Morgunblaðið - 16.04.1988, Side 20

Morgunblaðið - 16.04.1988, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 Rætt við sellóleikarann Mischa Maisky, sem leikur á tónleikum Tónlistarfélagsins í dag Fullkomnun í tónlist er blekking... Tónlistarflutningur snýst um þetta mannlega í æf intýrum birtast seið- karlar gjarnan í gjörninga- veðri og hann dundi yf ir okk- ur, eins og seiðkarl, þó það tækju kannski ekki margir eftir komu hans ... Veðrið, sem bar flugvél hans hingað aðfaranótt miðvikudags, var að minnsta kosti mikilúðlegt. En villimannlegt seiðkarlaút- litið er bara við fyrstu sýn, því þegar betur er að gáð, þá er sítt hárið vendilega skorið í vöngunum, skeggið snyrti- lega klippt, klæðnaðurinn stællegur, án þess þó að vera yf irborðskenndur. Og ein- hvern veginn á þetta við hann allan og líka hvernig hann spilar ... á yfirborðinu allur í innblástri og hugljómun, en byggir á djúpstæðri fágun, íhygli og virðingu fyrir hefð- um og venjum. Sellóleikarinn Mischa Maisky fæddist í Riga í Lettlandi, svo hann var Sovétborgari. Faðir hans var eld- heitur kommúnisti, sem dó ungur vegna þess að hann var ekki á réttu línunni, en alltaf jafn sannfærður um kenninguna. Maisky er af gyðinga- ættum, en ekki alinn upp sem slíkur, þó í sovéska vegabréfinu stæði gyð- ingur í dálknum um þjóðemi. Hluti af tvískinnungi valdhafanna, segir Maisky, allt gert til að þurrka út gyðingamenningu þar eystra, eins og menningu annarra þjóðarbrota, en fólk þó stimplað sem gyðingar í vegabréfið, ef við á. Fannst hann samt kominn heim, þegar hann kom fyrst til fsrael, brottfluttur frá Sov- étríkjunum . .. en áður en það gekk eftir, gerðist ýmislegt og meira um það hér á eftir. Fyrst, af hvetju í tónlistina? „Auðvitað fór ég tónlist... Alveg eðlilegt, því eldri systkini mín voru í tónlistarnámi, og ég umvafinn tón- list frá fæðingu, þó foreldrar mínir væru ekki tónlistarfólk. En þegar að mér kom, vildi mamma eiga eitt eðli- legt bam, sem ekki yrði sett í sér- skóla fyrir böm með tónlistargáfu, svo eiginlega átti ég alls ekki að fara í tónlist. En ári eftir að ég byijaði í venjulegum bamaskóla, heimtaiði ég selló. Það tók enginn mikið mark á því að ég vildi setjast við, því ég var líflegur krakki, alltaf á fleygiferð í fótbolta og öðru, sem hressir strákar stunda. En ég lét mig ekki, svo pabbi keypti selló handa mér þegar ég var átta ára og þá byijaði ég að Iæra. Það er seint á rússneskan mæli- kvarða, því þar setjast böm venju- lega við fimm, sex ára og jafnvel fyrr. Það er erfítt að þurfa að byija svo snemma og gefa í raun frá sér eðlilega æsku, því þegar aðrir krakk- ar þyrpast út í leik, þá verður bam í tónlistamámi að snúa sér að hljóð- færinu. Dugir ekki annað en að æfa sig og það reglulega, ekki bara end- rum og sinnum. Þegar ég var fjórtán ára fór ég í tónlistarskólann í Leníngrad, því sá sem ég var í reyndi ekki nóg á mig. Fór einn og var í heimavist. Eftir fjögur ár fór ég í skólann í Moskvu, sem er enn betri. Þar kenndi Rostropovitsj, sem hafði lengi verið mín mikla fyrirmynd, og ég var svo lánsamur að komast að hjá honum. Hann bauð mér að koma til sín, hafði heyrt í mér áður. Ég var hjá honum 1966-1970.