UNESCO. í samtök- unum er tónlistarkennarar úr öllum greinum og kennslustigum tónlist- ar. Egill sagði það mikinn heiður að vera boðið að syngja á ráðstefn- unni þar sem til hennar væri boðið þeim tónlistarmönnum sem athygli- verðastir þykja hverju sinni. Frá Canberra fer kórinn til Sid- -ney, þar sem hann tekur þátt í al- þjóðlegu tónlistarmóti. Það er hald- ið í tilefni þess að í ár eru liðnar tvær aldir frá landnámi Evrópu- manna í Ástralíu. „Okkur var sagt að kómum væri meðal annars boð- ið vegna þess að hann kæmi eins langt að og mögulegt væri," sagði Egill. Ferðinni lýkur svo í Tailandi en Egill sagði dagskrána ekki komna í endanlegt horf og því ekki hægt að segja neitt um hana að svo stöddu. „Það segir sig sjálft að ferð sem þessi er óhemju kostnaðarsöm og erum við með ýmsar ráðagerðir við íjáröflun, t.d. tónleikahald, blaða- útgáfu og happdrætti. Mestu munar þó um myndarlegt framlag Hafnar- ijarðarbæjar sem nú, eins og jafnan áður, styður vel við bakið á okkur," sagði Egill að lokum. Fyrsta skóflustunga að þjónustumiðstöð við Úlfljótsvatn tekin: Talið frá vinstri eru Haukur Pálmason, Davið Oddsson og Haraldur Hann- esson. Úlfljótsvatn: Bygging sameiginlegr- ar þjónustumiðstöðvar BYGGING sameiginlegrar þjón- ustumiðstöðvar Reykjavíkur- borgar, Starf smannaf élags Reylqavíkurborgar og Raf- magnsveitu Reykjavíkurborgar við sumarhús Starf smannaf é- Morgunblaðið/Óskar Magnússon Nokkrir af nemendum Barnaskóla Eyrarbakka. Eyrarbakki: Fjársöfnun til tölvukaupa fyrir grunnskólann Lionsklúbburinn á Hólmavík: Safnað fyrir gam- alli kirkjuklukku Gyrarbakka. FJÁRSÖFNUN til kaupa á tölv- um fyrir Barnaskólann á Eyrar- bakka, sem er grunnskóli með um 100 nemendur, hefur farið fram undanfarnar vikur. Undirtektir fólks hafa verið mjög góðar og er stefnt að því að tölvum- ar verði afhentar sunnudaginn 1. maí en þá verður jafnframt sýning á vinnu nemenda skólans. Kvenfélag Eyrarbakka verður 100 ára 25. apríl. í tilefni þessa merka afmælis ákváðu konumar að gefa skólanum 100 þúsund krón- ur til tölvukaupa. Afmælisins hyggjast konumar minnast sunnudaginn 24. apríl. Stærsta gjöfin barst frá Fiskiveri sf., 150 þúsund krónur. Auk þess- ara stórgjafa safnaðist meðal al- mennings og fyrirtækja í þorpinu veruleg upphæð, nálega 180 þúsund krónur. Með þessu fé er vel séð fyrir því að hinn 136 ára skóli geti boðið nemendum sínum að gægjast inn í tölvuöldina. _ Óskar Laugarhóli, Bjarnarfirði. Lionsklúbbur Holmavíkur er að safna fé til kaupa á gömlu kirkjuklukkunni úr Tröllatungu- kirkju. Ný sijóm klúbbsins var kosin á fundi fyrir skömmu. Þrátt fyrir slæmt veður á fimmtudag var óvenjuvel mætt á fundi Lionsklúbbsins á Hólmavík á fimmtudagskvöldið enda stóð til að kjósa þá nýja stjóm. Var kosin stjóm fyrir næsta starfsár og var Sigurður H. Þorsteinsson kosinn formaður. Varaformaður er Sigurð- ur Vilhjálmsson. Gjaldkeri var kos- inn Daði Guðjónsson og ritari Gunn- ar Jóhannsson. Er klúbburinn nú meðal annars að safna fé um sýsluna til kaupa á gömlu kirkjuklukkunni úr Trölla- tungukirkju. Þá stendur til að gefa heilsugæslustöðinni á Hólmavík sjúkrarúm á næstunni. Unnið er