Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 61 - Þessir hringdu . . . Hjólreiðar barna A.G. hringdi: „Ég vil taka undir orð móður sem skrifar í Velvakanda fyrir skömmu og bendir á þá miklu hættu sem böm eru í ef þau hjóla út í umferðina. Strangari reglur ættu að gilda um þetta og ábyrgð foreldra er mikil að brýna fyrir bömum sínum að fara varlega á hjólunum." Hanskar - eyrnalokkur Brúnir hanskar töpuðust á Skólavörðustíg eða við Umferðar- miðstöðina hinn 6. apríl. Einnig tapaðist gulleymalokkur með tveimur litlum steinum hinh 13. mars við Loftleiðahótelið. Þeir sem kynnu að hafa fundið þessa hluti eru vinsamlegast beðnir að hringja í síma 31123. BMX hjól BMX reiðhjól með svörtu stelli og gulum dekkjum hvarf frá KR -heimilinu í desember. Ef að ein- hver skyldi hafa orðið var við hjól- ið er sá hinn sami vinsamlegst beðinn að hringja í síma 17701. Osmekklegar teikningar Anna Kristjánsdóttir hringdi: Ég vil þakka Jóni úr Vör fyrir hans góðu ábendingu til Morgun- blaðsins í Lesbók þann 10. apríl varðandi teikningar Sigmunds í Morgunblaðinu. Ég er honum hjartanlega sammála. Mér fínnst þær í hæsta máta ósmekklegar og oft alveg lausar við fyndni. Mig hefur oft langað að segja álit mitt á þessum teikningum en fékk kjarkinn þegar ég las grein Jóns. Og er ég honum þakklát. Aths. ritstj. Augljóst er að Morgunblaðið er þeirrar skoðunar að myndir Sigmunds eru sérstæðar og list- rænar og spretta úr frjóu og ein- stæðu hugmyndaflugi listamanns- ins. Myndir Sigmunds eru því birt- ar daglega hér í blaðinu og það er skoðun blaðsins að þær séu litrík viðbót við hversdagsgrá- mann og því góð upplyfting í okk- ar litla þjóðfélagi. Hitt er svo annað mál að aldrei hafa allir eina skoðun á öllum málum. Norðurland vestra: Staðsetning gjaldheimtu Til Velvakanda. Deilur standa um staðsetningu opinberrar gjaldheimtu á Norður- landi vestra. Tveir kaupstaðir, Siglufjörður og Sauðárkrókur, eru einkum nefndir. Nefnd hefur komizt að þeirri nið- urstöðu að Sauðárkrókur skuli hreppa hnossið. Röksemd: Staður- inn er mjðsvæðis í kjördæminu! Hér er rétt að minna á byggða- stefnuna. Hún gengur að megin- efni út á það að tryggja rétt jaðar- svæða gagnvart miðjusvæðum. Byggðastefna á engu að síður rétt á sér innan landshluta, kjördæma, en á landsvísu. Staðsetning gjaldheimtu á Sauð- árkróki er byggð á röksemdum sem ieitt hafa til staðsetningar nær allr- ar opinberrar þjónustu á höfuð- borgarsvæðinu, þvert á byggða- sjónarmið. Siglfirðingar sækja sitt mál með röksemdum byggðastefn- unnar, rétti jaðarbyggða. Því má heldur ekki gleyma að Skattstofa Norðurlandsumdæmis vestra er staðsett á Siglufírði. Ekk- ert er eðlilegra en að hin hliðin á þessu eina og sama fyrirbæri, skatt- heimtunni, það er gjaldheimtan, sé á sama stað. Það er rökrétt niður- staða. Með nútíma samgöngum, tölvu- og símatengslum, skiptir vega- Til Velvakanda. Við höfum búið ásamt bömum okkar hér í Reykjavík síðan í jan- úar, þegar eiginmaður minn gerðist gistiprófessor við Háskóla íslands. Við eigum þegar margar góðar minningar um vemna á íslandi og fram til þessa hefur dvölin hér ver- ið okkur og bömum okkar þrem dásamleg reynsla. En nokkuð hefur borið við sem hryggir okkur mikið. Þegar við vöknuðum á páskadagsmorgun komumst við að því að bamavagn, sem var fyrir utan húsið þar sem við búum að Grettisgötu 63, hafði lengdin milli Sauðarkróks og Siglu- Qarðar engum sköpum um stað- setningu gjaldheimtunnar. Niður- stöður nefnda, sem settar em í eitt og allt í landi okkar, hafa á stund- um reynzt varhugaverðar, þótt stuðst hafi við meðaltöl og miðju- moð, sem dæmin sanna. Það er í anda byggðastefnu að styrkja jaðarbyggðir með staðsetn- Til Velvakanda. Allt bendir til þess að þátturinn „Hvað heldurðu", sem að líkindum hefur átt flesta glaða og ánægða hlustendur vítt og breitt um allt land, sé að missa gildi sitt. Ástæðan