“ í tónlistar- háskólanum í Moskvu Hvemig var andrúmsloftið í skól- anum? „Það er vægt til orða tekið, að samkeppnin hafi verið gríðarleg. Það er oft talað um með aðdáun hvað þetta kerfi skili mörgum góðum kröftum, en þegar betur er að gáð er það ekki undarlegt. Landið er risa- stórt, fáir góðir tónlistarskólar og aðeins einn frábær, tónlistarháskól- inn í Moskvu. Leníngradskólinn er góður, en ekki eins góður. Allir, sem mögulega geta streyma til Moskvu. Eina leiðin til að lifa bærilegu lífí í Sovétrílqunum er að ná langt sem vísindamaður, íþróttamaður eða listamaður, því aðeins þetta fólk og svo háttsettir flokksmenn njóta for- réttinda eins og að geta ferðast, búið skikkanlega og fleira í þeim dúr, hlutir, sem þykja sjálfsagðir á Vesturlöndum. Þetta hvetur ungt fólk til að spreyta sig og leggja sig allt fram. Það segir sig sjálft að þeir fáu bestu em auðvitað mjög góðir. Þegar ég var í skólanum vom stórkostlegir kennarar þama, nægir að nefna menn eins og Rostropovitsj og Gilels. Kennaravalið er síðra núna, held ég. Allt þetta samanlagt skilar út góðu fólki, ekki kerfið sem slíkt. Tónlistarkennslukerfið er ekki sér- lega gott að mínu mati. Það er fast njörvað niður, sem er ekki heppilegt í listum. Lítið svigrúm fyrir ólíka einstaklinga, þyrfti að vera persónu- legra og einstaklingsbundnara, en þessi tvö hugtök em ekki efst á blaði þar eystra. Manngerðin skiptir svo miklu máli í tónlistinni, ekki bara að geta spilað, heldur þarf kröftugan karakter til að haldast við í þessari grein eins og öðmm og þessir eigin- leikar era lítils metnir, ef þeir falla ekki inn í sovéska kerfið." Þú hafði þá einstöku möguleika að stunda nám hjá Rostropovitsj í Moskvu og Piatigorsky í Los Angeles og það leiðir hugann að mikilvægi kennslu. „Kennsla skiptir öllu máli, öllu máli. En ég er svolítið á skjön við þetta, því þó ég hafi haft þessa M- bæm kennara, þá var það ekki fyrr en seint, hafði ekkert sérstaka kenn- ara framan af. Mér finnst ég ekki vita mikið um kennslu eða hvemíg á að snúa sér f henni. Hugsa sjálfur lítið um bogabeitingu og önnur tæknileg atriði, nota bara innsæið." Góður kennari kennir nemendun- um að vera eigin dómarar. „Þessir tveir kennarar vom mér andlegir leiðbeinendur, opnuðu eym mín, huga og hugmyndaflug, sem á endanum er það sem skiptir máli. Ég trúi ekki á neitt, sem heitir full- komnun í tónlist. Þetta hugták er aðeins blekking. ohöndlanlegt villu- Ijós, sem afvegaleiðir. Ef fuilkomnun er takmarkið, þá er eins hægt að dunda sér við að smíða tölvu, sem aldrei bregst og spilar alltaf eins. Það er nefnilega allt annað og mikil- vægara, sem tónlistarflutningur snýst um, snýst um þetta mannlega, Mischa Maisky. Ur tónlistarlífinu Sigrún Davíðsdóttir sveiflur milli flytjenda og áheyr- enda. .. Og þá er það ekki fingra- fimi og tæknikunnátta, sem skiptir sköpum, heldur manngerð og segul- magn flytjandans. Það skiptir öllu máli fyrir ungt tónlistarfólk að hafa einhvem sem getur leiðbeint þeim uni af langri reynslu um þessa stigu, sýnt þeim hvað það em fjölmargir fletir á spiia- mennskunni og lífinu yfirleitt. Það er sama hvað maður er hepp- inn með kennara að á endanum stendur maður einn og verður að vera sinn eiginn kennari. Og bestu kennaramir em þeir, sem kenna nemendum sínum að vera sjálfir eig- in dómarar." Þú vinnur af innsæi, segirðu. Hvemig lærðirðu ný verk? „Ég vil ekki gera lítið úr nauðsyn þess að