að hönnun útsýnisskífu á Ennishálsi. Þá stendur til að athuga með endur- byggingu gamla sæluhússins á Steingrímsfjarðarheiði. Auk þess era ýmis önnur störf í gangi svo sem heimsóknir á elliheimilið á Hólmavík og fleira. SHÞ lagsins við Úlfljótsvatn hófst í byrjun april. Borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, Har- aldur Hannesson formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar og Haukur Páhnason að- stoðarrafmagnsstjóri tóku fyrstu skóflustunguna sameiginlega i lok mars sl. Ákvörðun um byggingu hússins var tekin af borgarráði í tilefni af 60 ára afmæli Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar þann 17. janúar 1986, en borgarstjóm Reykjavíkur afhenti Starfsmannafélaginu land undir sumarhús á Úlfljótsvatni í tilefni 40 ára afmælis félagsins árið 1966. Úlfljótsskáli verður einnar hæðar timburhús á steyptum kjallara með svalalofti í risi að hluta og er flatar- mál hússins 578 fermetrar. Bygging hússins var fyrst boðin út í júní 1987 en vegna aðstæðna þá var öllum tilboðum hafnað. Verkið var sfðan aftur boðið út f janúar sl. og var samið við lægst- bjóðanda, Iðnverktaka sf., en til- boðsupphæð þeirra er kr. 27.919.236. Til framkvæmda á þessu ári verður varið 17 milljónum króna en verkáætlun gerir ráð fyrir að húsið verði fullbúið að utan nk. haust, en tilbúið til notkunar 20. maí 1989. Leiðindaveður á Ströndum: Brúðuleikhúsið Sögusvuntan: Bömin flutt á drátt- Smjörbitasaga sýnd arvélum í skólann Laugarhóli, Bjarnarfirði. ALLA þessa viku hefur verið leiðindaveður hér í Bjamarfirði og raunar á Ströndum öllum. Ófærð hefur verið mikil og ekki fært, jafnvel innan sveitar á mið- vikudag og fimmtudag. Hluti skólabarna við Klúkuskóla komst ekki í skólann þá daga, en hin voru veðurteppt í heimavist alla vikuna. Þá hefur orðið að bregða við og hjálpa bUum bæði á Ennis- hálsi og á Steingrímsfjarðarheiði í vikunni. Þetta áhlaup hófst strax um síðustu helgi, en aðfaranótt mánu- dags festist jeppi á leið í Bjamar- fjörð á Ennishálsi. Varð fólkið að ganga niður að Skriðnesenni og gista þar um nóttina. Því tókst með hjálp að losa bílinn daginn eftir og komast leiðar sinnar á Hólmavík. Slóst það þar í hóp þriggja jeppa sem vora á leið í Bjamarfjörð. Einn þeirra varð þó að skilja eftir f sunn- anverðum Bassastaðahálsi og er hann þar enn. Skólaböm vestan frá Bassastöð- um voru flutt á mánudag á dráttar- vél í Klúkuskóla og hafa verið þar í heimavist sfðan. Er þetta í fímmta sinn í vetur sem nemendur verða að gista í heimavist skólans vegna veðurs. Brotist hefur verið með böm í og úr skóla þessa viku nema á miðvikudag og fimmtudag. Þá var algerlega ófært. Á miðvikudag var brotist frá Kaldrananesi á Drangsnes til að ná í mjólk fyrir íbúa Bjamarfjarðar og hún síðan selflutt milli bæja með ýmsum far- artækjum. Póstur var sóttur á miðvikudag til Hólmavíkur, með bát frá Drangs- nesi. Var hann sfðan fluttur á snjó- sleða um Bjamaifyörð um kvöldið. Á fimmtudag varð vegagerðin að senda út snjómoksturstæki til að hjálpa tveim bílum frá Sjón- varpinu að komast yfír Steingríms- fjarðarheiði, á leið til upptöku á Bolungarvík á föstudag að