er sú að óp og öskur yfírgnæfa svo að útilokað er að fjarstaddir hlustendur geti notið þess að fylgjast með því sem fram fer. Þátturinn sem fluttur var 28. febrúar frá Vestmannaeyjum setti þó met í hávaða. Er ekki hægt að stilla hér í hóf? Sjónvarpið hefur illa bmgðist þeim vonum sem við það vom bundn- ar í upphafi. Ég er þess fullviss að allur fjöldi fólks taldi víst að nú kæmi tæki inná heimilið sem færði þangað fróðleik af ýmsu tagi og þess á milli létt skemmtiefni. Víst verið tekinn. Missir vagnsins fellur okkur mjög þungt þar sem við eig- um hann ekki heldur lánaði vina- fólk okkar hér í Reykjavík okkur hann. Og vagninn hefur mikið per- sónulegt gildi fyrir þetta fólk því þau notuðu hann þegar bömin þeirra vom ung. Við skrifum í þeirri von að ein- hver hafí fundið vagninn eða viti hvar hann er niður kominn, og hafí samband við okkur í sima 27375. Það myndi gleðja okkur mjög að geta sagt vinafólki okkar að vagn- inn hafí komið f leitimar. Cathy og Larry Miners ingu stofnana sem hér um ræðir. í þessu tilfelli kostar styrkingin ekki krónu umfram staðsetningu annars staðar. Jafnvel minna, þar eð öll aðstaða sýnist til staðar á Siglu- firði. Þess vegna eiga stjómvöld að láta rökhyggju ráða ferð fremur en úrelt miðjusjónarmið. Norðlendingur er um það að þetta hefur hvort tveggja átt sér stað. En ofbeldis- myndir og allur annar óþverri sem sýndur er meira eða minna flest kvöld er þó ávallt í miklum meiri- hluta. Væri það ekki verðugt verk- efni fyrir þá mörgu reiknimeistara sem eru á ríkisjötunni að kanna þau áhrif sem myndir af þessu tagi hafa haft á mannleg samskipti hér á landi? Vist er um það að árás og ódæðisverkum hefur ijölgað til mik- illa muna. Ótrúlegt er að það sé holl hugvekja undir svefnin að sjá sundurtætta mannslíkama eða önn- ur ódæðisverk sem þessi tæki eru látin flytja myndir af inn á heimili landsmanna flest kvöld. Svo tala ráðamenn þessa fjölmiðils fjálglega um það menningartæki sem sjón- varpið á að vera. Heggur sá er hlifa skyldi Nú ætlar öll þjóðin að sameinast í einu átaki um að fækka slysum í umferðinni. Væri óskandi að það bæri tilætlaðan árangur. En hvað gerði þessi rúmlega sextíu manna hópur fyrstu starfsdaga Alþingis? Þeir leiddu í lög aukinn hraða úti á þjóðvegum sem er þó ærinn fyrir og hefur oft skilið eftir djúp sár á mannfólkinu, auk eignatjóns sem almenningur greiðir fyrir með hækk- uðum tryggingaiðgjöldum. En þær sextíu sálir í þinghúsinu vildu láta til sín taka í upphafí starfs- tíma sína og hafa nú þráttað marga daga um bjór til viðbótar þeim böl- valdi sem vínið er og allar þær hörm- ungar sem ofneysla þess hefur af sér leitt í auknum umferðarslysum. Guðfinna Hannesdóttir Sjónvarpið hefur brugðist Týndur barnavagn Innbú - dánarbú Til sölu á vægu verði sófasett, borðstofusgtt, antik- skápar, skatthol, fataskápar, frystikysta, myndirog fleira. Til sýnis á Bergþórugötu 2 eftir kl. 14.00. í dag. & M A Bergþórugötu 3ja herb. íbúð á 1. hæð, til sölu, í nýju húsi á Berg- þórugötu. Tilbúin fljótlega. Örn Isebarn, byggingameistari, sími 31104. MAZDi HÝ HAGSTÆÐ KJÖR... á nokkrum notuðum úrvals bílum!! Viö getum nú boðið nokkra notaða úrvals bíla á betra verði og greiðslukjörum en áóur hefur þekkst. Dæmi: Mazda 323, 4ra dyra, 1.3 LX, árg. ’87 Verð.................................... kr. 440.000 Útborgun 25%............................ kr. 110.000 Afsláttur............................... kr. 44.000 Eftirstöðvar sem greiðast með skuldabréfi á allt að 30 mánuðum með jöfnum afborgunum kr. 286.000. Þessir bílar fást á sambærilegum kjörum: Fjöldi annarra bíla á staönum. Opiö laugardaga frá kl. 1-5 MAZDA 323 Station árg. '86 Lancia Thema árg. ’87 MAZDA E-2200 sendibíll árg. ’85 MAZDA 323 árg. ’85 MAZDA 323 árg. ’86 MAZDA 323 árg. '83 MAZDA 626 LTD árg. '87 MAZDA 626 LX árg. '83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.