sitja við hljóðfærið og vinna sig í gegnum verkin, en ég fer líka ýmsar aðrar leiðir, les nótumar, spila verkið á píanó, hlusta á upptökur og þá ekki aðeins á þetta tiltekna verk, sem ég er að læra. Fyrir mér er tón- listin lifíbrauð, en hún er líka helsta áhugamál mitt. Ég reyni að fara eins mikið á tónleika og ég get, hlusta mikið, en kannski meira á önnur hljóðfæri en mitt eigið, fiðlu, píanó, en einkum söng. Þannig er hægt að þroska heym og smekk, sem er á endanum best leiðarljósið." Tónlistin er megin markmiðið — spilakunnáttan farartækið „Þess vegna legg ég ekki ofur- áherslu á að vera eingöngu yfir hljóð- færinu. Það er auðvelt að koma sér upp spilakækljum, þar sem spila- mennskan hvílir á að geta leyst ein- staka tæknilega þætti. En það má ekki gleymast að tónlistin sjálf er megintakmarkið, og spilakunnáttan er aðeins farartæki, til að flytja mann í áttina. Ég hef oft á tilfinning- unni að margir tónlistarmenn snúi þessu við; tónlistin verður þeim tæki til að sýna hvað þeir geta. Þetta er mesta hættan, því þá tapast allt skyn á hlutföll. Það hafa allir sínar hugmyndir um hvemig eigi að spila. Þær verða að vera gmndvallaðar á góðum smekk, sem þroskast við líta á fleira en sitt eigið hljóðfæri. Þetta gildir ekki síst fyrir sellóleikara, því verksvið okkar er takmarkað. Ég leita mikið yfir í kammertónlist, hef hana sem tóm- stundagaman. Auk þess legg ég eyrun við alls kyns tónlist, svo lengi sem hún er góð, án þess ég ætli að fara út í, hvað góð tónlist er. Ég elska jazz og þar finnst mér margt hægt að læra. Jazz er náttúmleg aðferð til að leiða Mm tónlist. Margir jazz- leikarar lesa ekki einu sinni nótur, hafa enga hefðbundna tónlistar- menntun, spila af innblæstri, en samt -er spilamennska þeirra fáguð. Jazz lfkist klassískri tónlist í því að hann er flókinn, enda hvergi nærri eins vinsæll og rokktónlist til dæmis, krefst mikils af áheyrendum, líkt og klassíkin. Tónlist er tungumál og til að ná fegurð hennar, þarf að skilja málið. Klassísk tónlist er flókið tungumál miðað við popp og rokk og hún hræð- ir marga M þess vegna, einkum ungt fólk, því það þarf að leggja sig Mm, einkum Mman af. En því meira sem lærist, því meira gefur hún.“ Áttu þér einhver uppáhalds tíma- bil og hvað með samtímatónlist? „Ég spila alls konar tónlist, trúi ekki á gildi sérhæfingarinnar og vil vera víðsýnn. Get aldrei svarað spumingum um uppáhaldstónskáld eða -verk, finnst ég alltaf vera með það besta í takinu hveiju sinn', hef djúpa ánægju og áhuga á því, sem ég fæst við í hvert sinn og vona að þetta smiti af mér. Mér finnst ég vera alls staðar heima, nema helst í samtímatónlist, sem ég spila lítið. Mest er það vegna tímaskorts, en líka vegna þess að ég er oftast beð- inn um að spila ákveðin verk og þá sjaldan um glæný verk.“ Að hafa ekki tima til að flýta sér „Samtimatónlist er annað tungu- mál, en klassísk tónlist, eða að minnsta kosti mállýska, er líka oft skrifuð öðmvísi. Það þarf tíma, vinnu og reynslu að komast til botns í henni, bæði fyrir flytjendur og áheyr- endur. Ég er enn reynslulaus, svo það em margir betri en ég í að flytja hana. Mér fínnst ég enn vera svo ungur og vonast til að geta bætt úr þessu reynsluleysi mínu, þó seinna verði. Vildi geta sagt eins og Stravin- sky sagði, þegar hann var orðinn hundgamall, að hann hefði engan tíma lengur til að flýta sér . . . í samtfmatónlist eins og annars staðar em nokkrir góðir, en lfka fullt af öðmm, sem sumir hveijir nota sér að samtímatónlistin er flókið tungu- mál. En ég trúi því að á endanum sé einhver, kannski þama uppi, sem vinsi úr. Sagan sýnir að stórbrotin tónskáld komast alltaf upp á yfir- borðið á endanum, þó þeir hafí verið lítils metnir í lifanda lífi.