þættin- um Hvað heldurðu? Gekk sú ferð vel, með snjópióg í broddi fylkingar og Heiði að baki. Eldri menn hér um slóðir halda því fram að fyrst svona veður brast á eftir páska, verði því ekki lokið fyrr en á sumardaginn fyrsta. Þá hefur menn ennfremur dreymt fyrir slíku og skulu engar slíkar spár rengdar, enn sem komið er. - SHÞ BRÚÐULEIKRITIÐ Snyörbita- saga verður sýnt á morgun, sunnudag, á Fríkirkjuvegi 11 og hefst sýningin klukkan 15. Aðgöngumiðar^ verða seldir á sama stað. Salan hefst klukkan 13 á morgun og veittar verða upplýs- ingar um sýninguna frá klukkan 13 til 14.30. í byggingamefnd Úlfljótsskála era Haraldur Hannesson formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar, Haukur Pálmason aðstoð- arrafmagnsstjóri og Þorvaldur S. Þorvaldsson forstöðumaður Borg- arskipulags. Hönnuðir hússins era arkitektarnir Þorvaldur S. Þor- valdsson, Jón Þ. Þorvaldsson og Kristján Ásgeirsson ásamt Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen. (Fréttatilkynning) Flskverö á uppboösmörkuðum 15. apríi. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Heesta Lsegsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verðfkr.) Þorskur 43,00 36,00 41,08 36,741 1.509.361 Þorskur(óst) 41,00 35,00 40,08 27,454 1.100.402 Ýsa 68,00 51,00 57,98 10,301 596.774 Ýsafósl.) 69,00 68,00 68,67 1,200 82.400 Keila 14,00 14,00 14,00 1,130 15.820 Karfi 19,00 15,00 17,90 0,730 13.070 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,933 14.005 Lúða 201,00 189,00 196,57 0,280 55.137 Annað 24,14 3,782 91.320 Samtals 41,89 82,553 3.458.389 Selt var aðallega úr Jóni Vfdalfn ÁR. Nk. mánudag verður m.a. selt úr Ymi HF. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA Þorskur 42,00 35,50 40,60 38,636 1.668.740 Ýsa 61,60 40,00 60,93 12,466 634.931 Steinbítur 12,00 12,00 12,00 0,400 4.800 Langa 15,00 15,00 16,00 0,700 10.500 Karfi 10,00 10,00 10,00 0,300 3.000 Keila 15,00 12,00 13,50 0,400 5.400 Skarkoli 26,00 25,00 25,35 0,307 7.782 Ufsi 18,00 8,00 13,09 2,750 36.000 Samtals 40,59 55,959 2.271.153 Selt var aöallega úr Geir RE, Dröfn RE og Sæborgu GK. ( dag verður selt úr dagróðrabátum ef á sjó gefur. QENQISSKRÁNINQ Nr. 72. 15. apríl 1988 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala gangl Oollari 38,67000 38,79000 38,98000 Sterlp. 72,68600 72,91200 71,95700 Kan. dollari 31,35600 31,45300 31,37200 Dönsk kr. 6,04170 6,06050 6,09920 Norsk kr. 6,24260 6,26200 6,21340 Saensk kr. 6,59340 6,61380 6,60060 Fi. mark 9,70150 9,73160 9,71100 Fr. franki 6,85180 6,87310 6,88450 Belg. franki 1,11070 1,11420 1,11630 Sv. franki 28,14410 28,23140 28,26280 Holl. gyllini 20,71180 20,77610 20,80040 V-þ. mark 23,24620 23,31830 23,36370 It. lira 0,03132 0,03142 0,03155 Austurr. sch. 3,30800 3,31820 3,32520 Port. escudo 0,28400 0,28490 0,28500 Sp. peseti 0,34740 0,34840 0,35000 Jap. yen 0,31198 0,31295 0,31322 Irskt pund 62,06000 62,25200 62,45000 SDR (Sérst.) 53,62910 53,79550 53,84110 ECU, evr. m. 48,23310 48,38280 48,38780 Tollgengi fyrir apríl er sölugengi 28. mars Sjálfvirkur 62 32 70. símsvari gengisskráningar er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.