“ Mynddiskar framtíðin? „Hlutskipti flytjenda hefur alla tíð verið dapurlegt, því þeir skilja ekkert eftir sig, fyrr en nú með tilkomu upptökutækninnar. í Japan em Morgunblaðið/Þorkell mynddiskar orðnir nokkuð útbreidd- ir, em að stinga sér niður í Banda- ríkjunum og rétt að koma til Evr- ópu. Ég vona að þeir breiði klassík- ina út, rétt eins og poppið. Þegar ég hef tekið upp undanfarið, hafa verið gerðar mynddiskaupptökur samtímis og þeim verður dreift, ef það sýnist vera áhugi. Framleiðendur hafa líka verið nógu skynsamir til að það er hægt að spila venjulega hljómdiska í mynddiskatækjunum. Mynddiskamir em með efni á báðum hliðum, svo þar fæst allt að tveggja tíma efni. Þama fer saman sjónefni og gæðahljóð. Bara vonandi að verð- ið lækki. Einhver spyr kannski hvað sé gaman við að horfa á gamlan mann svitna við píanóið yfir „Appa- sjónötunni" en mannskepnan er nú einu sinni innstillt á sjónskynið og það er heilmikil viðbót að sjá tónlist- ina verða til.“ Þú talar um tónskáld og flytjend- ur. Hefur það plagað þig, að þú ert upp á aðra komin með efnivið? „Áður hugsaði ég um þetta að vera háður annarra manna verkum, sem em áþreifanleg, meðan mín vinna fykur bara út í bláinn í hvert sinn. Flytjendum dugir heldur ekki að vinna bara heima, þurfa áheyr- endur og sveiflur M þeim. Það þurfa tónskáldin líka og þar komum við inn. Með nýrri upptökutækni, eins og ég nefndi áðan, er hlutskipti flytj- enda breytt. Ég er að vísu ekki al- sæll með stúdíóupptökur, en það er farið að gera meira og meira af því að taka upp tónleika, þá kannski nokkmm sinnum og velja úr, svo það fæst eitthvað í átt við „fullkomnar" stúdíóupptökur. Plötufyrirtækin em treg, en sem betur fer em ýmsir lista- menn í aðstöðu til að fara fram á slíkar upptökur. Sumir gera margt og geta það, aðrir gera margt án þess að geta. Ætli ég verði ekki bara að vera hæverskur og halda mig við mitt. Er nefnilega kominn að þeirri niður- stöðu að það skipti ekki máli hvað gert er, svo lengi sem það er gert af natni og alúð og veitir gleði..." Einleikaraf eríll — djúp ánægja — þreytandi ferðalög Þú hefur valið einleikaraferil. Hvers vegna? „Það stórfenglega við tónlistina er hve hún gefur mörgum gleði. Það veitir mér djúpa ánægju að fá að miðla tónlist, því ég veit að hún gleð- ur svo marga, spuming um að gefa og fá til baka. Það vill svo til að ég hef hæfileika til að spila og sem nýtast mér betur sem einleikari en í hljómsveit eða kammersveit ein- göngu. Mér finnst það mikil forrétt- indi að geta unnið við og fundið ánægju í því sama, þegar flestir vinna eitt en leita ánægju í öðm. En þetta er ekki auðvelt lff. Ferða- lögin em slítandi, þreytandi að sjá ekkert nema hótel, flugstöðvar og tónleikasali. En ég nýt tónlistarinnar og vildi ekki skipta. Konan mín hef- ur verið dyggur fömnautur minn í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.